Morgunblaðið - 07.03.1951, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.03.1951, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 7. mars 1951 MORGVNBLAÐIÐ 11 icn Bjcrnsscn shrifar m: BÓKMENNTIR FYRIR tæpu ári gerði jeg forn- ritaútgáíu Islendingasagnaútgáf- unnar að umtalsefni hjer i blað- inu. Hafði útgáfan þá sent á mark aðinn allar hinar eiginlegu Is- lendingasögur, Sturlungu, Bisk- upa sögur, Eddurnar og þrjú bindi af riddarasögum, ásamt ít- arlegum nafnaskrám og skýring um. Var þá þegar Ijóst, að þetta myndi verða hin umfangsmesta útgáfa af fornritunum sem kom- ið hefir, og aðgengilegust þeirra allra fyrir alþýðu manna. Enda mun hún þegar í byrjun hafa aflað sjer mikilla vinsælda, svo sem vert er, enda getur vart betra lesefni handa ungum sem öldnum. Arið sem leið sendi íslendinga sagnaútgáfan 7 ný b'-ndi á mark- aðinn. Telur allt safníð nú 34 bindi. Þctta er rr.ikið saín og það sem mest er um vert er, að í því er alit hið dýrmætasta úr forn- bókmentum þjóðarinnar. Þessi nýjasta viðbót er Karlamagnús saga og kappa hans í þremur bindum, og Fornaldar sögur Norðurlanda, sem er fjögur bindi. Karlamagnús saga er lið- ur í riddarasagnaútgáfu forlags- ins, en hún hófst í hitteðfyrra. í því safni voru meðal annarra Sagan af Tristram og ísönd, Bragða-Mágusar saga, Samsonar saga fagra oí fleiri af hinum vinsælustu riddarasögum, sem voru orðnar ófáanlegar fyrir löngu. Sá Bjarni Vilhjálmsson um þá útgáfu. Hann hefir einnig sjeð um útgáfu Karlamagnús eögu. STÆRSTA RIDÐARASAGAN Karlamagnus saga er lang- stæi’st allra riddarasagna eða þrjú bindi í þessari útgáfu, alls nærri 1000 síður. Hún er áður gefin út í Kristianíu af norska fræðimanninum C. R. Unger, 1360. Styðst þessi útg. að nokkru leyti við hana. Þar sem svo- er langt um liðið er sagan auðvitað orðin ókunn öðrum en fræði- mönnum. Bjarni Vilhjálmsson ritar ítar legan formála um söguna, þar sem gerð er grein fyrir uppruna hennar og ritunartíina. Hún á rót sína að rekja til hinna elstu franskra fornkvæða, hinna svo- neíndu chansons tle geste eða kappakvæða, en mörg þeirra Voru þýdd á óbundið mál í Noregi á þrettándu öld. Hákon gamli Noregskonungur Ijet hefja þýðingar erlendra riddarabókmenta á norrænt mál, eins og kunnugt er. Eitt af fræg- Ustu fornkvæðunum er Rolands- kvæðið, en það er frá því á of- anverðri elleftu öld. Flest þess- ara kappakvæða fjalla um menn, se mraunverulega hafa verið Uppi, þó allt sje auðviíað ýkt og stækkað, en það fjell í smekk þeirra tíma. Riddarasögurnar eru að mörgu leyti hliðstæðar skáld- sögum vorra tíma og hafa notið svipaðra vinsælda. —- Síðar var tekið að frumsemja riddarasögur á íslandi og fengust menn við það fram á öldina sem leið. — Þetta eru því geysimiklar bók- ínentir, og þó að þar sje misjafn sauður í mörgu fje, eru margur þeirra stórmerkar íyrir lýsing- ar á aldarhætti, og þar að auki bráðskemtilegar, einnig fyrir nú- tímalesendur. Liggur það eink- um í hinum smellna og hnytti- lega stíl skrásetiaranna. Karla- magnús saga og kappa hans er í röð hinna allra bestu riddara- sagna. Riddarasögurnar voru yndi og eftjrlæti rímnaskáldanna öldum saman. Þau ortu rímur út af efni þeirra og Guðmundur Bergþórs- Son orti Olgeirsrímur danska út af Karlamagnús sögu, en Olgeirs rímur er lengsti rímnaflokkur sem ortur hefir verið, að því er inenn best vitá. Kavl liiikö, sewi oiiænum mönnum var nefndvr Karla- magnús €*'*!’