Morgunblaðið - 22.05.1951, Side 8

Morgunblaðið - 22.05.1951, Side 8
*1itKirlll\BLAOIÐ Þriðjudagur 22. maí 1951. (Jtg.: H.f. Árvakui, Reykjavu Framkv.stj.: Sigfús Jónssou ’titstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgOaroi Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsaor; jesbók: Árni Óla, sími 304ft \uglýsingar: Árni Garðar Kristtnauox. Ritstjórn, auglýsingar og afgreíðsl* Vusturstræti 8. — Sími 1600 Askriítargjald kr. 16.00 á mánuði, innaniano* t lausasölu 7I aura eintakið. 1 króna mefl tjesnoa Vinnufriður á ný FREGNIN um það að samkomu- lag hefði tekist í vinnudeilunum milli vinnuveitenda og verkalýðs- samtakanna hefur áreiðanlega vakið fögnuð um land allt. Það hefði verið mikil ógæfa ef lang- varandi verkföll hefðu náð að valda þjóðinni stórfelldu tjóni og lama athafnalíf hennar um há- bjargræðistímann þegar mikið ríður á að hægt sje að halda framleiðslunni til lands og sjávar í fullum gangi. Aðalatriði þess samkomu- lags, sem nú hefur tekist, byggjast á sama grundvelli og frá var skýrt hjer í blaðinu s.l. sunnudag. Full verðlags- uppbót skal greidd á lægstu launin og vísitöluhækkunin frá því í desember s.l. greidd að fullu. Á hærri laun en verkamannalaun skal greiða uppbót jafnháa að krónutölu og á þau. Samkomulag þetta gildir frá 1. júní n.k. til 1. júní 1952. Greiðist uppbót á kaup í fyrsta skipti samkvæmt samn ingnum á laun í júní og þá eftir vísitölunni í maí. Á þriggja mánaða fresti er gert ráð fyrir endurskoðun vísitölunnar. Þetta þýðir það að fram til 1. september n.k. verður kaupuppbót miðuð víð kaupvísitölu maímánaðar. Samkomulag þetta nær að sjálí sögðu til allra þeirra verkalýðs- fjelaga, sem sagt höfðu upp samn ingum og hafið verkfall. En gera má ráð fyrir að önnur fjelög mum einnig fá þessar breytingar á kjarasamningum sínum. í öðru væri raunar heldur engin sann- girni. Mun og hafa verið reiknað með því af hálfu vinnuveitenda. Engum blandast hugur um, að verkalýðsfjelögin hafa fengið mjög verulegum hluta krafna sinna komið fram. Höfuðkrafa þeirra var að vísu full, mánaðar- leg verðlagsuppbót samkvæmt vísitölunni á hverjum tíma. Nið- urstaðan hefur orðið full uppbót á lægstu launin og endurskoðun vísitölunnar á þriggja mánaða fresti. Hinir, sem hærra eru iaun- aðir en almennir verkamenn, fá ^nsvegar sömu krónutöluhækk- un og þeir til uppbóta á laun sín. Virðist það vera sanngjarnt að þeir, sem lægst eru launaðir fái hlutfallslega mesta launahækkun. Á þessu stigi málsins skal ekkí fullyrt um, hver verði afleiðing þess spors, sem með þessu sam- komulagi hefur verið stigið í kaupgjaldsmálunum. Vera má að launþegum finnist að það bæti kjör þeirra í bili. En því miður eru ekki miklar líkur til þess að svo verði til langframa. Geig- vænleg hætta er á því að hindr- unarlítið kaupphlaup hefjist nú milli kaupgjalds og verðlags í landinu. Lögum samkvæmt munu landbúnaðarafurðir hækka meb hækkuðu kaupgjaldi. Það hlýtur að hafa í för með sjer hækkun vísitölunnar og þar með kaups- ins. Síðan munu landbúnaðar- vörurnar hækka á ný og síðan vísitalan og kaupið aftur. Þá er svikamylla verðbólgunnar á ný komin í fullan gang. MikiL-hætta er á því að það hafi þær afleið- ingar að framleiðslukostnaður- irn verði svo hár að íslenskar afurðir geti ekki selst á því verði, sem íslenskir atvinnuvegir þurfa að fá fyrir þær. Þegar svo er komið hefur gengi krónunnar í raun og veru berið fellt að nýju. Algert ósamræmi hefur skapast milli innlends og erlends verð- lags. Það væri vonandi að þróun- in yrði ekki þessi. Við skul- um vona að hinir nýju samn- ingar verði launþegum til raunverulegra kjarabóta. Og víst veitir