Morgunblaðið - 14.10.1951, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.10.1951, Qupperneq 8
MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. okt. 1951. I- Jl0t0Eíilílalíil!i Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Sjðtfstæðisbaráttan fyrr og nú ÞAÐ hefur verið sagt og með sanni að sjálfstæðisbarátta þjóð- anna sje ævarandi. Þessi barátta hefur á öllum tímum sama tak- markið: Að tryggja þau verð- mæti, sem dýrust eru talin, frelsi einstaklings og þjóðarheildar. En þó takmark sjálfstæðisbaráttunn- ar sje þannig eitt og hið sama á öllum tímum hljóta breyttir tímar og viðhorf að breyta svip hennar og aðferðum. Ef saga íslenskrar sjálfstæðis- baráttu er rakin, verður þetta einkar Ijóst. Þegar Baldvin Ein- arsson, Fjöilnismenn og Jón Sig- urðsson hófu mferki hennar í framandi landi beindist hún fyrst og fremst að endurheimtu sjálf- stæðisins úr höndum yfirþjóðar- innar. Allar kröfur um umbætur stefndu að þessu marki. Barátt- an fyrir endurreisn Alþingis, sem Baldvin Einarsson setti fyrstur manna fram kröfur um, var einn þáttur sjálfrar sjálfstæðisbarátt- unnar. Allt frá því að hið endur- reista þjóðþing kom saman árið 1845 og fram til ársins 1918, eða í 73 ár, má segja að höfuðhlutverk þess hafi verið sleitulaus barátta við yfirþjóð ina fyrir sjálfstæði Iandsins. , Allan þennan tíma hnje hug- ur þjóðarinnar eins og straum- þang. elfa að hinu þráða tak- marki. Skipting þjóðarinnar í flokka miðaðist svo að segja eingöngu við afstöðu hennar til sjálfstæðismálsins. Tak- mark flokkanna var eitt og hið sama: Sjálfstæði íslands. Það var aðeins um leiðirnar að því takmarki, sem menn greindi nokkuð á. Enda þótt öldí.r stjórnmála- baráttunnar hafi stundum risið hátt á þessu tímabili stóð íslenska þjóðin þó raunverulega einhuga og sameinuð um kröfur sínar. — Grunntónn baráttunnar var hreinn og fölskvalaus. Yfir þessu tímabili íslandssögunnar mún á öllum öldum hvila hugþekkur bjarmi í hugum íslenskra manna. Um alla framtíð mun það verða talin heilög skylda þess fólks, sem þetta land byggir að varð- veita þann ávöxt, sem barátta kynslóða þess bar. Þær raddir heyrast stundum á síðari árum að ólikt geðþekkara hafi það verið að taka þátt í ís- lenskri stjórnmálabaráttu á þeim tímum, er svipur hennar mót- aðist af einhug þjóðarinnar í bar- áttunni fyrir endurheimt sjálf- stæðisins. Þá hafi háleitar hug- sjónir legið til grundvallar starfi stjórnmálamannanna. Nú sje það þvert á móti klíkuskapur og hug- sjónavana braskhneigð, sem móti störf þeirra. Því skal engan veginn mótmælt að íslendingar þurfi í dag á meiri þjóðmálaþroska að halda en þeir hafa til brunns að bera. Og víst er það svo, að flestir okkar vildu hafa lifað og tekið þátt í þeirri baráttu, sem færði þjóðinni frelsi og sjálfstæði. En hinar björtu minningar, samanburðurinn við fortíð og nútíð, mega þó ekki svipta okkur hæfileikanum til þess að leggja raunsætt mat á hinn nýja tíma og það, sem hann hefur fært okkur. íslensk stjórnmálabarátta hef- úr síðan 19/8 nær eingöngu snú- íst um sköpun efnalegs sjálfstæð- i Fran. J þt ss tíma var þjóðin crskammt komin áleiðis í barátt- unni fyrir þeim þætti sjálfstæðis síns. En þrátt fyrir margvíslegan ágreining og harðar deilur um skipan efnahagsmálanna hafa þó miklir sigrar verið unnir. Um þá bera lífskjör og aðstaða þjóðar- innar í dag greinilegast vitni. Það, sem gerðist með fullveld- isviðurkenningunni 1918 var með öðrum orðum það að íslendingar snjeru sjer að uppbyggingu lands síns að fengnu frelsi. GrundvöU- ur þeirrar baráttu var einnig há- leit hugsjón: Bætt lífskjör, traust og rjettlátt þjóðfjelag, betra ís- land. Okkur hefur greint á um, hvernig þessu takmarki verði náð. Þess vegna skiptist þjóðin í stjórr.