• b*—J ’ ' ska uaíui hans Carolus Magnús, var ein- hver frægasti höfðingi á mið- öldunum og voldugastur allra keisara. Afrek hans var að sam- ein.a hina sundruðu germönsku þjóðflokka í eitt ríki. Fyrir það var hann gerður að hálfguði hjá þessum þjóðum. „Eftir dauða sinn“, segir sagnaritari einn, „varð hann smám sarnan að yfirmannlegri veru, sem eins og Atlas ber heim miðaldanna á sterkum herðum sinurn". Annara sagnaritari, Einhard að nafni, en hann var samtíðamaður Karls mikla, lýsir keisaranum og hirð- lífinu. Virðist svo sem hinn mikli þjóðhöfðingi hafi verið holdi klædd ímynd þeirra dygða, sem frómir menn settu öllu ofar. „Eigi aðeins synir hans en einnig dæturnar voru settar til læringar í vísindum hjá engilsaxanum Aelkvin, sem var heimiliskennari keisarans. Syn- irnir fylgdu föður sínum í hern- að, en dæturnar sátu við rokk- inn eða vefstólinn og unnu undir umsjá móður sinnar. Keisarinn gekk í klæðum er dætur hans höfðu gert. Aðeins við hátíðleg tækifæri klæddist hann keisara- skrúða sínum, sem var alsettur glitrandi demöntum.... “ Þegar þar við bættist að Karlamagnús var mikill byggingameistari og stjórnvitringur og síðast en ekki síst ótrauður stríðsmaður kirkj- unnar gegn heiðingjunum, var engin furða þótt skáldin tækju líf hans og hinna 12 kappa hans til meðferðar í ljóðum sínum og þessi kvæði yrðu síðan vinsæl í söguformi hjer á landi. Karlamagnús saga fjallar, eins og aðrar riddarasögur, um her- farir og hetjudáðir. Höfundar hennar eru auðvitað langt frá því að vera hlutlausir í frásögn- inni og gera enga tilraun til að leyna því. Heipt kristinna vest- urlendinga í garð Múhameðstrú- armanna kemur fram í ýmsum myndum og sumum næsta bros- legum. Víða er mjög hnyttilega komist að orði. Setning eins og þessi, sem sögð er í fullri alvöru, kemur manni kátbroslega fyrir sjónir fyrst í stað: „Karlamagnús keisari hafði í þann tíð unnið borgina Acordies og niður felt borgarveggi og tók þar mikla fjárhluti, gull og silf- ur og dýrleg klæði, og var eng- inn sá í borginni, að eigi væri drepinn eða kristinn ger“. Ekki verður sagt að mikið fari fyrir umburðarlyndinu, og mörg önnur dæmi mætti tilfæra, svo sem þar sem sagt er skýrum orð- um að sálir fallinna heiðing.ia fari beina leið til helvítis. En þetta er spegill af hugsunarhætti miðaldanna. Og við sem nú lif- um, brosum að slíku ofstæki og álítum okkur svo miklu fremri á þessari upplýsingaröld. En er því í raun og veru þannig farið, þegar öllu er á botninn hvolft? Eru voldugustu „keisarar" nútím ans ekki einmitt altaf að bolla- leggja að „fella borgarveggi"9 Gæti miðaldamaðurinn ekki al- veg eins brosað að okkur? — Þessar og þvílíkar hugsanir geta hvarflað að manni við lestur hinna gömlu rita. Og manni verð ur ljósara en áður, að miðaid- irnar eru ekki svo fjarri í surau tiliiti, sem við hugðum, þótt riddararnir hafi að vísu skipt um búninga. FORNALDAR SÖGUR NORÐURLANDA Rjett fyrir jólin komu fornaíd- arsögurnar út á vegum íslend- ingasagnaútgáfunnar. Þær eru í fjórum bindum allþykkum, eða yfir 400 bls. hvert. Guðni Jóns- son skólastjóri hefir sjeð um út- gáfuna og ritað fróðlegan for- mála. Þetta er fjórða útgáfa af forn- aldar sögunum í heiid, en marg- *• .