Morgunblaðið - 07.10.1951, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 7. október l9Öl"t
* 8
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands.
f lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók.
Afstaðan
til landvarnanna
í HINNI skilmerkilegu framsögu
ræðu Bjarna Benediktssonar ut-
anríkisráðherra við fyrstu um-
ræðu um varnarsamning íslands
og Bandaríkjanna var þróun al-
þjóðamála undanfarin ár, rakin
mjög greinilega. Ráðherrann
sýndi fram á, hvílíkt afhroð ýms-
ar smáþjóðir Austur-Evrópu
hefði beðið fyrir ofbeldisstefnu
kommúnista. En einmitt örlög
þessara þjóða urðu til þess að
þjóðir Vestur-Evrópu þokuðu
sjer saman, efldu varnir sínar og
bundust samtökum við hin vest-
rænu stórveldi um samtök til
verndar frelsi sínu.
Enginn heilvita maður get-
ur gengið á snið við þá stað-
reynd að hinn gífurlegi víg-
búnaður lýðræðisþjóðanna
sprettur eingöngu af óttanum
við ofbeldisárás. Hinar frjálsu
þjóðir eru með endurvopnun
sinni eingöngu að treysta varn
ir frelsis síns og sjálfstæðis.
Fyrir þeim hefur aldrei vakað
að hefja sjálfar árásarstyrjöld.
Með því að leggja á sig þung-
ar byrgðar í þágu landvarn-
anna eru þær að gegna þeirri
frumskyidu sjálfstæðrar
þjóðar að sjá landi sínu fyrir
vörum.
Kommúnistar hafa haldið því
fram að það væru svik við þjóð-
frelsið að vinna að verndun þess.
Þeir hafa á sama hátt talið það
„Jandsöiu'* að tryggja varnir
landsins. Hinsvegar hafa þeir tal-
ið þá menn eina sanna ættjarðar-
vini, sem engar varúðarráðstaf-
anir hafa viljað gera til varnar
landinu og frelsi þjóðarinnar.
Er hægt að hafa öllu greinileg-
ar hausavíxl á staðreyndum?
Áreiðanlega ekki.
Almenningur á íslandi hefur
gert sjer ljósa þá stórfelldu blekk
ingu, sem felst í þessum mál-
flutningi fimmtuherdeildar-
manna. Þessi fámenna þjóð, sem
ekki hefur borið vopn í mörg
hundruð ár og ann frelsi sínu
framar öllu öðru, hefur sjeð að
það var einmitt andvaraleysið og
varnarleysið, sem lá til grund-
vallar frelsissviptingu fjölmargra
smáþjóða af völdum nasista í
síðustu styrjöld og kommúnista
að henni lokinni. Það er hin sár-
bltra reynsla þessara smáþjóða,
sem hefur knúð ísléndinga og
aðrar lýðræðisþjóðir til þess að
gera ráðstafanir til verndar ör-
yggi sínu.
Islenska þjóðin veit, að árása
á land hennar geti aldrei orðið
að vænta úr vestri frá þeim þjóð-
um, sem hún hefur bundist vin-
áttuböndum og samtökum um
varnir sínar.
Kommúnistar viðurkenna þetta
raunar einnig óbeint. Þegar þeir
hafa talað um væntanlegar kjarn
orkuárásir á ísland hefur þeim
verið ljóst að óhugsandi er að
gera ráð fyrir að hin vestrænu
stórveldi hefji slíkan leik gagn-
vart landi, sem þau sjálf hafa
tekist á hendur að verja.
En hvaðan búast kommúnistar
þá við árásum á ísland?
Þeir geta ekki búist við þeim
nema úr austri, frá hinu austræna
ofbeldisríki, Rússlandi.
Einar Olgeirsson er nýkom-
inn frá Rússlandi. Hann hefur
sjálfsagt spurt ráðamenn aust-
ur þar, hvers mætti vænta úr
þeirri átt gagnvart íslandi.
Hann hlýtar þessvegna að vita
' allt um þetía. Það liggur í aug
um uppi að ef hann beldur
áfram að fullyrða að varnar-
ráðstafanir fslendinga leiði
yfir þá hættu á kjarnorku-
árásum, þá hlýtur slík stað-
hæfing hans að byggjast á vit
neskju hans um fyrirætlanir
Rússa.