miklum f jölda laun- þega í þessu landi ekkí af einhverri kjarabót um þessar mundir. Ilættan liggur aðeins í því að við höfum tekið stefn- una í skakka átt, að við höfum gefist upp við að horfast í augu við raunveruleikann og slegið á lens undan erfiðleik- unum. En sköpun vinnufriðar í landinu var höfuð nauðsyn. Þess vegna er jafnvel hægt að rjettlæta ráðstafanir, seni fela í sjer mikla áhættu fyrir efnahag og afkomu þjóðarinn- ar á næstunni. Mólmælfu í Dðfni I „þjóðarinnar"!! BLAÐ kommúnista skýrði frá því s.l. sunnudag að Fjelag róttækra háskólastúdenta hefði samþykkt harðorð mótmæli gegn því, sem það kallaði „hernám íslands". — Væntanlega er hjer átt við ráð- stafanir þær, sem ríkisstjórnin og lýðræðisflokkarnir hafa gert til verndar öryggi lands og þjóðar. Morgunblaðinu hafa borist greinilegar fregnir af þessum fundi kommúnista stúdenta, sem haldinn var hinn 17. maí s.l. — Hann hafði verið auglýstur ákaf- lega tvo daga í röð. Var heitið á alla þá, sem andvígir væru „her- náminu“ að mæta þar. En hver halda menn svo að uppskeran hafi orðið af öllu þessu? | Hún varð raunalega fátækleg fyrir kommaskinnin. Á þess- um stúdentafundi þeirra mætti einn af bæjarfulltrúum þeirra við fimmta eða sjötta mann. Það var allur söfnuð- urinn. Meiri var áhuginn ekki meðal íslenskra háskólasíúd-1 enta fyrir því að mótmæla því, sem kommarnir kalla „hernám íslands". En þessir fimm eða ’ sex kommúnistar töldu sig að sjálfsögðu hafa fullt og ótak- markað umboð til þess að mót mæla í nafni „þjóðarinnar“. Það vantaði svo sem ekkil! Heyr á endemi! Ætla þessir bjálfar aldrei að Iæra að skammast sín. Þjóðviljinn 'birti svo að sjáifsögðu „rosa-1 frjett“ um mótmælin. En þessi fundarsókn stúdenta að mót- mæla fundum kommúnista gefur mjög greinilega hug- mynd um hina almennu af- stöðu til æsinga þeirra gagn- vart landvarnarráðstöfunum lýðræðisflokkanna. Almenn- ingur í landinu lætur þær gjörsamlega eins og vind um eyrun þjóta. Varla nokkur maður, ekki cinu sinni þeirr.i eigin flokksbræður, vilja taka þátt í þeim. Er ekki von að kommum sárni þetta?! Tíu Rússar stjórna EistSandi ag fijéðrn er „alin upp í anda rússneskrar fötTurlandsástaru Eftir THOMAS HARRIS, frjettaritara, Reuters. STOKKHÓLMI — Útvarpið í Tallinn og eistnesk blöð skýra frá því, að Stalin hafi nú nýverið sett 10 Rússa til að stjórna Eistlandi. Landið er kallað sjálfstætt lýð- veldi innan Sovjet-sambandsins. „BORGARALEG ÞJÓÐERNISSTEFNA“ Skipt hefir verið um menn í stjórn landsins, svo að hana skipa nú 10 Rússar og einn Eistlend- ingur. Þessi endurskipulagning stjórnarinnar fór fram, meðan 6. ársþing eistneska kommúnista- flokksins stóð yfir í Tallinn í apríl. Staki hrafninn er nú heldur enginn bögubósi. Hann heitir August Jakobsson, gallharður kommúnisti og handhafi Stalin- verðlaunanna. Hann mun auk þess eini Eistlendingurinn, sem skríður með nógu miklum þrælsótta fyrir boðum frá Moskvu. Aðrir landar hans, sem áttu sæti í ríkisstjórn- inni, hafa verið of hu.gaðir, því að smám saman hafa þeir orðið að þoka út í ystu myrkur vegna „borgaralegrar þjóðernisstefnu". Þeirra í hópi er Arnold Veimar, fyrrum forsætisráðherra. RÚSSAR í EISTLANOI Forsætisráðherrann og „stað- göngumaður“ Stalins í Eistlandi er að nafninu til Ivan Kaebin, sem var endurkjörinn aðalritari flokksins á þingi hans. En voldug- asti maðurinn í stjórninni er Valentin Moskalenko, landvarna- og öryggismálaráðherra. Moskalenko viðurkennir hrein- skilnislega, að hann sje Rússi. Ýms ir aðrir ráðherrar þykjast þó vera Eistlendingar, þótt þeir kæmu ekki til landsins fyrr en eftir, að Rúss- ar lögðu það undir sig og tali alltaf rússnesku