-'-XV . . • - 1\.KJ u'úö U o , bjw V-■* stakar í vísindalegum útgáfum. íaíuu pj oiLir V ioi^daincuxi 1« - Ræða Giuinars Bi þar mest af mörkum, sem og á mörgum öðrum sviðum er varða foi nbókmenntir okkar. — Fyrsta heildarútgáfa sagnanna kom á vegum Norræna fornfræðafje- lagsins undir umsjá C. C. Rafns. Rúmum íimmtíu árum síðar komu þær út í Reykjavík. Sá Valdimar Ásmundsson ritstjóri um þá útgáfu. Mun sú útgáfa hafa selst upp tiltöluléga fljótt, a. m. k. voru fornaldarsögurn- ar orðnar sjaldgæfar um langt árabil og’ flestu yngra fólki hul- inn fjársjóður. En á árunum 1943—’44 komu þær loks út að nýju í útgáfu þeirra Guðna Jóns- sonar og Bjarna Vilhjáimsson- ar. Sú útgáfa er nú uppseld. — þessi nýja útgáfa er sniðin eftir henni og þó fyllri, því að fjórum sögum er bætt við, sem ekki voru í eldri útgáfum. Hún er því vand aðasta útgáfa af sögum þessum sem völ er á. Fornaldar sögur Norðurlanda gerast flestar löngu áður en ís- land byggðist. Og þær eru hinar fyrstu sögur, sem getið er um að hafðar hafi verið til skemmtun- ar í mannfagnaði. Þorgils saga og Hafliða greinir frá því að Hrómundar saga Gripssonar og fleiri sögur hefði verið sagðar í veislu á Reykhólum árið 1119. En um ritunartíma þeirra er fátt vitað, og þau handrit, sem nú eru til, eru ekki eldri en frá því um 1400. Telur útgef. i formála að sama máli gegni um þær og Islendinga sögur, að handrit þeirra sjeu 50—100 árum yngri ' en frumritin. Margar af fornaldar sögunum ! hafa sannsögulegan kjarna að ■ geyma, og hetjur þeirra hafa verið uppi einhverntíma í fyrnd- inni. En þær eiga sammerkt í því við riddarasögurnar, að í þeim gætir hvergi nærri þeirrar hóf- i semi í frásögn og persónulýsing- ■ um, sem eru aðaleinkenni íslend inga sagna. | Danski sagnaritarinn Saxo Grammaticus ritaði sögu Dana á latínu um aldamótin 1200. Segir hann sjólfur frá því að hann , hafi leitað til Islendinga um i heimildir og hælt þeim mjög fyrir fróðleik þeirra. Saxo ritar um hina fornu Danakonunga, Hrólf Kraka og Ragnar Loðbrók, sem án alls efa eru sannsögu- legir. Islenskar ættir eru meira að segja raktar frá Ragnari Loð- brók! Sannsöguleg uppistaða mun og vera í Völsungasögu, en hún er samin upp úr hetjukvæð- um Eddu. Efnið er sameiginleg- ur arfur germanskra þjóða, og til grundvallar liggja sagnir frá þjóðflutningatímanum. Niflunga ljóð hin þýsku eru grein af þess- um stofni. — Frá öllu þessu greinir útgefandi ítarlega í for- málanum í stuttu en fróðlegu yf- irliti. Fornaldar sögur Norðurlanda hafa lengi verið í uppáhaldi hjá þjóðinni. Rímnaskáldin hafa haft þar óþrjótandi efni og óusið óspart af því, en einnig skáld síðari tíma hafa hrifist af þeim. Eitt af höfuðskáldum Svía á öld- inni sem leið, Esajas Tegnér, orti helan ljóðabálk út af Frið- þjófs sögu frækna. Friðþjófs saga hans í snildarþýðingu Matt- híasar varð einhver vinsælasta bók, sem gefin hefir verið út hjer á landi. Hið nýlátna stórskáld Dana, Johannes V. Jensen, not- aði efni úr Norna Gests þætti að uppistöðu í einn þátt hins mikla rits síns „Den lange rejse“, en það er eitt af höfuðritum nor- rænna bókmenta. Efni fornaldar sagnanna er margvíslegt. Má margt af því ráða um bókmentasmekk for- feðra okkar. Hjer er citthvað fyrir alla* ef svo mætti að orði komast. Sögur um göfugar ást- ir og grimm Örlög skiptast á við hetjufrásagnir um víkinga og of- 'r, m ■■ II ’ r’al ekki I,, nií ” ir íá mis við hinar „djörfu“ bók- 1 Framh. á bls. 12. Framh. af bls. 7. inn í febrúarmánuði 1951. — Stjórn Búnaðárfjelags íslands fól Gunnari Bjarnasyni að fara á fundinn fyrir íslands hönd og átti hann að mæta þar sem á- heyrnarfulltrúi. (Mörgum mun