Morgunblaðið - 07.10.1951, Blaðsíða 14
T 14
MORGVNBLAÐIÐ
Sunrmdagur 7. október 1951' '
■ **
Framhaldssagan 16
JEG EÐA ALBERT RAND?
—immuMMiflMnmmiKMHMiinmMinima
Maðurinn með andlitið mitt
leit ekki upp, en hjelt áfram að
lesa í blaðinu.
„Graham“, sagði Pease. „Herra
Graham“.
Maðurinn með andlitið mitt
Ieit upp. Hann brosti. „Oh, já,
góðan daginn. Fyrirgefðu, en jeg
var að lesa blaðið“.
Jeg sá það að hann var í vand-
ræðum. Hann þekkti ekki Pe-
ase. Buster og Cora höfðu ekki
getað gefið honum neinar upp-
■ lýsingar um það hverja hann
átti að þekkja í lestinni.
Pease settist við hliðina á hon-
um. „Þetta hlýtur að hafa verið
skrítið. Maðurinn hefur ætlað að
láta sem hann væri þú“.
„Jeg skal játa að mjer varð
bilt við“.
„Hvernig líst þjer á vjelina
mína?“
„Vjelina þína?“
„Hún sparar þjer peninga,
Graham. Hún borgar sig upp á
sex mánuðum“.
„Jeg verð að hugsa betur um
það“, sagði maðurinn með and-
litið mitt.
„Jeg skal koma með sýnishorn
í dag. Jeg veit að þú kaupir hana
þegar þú ert búinn að sjá sýnis-
hornið“.
„Já, jeg skal líta á hana“,
sagði maðurinn með andlitið
mitt.
„Jæja, þakka þjer fyrir, Gra-
ham“. Pease flutti sig aftar í
vagninn og settist á bak við okk-
ur. Jeg hugsaði með mjer að
hann hjeldi líklega að hann væri
búinn að ná í kaupanda. Þegar
hann hafði talað við mig og Bust
er, hafði Buster ekkert viljað
hafa með vjelina hans að gera.
Lestin rann inn á stöðina í
Townsend. Maðurinn með and-
litið mitt gekk út, leit upp í heið-
an himininn og andaði djúpt að
sjer svölu morgunloftinu. Svo
gekk hann niður götuna, eins og
jeg hafði gert. Hann mundi fara
gangandi á skrifstofuna, bjóða
Ethelene og Buster góðan dag
og fara út með Buster til að
sækja fimmtudagsbækurnar.
Jeg velti því fyrir mjer hvort
hann kynni nokkuð í bókfærslu
eða endurskoðun. En það mundi
ekki skipta máli. Buster hafði
upphaflega átti hugmyndina að
þessu fyrirtæki þegar við vorum
í hernum í Evrópu. Hugmyndin
var að sjá um bókhald fyrir lítil
fyrirtæki, sem væru þó of stór
til þess að eigandinn gæti sjeð
um það í frítímanum, og of lítið
til þess að borga sjerstökum bók
lialdara. Við tókum alla reikn-
ingana hjá hverju fyrirtæki einu
sinni í viku, fluttum þá inn í bók
og komum með hana aftur næsta
dag.
Buster hafði átt stóra drauma
og talað um að smátt og smátt
mundum við hafa hundruð
manna í þjónustu okkar. Þess
vegna fórum við með bækurnar
og reikningana á okkar eigin
skrifstofu í stað þess að vinna við
bókhaldið hjá fyrirtækjunum
sjálfum. Þegar við rjeðum til
okkar menn, sagði Buster að við
vildum ekki að þeir færu að
koma sjer í mjúkinn hjá við-
skiptavinum okkar. Viðskiptavitt
irnir sáu því aldrei neinn nema
Buster og mig.
Og það gerði Rand auðveld-
ara fyrir. Hann þurfti ekki að
hafa vit á einu, sem snerti bók-
hald. Hann þurfti ekki að þekkja
venjulegan kladda frá verðlista.
Hann mundi núna fara með bæk-
urnar, sem við höfðum tekið við
á miðvikudaginn og sækja til
þeirra, sem við vorum vanir að
sækja til á fimmtudögum. Bust-
er mundi vera með honum og
svara öllum sp’ rningum.
Jeg fór í síi. kléfann á stöð-
inni og velti því fyrir mjer í
hvern jeg ætti að hringja. Mary.-
Auðvitað átti jeg að hringja til
Mary. f. 7, ef jeg aðeins gæti
fcyrjað jaa leik, Jeg ixiundi
EFTIR SAMUEL V. TAYLOR
j geta treyst Mary. Bróðir hennar,
Walt, og jeg höfðum verið góðir
kunningjar fyrir stríðið.
En gæti jeg komið aftur, skríð-
andi á hnjánúm, eftir það sem
skeð hafði?
