Morgunblaðið - 21.03.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1951, Blaðsíða 6
6 W O R GV N BL A Ð I f> Miðvikudagur 21. mars 1951 Otg.: H.l. ArvaJtur, Reykjavlk. ^-amkvjrtj.: Sigíúj JónssoD Ritstjóri: Valtýr Stefánssou (áb>xgðartn.í Frjettarltstjóri: ívar GuSmundsson. i>esbók: Arnl Óla. símx 3045 •S-ugl Vsingar: Árni Garðar Kristin*»on. Ritstjórn, auglystngar og algreiðsia Vusturatrseti 8. — Simi 1600 A&kriftM rgjaid kr. 16.00 8 mánuði, mnanianda i 'ausaaóu » «ura atntaklð • krón* með Lcabét StuttbylgjiHÍtvarpiii til útlanda ,llm|1 *4»! OR DAGLEGA LtFINU FYRIR UM það bil tveimur ár- um var á ný hafist handa um styttbylgjuútvarp til íslend- inga erlendis. Var í fyrstu út- varpað frjettum, yfirlitserind- um um íslenska þjóðhagi og nokkurri hljómlií t. Þessari starfsemi Ríkisút- varpsins var almennt fagnað meðal íslendinga erlendis, sem hlustuðu á útvarpið að stað- aldri. Hjer heima var slíkri við- leitni til þess að hafa samband við landa búsetta erlendis einn- ig vel tekið og hún talin sjálf- sögð og eðlileg. Því miður hefur reynslan af þessu útvarpi ekki orðið eins góð og vonir stóðu til. Fregn- ir hafa borist af því, að það hafi undafarið heyrst mjög illa og stundum alls ekki. Jafn- framt hefur dagskrá þess dreg- ist verulega saman, þannig að nú er einungis útvarpað frjetta- úrdrætti einu sinni í viku. Orsakir þess, iive illa hefur heyrst eru fyrst og fremst tald- ar vera truflanir af völdum sól- bletta, sem um alllangt skeið hefur orðið vart. Blaðinu er kunnugt Um, að stuttbylgjuútvarp Ríkisút- varpsins rnuni nú vera til umræðu og athugunar hjá ráðamönnum stofnunarinn - ar. í því sambandi er ástæða til að leggja áherslu á, að til þess ber mikla nauðsyn að þessi starfsemi verði efld. Allar líkur bcnda til að ekki verði unnt að útvarpa hjeðan á stuttbylgjum með eins lít- illi orku, aðeins 7 kilowött- um, og gert hefur verið imd- anfarið. Ríkisútvarpið þarf að eignast miklu sterkari stuttbylgjusendir en það notar nú. Þá skapast því ekki aðeins möguleikar ti! þess að útvarpa á íslensku til landa okkar erlcndis, heldur einnig til þess að taka upp landkynningarútvarp á erlendum tungumálum. Sú starfsemi ætti raunar að vera höfuðverkefni íslensks stutt- bylgjuútvarps. Að henui gæti orðið meira gagn en margir gera sjsr Ijóst. Flest- ar menningarþjóðir í hinum vestræna heirni hafa fyrir alllöngu tekið upp landkynn ingarstarfsemi með stutt- bylgjuútvarpi. Álíta margir hana eina hina áhrifaríkustu aðferð landkynningar. En höfum við íslendingai efni á að eignast sæmilega kraftmikla og örugga stutt- bylgjustöð, sem annast gæti slíka starfsemi með viðunandi árangri? Óhætt er að fullyrða að við getum það. Slík tæki kosta tiltölulega lítið fje og rekstur þeirra þarf ekki að þýða mikinn vjelakostnað fyr- ir Ríkisútvarpið. Við eigum þessvegna að gefa stuttbylgju- útvarpinu meiri gaum en við höfum áður gert. Raunar var um skeið útvarpað hjer frjett- um á erlendum tungum. Það var spor í rjetta átt. En sú viðleitní fjell niður og hefur legið í dái síðan. Hún sýndi þó að fyrir hendi var skiln-j ingur á mikilvægi starfsemi í þessa átt. Kjarni málsins er sá, að