Morgunblaðið - 08.07.1951, Síða 6

Morgunblaðið - 08.07.1951, Síða 6
 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. júlí 1951 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Riístjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Kennaram enn tunin í SAMTALI, sem birtist hjer í blaðinu fyrir skömmu við Helga Tryggvason kennara, vakti hann athygli á því að Kennaraskólinn væri lengi vanrækt stofnun og byggi við ófær skilyrði. Jafn- framt var á það bent að kennara- skólar væru yfirleitt undirstaða alls skólakerfisins. Þeir leggi öðr- um skóluin til kennara og legðu þannig grundvöllinn að starfi þeirra. Þetta er að mjög verulegu leyti rjett. Það skiptir miklu máli að kennaraskólar sjeu starfi sínu vaxnir og búi þið þroskavænleg skilyrði. En því miður vérður ekki sagt að hinn íslenski kenn- araskóli njóti sæmilegrar að- stöðu. Á sama tíma, sem stórfelld ar framfarir og breytingar hafa orðið í húsnæðismálum skólanna hefur þessi undirstöðustofnun staðið í stað. Svo að segja alger kyrrstaða hefur ríkt um húsakost hennar. Kennaraskólinn var bygð ur árin 1907—1908 og er því orð- inn rúmlega 40 ára gamall. Á þeim tíma hefur þjóðinni fjölgað og allt aðrar kröfur eru nú gerð- ar til kennara og menntunar þeirra en áður var. Það liggur þessvegna í augum uppi að. mikil þörf er fyrir bætt starfsskilyrði til handa þessari stofnun. Þetta hefur líka verið viður- kennt. Fyrir 4—5 árum veitti Al- þingi hálfa milj. kr. á fjárlögum til byggingar nýs kennaraskóla. húss. En síðan hefur við það set- ið. Nefnd manna hefur að vísu starfað að undirbúningi bygging- armálsins en um frekari fjárveit ingar hefur ekki verið að ræða. Þó er nú svo komið að í ráði mun vera að hefja byggingarfram- kvæmdir á næsta ári. Jafnhliða nýrri kennaraskóla- byggingu er áformað að byggja æfingaskóla, sem jafnframt yrði barnaskóli fyrir ákveðin hverfi í bænum. í kennaraskólanum yrði einnig rúm fyrir handíðakennara skólann og húsmæðrakennara- skólann, en báðir þessir skólar eru nú í leiguhúsnæði. Hlutverk kennaraskólans verð ur að annast menntun kennara fyrir barna- og unglingaskóla. Það kemur hinsvegar í hlut kenn aradeildar háskólans, sem ráð- gert er að taki til starfa á kom- andi hausti, að sjá fyrir menntun kennara við gagnfræða- og fram- haldsskóla. En á henni hefur til þessa verið hin mésta ringulreið. Aðgang að kennaradeildinni, sem að öllum likindum verður 3ja ára skóli, munu fá bæði stúdentar og þeir, sem lokið hafa prófi frá kennaraskólanum. Þegar að kennaraskólinn og æfingaskóli hans hafa fengið nýtt húsnæði og kennaradeild háskólans er tekin til starfa, má gera sjer vonir nm mjög bætta kennaramenntun í land- inu. Er þessvegna ástæða til að hraða sem mest má verða þessum framkvæmdum. Góð skilyrði til kennaramennt unar hljóta að skapa auknar lík- ur fyrir góðum árangri þess mik- ilvæga starfs, sem skólarnir vinna. í þessu sambandi er ástæða til þess að minnast sjerstaklega á eitt atriði, hina verklegu mennt- un. Óhætt er að fullyrða að rík ástæða sje til þess að auka hana í unglingaskólum og gagnfræða- skólum. Miklum fjölda unglinga