sín á milli. Þeirra á meðal er Kaebin. En Rússar hafa víðar náð tögl- um og hölgdum en í ríkisstjórn- inni. Af 282 forvígismönnum eist- neska kommúnistaflokksins eru 142 Rússar. Rússar hafa og á hendi mörg mikils háttar störf á , vegum flokksins úti um land. | ’ Starfsmenn ráðuneyta eru að mestu leyti Rússar, nema mennta- og kennslumálaráðuneytisins. Til að mynda eru Rússar alls ráðandi í iðnaðar- og f jánnálaráðuneytinu. Ráða öllu í járnbrauta- siglinga- póst- og símamálum. í öryggismálaráðuneytinu, sem fellur undir Moskalensko o" þefir stjórn leynilögreglunnar með hönd um, vinna nær einvörðungu Rúss- ar. Af 140 „framkvæmdastjórum iðnfyrirtækja“, sem skipaðir hafa verið seinasta árið, eru 68 Rúss- ar. f hinum nýja olíubæ Kohtla Jaervo og landamæráborginni Narva, eru hjer um bil allir íbú- arnir Rússar. „í ANDA RÚSSNESKRAR FÖÐURLANDSÁSTAR“ Kaebin og aðrir ræðumenn á flokksþinginu sögðu Eistlending- um afdráttarlaust, hvað þessi til- koma Rússanna gilti þá. Kaebin sagði: „Flokkurinn hef- ir gert ráðstafanir til að efla stjómmálalega starfsemi meðal fólksins, að ala það upp í anda rússneskrar þjóðhollustu. Við verð um að leggja nýtt mat á arf- leifð okkar. Borgaralegum þ.jóð- ernisöflum, óðalsbændum og öðr- um fjendum þjóðfjelagsins verð- ur útrýmt“. BÆNDUM SMALAÐ SAMAN Eftir vitneskju, er fengist hef ir beint frá Tallinn, er þetta svo í framkvæmd, að lögreglueftirliíið verður hert í bæjunum og bændur verða relcnir af býlum sínum í sveitunum. Útvarpið í Tallinn hefir tii- kynnt nýja reglugerð, þar sem I stjómendum sarnyrkjubúa er gert' að hafa fundið land undir bústaða- hverfi fyrir almenning fyrir maí- lok. Verkamönnunum á samyrkju- búum verður ekki framar leyft að búa í eigin kofum, heldur verður þeim smalað í þessa skála. | Til þessara ráða hefir verið gripið til að auðvelda leynilög- reglunni að herða eftirlitið með bændunum. í stað þess að bua á víð og dreif um allar sveitir, vcrð- , ur þeim smalað saman í nokKur' , bústaðahverfi. Þannig verður þeim gert erfið- ara fyrir að gefa þeim mönnum mat, sem flokkurinn reynir að , svelta til hlýðni og auðsveipm. j Kaebin kvartaði um „fjandsam- leg öfi“ í hópi bænda, en gat þess 1 I jafnframt, að 9/10 allra býla væri rekin með samyrkjusniði miðað ^ við 4,6 af hundraði 1948. Hann | viðurkenndi, að bændur væri ó- ] í ánægðir með samyrkjufyrirkomu- lagið, en varaði þá við og kvað allt viðnám mundi brotið á balc aftur. „BRÓÐURLEG AÐSTOГ RÚSSA j Hin endurskipulagða stjóm reynir engu síður að ginna en hræða einstnesku þjóðina til al- i gerrar undirgefni við rússnesku ' stjórnina. Meðan þingið stóð mátti hvar- Vetna um Tallinn-borg sjá skilti og spjöld, þar sem „bróðurleg að- stoð“ Rússa við Eistland var veg- sömuð. Þjóðleikhúsið í’ Tallinu sýndi leik eftir Rússann Kolemnko, þar sem Stalin er lýst sem vituiri, yfirskilvitlegri veru, er vinni á föðurlegan hátt fyrir velferð Eist- lands. AIIs staðar blöktu rauðir fánar við hún og skólabörnin fengu leyfi. Eistlensku verkamennirnir hlutu ekki annað til hátíðabrigða en meiri þrældóm. Yfirmenn þeirra tjáðu þeim, að þeir yrðu að keppa hver við annan til að gengið yrði úr skugga um, hver afkastaöi mestu til dýrðar flokksþinginu. Því var það, að meðan Kaebin þrumaði gegn „f jandsamlegum öflum“, „borgaralegri þjóðernis- stefnu", „óðalsbændum" og öðrum „glæpamönnum“, þá varð hann að gera hlje á til að lesa símskeyti frá verksmiðjum víðsvegar um landið, þar sem skýrt var frá met- afköstum. Útvarpstöðin í Tallinn birti þéssi skeyti, en rússnesk nöfn voru undir flestum þeirra. Frakkar fá þrýstiloftsflugvjelar. PARÍS, 21. maí. — Nýlega fengu Frakkar 17 