Morgunblaðið - 22.05.1951, Side 6

Morgunblaðið - 22.05.1951, Side 6
6 MORGUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. maí 1951. IngóEiur Gíslasau Eæknir Mihninigaros’ð INGÓLFUR GÍSLASON læknir er til moldar borinn í dag, en hanti andaðist í Landakotsspítal.i 14. þ. m. eftir stutta legu. Hann hafði kent sjer nokkurs meins skömmu áður, og var skorinn upp, annars var hann hraustur og hress og sami gleðimaður og áhugamaður og hann hafði ávalt verið og æðrulaus, þótt sjálfur gerði hann ráð fyrir því að svo gæti farið, að ekki risi hann aftur upp úr þessari legu. Ingólfur Gíslason var nær 77 ára, fæddur 17. júlí 1874. Hann var Norðlendingur af góðu bergi brotinn, frá Þverá í Dalsmynni, en þar bjuggu foreldrar hans all- an sinn búskap, þau Gísli Ás- mundsson Gíslasonar í Nesi í Höfðahverfi og kona hans Þor- björg Olgeirsdóttir Árnasonar í Garði í Fnjóskadal. Gísli var myndarbóndi, hagorður og vel mentur, og Þorbjörg var mikil mannkosta og skörungskona og lifði til hárrar elii og skrifaði Ingólfur fagurlega um hana í bókina „Móðir mín“. Þau hjónin eignuðuáí sjö börn og dóu tvö þeirra ung. Hin fimm lifðu merka og starfsama æfi og eru nú þrjú á lífi, frú Auður, ekkja Árna Jónssonar, prófasts og alþingis- manns á Skútustöðum, elst þeirra, Garðar stórkaupmaður í New York, og Haukur, fyrrum prest- ur við Hólmsinskirkju í Kaup- mannahöfn. Næstelstur þeirra systkina var Ásmundur prófast- ur á Hálsi, er dó 1947, og hafði hann skrifað látlausa en snjalla minningaþætti sína, ,,Á ferð“, þar sem einnig er vikið að æsku og uppvexti þeirra systkina. Ingólfur Gíslason varð stúdent úr lærða skólanum 1896 og kandidat frá læknaskólanum 1901. Þeir urðu þá fimm kandi- datar og eru nú þrír eftir á lífi, Jónas Kristjánsson, Sigurjón Jónsson og Þorbjörn Þórðarson, en dáinn var á undan Ingóifi Andrés Fjeldsted. Ingólfur fór utan að loknu kandidatsprófi, en gerðist síðan hjeraðslæknir í Reykdælahjeraði og sat fyrst á Einarsstöðum og síðan á Breiðu- mýri. Þar var hann til 1906, er hann varð læknir í Vopnafirði og var þar lengi, oft erfið ár, en starfsöm og þroskamikil, og 1923 var honum veitt Borgarfjarðar- hjerað. Þar var hann alla em- bættistíð sína síðan, eða til 1941, og hafði þá verið hjeraðslæknir í 40 ár, einn meðal þeirra, sem lengst hafa gegnt læknisembætfi hjer. Þá fluttist hann til Reykja- víkur og keyptu þeir bræður, hann og sr. Ásmundur, hús vest- ur í bæ og skyldi nú setst í helg- an stein. Starfsvilji og starfs- þrek Ingólfs var samt lítt bugað og enn hljóp hann í skarðið eí þörf var á og gegndi læknisstört'- um í Rangárvallahjeraði, í Döi- um vestur og var verksmiðju- læknir á Raufarhöfn um sumar- tíma og seinustu árin var hann læknir Heyrnarhjálpar hjer í bænum. ^uk þess fjekst hann við ritstörf og fyrirlestrahald í út- varpi og víðar, tók þátt í fje- lagslífi lækna og í mörgum mannfagnaði og hafði góðra vina fundi á heimili sínu. 9' '. : : Heimili hans og konu hans, frú Oddnýjar, ágætrar konu og húsmóður, hafði ávalt verið mið- stöð mikillar gestrisni og góðs fagnaðar, vistlegt og myndarlegt menningarheimili með stóru bókasafni, á gömlum þjóðlegum grundvelli, en með viðri, frjálsri útsýn og fjölbreyttum áhugamál- um í skáldskap, tónlist og þjóð- málum. Þó að embættisannir og embættisheimsóknir settu svip sinn á heimilið, eins og fiest önn- ur gömul embættismannahús, þar