Hvorki Bjarni Benediktsson,
utanríkisráðherra, nje aðrir leið-
togar lýðræðisflokkanna hjer á
landi, hafa nokkurn tíma dregið
dul á þá vitneskju, sem þeir hafa
um afstöðu Bandaríkjanna til ís-
lands. Hún liggur þessvegna ljós
fyrir. Islenska þjóðin veit að
varnarsamningurinn miðar að
því einu að koma í veg fyrir að
árás verði hafin á landið. Hún
veit einnig að tilgangur hans er
að hindra að ísland verði notað
sem rýtingur í bak annara vest-
rænna þjóða. Þessu er marglýst
yfir, bæði af okkur sjálfum og
bandalagsþjóðum okkar.
Vill nú ekki Einar Olgeirsson,
sem nýkominn er úr páfagarði
kommúnista, gefa skýlausa yfir-
lýsingu um þá vitneskju, sem
hann fjekk þar um afstöðuna
gagnvart íslandi.
Er hann ennþá þeirrar skoð
unar að þessi megi vænta að
Sovjetríkin geri kjarnorku-
árásir á íslenskt land eins og
hann og flokksmenn hans hafa
margsinnis gefið í skyn og
jafnvel hótað?
Kommúnistar verða að gera
sjer ljóst, að þeir geta ekki
öllu lengur fimbulfambað um
stefnu sína gagnvart landvörn
um íslands í vatnsgrautarræð
um eins og þeirri, sem Einar
Olgeirsson flutti við 1. um-
ræðu varnarsamningsins á AI-
þingi.
Kjarni málsins er sá að þeir
menn, sem berjast gegn land-
vörnum íslands sitja á svik-
ráðum við frelsi þess og ör-
yggi þjóðarinnar.
Berklavarnadagur
í DÁG er fjáröflunardagur Sam-
bands íslenskra berkasjúklinga.
Þjóðin á þess í dag kost að kaupa
rit og merk^þessara samtaka og
styðja þar með berklavarnastarf-
semina í Jandinu.
Starf S.Í.B.S. er orðið alþjóð
svo kunnugt að óþarfi er að
kynna það frekar á þessum degi.
En það er ekki of djúpt tekið í
árinni að þessi samtök hafi unn-
ið merkilegra starf en nokkur
önnur í þágu heilbrigðismálanna
í landinu. Þau hafa lagt fram ó-
metanlegan skerf í baráttunni
gegn berklaveikinni og eiga sinn
glæsilega þátt í þeim sigrum, sem
unnist hafa á síðustu :árum í þess
ari baráttu.
En þótt S.Í.B.S. hafi þegar
hrundið mörgum áhugamál-
um sínum í framkvæmd, þá
standa samtökin ennþá í stór-
ræðum. Til þeirra fram-
kvæmda þarf mikið fje. Það
fje verður þjóðin að leggja
fr;’m. Engu f.je er betur varíð
en því, sem lagt er tram til
berklavarnastarfsenyinnar,
Engin stofnun á meira
traust skilið ri s Samband is-
lenskra berklasjúklínga.
Af þessum ástæðum mu;
S. í. B. S. verða vel til liðs .
dag. Öll þjóðin hefur skipað
sjer undir merki samtakanr
þakkar þeim starfið og \
leggja hönd á pló{ 'n "leð
þfcim.
Stuff samta! við nokkra Angmagsalikbúa ]
sem dvöldu h]er í bænum um daginn :
SONARSONUR síðasta andasær
ingalæknisins í grænlenska bæn-
um Angmagsalik, er nú á leið til
Kaupmannahafnar, þar sem hann
mun dvelja um eins árs skeið á
barnaheimili ásamt 20 grænlensli
um börnum, sem öll eru munaðar
laus.
Litli drengurinn heitir David
Pitsivarnartek, sem mun þýða
liinn lánsami. Hann er sjö ára.
Hann dvaldi hjer í Reykjavík í
rúman sólarhring. — Kom hing-
að á fimmtudaginn ásamt 11 full-
orðum og börnum, með flugbáti
Loftleiða frá Angmagsalik. Hann
fór hjeðan með samferðafólki
sínu á föstudagskvöld, með Dr.
Alexandrine til Kaupmannahafn
ar.
Á BÁT OG HUNDASLEÐA
í þessuip ferðamannahópi var
grænlenskur prestur, Karl Knud
sen. Var hann með systur sína
með sjer, en hún hefur verið ráðs
kona á prestsetrinu í Angmagssa-
lik. — Hann hefur undanfarið ár
verið prestur þar_ vegna fjarveru
sóknarpresísins. í allri sókninni,
sem er mjög víðáttumikil eru um
1200 manns, þar af um 300 í
Angmagsalik-byggð. — Sjera
Knudsen messar í þrem kirkjum.