Hvert átti jeg að hringja?
Það er erfitt að snúa sjer til
kunningja þegar maður er í mik-
illi neyð. Jeg varð að fá peninga.
Jeg varð að geta búið einhvers
staðar. Jeg varð að fá hjálp til að
koma mjer út úr þessu.
Jæja, við skulum sjá. Þrátt fyr
ir allar tilraunir til að einangra
mig algerlega, þá átti jeg nokkra
kunningja. Það er ekki hægt að
komast hjá því. Jæja, en hverjir
voru það? Jeg þekkti vagnstöðv-
arþjóninn á lestinni, blaðasölu-
strákinn, Murphy í Murpys Bar
og Larry í Larrys Grill. Jeg
þekkti marga, sem jeg heilsaði á
götunni. Suma þeirra gat jeg
spurt hvernig konunum þeirra
liði. En hvern gat jeg beðið um
að lánamjer peninga? Hvern gat
jeg beðið um að setja sig í hættu
mín vegna?
Það er undarlegt hvað maður-
inn getur verið einn, þegar hann
er kominn út fyrir hinn þrönga
kunningjahóp. Og minn kunn-
ingjahópur var sannarlega þröng
ur. —
Þá datt mjer í hug Floyd Moon.
Já, þar var maðurinn. Jeg hafði
kynnst honum vel í hernum og
við höfðum borðað saman há-
degisverð nokkrum sinnum síð-
an. Floyd hafði alltaf fundist
hann standa i þakkarskuld við
mig, reyndar að ástæðulausu,
fyrir að jeg hafði komið því svo
fyrir að hann þurfti ekki að
borga jeppa, sem hann hafði
eyðilagt. í hvert sinn og jeg hitti
hann, fór hann að tala um það
og hvað hann langaði til að gera
eitthvað fyrir mig í staðinn. —
Jæja, hann gat það núna.
Jeg hringdi heim til hans. —
Hann bjó í Oakland.
„Halló, Chick. Heyrðu, ert það
þú, sem jeg hef verið að lesa ^im
í blöðunum? Er það satt að þessi
náungi frá L.A. hafi reynt að
telja fólki trú um að hann væri
þú?“
„Já, honum tókst það“.
„Hvað þá? Er þjer alvara,
Chick?“
„Já. Manstu eftir Buster. Það
var hann, sem sá um póstinn“.
„Já. Eruð þið ekki saman í
fyrirtæki?“
„A jeg að segja þjer ótrúlega
sögu?“ Jeg taldi upp öll aðal-
atriðin. „Hvernig líst þjer á?“
„Þetta er ekki hægt, Chick.
Hann sleppijr ekki með þetta“.
„Jeg er hræddur um að hann
sje sloppinn með það, Floyd“.
„Hvað ætlar þú að gera?“
„Ennþá er jeg frjáls ferða
minna og heill á húfi: En jeg
þarf að komast á einhvern stað
þar sem jeg hugsað mig um og
ákveðið hvað jeg á að gera“.
„Hvers vegna ferðu ekki til lög
reglunnar, Chick? Segðu þeim
alla söguna, eins og þú sagðir
mjer hana“.
„Þeir vildu láta mig lenda hjá
lögreglunni. Það er áform þeirra
og jeg ætla mjer ekki að gera
neitt þeim til þægðar".
„Þetta er töluvert vandamál,
Chick“.
„Jeg þarfnast hjálpar".
„Jeg vildi óska að jeg gæti
gert eitthvað fyrir þig, Chick.
En úr því að lögreglan getur
ekkert gert, hvað heldurðu að
jeg geti þá?“ Hann talaði hratt og
bar óðan á. „Jeg veit ekki hvaða
klandur þetta er, sem þú ert bú-
inn að róta þjer í, en jeg verð að
hugsa um konuna mína. Jeg vil
ekki láta flækja mjer í neitt. Þú
veist að mjer er vel til þín,
Chick. Jeg vildi að jeg gæti gert
eitthvað fýrir þig. En slíkt sem
þetta, Chick. Jeg á við .... morð
og allt það. Ef það væri ekki svo
að jeg þyrfti að hugsa um kon-
una....“
„Gætirðu lánað mjer pen-
inga?“ spurði jeg. „Þú færð þá
aftur þegar jeg er búinn að kippa
þessu í lag“.
„Ja“. Hann hikaði. „Jú, auð-
vitað, Chick. Það er að segja jeg
hef ekki mikla peninga núna en
jeg mundi feginn lána þjer
nokkra dali. Það er alveg sjálf-
sagt Chick. Þú þarft ekki að
hugsa um að borga þá aftur“.
