Morgunblaðið - 27.07.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.1951, Blaðsíða 6
» «» k i. ii /V H h A O I t> Föstudagur 27. júlí 1951. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald kr. 16.00 á mánuði, innanianQs í lausasölu 75 aura eintakið. 1 krónu með Lesbók IMieis ilohr opnaði io.nsýn í atómheima Stórsókn gegn óræktinni FEGAR FERÐAST er um ís- Itnskar sveitir um þessar mund- ir, er það fyrst og fremst eitt, sem vekur athygli. Það eru hin- ar stórfelldu ræktunarfram- kvæmdir, sem nú er unnið að í íjölmörgum hjeruðum landsins. Þessar framkvæmdir eru svo stórkostlegar, að óhætt er að íullyrða að aldrei hafi jafn stór skref verið stigin í ræktunar- n»álum þjóðarinnar og einmitt á þfcssum síðustu árum. Morgunblaðið hefur fyrir skömmu átt leið um mikinn hluta Norðurlands, allt frá Suð- ur-Þingeyjarsýslu vestur um Húnavatnssýslur. í öllum þessum þróttmiklu landbúnaðarhjeruðum getur að líta stórvirkar vjelar að fiamkvæmdum. Þannig eru t. d. Uær skurðgröfur að verki í Köldukinn í Þingeyjarsýslu. — Vmnur önnur þeirra í sunnan- verðri sveitinni á vegum Ný- býlastjórnar en hin að norðan- verðu á vegum ræktunarsamtaka bændanna sjálfra. Þarna er verið að ræsa fram hundruð hektara af landi, sem ýmist mun verða lagt til nýbýla eða jarða einstakra bænda, sem að þessari ræktun standa. Mun þessi sveit, þrátt fyrir sitt kald- í analega nafn, innan skamms \erða eitt blómlegasta byggðalag landsins. Þar er ennþá mikið iand, sem bíður þess að verða brotið. Ef að líkum lætur mun á næstu árum verða haldið áfram í t gjörrækta þessa grösugu og Hýlegu sveit. í ýmsum fleiri byggðarlögum Þingeyjarsýslu er unnið að myndarlegum ræktunarfram- kvæmdum. ★ En þegar komið er vestur á brún Vaðlaheiðar, blasir við það Herað landsins, sem ber nú orð- ið hvað mestan svip hins nýja tíma í íslenskum landbúnaði. Sveitir Eyjafjarðar nálgast óð- fluga að geta heitið samfelldur akur. Er útsýni yfir þessar blóm- ltgu byggðir hið fegursta. í Skagafirði og Húnavatns- sýslum hefur undanfarið verið nnnið að miklum ræktunarfram- kvæmdum. í báðum sýslunum er r.ú unnið að landbroti á vegum nýbýlastjórnar, í Skagafirði í Lýtingsstaðahreppi og á Víði- rrýri og í Austur-Húnavatnssýslu að Skinnastöðum. Þar hafa í sumar verið ræstir fram um 100 hektarar lands. Mjög áberandi eru hinar miklu byggingarframkvæmdir siðustu ára í Skagafirði. Eru miklar lík- ur til þess að innan skamms tíma niuni Skagafjörður verða eitt best hýsta hjerað landsins. Um- bætur í húsnæðismálum hafa e. t. v. hafist síðar í þessum byggðarlögum en ýmsum öðrum. En allt bendir til þess að Skag- firðingar muni siður en svo verða eftirbátar annara á því sviði eftir að þeir hafa snúið sjer að framkvæmdum þar. ★ Ræktunarframkvæmdir Norð- lcndinga hafa sjerstaklega verið gerðar hjer að umtalsefni. En í raun og veru er það þannig að í öllum hjeruðum landsins er svip- úð saga áð gerast um þessar mundir. Ræktuninni fleygir fram. Samkvæmt skýrslum Búnaðar- Leiags íslands um jarðabætur á árinu 1950 nemur nýræktin á því ári 2163 hekturum og túnasljett- urnar 710 hekturum. Jafnhliða hafa stórfelldar umbætur verið unnar á íbúðar- og peningshus- um. Það er ekki of djúpt tekið í árinni að merkilegustu fram- kvæmdirnar, sem nú eru á döfinni í þessu landi sjeu ein- mitt hinar miklu ræktunar- framkvæmdir. Þær gefa sann- arlega glæsileg fyrirheit um framtíð íslensks landbúnaðar og raunar þjóðarinnar í heild. Framhjá þeirri staðreynd verð ur ekki gengið, að það eru ■ kostir landsins, sem á öllum tíma hljóta að eiga ríkastan þátt í að skapa grundvöllinn t að afkomu fólksins og mögu- leikum til sjálfsbjargar. Þetta