stuttbylgjuútvarpið er áhrifa- mikið og handhægt menningar- ; tæki. Við íslerylingar megum j ekki láta það tækifæri til kynn- ' ingar landi okkar, sem það býður, ónotað öllu lengur. Verður Gottwald næstur! Á ÞAÐ var bent á dögun- um, að Clementis, fyrverandi utanríkisráðherra Tjekkósló- vakíu, yrði að búast við því, eftir því sem komið er fyrir honum, að ekkert bíði hans ann að en gálginn. Nú er því spáð, að enginn annar en sjálfur Gottwald verði j sá næsti, sem þannig fer fyrir með Tjekkum. IEftir að farið var að rann- saka feril CJementis undanfar- in ár, hefir það komið í ljós, að hann hefir frá því í maí 1949 verið meðal þeirra kommúnista j í Tjekkóslóvakíu, sem óskað j hafa eftir, að Tjekkar hjeldu uppi sem mestum samböndum við Vestur-Evrópuþjóðirnar. I Og Gottwald hafi einmitt verið þessari stefnu hliðhollur. Eftir því sem málgagn kommúnista þar í landi skýrir ( frá, hefir það komið í ljós, að j yfir fjórði hlufi þeirra forystu- I manna, sem hafa á hendi deild- 1 arstjórn í flokksdeildum komm j únistaflokksins í Tjekkóslóvak- íu, hafa verið með sama marki brendir. Að vilja viðhalda fyrra sambandi við Vesturveldin. Fyrir fjórum árum hjelt Gottwald því fram, að Tjekkar ættu að hafa hugfast, að halda leiðum opnum til Vesturveld- anna. Augljós munur væri á þeim ríkjum, sem kommúnist- ar stjórnuðu í Austur-Evrópu og Ráðstjórnarríkjunum. Enda hefði hver þjóð sínar erfðavenj- ur, og þarfir, og ekki væri hægt að láta sömu reglur gilda alls- staðar. Það gefur auga leið, að slík ummæli eru hættuleg, fyrir hvaða kommúnista sem er í dag. Þegar það boð er látið út ganga, að hver kommúnisti verðilí öllu að láta hagsmuni Sovjetríkjanna ganga fyrir hagsmunum sinnar eigin þjóð- 1 ar. Og því er fylgt eftir hvar sem Moskvavaldið getur haft hendur í hári manna. Það skyldi fara svo, að Gott- wald yrði ekki nægilega ein- dreginn kommúnisti, til þess að , Moskvamenn tryðu honum. Þeir hafa þá Þórodd eftir, sem áður, til að gæta hagsmuna ( sinna hjer. Hann er af rjettri 1 tegund. Eins og skýrast kom í ljós, þegar hann sagði þau frægu orð: „Hvað varðar míg í um þjóðarhag“! VÍKINGAR í VOLGU VATNI ÞEGAR SUNDHÖLLIN var bygð spáðu marg- ir, að Sundlaugarnar gömlu hefðu sungið sitt síðasta vers og myndu jafnvel verða lagðar niður. — En það er nú eitthvað annað en að þetta hafi ræst. Sundlaugarnar eru jafn vin- sælar og vel sóttar og áður fyr og furðanlega margir Reykvíkingar taka þær framyfir Sund höllina, hvernig sem viðrar og baða sig þar daglega allan ársins hring. Sundlaugarnar eru einskonar klúbbur, þar sem hægt er að ganga að mönnum vísum og þar er margt skrafað, ekki síður en á rakara- stofum. • TIL AÐ SÝNA GESTUM ÚTLENDINGAR, sem koma hingað að vetrar- lagi, hafa fult eins gaman af að fara inn í Sund laugar og sjá fólkið þar, ungt og gamalt, busla í volgu vatninu í brunafrosti, eins og t.d. að fara í eitthvað af söfnum bæjarins. Erlendir gestir grípa til myndavjelanna er þeir sjá strákana vera hálfnakta í snjókasti við laugina og stinga sjer svo ofan í volgt laugavatnið. Og burt sjeð frá Sundlaugunum, sem að- dráttarafli fyrir útlenda ferðamenn, þá eiga þær eftir að