SIMONARNIR SJO
Gömul rússnesk þjóðsaga
20.
stóð: Konungur og kæri pabbi, jeg hef fundið manninn, sem er
þess verður að eignast hönd mína og hjarta. Við ætlum að giftast
strax þegar við höfum fengið blessun þína. Hinn mikilsvirti og
voldugi Douda kóngur, sem verður vonandi eiginmaður minn og
tengdasonur þinn í náinni framtíð, sendir brjef þetta með sendi-
mönnum sínum með bestu kveðjum. Við vonum bæði að þú komir
til þess að vera viðstaddur giftingu okkar.
Bræðurnir sigldu hraðbyri yfir úthöfin og það leið ekki á löngu
þar til þeir komu til Boozan eyjar. Þar voru hersveitir kóngsins
allar saman safnaðar úti á völlunum. I miðri þyrpingunni var
allstórt autt rúm. í því miðju var búið að reisa pall og á pallinum
stóð böðull konungs með blikandi öxi. Konungurinn hafði skipað
svo fyrir að kapparnir hundrað og óbreyttu liðsmennirnir þúsund,
sem átt höfðu að gæta kóngsdótturinnar, yrðu hálshöggnir. — Það
er best að byrja, sagði kóngurinn, — að láta hausana fjúka. Þeir
skulu allir hálshöggnir.
Böðullinn reiddi upp öxina. Þá heyrðist hrópað utan frá sjónum:
— Hættið, hættið, höggvið ekki höfuðin af hermönnunum. Það
var sjöundi Símoninn sem hrópaði. •— Hættið þessu, því að jeg færi
ykkur brjef frá dóttur konungsins.
Kóngurinn á Boozan varð svo glaður, þegar hann las brjefið, að
hann sagði: — Jæja, við skulum ekki vera að taka hausana af
þeim. Sleppið þessum ræflum. Jeg fyrirgef þeim. Það hlýtur að
hafa verið vilji Guðs að dóttir mín gútist Douda kóngi.
Nú var þeim bræðrum Símonunum sjö haldin stórkostleg veisla
á Boozan eyju og þeir snerujpks aftur með blessun konungsins f
En því miður gat hann ekki sjálfur orðið þeim samferða og tekið .
þátt í giftingarhátíðinni. Hann þurfti að sinna |Vo mörgum mikil r
vægum málurn, svo sem að æfa herinn og gæta þess, að varaliðið
væri alltaf undir styrjöld búið. *
Q/íaZZcfiaí
Búðarkassar,
bókhaldsvjelar
og reiknivjelar
frá Ameríku,
Kanada, Englandi.
og Þýskalandi.
Útvegar: einkaum-
boðsm. National-
verksmiðjunnar
á Islandi: 1
O. WESTLUND, Klapparstíg 19, Reykjavík.
Símar: 4230 og 4930. Pósthólf 972.
• • ■■■ arnqeroa *■' ■ ■ « *jr.j
HÁLFVIRÐI
jt
A
PRJÓNAVfiRUM
Sala á ýmsum tegundum prjónafatnaðar (ekki úr erl.
garni) heldur áfram.
PR JÓN LESBÍUÐIIM
FREYJLGÖTI! 1
lUlHMMIXfaWnWa nn
iBiiiaataaa
éé
\ Ný barnabók með myndum
Sagan hans afa
; Falleg og skemmtilega skrifuð barnabók eftir
■
: frú Sólveigu Eggerz Pjetursdóttir
: . 3
er að koma í bókabúðir.
: 3
: a
: Þetta er nýjasta bók frú Sólveigar, en hún er mörgum Sj
j að góðu kunn, fyrir sögur sínar og ævintýri í barna- 3
* tíma Ríkisútvarpsins. — Myndirnar í bókina hefur hún 3
; sjálf teiknað. 3
■ Bi!
: Börnin þurfa að kynnast æfintýrum frú Sóiveigar 3
• Eggerz og lesa þau vel. Sá lestur spillir engu barni, 5
■ en lætur eftir sig holl áhrif og góðar minningar. 3
■ •>*
j Sagan hans afa er nýjaita barnabókin }
..........
wwwwnn nmnmwn nnnnnnwtrnama ■■■•■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■ •'■'■■ ■ ■ ■ ■_■■ ■.■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ t
Allan ytri fatnað
A KONUR OG KARLA
saumum við úr tillögðum efnum.
úrval af fataefnim fyrirliggjandi.
VERÐIÐ LÁGT, VINNAN I. FLOKKS.
Glæsilegt
SAUMASTOFA Ingólfs Kárasonar,
Mímisveg 2 A — inngangur frá Barónsstíg
Sími: 6937.
SYRÓP
í 1 lbs. dósum fyrirliggjandi.
öhí.
EGGERT KRISTJÁNSSON & Co. hí. I
iUJJHUlANJJJi V*. > JL» ««AiJIJUUU » - *JMJU