Morgunblaðið - 01.07.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.1951, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. júlí 1951 f 6 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600 Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Glæsilegir íþróttasigrar ÚRSLIT landskeppninnar í frjáls íþróttum milli íslendinga, Norð- manna og Dana, sem lauk í fyrra dag í Oslo er mikill sigur fyrir islenska íþróttamenn og raunar þjóðina í heild. Þau eru sönnun þess að með þessari fámennu þjóð elst nú upp þrótlmikil og bráðger íþróttaæska. Sigur ís- ler.skra íþróttamanna á bæði Norðmönnum og Dönum er vott- ur þess að okkar ur.gu menn hafa unnið kappsamlega að þjálfun sinni. og eiga þá vegsemd skilið, sem afrek þeirra hafa í för með sjer. Það er sannarlega mikið af- rek þegar 140 þús. mann þjóð ber sigurorð af miljónaþjcð- um í millilandakeppni í frjáis um íþróttum. Yfir þessu ber okkur að vísu engan veginn að ofmetnast. F.n við hljótum að gleðjast innilega með íþróttamönnum okkar og þakka þeim glæsilega frain- komu og dugnað. Við megum enmremur minn- ast þess að því fje er ekki illa ''varið, sem við verjum til þess ao bæta aðstöðu íslenskrar æsku til iðkunar hollra íþrótta. Ekki vegna þess að við búumst fyrst og fremst við hróðri erlendis fyr- ir íslenska íþróttastarfsemi held- ur vegna hins, að rneð því er stuðlað að aukinni hreysti og heil brigði áesku okkar. Það er tak- ir.arkið með öllum íþróttum. Árangur sá, sem iþróttamenn okkar hafa náð í Oslo nú sýnir örugga framför þeirra og vax- andi íestu. Engin ástæða er til þess að leyna því að sigur íslendinga í landsleiknum í knattspyrnu við Svía s.l. föstudag kom okkur sjálfum mjög á óvart. Gert hafði verið ráð fyrir að knattspyrnulið þeirrar þjóðar, sem bar sigur af hólmi í þeirri íþróttagrein á síð- ustu Olympíuleikjum, hlyti að láða tiltölulega auðveldlega við íslenska liðið. Sannleikurinn er líka sá að þó knattspyrnan hafi. verið iðkuð hjer lengur en frjáls- ar íþróttir hafa íþróttamenn okk- ar ekki náð þar neitt svipuðum árangri og á sviði frjálsíþrótt- anna. En nú virðist knattspyrnan skyndilega hafa fengið byr und- ii báða vængi. Á íslandsmótinu, 1 sem nýlega er lokið, varð niður ( staðan sú að Ákurnesingar unnu sigur með yfirburðum og urðu okkar að þessi keppni við frændþjóðir okkar á Norður- löndum muni eiga sinn þátt í eflingu norrænnar íþrótta- samvinnu í framtíðinni. íslandsmeistarar. Et það í fyfstj J skipti, sem knattspyrnuflokkur j utan Reykjavíkur vinnur íslands meistaratitil og jafnframt titilinn „besta knattspyrnufjelag íslands" | Óhætt er að fullyrða að þessi sigur Akurnesinga hafi átt veru- legan þátt í að hressa upp á knatt spyrnuna hjer í Reykjavík. Það €i einnig athyglisvert að tveir af ( bestu mönnum landsliðsins, sem kepptu við Svía eru frá Akranesi. Er það einnig í fyrsta sinn, sem rr.enn úr knattspyrnufjelagi utan Reykjavíkur, eru í landsliði. En hvað sem þessu líður verður ekki annað sagt en að sigur íslenska landsliðsins á Svíunum í fyrraciag sje heims- viðburður í íþróttalífinu. Má það vera okkur íslendingum mlkið fagnaðarefni að þennan sama dag skyltiu íþróttamenn okkar vinna þrjá landsleiki. Þeir sigrar gefa miklar vonir um áframhaldandi sókn ís- lenskrar íþróítaæsku til nýrra i afreka og þroska. Það er von Sorglegl fyrir Framsókn ÞAÐ ER mjög sorglegt fyrir Framsóknarflokkinn að hafa stað ið eins og nátttröll á veginum þeg ar baráttan var hafin fyrir þeim framkvæmdum, sem átt hafa mestan þátt í að skapa aukin lífs þægindi og fjölbreyttara atvinnu líí i þessu landi, virkjunum fossa og fallvatna til raforkufram- leiðslu fyrir