hlýtur að gilda einnig í | þessu landi, enda þótt að sjávar- útvegurinn hafi um langt skeið verið annar aðal atvinnuvegur ísiendinga og hljóti að verða það í framtíðinni. En áhætta fiskveið- anna skapar einmitt ríka þörf fyrir traustan og blómlegan land- búnað. íslenska þjóðin má ekki 'e:ga alla afkomu sína komna und- ii svo áhættusamri atvinnugrein. Þessvegna verður hún að leggja allt kapp á að búa sem best að þeim atvinnuvegunum, sem minni áhætta fylgir, en geta þó skapað henni aukið öryggi um Hfskjör og afkomu. Allir góðir íslendingar hljóta að fagna hinu mikla og nytsama ræktunarstarfi, sem nú er unnið í sveitum lands þeirra. í því birtist rík trú á landið og kosti þess. Flóttinn frá landbúnaðinum er að stöðvast. Hann er að snúast upp í sókn, stórsókn gegn ó- ræktinni, mýrum, móum og holtum. Fyrr en varir hefur óræktinni verið breytt í arð- gæfan töðuvöil, matjurtagarða og jafnvel kornakra. Undir- staða þessarar breytingar cr trúin á landið og gæði þess. En í raun og veru þurfa fleiri er. sveitafólkið sjálft að taka þátt í hinni miklu sókn í rækt- vnarmálunum. Öll þjóðin verður að leggja þar hönd á plóginn. Ræktunin og byggingarfram- kvæmdirnar kosta mikið fje. En 1; ndbúnaðinn skortir fjármagn til þessara framkvæmda. Því fje, sem til þeirra er varið, er vel varið. Bændur eru iðjusamasta og sparsamasta stjett þjóðfjelagsins. Þeir munu áreiðanlega ekki sóa því fjármagni, sem rynni til at- vinnuvegar þeirra, í þarflausa hluti. Það myndi þvert á móti verða ávaxtað í ræktun landsins og öðrum umbótum, sem ykju verðmæti þess og skiluðu því feg- urra og byggilegra í hendur r.æstu kynslóðar. ★ Enginn sparisjóður er tryggari og öruggari en gott og vel rækt- aö land. Engin kynslóð á íslandi gegnir skyldu sinni við land sitt betur en sú, sem drýgstan skerf leggur af mörkum til þess að efla þennan sjóð. Núlifandi kyn- slóð hefur ekki látið sinn hlut þar eftir liggja. Hún hefur þvert á móti hafið merki ræktunarinn- ar hátt á loft og mun halda sókn sinni áfram sjáifri sjer til gagns óg sóma og ókomnum kynslóðum ■il farsældar og þroska. Hinn heimskunni danski atórn*. fræðingur, Niels Bohr, kfcmir , hingað til lands 2. ágúst n. k.‘ og flytur hjer fyrirlestra. — Hjer birtist lauslega þýdd og stytt grein um vísindamann- inn oftir dr. Paul Bergsoe. SÚ SAGA hefur verið sögð., af þegar prófessor Niels Bohr kom til Englands frá Danmörku í stríð inu, hafi hann haft með sjer tvæ’ ölflöskur með þungu vatni í. Plann á að hafa geymt það á flöskum raiinsóknarstofu sinni til þess, a' Þjóðverjar finndu það ekki. Á leiðinni til Englands varð flug- vjelin að fljúga í mikiili hæð, vari' Bohr lasinn og hafði gleymt flösk unum, þegar hann steig aiður.úi flugvjelinni. Einn af áhöfninn' fann þær, opnaði aðra og fekk sjer gúlsopa, cn íleygði flöskunni frá sjer og sagði, að þetta væri bara venjulegt vatn. Þegar Bohr var kominn yfir í gistihúsið rank- aði hann við sjer og mundi eftir hverju hann hafði gleymt, sneri þegar við og kom tímanlega til að bjarga annari flöskunni af þessu dýrmæta efni frá glötun. í þessari sögu er að vísu ekki til sannleikskorn, cn hún sýnir hvernig upp koma frásagnir af frægum mönnum. Og fyrst mað- urinn var prófessor, hefur þótt sjálfsagt að ge.ra hann utan við sig. VENJULEGUR MAÐUR, HEFUR ÁHUGA Á LISTUM En prófessor Bohr, er ekki utan við sig. Hann er bara ósköp venjulegur maður, eins og jeg og þú. Hann lifir kyrrlátu lífi í Kaup mannahöfn ásamt konu og börn- um. Hann hefur áhuga á íögrum listum og málar í frístundum sín- um. Hann hefur ef íil vill ekki tíma til að hlusta á hvern og einn, sem honum mætir, sinnir ekki því, sem hann