er þannig varið að gjörsamlega ástæðulaust er að leggja höfuðá- herslu á að þröngva þeim til bók- náms. Margir þessara unglinga , hafa hinsvegar bæði hæfileika og löngun til verklegs náms. Stofn- ! un handíðadeildar kennaraskól- ans bætir mjög aðstöðuna til þess að sinna þeim meira en gert hef- ur verið. íslenska þjóðin verður yfir- leitt að gera sjer það ljóst að hún verður í framtíðinni að iniða skóla sína og fræðslu- starf í vaxandi mæli við að skapa verkmenningu í land- inu. Þeir verða að eiga sinn þátt í að eðlileg skipting og hlutföll haldist miili atvinnu- stjetta þannig að starfskraftar þjóðarinnar nýtist sem best. Bókvitið er gott og mikilvægt og oít verður það látið í ask- ana. Þekkingin er undirstaða framfara og velmegunar. En hin verklega kunnátta og starfsvilji er ólijákvæmilegt skilyrði þess að þjóðin geti unnið fyrir sjer og notið góðra lífskjara í landi sínu. Mvernig siendiir á því! HVERNIG stendur á þeim mikla mun, sem nú og undanfarin ár hefur verið á fjármálastjórn Reykjavíkurbæjar og hins ís- lenska ríkis. Hver er ástæða þess að á sama tima sem greiðsluhalli ríkissjóðs verður um 170 milj. kr. skuli útgjöld Reykjavíkurbæajr nákvæmlega standast fjárhagsá- ætlun og verða jafnvel undir áætlun? Ástæðan er auðsæ. í Reykjavík fer Sjálfstæðisflokkurinn einn með völd. Hann þarf ekki að semja til hægri og vinstri um fjármálastefnuna. Hann markar sjálfur ákveðna stefnu og fylgir henni síðan fram. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft fjármáiaráðherra í 11 ár segir Tíminn. Rjett er það. En Sjálfstæðismenn hafa verið í minnihluta á Alþingi. Fjármála- ráðherrar þeirra hafa setið í sam- steypustjórnum. Þeir hafa ekki haft sömu aðstöðu og borgarstjór inn í Reykjavík til þess að fram- kvæma stefnu sína. Þeir hafa þvert á móti orðið að semja við Framsókn, Alþýðuflokkinn og jafnvel kommúnista um svip og framkvæmd fjárlaga. Það er athyglisvert að aldrei á þessu 11 ára tímabili, sem f jármálaráðherrann var úr hópi Sjálfstæðismanna, hefur verið eins erfití að hafa taum hald á fjármálastefnunni og einmitt eftir að Framsókn kom í stjóra árin 1947—1949. Ný- sköpunarstjórnin skilaði land- inu skuldlausu. Allar erlendar skuldir höfðu verið greiddar upp og innlendar skuidir voru nær engar. Þá kom Framsókn aftur í stjórn. Ilún var ekki fyrr komin þar en greiðslu- hallabúskapurinn hjclt innreið sína, peningarnir f jellu í verði, skattar og tollar stórhækkuðu. Sagan frá 1927—1939 byrjaði með öðrum orðum að endur- taka sig. Svo kemur Tíminn og reynir að smyrja hallabúskapnum, hækkuðum tollum, og sköttum á Sjálfstæðisflokkinn!!! Það er því miður þannig, að svo virðist sem Framsókn megi ekki koma svo í stjórn, að ekki byrji að halla undan fæti í eína- hagsmálum þjóðarinnar. ién Björnsson skrifar m: RITSAFN BENEDIKTS GRÖ Benedikt Gröndal: RITSAFN Þriðja bindi ísafoldarprentsm. 