-málaflokka. En snúast þá íslensk stjórnmál í dag eingöngu um afstöðuna til dægurmálanna inn á við? Svo sannarlega ekki. Sjálfstæð isbaráttunni við nálæga frænd- þjóð okkar lauk í raun rjettri 1918. Dyrnar höfðu verið opnað- ar til fullrar frelsistöku. íslend- ingar gengu inn um þær hinn 17. júní 1944 og settust á bekk 1 með alfrjálsum þjóðum. I Þá hófst annar þáttur hinnar ævarandi sjálfstæðisbaráttu. — Þræðir hans eru fleiri en hins fyrra, sem ofinn var á 19. öld og . tveimur fyrstu áratugum hinnar 20. Aðstaða landsins er gjörbreytt og baráttan stendur ekki lengur i við Dani. — En við hvern eða hverja stendur hún þá? Hún er háð við þær hættur, scm í dag ógna frelsi, öryggi og lífshamingju fjölmargra þjóða smárra og stórra. En getur nolckur hugsjóna- eldur brunnið í brjósti ís- lenskra manna I þessari bar- áttu? Er nú nokkur kyndill, sem bjarma ber af fram á veg- inn? Vissulega. Á meðan frelsis- þráin lifir í hjörtum fólksins, er sjálfstæðisbaráttan því heilagt mál, sem stendur öllu ofar. —----— iww Það leiðir af eðli málsins að barátta' íslendinga við þær hætt- ur, sem nú vekja ugg og öryggis- j leysi meðal frjálsra þjóða, er 1 með allt öðrum hætti en hin 1 fyrri sjálfstæðisbarátta. Hún er fyrst og fremst fólg- in í leit að sameiginlegu ör- yggi þjóða, sem eru skyldar að hugsjónum og viðhorfum til þeirra verðmæta, sem gefa lífi frjálsra manna gildi. Af þessum ástæðum höfum við gengið í alþjóðleg samtök, meira og minna víðtæk. Það skiptir meginmáli að ís- lenska þjóðin geri sjer það ljóst að aukin þátttaka okkar í alþjóð- I legu samstarfi er snarasti þáttur sjálfstæðisbaráttu okkar í' dag. Við höfum ekki gerst þar þátt- takendur af tildri og hjegóma- 1 skap, heldur þvert á móti til þess 1 að leita sjálfstæði okkar skjóls og verndar. Við þurfum að meta að- stöðu okkar rjett á raarga vegu. En mestu máli skiptir að við skiljnm eðli hinnar nýju sjálfsíæðisbarr.ttu, lís- nauðsyn r J.-.r á að mæíu kalli nýs ina. Þennan skilnjng hefur meg- inhluti þjóóarinnar þegpr öðl- ast. Þess vegna lifir si I ;- sjónaeldur enn í brjóíum hennar, sem kveiktr var h’eðal fátækrar þjóðar r ár- daga íSlenskrar sj 'f 'i?; baráttu. Mokkrar staðreyndir úr nýútkoniinni feók: í BRESKI sagnfræðingurinn Ed- ward Crankshaw er manna kunn- ugastur Rússlandi og hefur ritað af einna mestum skilningi og hófsemi um rússnesk mál nú á síðari árum. Nýlega hefur komið út bók eftir hann: „Russia by Daylight“, þ. e. a. s. „Rússland í dagsljósi" og hefur hún vakið mikla athygli. í bók þessari segir hann meðal annars: „Þegar menn tala núna um, að rússneska byltingin hafi heppnast, veit jeg ekki hvað þeir eiga við. Rússlandi hefur sem veldi tekist að lifa Lenin og verða sterkara en það var áður. Hópur manna, undir forystu Stalins, hefur komist áfram í heiminum, ef svo má segja. („Frá bankaræningja til