sem sjúklingar komu og fóru nótt og dag, þá var læknishúsið í Borgarnesi (en það þekti jeg fyrst) einnig hiýtt og persónu- legt heimili. Þar var glaður sam- komustaður margra frænda og vina, lækna, laxveiðimanna, skálda og bændahöfðingja og ungs fólks og athvarf margra sjúklinga. Fjöldi erlendra og inn- lendra gesta eiga ánægjulegar Ingétfur Císlason ln Memorta Til frú Oddnýjar Vigfúsdóltur og barna, frá bekkjarbróður, vini og jafnaldra Ingólfs læknis. —oOo— Jeg sendi þjer, vinkona, lítið ljóð um ljúflinginn gæfu þinnar, og minning, sem er svo glöð og goð um göfgan vin ævi minnar. Trúna og vonina í Ingólfs óð ástin björt saman þrinnar. Þið áttuð svo marga yndisstund í elskunnar draumalöndum. Það er svo gott, þegar bregður blund barnsauga í föðurhöndum, sem bæði á mannvit og milda lund mikilla sæva á söndum. Nú kveðjum við grátin einn lcjörviðskvist úr krapsnjó á liðnum vetri. Lækningin varð honum lán og list og lífið að höfðingssetri. Seint mun þjóð vor fá saknað, mist sigur-drengs öllu betri. Jónmundur Halldórsson. endurminningar um þetta alúð- lega og höfðinglega heimili, hvort sem þeir komu þar stund- arbið með bátnum eða voru þar heimagangar. Jeg veit t. d. hve vel Sigrid Undset kunni þar við sig og hjelt síðan æfilangri vin- áttu við þau hjónin og svo var um marga aðra. Þó að Ingólfur Gíslason væri mikill heimilismaður og mjög irændrækinn, nærgætinn hús- bóndi og forsjáll búmaður, varð það hlutskifti hans lengi að vera í miklum ferðalövum fjarri heimili sínu og oft í svaðilförum fyrr á árum. Hann var ágætur, iruwur og þraut«óður ferða- maður. Hann hefir sagt frá ýms- jm þáttum læknisstjrfs síns í „Læknisævi'* sinni. Sú bók varð i ekki einungis mjög vinsæl vegna fjörsins og spenningsins í frá- sögninni, heldur einnig vegna ylsins og sólskinsins, sem í henni er af lífsfjöri o" líístrú ov hisp- urslausum andans aðli. Ingólfur t Gísiason var einnig hofmann- le^ur samkvæmismaður, ágæt- lega máli farinn og skáldmæltur og sjer þess alls vott í „Læknis- ævi“ hans. Sú bók hefir orðið hið klassiska verk um líf og starf hjeraðslæknisins á umbrotaárun- um upp úr seinustu aldamótum. Aðra bók skrifaði Ingólfur seinna, „Vörður við veginn“, einnig skemtile"a bók. Seinustu árin hafði hann í huga að skrifa i læknasögur, lýsa þróun heilbrieð ismálanna í embættis- og per- sónusögu landlæknanna o" hafði þegar kannað nokkuð söfn og , heimildir og skoðað staði, en skrifaði ekki annað af þessu en grein um Jón Hjaltalín. Ingólfur var mjög vel ritfær maður, skrifaði ljettan o<? vlaðan frásagnarstíl, var orðheppinn og fundvís á efni o« hafði næmt auga og eýra fyrir því, sem sjer- kennilegt var og skemtilegt. Hann varð einnig mjög vinsæll útvarpsmaður. Hann var prýði- lega hagmæltur o* ljett um kveð- skap, var smekkvís, orti falieg vinaminni, fjörug veislukvæði og smellnar lausavísur. InPÓifur gegndi umfangsmikl- um embættum og erfiðum fram- an af. Mjer hafa sagt menn úr hjeruðum hans, að hann hafi verið vinsæll Jæknir, skylduræk- inn og ósjerhlífinn og ávalt reiðu- búinn til þess að leegja sig allan fram. ákveðinn en mildur. Flest störf hans voru fljótt á litið hversdagsleg læknisstörf í sveit- inni en í sambandi við bau gerð- ust oft harms- eða hetjusögur og stundum þurfti hann að fjalla um stórviðburði eða stórslys, s.s. þegar Pourquoi pas? fórst. Þó að hann væri lengi nokkuð