1950. NYTT bindi af Ititsafni Gröndals er komið á bókamarkaðinn. Þetta er þriðja bindi safnsins, en alls á það að verða fiögur bindi. í fyrsta bindi voru ljóðmæli skálds- ins, en í öðru bindi eiga gaman- sögurnar, ásamt leikþáttum og úr- vaii úr þýddum sögum að koma, og þetta þriðja bindi flytur blaða- og tímaritsgreinar Gröndals frá árunum 1849—1890. í fjórða bindi kemur sjálfsævisaga hans óstytt, og að lokum ritgerð um skáldskap hans og önnur störf. En ekki verð- ur sjeð hvar hinn frægi fyrirlest- ur Gröndals gegn raunsæisstefn- unni á að koma, en hann mættj, síst vanta, svo einkennandi sem hann er fyrir Gröndal sjálfan og þann umbrotatíma í bókmenntun- um hjer og á Norðurlöndum, sem raunsæisstefna Brandesar varð upphaf að. Gröndal var maður hins gamla tíma og varði hann með oddi og egg, og er ýmislegt af efni fyrilesturs-ins í fullu gildi enn í dag, þegar allskonar „ismar“ vaða uppi og prjedika óskeikulleik sinn. Eins og í fyrsta bindinu, Kvæð- unum, fylgja þessu bindi ítarleg- ar skýringar cftir útgefandann, Gils Guðmundsson. Eru þær til mikils hægðarauka fyrir lesendur, því að erfitt er fyrir aðra en sjer- fróða menn að átta sig á ýmsu 1 greinunum án skýringa. Margt af efni ritgerðanna, svo sem dægur- mál og stjórnmálaþref, er fyrir löngu gleymt of grafið, þó að það hafi verið á hvers manns munni fyrir hartnær heilli öld. Þetta bindi er rúmar fimm hundruð blaðsíður, eða álíka stórt og fyrsta bindið. Þó er langt frá því, að í safni þessu sje allt, sem Gröndal hefur ritað, en það er skoðun mín að úrval Gils Guð- mundssonar sje vel heppnað, og man jeg ekki eftir neinu sem jeg sakna, nema ef vera skyldi grein hans um Eddukvæðin, sem birtist I í Tímariti Bókmenntafjelagsins. Ritgerðir Gröndals sverja sig í ættina. Þær eru allar skrifaðar með hans alkunna fjöri og hnyttni, , svo að jafnvel leiðinlegustu efni , verða skemmtileg í meðförum hans. Þær f jalla um hin marg- j víslegustu efni, enda Ijet hann sig ! flest skipta af því er gerðist um i hans daga. Hjer eru greinar um í stjómmál, bókmenntir og forn- ’ fræði og hin fyrsta grein um fag- urfræðileg efni, sem komið hefur á íslenskii. Fyrirferðarmestar eru ritgerðir ;þær, er Gröndal birti í tímariti sínu „Gefn“, en það gaf hann út meðan hann var búsett- ur í Kaupmannahöfn. Margar þeirra fjalla um stjórnmálaátök! í Evrópu, og löng grein er þar um ; stríðið milli Frakka og Þjóðverja 1870—1871. Kemur þar í ljós hve sýnt honum er um að segja rjett og hlutlaust frá alburðunum, og gætu áróðurshetjur hinna tveggja höfuðátta, sem nú eru msst í tísku, margt lært af málflutningi Grön- dals, og ekki síst það, að hægt er að skrifa þannig um samtíma við- burði, að það veki tiltrú heilbrigðra lesenda, jafnvel þótt menn haldi skoðun sinni á málunum. Að þessu leyti eru greinar Gröndals aktú- ellar enn þann dag í dag. Það er gaman að lesa ritgerðir Gröndals vegna hins hnyttilega stíls hans og heilbrigðu andúðar á öllum klíkuskap og lítilmennsku. Þær gefa glögga mynd af honum, og manni verður skiljanlegt, að vinsældir hans urðu minni en vænta mátti. Hann er óspar á að segja löndum sínum til syndanna og beitir þá oft hárbeittu vopni fyndninnar. Víða er .hann óvæginn í dómum um menn og málefni. Ilann hefur um margfc.verið á und- an sínum tíma, eins og þar seiri hann gagnrýnir aðferðir fomrita- útgefenda, sem