sveitir og sjávarsíðu. En þetta er engu að síður sannað. Það er sannað að formaður Framsóknarflokksins sagði að til- lógur Jóns Þorlákssonar um stór- virkjanir og dreifingu raforkunn ar til sveita og kaupstaða myndu setja landið á hausinn. Það er sannað að Framsókn stakk þess- um tillögum svefnþorn. Það er staðreynd að Framsóknarflokkur ir.n rauf Alþingi árið 1931 m.a. vegna þess að Sjálfstæðisflokk- urinn hafði tryggt meirihlutafylgi á Alþingi við virkjun Sogsins. Það er ennfremur staðreynd að Sjálfstæðismenn íluttu frumvarpið um síofnun raf- orkusjóðs sumarið 1942 og að það varð að lögum. Það er Jíka staðreynd að ríkisstjórn Ólafs Thors setti raforkulögin vorið 1946 en þau eru og verða grundvöllur flestra ef ekki alira raforkuframkvæmda í landinu á komandi árum. Allt þetta er satt og rjett. Það er þessvegna hlægilegur barna- skapur þegar Tíminn er að þakka Framsóknarflokknum framkvæmdir á sviði raforku- mála. Verkin sýna líka merkin. Það er fyrir frumkvæði Sjálf- stæðismanna, sem sveitir Suður- og Vesturlands eru nú að byrja að fá raforku. Það vita bændur í þessum landshlutum mæta vel. „En við máttum ekki vera að því að snúast í raforkufram- kvæmdum fyrst eftir að flokkur okkar komst til valda. Tillögur Jóns Þorlákssonar hefðú sett landið á hausinn. Við þurfum að gaeta fjárhagsins". Þetta segja Framsóknarmenn gjarnan til þess £‘ð afsaka skilningsleysi sitt á eðli raforkumálanna. En heyr á en- demi. Hvernig gætti stjórn Fram- sóknarflokksins fjárhags hins ís- lenska ríkis? Þannig að árið 1939 þegar hún gafst upp og bað Sjálf stæðisflokkinn um hjálp til við- reisnar þá námu erlendar skuld- ir nær 100 milj. króna. Lánstraust ríkisins var gjörsamlega horfið og fjármálaráðherrann gekk við betlistaf land úr landi. Þessi erlenda skuldasúpa, sem Framóskn stóð úrræða- laus yfir árið 1939 samsvarar því að erlendar skuldir okk- ar næmu nú um 1000 miljón- um — einum miljarði króna — miðað við núverandi þjóðar- tekjur og peningagildi. Ríkis- skuldir íslands hafa því aldrei verið hærri en einmitt þcgar Framsókn gafst upp á að stjórna landinu með krötunum árið 1939. Þó höfðu tollar og skattar verið hækkaðir stór- kostlega á valdatimabili þess- ara flokka. íslendingar hrósa Svíum og Svíar Islendingum fyrir drengilegan leik — JEG ER skiljanlega mjög á- nægður með úrslit leiksins, sagði Jón Sigurðsson, formaður Knatt- spyrnusambands Islands, er blað ið bað um álit hans á leiknum í stuttu máli. Þetta er annað ó- vænta atriðið í íslenskri knatt- spyrnu á þessu sumri. Hið fyrra var, er Akranes vann íslands- meistaratftilinn. Við fengum sönnun fyrir því í gær, að reyk- vísk knattspyrna er ekki eins lje- leg og menn ræddu um eftir sig- ur Akurnesinganna. — Þessi tvö atriði eiga von- andi eftir að vera til ómetanlegs gagns fyrir þróun knattspyrn- innar hjer. Þetta verða vörður að markinu, sem stefnt er að. MÖRG HANDTÖK — Mjer fannst íslendingar leika prýðilega. Ríkarður Jóns- son var mjög góður, en vörnin á einnig skilið mikið hrós. Rjarg- aði hún mörgum áhlaupunum. Jeg minnist þess ekki að nokkru sinni hafi svo oft verið tekið i hend.ina á mjer og á leiðinni út af íþróttavellinum. SANNIR ÍÞRÓTTAMENN — Það hefir komið fyrir, sagði Jón, er við höfum sigrað lið, sem trlið var að myndi vinna — að leikmenn þess hafi við það misst stjórn á sjer, farið að leika hart og ólöglega. — Ekkert slíkt kom fyrir Svíana. Þeir komu alltaf íiam sem sannir íþróttamenn. MIKILL sigijrvilji — íslendingarnir höfðu meiri sigurvilja, sagði Anton Lindbergh oðalfararstjóri Svíanna, og sigur þeirra var rjettlátur. Liðin höfðu j ólíkar leikaðferðir. Hraði Islend | inganna var meiri, en tækni okk- I ar manna stóð framar. En það j gagnar lítið að leika vel á vell- inum, ef ekki er lokið við sókn- ina. Vörn íslenska liðsins kunr.i 1 vel til síns verks. Þar var ekki oft að finna göt, sem hægt var að fara í gegnum. j — íslendingar byggðu þó sókn sína of mikið á einum manni, hjelt Lindbergh áfram. Það get- ur gengið einu sinni, en ekki oft- ar. Slíkur maður getur brugðist, þótt svo hafi ekki verið nú. ís- | lendingar verða að hafa það hug- ' fast í framtíðinni. I LÍKJA RÍKARÐI VIÐ SÆNSKU „STJÖRNURNAR" i — Það er ekki hægt að neita því, sagði Sam Hessel, fararstjóri að Svíar voru meira í sókn, en leikur íslendinganna var árang- ursríkari. Malarvöllurinn háði og nokkuð. ávíarnir reyndu að leika knettinum í mark, en íslending- arnir skutu. Mörk þeirra voru miklu hréinni en okkar. Síðan við misstum Lidholm, Gunnar Gren og Gunnar Nordahl til Italíu höfum við ekki sjeð skot eins og fjórða mark Ríkarðs Jóns sonar. Það er enginn vafi á því, að ef ítalskur knattspyrnu „veið- ari“ hefði sjeð leik Ríkarðs, hefði hann á stundinni boðið í hann 150 þús kr. (sænskar). — Knatt- spyrnan, sem okkar menn sýndu hjer, var eins og hún er í ,,A11 svenskan", 1. deildinni sænsku FJÓRÐA MARKIÐ Á IíJETTU AUGNABLIKI — Þegar leikar stóðu 3:2, sögðu þessir tveir fararstjórar Svíanna, var sigur okkar manna ef til vill ekki langt undan, en á þessu hættulega augnabliki kom fjórða markið. í því lá gæfumunurinn. — Þá var það íslendingum og mikill sálrænn styrkur að fá frjettir af sigri landa sinna í Osló rjett fyrir leikinn. KUNNA AÐ SIGRA Svíarnir lögðu áherslu á, að leikurinn hefði farið mjög vsl íram og verið prúður. Eftir hann hefðu íslensku knattspyrnumenn irnir og fyrirliðar knattspyrnunn ar hjer sýnt ljóslega, að þeir kunni að sigra. Með því er ekki lítið Sdgt. Úrslilin sanngjörn að beggja dérni DÓMARINN FRÁBÆR — Jeg vil síst gleyma dómaran um, sagði Lindbergh að lokum. Það var erfitt verk, sem hann vann, en hann leysti það af mik- illi prýði. Frá mínu sjónarmiði dæmdi hann hundrað prósent rjett. GÓÐUR LEIKUR — Leikurinn var prýðilegur, sagði Guðjón Einarsson, dómari og formaður landsliðsnefndarinn ar. Svíarnir voru tekniskari, en landarnir sýndu óvenjumikinn baráttuvilja og komu á óvænt með hinum mikla hraða, er þeir höfðu í byrjun leiks og hjeldu út langt fram í seinni hálfleik. — Hvernig var að dæma leik- inn? — Vegna hraðans var leikur- inn nokkuð erfiður, en hegðun leikmanna var óaðfinnanleg — ekki hnjóðsyrði eða mótmæli. Bæði liðin ljeku af mikilli prúð- mennsku og drengskap. Þega- stóðu 3—0 fyrir íslendinga, hefði mátt búast við að harka myndi einkenna leik Svíanna, en svo var ekki, heldur ljeku þeir jafn dregnilega eftir sem áður. LANDSLIÐSNEFNDIN MÁ VEL VIÐ UNA — En hvað viltu segja um ís- lenska liðið? — Mjög hefir verið deilt um niðurröðunina. Vel má vera, að betur hefði mátt skipa liðið, en við í landsliðsnefndinni megum vel við una. Tel jeg, að við höf- um verið heppnir í vali mann- anna. Ríkarður og Þórður börð- ust eins og ljón í fremstu víg- línu. Bjarni Guðna lá fyrir aftan ! þá og aðstoðaði vörnina með ágæt um. Karl Guðmundsson var höf- ( uð varnarinnar og stjórnaði leik- ' mönnum sínum með fstu. Á hann miklar þakkir skilið fyrir þá hlið málsins. Bergur brást heldur ekki vonum okkar. IIEYRÐI EKKI í ‘ÁHORFENDUM Heyra mátti á áhorfendum, að þeir væru ekki allskostar ánægð- ir á stundum. Hvað viltu segja jrr það. — Mjer er sagt að kallað hafi verið til mín, en sem betur fer heyri jeg aldrei slíkt, þegar jeg er upptekinn í starfi mínu á vell- inum.