telur fánýtt, en það er ekki sama og að vera utan við sig. Bohr prófessor er mjög önn- um hlaðinn og það er í rauninni furðulegt, hvað hann gefur sjer þó mikinn tíma til að ræða ýms málefni utan hans starfshrings og þá kynnast menn því brátt hve hann hugsar fljótt og skarplega. Niels Bohr hefur opnað mönn- um nýja innsýn í atómveraldir, alveg eins og landi hans, Tyge Brahe, opnaði mönnum nýtt sjón- arsvið í stjarnheimana, fyrir mörg um öldum. Báðir voru þeir braut- ryðjendur, hver á sínu sviði. Mun- urinn er aðeins sá, að kenningar Tyge hlutu ekki fulla viðurkenn- ingu fyrr en hundruð ára cftir hans dag, en nú, 40 árum eftir að Niels Bohr setti sínar kenn- ingar fram, eru þær almennt við- urkenndar. KENNING UM RAFEINDIR Rutherford hafði uppgötvað at- ómkjamann, þegar Niels Bohr kom fram með kenninguna um raf eindirnar, sem sveima í kringum atómkjamann. Þessi kenning stríddi á móti öllum kennisetning- um efnafræðinnar fram til þessa og gegn eldri kenningum um c-ðli ljóssins. En hún hefur ótvírætt borið hærri blut nú. Þessi kenning Niels Bohr hefur orðið lykillinn að frekari atómrannsóknum. Hún felur í sjer skýringu m. a. á því, hversvegna frumefnin hafa mis- munandi ciginleika. Með þessari nýju kenningu opnuðust atómheim amir fyrir mannkyninu. Jeg minnist þess frá fyrri árum, að Bohr hjelt fyrirlestur um hinar nýju kenningar sínar og gátu menn borið fram fyrirspurnir að erindinu loknu. Verkfræðingur einn tók til máls og spui'ði Bohr, hvort þessi kenning væri ekki til- gagnslaus.Hann taldi, að það skifti engu máli, hvort það væru til raf- eindir. Bohr svaraði að hann sæi ekki að kenningin kæmi að neinu gagni ennþá, en hann setti hana. fram af því, að það gæti yerið að hún kæmi að gagni. ATÓMORKAN ER MIKIL Þegap íók að herða á rannsókn- Niels Bolir. um á atómkjamanum fyrir tíu árum, komust menn brátt að þeirri niðurstöðu, að starfið ætti fyrst og fremst að beinast að því, að auka hraða kjarnans, þar til hann missti úr sjer rafeindir og þannig skapaðist þá nýtt frumefni. Það er einmitt þetta, sem cr gert í atómkljúfum. Geysistórir rafsegl- ar herða á atómunum, þar til raf- eindimar losna úr rsambandi við kjarnanna. Með keðjuárekstrum hefur verið hægt að breyta nær því hvaða frumefni sem er og losnar mikil orka úr læðingi við þessa árekstra. Það hefur verið s&gt, að orkan í einu einasta úr- aníum-atómi sje nægileg til að flytja sandkom einn millimeter. — Það vii-ðist í fljótu bragði ckki svo mikið, en menn ættu þá að gæta að því, að úraníum-atóm or jafn mörgum sinnum minna en sandkom eins og sandkornið er mörgum sinnum minna en stærstu hallir. FYRSTI ATOMKLJUFUR Niels Bohr koni sjer upp 193!), fyrsta atómkijúf í Evrópu og var 'iað stórmikill viðburður í sögu ’.tómvísindanna, þegar hann tókr vil starfa. Atómfræðingar komu •íða að með ýmis efni, sem þeir ;jetu í atómkljúfinn og nú sann- i.ðist það fyrst, hve mikil orka eysist við atómsprengingar. Þá kall heimsstyrjöldin yfir, atóm-, kljúfurinn í Danmörku var cyði- lagður, en Niels Bohr komst und- an Þjóðverjum til Englands og síðar til Bandaríkjanna og þar yar starfið hafíð að nýju, og iiáð- 'st brátt svo stórkostlegUr árang- ir, sem síðari atburðir bera vitni 'im. ÞÁTTUR í DEILUM STÓRVELDANNA Því miður hefur svo farið, á síðari árum, að átómorkan’er orðin liður í deilumálum stórveldanna. Það er hægt að nota hana sem vop:i í hernaði og því reynt cftir megni að Ieyna þeim uppfinningum sem gerðar eru. Þetta er mikið áfall fyrir vísindin, því að þau þarfnast frjálsræðis til þess að árangurinn af þeim megi verða þjóðunum heillaríkur. En stjórn- málamennirnir viota vísindin til að hræða þjóðirnar. Ef heimurinn er að því kominn að tortíma sjer með atómsprengj- um, þá cr það s.