flestir vom á kafi. í smásmugulegum aukaatriðum og I lögðu oft minni áherslu á heild- ina. Skopast hann mjög að því ér kunnir vísindamenn eru að velta vöngum yfir auðsæjum misritun- um. Óvæginn er han og gagnvart frændum okkar Norðmönnum, er þeir voru að eigna sjer fomrit okkar. Einnig gengrur hann hart fram gegn þeim mönnum, sem kölluðu fomrít Islendinga „fom- norrænar bókmenntir“ til þess að styggja ekki Dani, sem elckert áttu j í þeim. Fer hann víða háðulegum ' orðum um þá landa sína, sem hjeldu slíkum skoðunum á lofti. — Stjómmálagreinar hans eru að ýmsu leyti einkennilegar. Hann var blendinn í pólitikinni og ekki ávalt sjálfum sjer samkvæmur, og síst af öllu gaf hann nokkrum málstað fylgi sitt vegna hagsmuna vona, en ýmsir samtímamenn hans verða ekki sýknaðir af því. Grön- dal var ætíð hreinn og beinn við hvem sem var að eiga, og kærði síg kollóttan hvort mönnum f jellu skoðanir hans betur eða verr. Gekk hann eitt sinn í berhögg við stefnu Jóns Sigurðssonar og hlaut fjand- skap margra Hafnarlanda að launum. Segir hann þó í æfisögu 1 sinni að hann hafi- jafnan sjeð eftir því. En ekki verður betur1 sjeð en að hann hafi fullkomlega bætt fyrir það með grein sinni um jarðarför Jóns Sigurðssonar, sem birt er á bls. 336. Vítir hann þar með alþöruþrunga allt það gum, sem háyfirvöldin Ijetu rigna yfir þjóðhetjuna dauða, eftir að hafa barist á móti honum áratug- um saman. Það mun vera leitun á annarri eins húðflettingu á hræsnisfullri framkomu ráða- manna þjóðarinnar og í þessari grein. Dirfska Gröndals varð hon- um ef til vill dýr á veraldarvísu, því að það er jafnan vanþakklátt verk að sveifla vendi vandlæting- arinnar yfir spilltri samtið. En dirfska hans mætti verða ýmsum nútímamönnum til fyrirmyndar, þar sem sá sjúkdómur virðist vera að fara í vöxt, að láta sannleika og rjettlæti liggja í láginni, ef hin minnstu líkindi eru til þess að það stangist á við „hagsmuni" hinna ýmsu „flokka“, og stuðla þannig að yfirráðum alheimsk- unnar. Raúði þráðurinn í stjórn- málaritgerðum Gröndals er sterk andúð á hinum dönsku yfirráðum á Islandi, andúð, sem nálgast hreina fyrirlitningu, þegar hann ræðir um hina innlendu erindreka danska valdsins. Annars fjalla ritgerðirnar um svo fjölbreytt efni, að engin tök eru á að drepa á nema fátt eitt af því í stuttri blaðagrein. Eitt af hitamálum sam tíðar Gröndals voru Vesturheims- ferðirnar. Gekk hann í berhögg við vesturfaraagentana og lenti í málaferlum vegna greina sinna um þau efni. Hann trúði á Island þótt honum fyndist í mörgu áfátt í fari landa sinna, og gagnrýni hans, þótt harðskeytt sje, er ætíð af jákvæðum toga spunnin. IJtgáfa Ritsafnsins er hið mesta þjóðþrifaverk og eiga aðstandend- ur þess þökk skilið fyrir að ráð- ast í hana. Ekki er trútt um að nafn Gröndals hafi verið farið að gleymast, og fáir munu þeir vera af yngri kynslóðinni, sem nokkuð þekkja til verka hans, e. t. v. að Helj arslóðarorustu undanskilinni, enda hafa rit hans lengi verið ó- fáanleg öllum almenningi. Þá. er allt safnið er komið út, mun það verða ljóst, að Island átti í hon- um einn áf sínum bestu