afskektur (eða vegna þess að hann var það) lagði hann áherslu á það að halda síopnu sambandi sínu við umheiminn og læra. Hann fór alloft utan, fyrst sem lcandidat til Hafnar, síðan nokkr- um sinnum til Norðurlanda og Englands og einu sinni til Þýska- lands og Ítalíu. Hann skoðaði Framh. á bls. 12. Ingólfur Iæknir------ Andramaður, (ætíð fundinn ofarlega í þjóðarhofi Bragadrengur) á breðavangi brunar ljett of fannasljettu. Veit af þeim er sjúkir sýta, sækir fast, þótt byljum kasti; lrlkar ei þótt hóti slíkum, Hel, að granda í næsta éli. Skíða-frægar skörungs-slóðir — skyldum framar að líknarvildum, — lágu yfir lýðum fræga, leiðarstranga Smjörvatnsheiði Lambadals á klettakömbum kló kann stundum veldi snjóa Hellis-yfir háu-fjöllin hófu andrar strik af kófi. Ingólfs veit jeg alla göngu ofarlega í þjóðarlofi. Glaður jafnt þótt gengi’ í hreðum gæfa’ og önn í tíðarhrönnum. Kunni ráð við raunum manna, ræddi fremst það dáðir gæddi. GJæddi trú þá gróðri eyddi, gramur lífs, á jarðarhami. Þvísa voru lýkur ljósi lcikur þverr, en stráum feykir. Tímans bragur fremd og flaumur fellur, — aftur rís á velli tíðin ný, og tekur uð’ klæða tún, að skrúða fagurbúnum —. Ingólfs fremdar óðarstrengur ómar þar að Minjablómi. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Pjetur Theodérs, fyo1. SíaupfjeEagsstjéri Minningarorð í DAG þann 22. maí verður jarð- sunginn í Reykjavík Pjetur Theódórs, fyrverandi kaupfjelags stjóri á Blönduósi er andaðist að- faranótt 14. þ. m. Fráfall Pjeturs Theódórs kom vinum og ættingjum mjög á ö- vart. Hann var fremur heilsu- hraustur og allar vonir stóðu til, að hans mætti ennþá lengi njóta. En vonir og veruleiki fara sjald- an saman og jafnvel síst þá er um líf og velferð góðra manna er að tefla. Pjetur Theódórs var fæddur á Borðeyri 21. nóvember 1884, son- ur hjónanna Arndísar Guð- mundsdóttir prests á MeJstað Vig fússonar og Theódórs Ólafssonar verslunarstjóra sonar Ólafs Páls- sonar dómkirkjuprests í Reykja- vík. Að Pjetri stóðu því góðar ætt ir og traustir stofnar á báðar hendur. Hann óJst upp í foreldrahús- um á Borðeyri og stundaði þar verslunarstorf til 1907. Fór hann þá til Reykjavíkur og lærði trje- smíði hjá bróður sínum, Ólafi húsasmíðameistara. Árið 1910 rjeðist Pjetur til Kaupfjelags Húnvetninga og starfaði þar sem afgreiðslumað- ur og bókhaldari frá 10. maí það: ár til 1915 að hann tók við for- j stöðu fjelagsins eftir andlát mágs síns, Skúla Jónssonar kaupfje- lagsstjóra. Kaupfjelagsstjóri Húnvetr.inga var svo Pjetur Theódórs í 28 ár eða til 1943, að hann fluttist tii Reykjavíkur. Gerðist hann þá í fyrstu bókari hjá Rafveitu Reykjavíkur, en rjeðist að ári liðnu til innkaupastofnunar Reyk j avíkurbæ j ar, sem skrif- stofustjóri. Það starf stundaði hann svo til dauðadags. Pjetur Theódórs var mikill hæfileikamaður, afkastamaður við vinnu, glöggskygn og öruggur Ivið alla starfsemi. Hann skrifaði I sjerstakle"a fagra rithönd og var bókfærslumaður með afbrigðum. Reikningsskil öll frá hans hendi, I sem kaupfjelagsstjóra voru með miklum myndarbrag, og án efj vann hann oft jafnmikið verk og margir menn vinna nú í ýmsum kaupfjelögum landsins. Hann gekk að stjórn og starfi heill og óskiftur, enda blómgað- ist hagur Kaupfjelags Húnvetn- inga mjög undir hans stjórn, þó mikil áföll yrðu á hag hjeraðs- manna, þrjú skifti á tímabilinu. Fyrst í harðindunum 1918—’20. í