____ _____— Þðj. Skégarmenn fá íþrótlasvæði í Fossvogi BÆJARRÁÐ hefur heimilað Skógarmönnum KFUM að af- girða í Fossvogi íþróttasvæði, ea Skógarmenn hafa haft augastað á landi þessu. Bæjarráð heimilaði þeim að reisa þar skýli og bæjar- verkfræðingi heimilað að láta valta knattspyrnuvöilinn á íþróttasvæðinu. Hann munu breskir setuliðsmenn hafa gert á styr j aldarárunum. —Víkverji skrifarr — -—-— 8JR DAGLEGA LÍFINIJ Nýtt Keflavíkurútvarp FJÓRIR ungir menn skrifa „Daglega lífinu“ og spyrja, hvort ekki sje í ráði, að varnar- liðið ameríska setji upp útvarps- stöð eins og var hjer fyrir á styrjaldarárunum. — Þessari spurningu get jeg að sjálfsögðu ekki svarað, en þegar allar að- stæður eru athugaðar, þá er ekki ólíklegt, að varnarliðið fari fram á, að fá að setja upp litla útvarps stöð, sem ætluð er hermönnun- um. Hvort sú stöð verður það sterk, að hún heyrist nema í næsta nágrenni við Keflavík er ekki að vita. Heyra ekki á tæki sín ÍIMARGIR amerískir hermenn, 1*1 sem sendir eru til útlanda hafa með sjer lítil útvarpstæki, sem auðvelt er að flytja með sjer. Útvarp er mikill þáttur í daglegu lífi Bandaríkjamanna og amer- íski herinn sendir hljómplötur með vinsælustu dagskrárliðum þangað, sem hermenn eru er- lendis. Á hljómplötum þessUm eru frjettir og skemmtiatriði alls- konar, ásamt hljómlist. Amerísku hermennirnir hjer hafa ekki gagn af tækjum sínum eins og er. Þeir hvorki heyra nje skilja íslenska útvarpið og við- tæki hermanna eru ekki það góð, að þeir nái amerískum stöðvum. Menn verða með og móti KOMI það til, að varnarliðið komi sjer upp útvarpsstöð í líkingu við það, sem hjer var á styrjaldarárunum og fái til þess leyfi íslenskra yfirvalda, má bú- ast við að menn skiptist í tvo andstæða hópa, með og móti. Þeir verða vafalaust margir, sem telja það ekki aðeins mein- Iaust, heldur og sjálfsagt, að varnarliðið geri slíkar ráðstafan- ir. — Aðrir munu segja, að lítill fengur sje að amerískum útvarps þáttum, sem allir geti heyrt hjer sunnanlands að minnsta kosti og að „tungan og menningin“ sje í hættu, ef leyft verði. Þá verður því vafalaust til svarað, að ekki getum við íslend- ingar farið að eins og Rússar, að meina mönnum, að hlusta á það útvarpsefni, sem sent er á öldum ljósvakans, því þeir, sem hafi sæmileg tæki geti hlustað á tugi J erlendra stöðva og tali enginn um sálarháska í því sambandi. Þá kom líf í íslendinginn EJ'RLENDIR menn telja, að ís- ■i lendingar sjeu svo rólyndir, að þeir láti sjer sjaldan bregða. Það sje sarna, hvort það sje í gleði eða sorg. Þegar íslendingar komi saman sem heild f ái ekkert hagg- að rósemd þeirra. En þótt eitthvað sje satt í þessu, þá var það ekki að sjá á fþrótta- vellinum í fyrrakvöld er áhorf- endur töpuðu sjer bókstaflega. Hinum rólyndari þótti nóg um og jafnvel skömm að framkomu almennings við þetta tækifæri. En sigurinn var óvæntur og gleði ma-nna því meiri, en ef búist hefði við sigrinum. Er maðkurinn allra eign? NÚ ER kominn sá tími, að menn fara að sjást sniglast um gras- bletti í bænum um lágnættið, einkum þegar rekja er, til að tína maðk. Enda er til mikils að vinna, þar sem hver maðkur er seldur fyrir 40 aura til laxveiði- manna. Látum það gott heita, þótt unglingar og aðrir geri sjer maðk tínslu að atvinnu. En hitt er álita mál, hvort að maðkurinn er allra eign, þannig að menn geti farið inn á bletti nágrannans og tekið þar maðk eftir vild. Einkalóðir manna ættu að minnsta kosti að vera friðhelgar og það rainnsta, sem þeir geta gert, sem tína maðk á annara lóð- um er að biðja um leyfi og gæta þess að skemma ekki gróður. En því miður vantar talsvert ó, að allir gæti þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.