standa lengi enn. • FLEIRI ÚTISUNDLAUGAR OG VEL Á MINST. Hvað líður þeim fyrir- ætlunum, að koma upp fleiri útisundlaugum í bænum. T.d. einni útilaug í hverju bæjar- hverfi og nota til þess afrenslisvatn frá Hita- veitunni. Einu sinni voru uppi miklar fyrirætlanir um þetta og Vesturbæjingar að minsta kosti gerðu sjer miklar vonir um að þeir fengju útisundlaug. Það er svo margt, sem ráðgert er og ekkert verður úr. En hjer er vissulega um ágæta hugmynd að ræða, sem eins mætti leggja fje í og margt annað, sem nú er styrkt. ♦ ÞAKKLÆTl FYRIE GÓÐA STUND KR. SIG. biður um að komið sje á framfæri fyrir hann, þakklæti til dr. Páls ísólfssonar fyrir hljómleikana, sem hann er farinn að halda fyrir almenning annan hvern föstudag. „Jeg sótti þann síðasta“, segir Kr. Sig, „og komst í dásamlega snertingu við músíkgyðj- una. Mjer þótti aðeins verst, að vegna þess að þeir voru haldnir í Dómkirkjunni, gat mað ur ekki látið hrifningu sina í ljósi. Jeg full- ýrði það, að við, sem hlustuðum á dr. Pál síðastliðinn föstudag, fórum útúr kirkjunni með þakklátum huga til hans, sem veitti okk- ur Únað hljómlistarinnar. Jeg hafði ekki hug- rekki þá, en segi það nú, þökk fyrir. — Til hinna, scm ekki komu seinast, en hafa yndi af góðri músík, komið á næstu hljómleika og komið tíníanlega-. • KONAN Á RAKARASTOFUNNI Á DÖGUUM heyrði jeg frú segja frá þvi, að hún hefði komið inn í rakarastofu hjer í bæn- um með dóttur sína unga, til að láta klippa hana. Allmargir biðu afgreiðslu svo að frúin varð að doka við nokkuð lengi. „Það er sagt, að konur tali mikið um ná- ungann og alla heima og geyma. Og viðkvæð- ið er, að þetta eða hitt hljótum við að hafa heyrt á hárgreiðslustofu, ef við segjum ein- hverjar frjettir heima. En það verð jeg að segja, að aldi'ei hefi jeg heyrt eins margar „kjaftasögur“ á jafn skömmum tíma og á þessari herra-rakarastofu“. Þetta sagði frúin og nú má búast við umræðum um efnið: Hvort er skrafað meira á rakarastofum eða liárgreiðslustofuin bæjanns? Frifz Jarifz 60 ára 21. mars 1951. MARGIR Reykvíkingar þekkja nú orðið ötulan, grannvaxinn Þjóðverja með stór augu .og skarpa drætti, er minna á mynd- irnar af Friðriki mikla. Þetta er Fritz Jaritz, sem kom frá Berlín til íslands fyrir tveim árum og hefir síðan starfað að menningar- viðskiptum allskonar milli ís- lands og annarra landa með frá- bærri árvekni og trúmennsku. Undirritaður kynntist Jaritz fyrst árið 1923. Hann var þá for- lagsstjóri við „Signale fiir die musikalische ' Welt“, eitt elsta tímarit Þjóðverja í tónlist. Aðal- ritstjóri ritsins og eigandi þess var próf. Max Chop, einn kunn- asti gagnrýnandi Þjóðverja. Man jeg að próf. Chop kallaði Jaritz sína „tryggu sál“. Oft hafa mjer dottið þessi ummæli í hug síðan, og hefi margsinnis gengið úr skugga um að þetta var ekki of- sögum sagt. Alinn upp í klaustri og við prússneskan vinnuaga, hefir Jaritz þann sið að vinna alla tíð frá klukkan 7 að morgni og stundum langt fram á nótt. Menn hafa látið svo ummælt hjer að hann hafi setið sem öruggur varðmaður við þau fyrirtæki, sem hann tók að sjer að starfa fyrir á íslandi, — eins og prúss- neskur lífvörður er víkur ekki