bandarískar þrýsti- loftsorustuflugvjelar —Víkverji skrifarr ---—— SJR DAGLEGA LÉFINll 30 þús. hvítbrystingar ÞEGAR MENN lásu það í blöð- unum fyrir skömmu, að nærri 30 þúsund íslendingar hefðu set- ið á skólabekk í vetur sem leið, blöskraði mörgum. „Það munaði ekki um það, fimtungur þjóðarinnar kostaður til að hanga yfir bókum — og til hvers. Til þess að læra að fyrir- líta heiðarlega vínnu. — „Kemur svo öll skólaviskan að nokkru gagni v>egar út í lífið er komið. Vilja ekki allir skóla- gengnir menn verða að hvítbryst- ingum, sem ganga spariklæddir jafn rúmhelpa daca, sem helga með hvítt um hálsinn? Skamt öfganna á milíi ÞANNIG röbbuðu menn fram og aftur og gerðu sínar athuga- semdir við þau tíðindi að fimti partur þjóðarinnar sæti 9 mánuði ársins á skólabekknum. Nú er skamt öfganna á milli, því annarsvegar eru þeir, sem vilia helst að enginn læri neitt og hinsvegar hinir, sem telja eng- an mann sæmilega að sjer nema hann hafi gengið í skóla 1 að minsta kosti 15 vetur. Ekki voru þeir til einskis í skóla ÞEIR, sem skoðuðu handavinnu- oe teikningasýningu náms- meyja Kvennaskólans í Reykja- vík. eru varla þeirrar skoðunar að unglingar eigi ekkert erindi í framhaldsskóla. Það mátti sjá af sýningarmun- unum, að stúlkurnar voru vel mentaðar til handanna að minsta kosti o» hað var ekki eintómt tildur, bótt innanum mætti sjá vel útsaumaða skrautdúka. Nei, stúlkurnar höfðu lært að bæta bót og sníða og sauma á sig kjóla og aðrar flíkur. — Þær höfðu ekki verið til einskis í skóla. Hagkvæmasta kunnáttan ÞESSI kunnátta kvennaskóla- meyjanna mun án efa duga þeim lengur í lífinu en þótt þær viti nú hvenær hinir ýmsu Lúð- víkar voru uppi í Frakklandi, eða hvað ríkin i Suður-Ameríku eru mörg. Ög til allrar hamingju eru það fleiri skólar en kvennaskólir.n einn, sem kenna verklegar fram- kvæmdir rpeð bókvitinu. Hús- mæðraskólarnir eru þar á meðal, iðnskólarnir o" fleiri. Það eru svo sem ekki eintómir bókaormar, þessir 30 þúsund ís- lendingar, sem sátu á skólabekkj- unum víðsvegar um landið í vet- ur er leið. Litli trötusóparinn VESTURGATAN er víst eina gatan. sam var sónuð í gær- . morgun og þó ekki nema hluti af henni. En á Vesturgötunni var einn iðnn götusópari að verki. Hann. hefir varla verið meira en fjögra ára og verkfæri hans voru i hlut- falli við hæð hans, skóíla og hjól- börur. Kyrfilega tíndi sá litli u'”) brjcfarusl og annað og ók því burt í hjólbörunum sínum. Svo iðinn var har.n við vinnu. sína. að je" efast um, að verk? fallsverðir hefðu haft skap í sjer til að banna honum að vinna eða kalla hann fyrir dóm, sem verk- fallsbrjót. r.lúsin í Elliheimilinu j Tj^RÁ MÓÐUR í Vesturbænum £ kemur þessi skýring, sem sjálf sagt er að birta, þar sem piltarnir voru hafðir fvrir rangri sök: — Tveir litlir drengir geneu framhjá Elliheimilinu á dögunum oe sáu mús hlauna inn í garðinn. Fyrir forvitnissakir fóru þeir í humátt á eítir músinni og sáu að hún hvarf inn um glup —« á kjall- aranum. Drenr'irnir voru að hugsa um að se-":a frá þessu, en komu sjer ekki að því. Er annar kom heim sagði hann móður sinni frá hvað fyrir hann hefði komið og hún hringdi tvisv- ar í Elliheimilið til að segja frá músinni, en símanúmerið var á tali í bæði skiftin. Sárnaði i iisski’tiingiirinrí RENGJUNUM sárnaði mjög er I þeir lasu í blaðinu, að þeir , hefðu laumað músinni innum j gluo'P'ann. Slíkt kom þeim aldrei i til hugar, enda hefðu þeir ekkí þorað að snerta á lifandi mús. Þannig er skýringin á músinni, sem slapp inn til gömlu konunnar og var gott að fá hana til þess að piltarnir sjeu ekki hafðir fyrir rangri sök.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.