forsætisráð- herra“, sbr. „Úr bjálkakofa í Hvíta húsið“). Jeg geri ráð fyrir, að hægt sje að sýna fram á, að einhverskonar bylting hafi verið nauðsynleg til að breyta Rúss- landi úr landbúnaðarlandi í iðn- aðarland. EN BYLTINGIN, SEM LENIN GERÐI RÁÐ FYRIR, IIEFUR GERSAMLEGA OG AUÐVIRÐI- LEGA FARIÐ ÚT UM ÞÚFUR. • í staðinn fyrir lýðveldi verka- manna og bænda er algjört einræði, sem verður aðeins ennþá verra með því að láta sem það sje lýðræði (og það er nýtt í Rússlandi, að slík sjálfsblekking eigi sjer stað). • í stað sjálfstæðis einstakra þjóðflokka er þeim stjórnað Leigusamningur .Heklu' framlengdur í FYRRA voru ýmsar breytingar gerðar á „Heklu“, millilanda- flugvjel Loftleiða. Bandaríska flugfjelagið Seabord Western tók að sjer að annast þær og var samið um að kostnaðurinn vegna þeirra yrðu greiddur með því að Seabord Western tæki „Heklu“ á leigu. Helstu breytingarnar á vjelinni voru þær, að á hana voru settir nýir vængir, en í þá kemst mesta eldsneytismagn, sem flugvjelar, þessarar tegund- ar, geta borið. Fyrri innrjetting í farþegasal vjelarinnar var tekin í burtu, en önnur, ljettari og fyrir ferðarminni, sett í staðinn og getur flugvjelin nú borið &3 far- þega. Eftir að Seabord Western tók „Heklu“ á leigu hefir hún ver ið í förum á langleiðum yfir Kyrrahafið, aðallega milli Banda ríkjanná og Japans, enda breyt- ingin, sem á henni var gerð, heppileg fyrir flugvjelar, sem fara langa áfanga. Síðari hluta septembermánað- ar fór Hjálmar Finnsson, fram- kvaémdastjóri Loftleiða, til Bandaríkjanna til þess að taka þar ákvarðanir um, hvað gert yrði við „Heklu“ í vetur, en 1. okt. s.l. var tímabili því, sem samið hafði verið um að „Hekla" yrði í þjónustu Seabord Western, lokið. Samkvæmt símtali, sem Kristján Jóh. Kristjánsson, stjórnarformaður Loftleiða, átti nýlega við Hjálmar Finnsson og Eggert Kristjánsson, stórkaup- mann, varaformann stjórnar Loftleiða, sem einnig er ,iú staddur í Bandaríkjunur mun nú fullráðið að sammngarnir milli Loftleiða og Seabord West- ern verði framlengdir til næstu maíloka. Um það hefir verið rætt að íslenska.’- áh ifnir fylgi vjel- inni, ei irðanir hafa þó enn ekki ð , ;ar um það. Komið hefú að önnur Catalina- flug’ jaiða verði lt ð 'il Ean i</'a í vetur < 1 fi bæk Miami á 'Fionda og ) : ..siensk áhöfn verða á viéh, ef af samningum þess- um • rðiu1,_______ . me® harðri hendi frá höfuð- borginni. • í staðinn fyrir jafnaðarstefnu er ríkisauðvald. • í staðinn fyrir sambland af samvinnu- og sjálfseignarbú- skap, er harðhentur samyrkju búskapur, sem gert hefur hlut bændanna verri og verri, svo að nú eru þeir naumast annað og meira en ríkisþrælar. • í stað þess að verkamennirnir ráði yfir iðnaðinum, þá eru þeir seldir undir harkalegustu vinnulöggjöf í heimi, sem haldið er uppi af verkalýðs- fjelögum, sem eru orðin að verkfæri í höndum ríkisstjórn arinnar. Þeir eru reknir á- fram af nýrri forstjórastjett, sem lítur á verkalýð sinn sömu augum og nítjándu ald- ar verksmiðjueigendur í Lancashire litu á verkamenn • f staðinn fyrir jöfn laun og afnám forrjettinda hefur ó- jöfnuðurinn orðið meiri en í nokkru öðru landi í heimi, að undanteknu einstaka landi í Indlandi. Forrjettindareglan er alger. Konur hafa að vísu náð jafnrjetti við karlmenn; -en aðalþáttur þess jafnrjettis