víst finnast það kynleg afstaða stjórnar Búnaðarfjelagsins, að senaa aðal hvatamann að þess- um stofnfundi, sem áheyrnar- fulltrúa. Aths. Mbi.). Fundur- inn hófst svo hinn 9. febrúar s. 1., og var þann dag rætt um dagskrá þingsins. Næsta dag var útvarpað frá stofnfundin- um og var Gunnar Bjarnason meðal ræðumanna. framleiðenda, mundi bera góð - an árangur. — Fáum væri það nauðsynlegra en okkur, að er- lendum bændum mætti skiljast hversu hagkvæmt það er að nota smáhesta tii landbúnaðar- starfa. Skýrði Gunnar í þessu sambandi frá því, að nú þegar væri sala á íslenskum hestum til Þýskalands, á döfinni, og mundi fást gott verð fyrir þá, Á. i UR SKYRSLU I ÁRNA SIEMSEN Ræðumaður skýrði frá því að Árni ræðismaður Siemsen, hefði verið á stofnfundinum, og að honum loknum ,skrifað skýrslu um fundinn. — Las Gunnar skýrsluna. — Kom ar Bjamason. — Segir Árni, að fram í henni að fyrsti og aðal- ræðumaður þingsins um fagleg efni, var fulltvúi Islands, Gunn- ræðan hafi verij mjög róttæk, einkum haíi Gunnar gert sam- anburð á smáhestunum og þeim stóru og þá sýnt fram á hag- kvæmari hestanotkun en nú tíðkast. Að ræðunni lokinni hóf ust svo umræður um efni henn- ar. Árni Siemsen skýrir frá því að á engum hafi fundarstörfin hvílt meira en Gunnari, enda var litið á hann sem leiðtoga i fundarins og við stjórnarkjör var hann kjörinn 2 varaforseti sambandsins. — Forseti þess var kjörinn prófessor Mitschell frá Edinborg. VONGÓÐUR UM |ÁRANGUR * Gunnar Bjarnason gat þess að lokum, að hann værj von- góður um að fundurinn og stofn un Evrópusamtaka smáhesta- Hjólbðrðar án slönp hjólbarðaverk- Bnwrl onílrinrMirrj uuuui 1 iVJ LIU ' á framleiðslu á án slöngu, sem FIRESTONE smiðjurnar í eru byrjaðar hjólbörðum ekki geta sprungið. Frá upphafi hefir það verið keppikefli hiólbarðaframleið- endanna, að geta framleitt hjól. barða, sem ekki geta sprúngið. Þetta hefir nú lokts Firestone verksmiðjunni tekist, og er hjer um fyrstu hjólbarðana af þess- ari tegund að i’æða. Hjóibarðar þessir hafa nú verið þrautreyndir í Bandaríkj unum og gefa, prýðilega raun. Rifni hiólbarðinn á ferð. tapast aðeins lítill hluti loftsins í hon- um, og má halda ferðinni áfram hindrunarlaust. Fari hinsvegar t. d. nagli eða annað í hjólbarð- ' ann sem í venjulegum tilfell- j um myndi valda því að hann springi, tapast ekkert loft úr þessum nýja hjólbarða Mjúkt t kvoðukennt gúmmílag innan á hjólbarðanum umlýkur naglann og kemur i veg fyrir að með gatinu leki. Almennt er álitið að upp- finning þessi eigi eftir að gera akstur með bifreiðum, mun ör- uggari en nú er, þar eð stóran I hluta ökuslysa má reka til hjól ' b*)’ða er springa skyndilega þegar bifreiðin er á ferð. R U M G O Ð 3ja herbergja íhú ásamt stórri sjergeymslu, sjei’miðstöð og þvottahúsi, til sölu á Seltjarnai’nesi. íbúðin er rúmlega ársgömul. Nánari uppl gefur HÖGNI JÓNSSON, hdl. Aðalstræti 2, Ingólfsapóteki uppi, sími 7739. Jörð til sölu Jörðin Glóra í Hraungerðishreppi, Árnessýslu er t.íl kaups og ábúðar í næstkomandi fardögum. Semja ber við undirritaðan ábúanda og eiganda jarðarinnar Andrjes Hallmundarson. Orðsending frá Hótel KEA Smjörbrauðsdömu og vana eldhússtúlku vantar á hótelið í sumar. Einnig frammistöðustúlkur. Uppl. í síma 80496 milli kl. 11 og ,12 árd. og kl. 5—7 e. h., eða hjá hótel- : stjora, i KEA, Búnaðárbankahúsinu V. hæð. ■ ritaiMiiim IMIIMMIMIIIK'*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.