af varðbergi. hvað sem á dynur. í Þýskalandi vann hann í mörg ár að því að kynna ísland og ís- lenska menningu. Hann útbreiddi þúsundir greina og frjetta um ísland og íslenska menningu til þýskra blaða. Hann hefir átt mik- inn þátt í því að Island hefir nú betra nafn í Þýskalandi en í nokkru öðru landi heims. Ávallt var hann boðinn og búinn að hjálpa listamönnum, sem til hans leituðu, og ef hann sannfærðist um gildi þeirra, þá 1 jet hann einskis ófreistað til að auka frama þeirra og frægð. Hann dreymdi um að mega • hjálpa enn meir til að auglýsa ísland, íslenska framleiðslu og menningu. Vjer Islendingar höf- um hinsvegar ekki ennþá öðlast fullan skilning í þessum efnum. Vjer erum eins og sveitakaup- maður, sem er að byrja að versla og er of lítt kunnandi og feiminn til að láta setja sýnisglugga á búð sína eða kemur sjer ekki til að setja vörur í gluggann og skreyta hann eða lýsa. Slík versl- un ber sig illa, og skilningsskort- ur fslendinga í þessum efnum er tvímælalaust ein höfuðorsökin að fjárhagslegum örðugleikum lands ins. Fritz Jaritz hverfur nú um stund heim til Þýskalands, sem er nú í svo miklum uppgangi. Vjer vonum að hann komi hingað bráðlega aftur og að ísland eigi eftir að njóta góðs af starfskröft- um hans enn um nokkurt skeið. Vinir hans og kunningjar fagna honum á veitingastaðnum „Höll“ að kveldi sextugasta fæðingar- dags hans. Vjer óskum honum til hamingju og þökkum veí unnin störf. Jón Leifs. Tilraunir með atomsprengjur WASHINGTON 20. mars. — Atomorkunefndin AEC hefur til kynnt að nýjar tilraunir með mátt atomsprengjunnar verði gerðar á næstunni. Verður þá aðaliega reynt hvernig stein- steypt mannvirki standast sprengjuna. — Reuter. Nota stál í kúlnahylki NEW YORK 20. mars. — Banda rísk yfirvöld hafa ákveðið að nota framvegis stál í stað látúns til framleiðslu kulnahylkja fyr ir herinn. Vonast stjórnarvöldin á þf/m hátt að spara sink og kopar en á þeim efnum er nú mikill skortur. — NTB * Islandsmótið í badminton verður hjer um páskana ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í badmiriton hefst í íþróttahúsinu við Hálogaland á morgun kl. 2 e. h. Keppendur eru alls 27 frá 'þremur íþróttafjelögum, 15 frá TBR, átta frá Umf. Snæfell í Stykkishólmi og fjórir frá ÍR. Keppt verður í öllum grein-^~----------—-------------------— um, einliðaleik karla og kvenna, páskadag, báða dagana kl. 2 tvíliðaleik karla og kvenna og e ^ _____ tvenndarkeppni. Meðal kepp- i enda eru allir bestu badmin- | tonleikmenn landsins, þar á meðal allir íslandsmeistararn- ir frá því í fyrra. — Framfarir í íþróttinni hafa orðið allmiklar á þessu síðasta ári, þannig að Ræddi vfð hernáms- stjórann búast má við betri leik en áð- bONN 20. mars. — Ole Björn ur. Þetta er í þriðja sinn sem Kraft utanrikisráðherra Dana. íslandsmót er haldið minton. Mótið hefst kl. 2 e. h. bad- I ræddi í dag við hernámsstjóra I Breta í Þýskalandi, Sir Ivone og Kirkpatrick. Að samtalinu setur Ben. G. Waage, forseti loknu hjelt ráðherrann flugleið ÍSÍ, það með ræðu. Það heldur is til Kaupmannahafnar. áfram á laugardag og annan j — NTB—Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.