Á hann lengst að sækja í byggð
sem Port Dan heitir. Fer hann
þangað á bát á sumrin og tekur
siglingin um fjórar klukkustund-
ir. Á vetrum fer hann á hunda-
sleða sínum og þarf þá að fara
yfir rúmlega 500 metra hátt fjall.
Er það oft erfið ferð, en skynugir
hundarnir villast ekki af leið,
þrátt fyrir stórhríðar og myrkur.
Sjera Knudsen er einn þeirra
10 Grænlendinga er nú starfa við
kirkjurnar í Grænlandi. — Þeg-
ar hann hefur lokið erindi sínu
í Kaupmannahöfn, mun hann
fara til bæjarins Jakobshavn a
austurströndinni. Knudsen er
ungur maður. Hann er Sunnlend
ingur, fæddur við Julianehaab.
Þessar myndir eru frá komu
Loftleiðamanna til Angmangsa-
Iik. — Efst sjest nokkur hluti
þorpsbúa er komu niður að höfn-
inni til að fagna flugmönnunurn.
' Var giskað á að um 200 manns
hefði verið þar. Myndin er tekin
r.iður eftir aðalgötunni. Miðmynd
in er tekin af klettunum við höfn
ina. Sírákarnir á bátnum ferjuðu
flugmennina til lands og gættu
flugbátsins Vestfirðings, meðan
; staðið var þar við. Neðst sjást
nokkrir gru ule' ;k’r drengir með
rveim af áhórMrni, um borð i
flu oátnum. Drengirnir fengu að
skoða hann hátt og lágt.
í Myndirnar tók BoIIi Gramarson.
í hópnum var sonarsonur síðasfa “ \
andasæringalæknis þorpsins. . |
VILJA KOMAST AFTUR
Þá voru í hópnum tveir ungir
Danir, sem báðir vinna við loft-
skeyta- og radíóstöðiha í Ang-
magsalik. Er annar þeirra giftur.
Hann var með konu sína með sjer
og tvö ung börn. Unnusta hins
hefur setið í festum í Höfn í rúm-
lega eitt ár og nú ætla þau að
gifta sig. Báðum hefur þeim fail-
ið vel dvölin í Grænlandi. Sá sem
ætlar nú að gifta sig, segist von-
ast til þess að komast til Græn-
lands svo fljótt sem verða má.
SPÍTALABVGGING MÁL
MÁLANNA
Þeir segja það nú vera aðal-
áhugamál Anmagsalikbúa, að
Grænlandsstjórnin láti verða af
því að byggja þar sjúkrahús. Það
hefur verið áformað frá ári til
árs undanfarin þrjú ár. Þegar
hefur átt að byrja, hafa pening-
arnir til framkvæmdanna veriS
dregnir til baka. Spítalinn þar er
til húsa í litlu húsi eldgömlu og
að sögn þessara ungu manna,
gengur það kraftaverki næst,
hverju lælinishjónin þar hafa
fengið afrekað. Skurðstofan er
ekki stærri en það, að þar er
varla pláss fyrir læknirinn, hvaS
þá heldur fyrir hjónin bæði, en '
kona hans er líka læknir að
menntun.
Undanfarin ár hefur fólki fjölg
að talsvert í Angmagsaiik og all-
milrið um byggingar. Þar eru nú
fimm bílar, vörubílar og jeppar,J
en nýlega er lokið við lagningu
aðalvegarins sem liggúr gegnum.
byggðina.
Framh. á bls. 12.
Velvakandi skrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Kveðjur til llclga
Hjörvars
HELGI HJÖRVAR lauk svo
seinustu útvarpssögu, að hann
er nú vinsælli útvarpsmaður en
nokkru sinni fyrr. Kveðjunum
rigiiir yfir hann. Hjer kemur cin
frá I. G.: „Jeg get ekki stillt mig
um að biðja þig fyrir kveðju til
Hjörvars. Það getur hjer enginn
lesið útvarpssögu nema hann, og
mig langar því að biðja þig líka
að skila því til útvarpsráðs, að
þetta muni vera skoðun almenn-
ings eða þeirra, sem á annað borð
hlusta á útvarpssöguna.
Heimtaður frá „Litla
Hrauni“
YFIRLEITT fer varla á milli
mála, að Helgi Hjörvar er
langvinsælasti útvarpsmaður, sem
við eigum, og jeg vona, að hann
komi sem fyrst aftur að útvarp-
inu á þann hátt, sem hann getur
við unað“.