íst vísindamann- anna sök. Þeir hafa árangurslaust mótmælt og varað við hættunum eins og t. d. Niels Bohr í opnu brjefi, sem hann sendi S. Þ., þar benti hann á, að stjórnmálamenn- irnir stefni með þjóðirnar út í op- inn voðann. Er það skoðun hans, að allar þjóðir heims eigi að vinna saman í bróðerni og hreinskilni að atómrannsóknum og cinskis að dylja hvor aðra. Þá fyrst cr hægt að vona að á komist varanlegur friður. ÚR DAGLEGA LÍFINU í 25 þús. eintökum f^INHVERJUM kann að íinnast J helsti langt gengið að gera bækur að umtalsefni um hásum- arið, en hjá því verður þó ekki komist, enda eng’in goðgá, þegar að er gætt. Nú hafa menn vafalaust fengið verðlaunagetraun íslendinga- sagnaútgáfunnar í hendur, hún hefur verið send út í 25 þús. ein- tökum og ætlunin að koma henni inn á hvert heimili í landinu. Þarf því varia að taka fram, að mönnum er ætlað að segja til um, hvar sje að finna í bókum útgáf- i unnar 34 ívitnanir, og eftir hverj um þær sjeu haíðar, þar sem það á við. Skemmtileg getraun ÞETTA er nýstárleg getraun, sem mörgum mun þykja gaman að glíma við. Hvar er til að mynda þessi orð að finna og í eftir hverjum eru þau höfð: „All- ar falsast sínum bónda og vilja jþann, er nýr er, þegar sá leiðist, er forn er.“? — Eða þessi: „Þrýtr- at veganda vopn, nema hugur bili.“ Þá er þessi ekki síðri: „Þú hefir haus þunnan, en ek hefi öxi þunga.“ Sumar setningarnar karmast allir við eins og þessa: „Eigi skal haltr ganga, meðan báðir fætr eru jafnlangir.“ Þetta tækifæri ætti að vera íslendingum kærkomið til að sýna hversu vel þeir eru heima í fornbókmenntum sínum. DÍSt þeim þá og kostur að reka af sjer það slyðruorð, sem sumir hera þeim, að þeir kaupi fremur bækur til augnayndis en Ijstr- ar. Iíornfirðingur fyrstur að marki. ÞEIR hafa heldur ekki látið á sjer standa. Hornfirðingur sendi fyrsta svarið 30. júní eða rjettum mánuði eftir að getraun- in hófst. Annars mátti varla á milli sjá, hvor fyrri var, hann eða fyrsti Akureyringurinn. — Þriðji varð Hafnfirðingur, cn fyrsti Reykvíkingurinn náði marki 13. júlí .Annars hefur orð- ið vart geysiáhuga :nanna z3 taka þátt í getrauninni. Enn er langur tími til stefnu, því að nóg er að hafa skilað svörum 15. nóvember. Þeir, sem að getraun- inni standa, búast við, að ekkí berist færri en 200 rjett svör, enda er til nokkurs að vinna, þar sem verðlaun verða veitt. Leyfum þeim að gera hreint SKÓLAPILTUR er óánægður yfir, að Bæjarbókasafninu skuii hafa verið lokað nú um hálfsmánaðar skeið. Er lestrar- áhugi hans virðingarverður, en það verður þó að leyfa þeim í bókasafninu að gera hreint eins og tíökasl á góðum heunilum. Brjefið frá skólapiltinum ond- ar svo: „Það mætti segja, að á sumrin ættu ailir að vera úti í siað þess að gefa sig að bóka- lestri. — Jeg er í skóla á v.eturna og hef ekki nema sumarið til að lesa sögubækur, bess vegna vii jeg, að Bæjarbókasafnið sje opið yfir allan sumartímann.“ Skorað .í Fegrunarfjelagið 64¥TÚSMÓÐUR“ gremst að sjá, J.l.'werri niðurlægingu blóma- kerin í Lækjargötunni hafa sætt. „Fegrunarfjelagið sýndi virðing- arverðan áhuga, þegar það ljet koma kerunum fyrir i Lækjargöt unni í vctur. í pau voru bá cctt iítil grenitrje. I sumar voru látin í þau blóm, cn nú eru þessi ker orðin til skammar. Blómin flest dauð eða að veslast upp umhirðuiaus. Er illt, að Fegrunarfjelagið skulí svo bregðast. hlutverki rinu. Vil jeg. nú skora á það að gera annað tveggja að setja ný blóm í kerin og halda iífinu í þeim eða fara með steinkerin burt."‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.