öðru lagi i kreppunni um og eftir 1930 og í þriðja lagi við komu fjárpestarinnar. Var í öll skifti mikils virði að hafa jafn traustan og gætinn kaupfjelags- |stjóra, sem Pjetur Theódórs var. Skyldurækni hans og samvisku- I semi í hinni vandasömu stöðu var Húnvetningum meira virði en flesta grunar. Hann lagði á- herslu á að fylgja þeim boðorð- um, að forðast skuldaverslun og blanda sjer og fjelaginu aldrei í stjórnmáJadeilur. í sumum hjeruðum er sú krafa gerð til kaupfjelagsstjóra að þeir sjeu einnig pólitískir áróðurs- menn fyrir þann hóp sem meh’i hlutann hefir í viðkomandi fje- lagi. Við Pjetur Theódórs hefði eigi haft þýðingu að fara fram á slíkt. Hann forðaðist að blanda sjer í deilumál utan við sitt fasta verk- svið. Alla aðra fjelagsstarfsemi en Kaupfjelag Húnvetninga og systurfjelag þess, Sláturfjelag Austur-Húnvetninga, ljet hann afskiftalausa. Hann taldi fjelag sitt viðskiftafyrirtæki eingöngu og að hafa viðskiftin sem hag- stæðust fjelagsmönnum áleit hann sína höfuðskyldu. Henni fylgdi hann í hvívetna. Það reikn uðu sumir menn til fáskiftni og áhugaleysi um fjelagsmálefni, en er hinn mesti kostur og dreng- skapur hvers þess er því boðorði fylgir, að gefa sig allan að sínu starfi. Pjetur Theódórs sýndi það líka í fleiru hvílíkur maður hann var. Það kom glöggt fram við systur hans og systurbörn. Þeg- ar systir hans Elín misti mann sinn frá mörgum börnum og stóð eignaJaus eða því sem næst uppi, þá tók Pjetur að sjer heimilið. Hann lagði sinn eigin hag til hliðar til þess að geta sem best og örugglegast stutt að þvi, að koma sínum föðurlausu frændum og frænkum til manns og tryggja þeirra framtíð. Slík fórnarstörf vinna ekki aðrir en miklir drengskapar- menn. Það einkenni, sem er hið fegursta og besta er nokkurn mann prýðir var líka höfuðein- kenni Pjeturs Theódórs. Hann var sá maður, sem óhætt var að treysta. Þess vegna eru minning- arnar um hann hreinar og bjart- ar. Hann var fyndinn og glað- lyndur í vinahóp, mikill reglu- maður, gaf sig mikið að lestri góðra bóka og fróðleiksmaður á mörgum sviðum. Söngélskur var hann mjog og hafði mikið yndi af hljómlist. Hann var snyrti menni í allri framgöngu, yfirlæt- islaus og dagfarsprúður, en gat skift skapi snögglega ef honum fanst ósanngjarnlega að sjer vik- ið í kröfum eða ádeilum. Eftir að hann flutti til Reykja- víkur og gekk að ákveðnu sfarfi undir annara stjórn vann hann sjer hylli og traust sinna sam- starfsmanna. En honum þótti viðbrigðirí mikil frá því að vera forstöðumaður svo umfangsmik- ils fyrirtækis sem Kaupíjelag Húnvetninga er. Nú þegar þessi ágæti maður er horfinn af sviði vorrar verald- ar, þá fylgir honum sá orðstýr, sem aldrei deyr. Minningarnar bjartar og fagrar og eihlægar þakkir vina og vandamanna og annara samfylgdarmanna í HúnavatnssýsJu, Reykjavík og víðar fyrir drengskap, skyldu- | rækni og trausta vináttu. Alt það fólk blessar minninguna ura hann. Jón Fálmason. 99 Esjo austur um land til Siglufjarðar hinn 24. þ.m. Tekur flutning til ixtlunar hafna milli Djúpavogs og Húsavíkur. til Ilúnaflóahafna hinn 24. p. m. —- frls. Skjaldbreið TeJcur flutning til áæclunarhofna milli Ingólfsfjarðar og Skagastrand- ar. Sje verltfallinu aflýst, verður tek ið á móti flutningi í ofangreind skip i dag og árdegis á morgun. Farseðl- ar seldir á morgun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.