Hjörvar gat þess, þegar hann
skildist við útvarpssöguna á föstu-
dagskvöldið, að hann hefði að und-
anförnu verið á eins konar Litla-
Hrauni, og mátti á honum heyra,
að hann mundi nú þoka þangað
aftur, þar sem hann væri fallinn
í ónáð.
En vilji hlustenda á að vera
þyngstur á metunum.
Óánægður dansmaður
DAGLEGA lífinu hefir borist
langt brjef og rækilegt frá H.
G. Hann segist einu sinni sem
oftar hafa farið á dansleik ný-
lega og telur sig hafa orðið þar
fyrir nokkrum óþægindum. Til
að aðrir brenni sig ekki á sama
soðinu, fáið þið nú að lesa brjef-
ið frá H.G.
„Velvakandi minn. Þessar lín-
ur sendi jeg þjer vegna þess að
jeg er óánægður með fyrirkomu
lag, sem tekið héfir verið upp
við eitt samkomuhús bæjarins.
Vildi fá sjer ferskt loft
ITM seinustu helgi fór jeg á
> dansleik í „Iðnó“. Fljótlega
var orðið býsna margt þar um
manninn, þungt loft og hita-
svækja mikil Kl. 15 mín. yfir 11
hugðist jeg því bregða mjer út
fyrir dyr til að fá mjer ferskt
loft. En mjer brá heldur en ekki
í brún, þegar dyravörðurinn til-
kynnti mjer, að jeg fengi ekki að
fora út nema alfarinn. Fengi jeg
| ekk, miða, þó að jeg ætlaí.i rjett
að skreppa. út, svo að ur leið
mundi jeg tapa þeim pen. < um,
sem jeg hafði greitt fyrir að-
göt<! iroiðc m.
Kom mönnum á óvart
ÞAÐ var því ekki um annað að
gera fyrir mig en verða af
ferska loftinu, en láta mjer nægja
að standa í ganginum. — Brátt
komu fleiri sömu erinda og jeg.
Flestum var gefið það svar, að'
fólk ætti ekki afturkvæmt, ef það
færi út seinasta stundarfjórðung-
inn, sem opið væri.
Kom þetta flatt upp á menn og
þótti illt, enda ekkert á þetta
minnst, þegar dansleikir eru aug-
lýstir, nje þess getið á aðgöngu-
miðunum.
Sá mælski slapp
IHÓPI þeirra, sem komu fram
og vildi komast út, meðan jeg
beið átekta í ganginum, var mað-
ur með afbrigðum mælskur. —
Honum var synjað eihs og hin-
um, en þó stóðst dyravörðurinn.
ekki orðgnótt hans nema stutta
stund, svo að hann fjekk að anda
að sjer hreinu lofti og virtist regl
an þannig brotin. Oðrum 2 var
leyft að skreppa fram áð dyrun-
um eftir nokkurt þóf, og var það
hátíð hjá því að verða að híma
inni í ganginum, þar sem jeg var
ásamt fleirum.
!■
Þetta þarf að tilkynna
fyrir fram
NÚ langar mig til að vita, hvort
þeir, sem halda dansleiki, ent
sjálfráðir um fyrirkomulag
þeirra. Varla getur mælst vel
fyrir að gera mönnum mishátt
undir höfði. Og ef hægt er að
meina fólki að skreppa út úr hús.
inu fyrir lokun, hví er það þá
ekki auglýst?“
Að endingu ségir H.G. í brjefí
sínu, að hann hafi verið alls
gáður á umræddum dansleik.
\
Gera á öllum jafnt
undir höfði
ÞAÐ er rjett hjá H. G., að baga-
legt getur verið að fá ekki
skreppa út af dansleik fyrir kl.
11,30, því að yfirleitt mun það
heimilað, og gera menn því ráð
fyrir því, ef annað er ekki tekið
fram. Á hinn bóginn verðu*- oft
að fara krókaleiðir til að haMic
uppi reglu
Menn fá ekki að fara út áf
dansleik í Sjálfstæðishúsinu eft-
ir kl. 11 nema alfarnir. Munu
„snafsarnir“ á Borginni þykja of
skammt . undan og lokkandi á
þeim tíma sólarhrings til að
það þy'ki lieppiiegt. Sama sjónar
miðs kynni að gæta í „Iðnó“. En
hitt er ósvinna, ef farið er í roana
greinaráiit.