sonum og mestu listamönnum. —Vikverji skrifarr — -— m DAGLEGA LÍFIIMU M Ljótu húsin í Miðbænum ÖRG eldri hús í Miðbænum og þá fyrst og fremst þau, sem eru við fjölförnustu aðalgöt- urnar eru bænum í heild til skammar sökum vanhirðu. •— Málning hefur ekki verið borin á þessi hús árum saman og ekkert er að þeim dyttað. — Sannanlegt er, að nokkur þessara húsa hafa ekki verið máluð síðan fyrir kon- ungskomuna 1921 og má geta nærri hvernig þau líta út nú orð- ið. — Hús í fjelagseign verst ÞAÐ eru fyrst og fremst hús, sem eru í eigu f jelaga og jafn- i vel hins opinbera, sem eru van- j hirt. Er auðvelt að nefna dæmi: Thorvaldssens-húsið í Austur- stræti, Berklavarnarstofan í Kirkjustræti. Hús Sambandsins við sömu götu og þannig mætti lengi telja. — Byggingar í eigu einstaklinga er betur hugsað um, enda munu einstaklingar sjá, að það borgar sig að halda mann- virkjum við. Litelsk kona hefur gert máln- ingu húsa í bænum að umtals- efni í brjefi og segir hún á þessa leið: Menntask ólaby ggingin „Víkverji minn góður! MIKIÐ er jeg þjer þakklát, eins og oftar, fyrir uppástungu þína um að fá Landsspítalann hvítmálaðan — ög örinur hús bæj arins prýdd með smekklegum, björtum litum, sem fara vel við umhverfið. Jeg var r einmitt að hugleiða eitthvað svipað viðvíkj- andi Menntaskólanum við Lækj- argötu, er mjer var þar gengið daginn áður. •— Byggingarlag menntaskólahússins er að mörgu leyti tígulegt, þó það sje dálítið forneskjulegt. En hinn -músgrái li'tur þess veldur því, að manni firmst þarna standa fangelsi æsk- unnar, en ekki uppeldisstofnun, sem á að glæða fegurðarkennd í brjóstum ungra manna og kvenna“. Tilvalið tækifæri 4417' F SVO er, eins og heyrst hef- lö ur, að lóðin verði nú loks- ins skipulögð og prýdd, og „vend- irnir“, sem ráðamenn skólans hafa haft þarna (líklegast til að ógna unglingunum!) teknir burt, þá gefst tilvalið tækifæri til að dubba upp á skólann með smekk- legum lit. En jeg vil taka það fram, að umgjörðir glugganna þurfa að vera í öðrum lit en hús- ið sjálft“. i » Um liti á húsum 441IVÍTUR litur er fyrirtak á ÍXhúsUm, en ljósgult ekki síð- ur. Þó þurfa þök að vera með skærum litum. Gluggaumbúnað má þá hafa í sama lit, rautt, grænt eða blátt. Það er of lítið gjört af því hjer, að hafa skæra liti á gluggakörmum, en þeir veita skemmtilega tilbreytni, ekki síst í hverfum, þar sem hvert húsið er öðru líkt. — Sítrónugula glugga sá jeg eitt sinn á Ijós- pússuðu steinhúsi í þorpi úti á landi — en það verkaði eins og alltaf væri sólskin umhverfis það hús“. Rvðgað bárujárn 44 |EG er þjer fullkomlega sam- J mála um að til ætti að vera bæjarsamþykkt, sem skyldaði mönnum að hafa hús sín vel mál- uð — og lóðir þrifalegar. Ljótara fyrirbrigði sjest ekki á byggðu bóli en. ryðgað bárujárnshús — en þau eru mýmörg.hjer í Reykja vík. Og stórhýsi, sem standa ó- pússuð árum saman á áberandi stöðum í bænum eiga ekki að þolast. í stað bæjarprýði, sem slík hús gæti verið, bera þau vott um trassaskap og menningar- leysi, sem alltof víða er látið við- gangast í þessum bæ“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.