er sá, að neyða þær til að vinna erfiðustu skítverkin. Ný hjúskaparlög hafa gert skilnað mjög erfiðan; og sú kona, sem á flest börn fær heiðurs- merki með sama hætti og var í Þýskalandi á dögum Hitlers. Listir og menntun eru orðin þáttur í áróðri Stalins. Ríkisbákn, lögregla, her og skrifstofuvald er hið mesta, sem sagan greinir frá. Þrjátíu árum eftir daga Lenins eru þeir einstaklingar, sem skoð- aðir eru sem virkir óvinir þjóð- arinnar, taldir í milljónum og geymdir í vinnubúðum, þar sem þeir lifa og deyja í hinni örgustu eymd. Rússland er næststerkasta stór- veldi í heimi, sem hefur undir- okað með valdi eða hótunum um ofbeldi marga af nágrönnum sín- um, og reynir á virkan og áhrifa- ríkan hátt að kollsteypa jafn- vægi heimsins. í ENGU LANÐI í EVRÓPU HEFUR BYLTING TIL SAMÚÐ- AR MEÐ RÚSSUM NÁÐ TÖK- UM Á HUGUM MANNA. En þar sem byltingar hafa orð- ið, (en það hefur hvergi orðið nema þar sem Sovjet gat beitt áhrifum sínum) hafa áköfustu kommúnistarnir Verið settir í fangelsi eða drepnir og hand- bendi Rússa verið sett í þeirra stað.“ Slík er lýsing Crankshaws og er því miður allt, sem hann segir um þetta, í fullu samræmi við óhagganlegar staðreyndir. Treystir Þjóðviljinn sjer t. d. að reyna með alkunnri rökvísi sinni, að hagga nokkurri þessara staðreynda? Velvakandi skrifar: ÚB DAGLEGA MTIW® VANTAR BRAUÐ- OG MJÓLKURBÚÐ KONA í Bústaðavegshúsum hefir sent Daglega lífinu þetta brjef. „Kæri Velvakandi. Mig langar til að biðja þig fyrir eftirfarandi línur. Jeg er húsmóðir í Bústaðavegs- hverfinu og á við mikla erfið- leika að etja eins og við raunar allar, sem þar búum. Á sama tíma, sem bærinn þenst út og ný svæði byggjast, virðist mjer lítið hugsað fyrir nauðsynlegum verslunum um leið. ÓVITABÖRN Á BERSVÆÐI MJER ER sagt, að Fjárhags- ráð hafi ekki veitt leyfi fyrir verslunarhúsi hjer inn frá, og má það furðu gegna. Skyldi þurfa að henda slys til að þeir rumskuðu við sjer? Inn í Sogamýri verðum við konurnar að fara með barnahóp- inn eða senda óvitabörn 5, 6 og 7 ára gömul til að sækja mjólk og brauð. Þetta gat gengið í sum- ar, þó að illt væri. En að vetri, þegar allra veðra er von, lýst mjer ekki á að senda börn svo langa leið um bersvæði. Þá er jeg hrædd um að slys geti hent. HÓPURINN VIÐ FISK V AGNINN HJER hefir verið sett upp ný- lenduvö uverslun með gnægð sælgætis. Við ömumst ekkí víð henni, en meiri þörf er á að kom- ið sje upp mjólkur- og brauðbúð fyrir alla, ekki síst barnanna v'Di/a, J.g r líka hrædd u n, að kalt verð' V’ ur fyrir ,kkur kon- urr ogar við stöndum þetta 20 .irgar með börn á hand- lar , í kringum fiskvagn- / BÚSKAPARR iSr, .; .TTA ER brjef 1 i óður- X* innar, sem eignr t u' nýtt 'bdmili í nýju bæjarhve u ___. Það gefur auga leið, að hús- freyjurnar, sem flestar eiga 2 börn eða fleiri á versta reki, standa illa að vígi. Einkennilegt er, að Fjárhagsráð skuli þver- skallast við að gefa út fjárfest- ingarleyfi, svo að hægt sje að koma þarna. upp brauð- og mjólkurbúð. Hví alltaf þenna galla á gjöf Njarðar? i "7 Þegar „Upp við fossa“ var bannlýst HJER kemur enn eitt brjef frá aðdáanda hins vinsæla út- varpsmanns Helga Hjörvar. Ef til vill finnst einhverjum helsti djúpt tekið í árinni, en er ekki svo margt sinnið sem skinnið? „Kæri Velvakandi. Viltu koma þessum línum áleiðis í þáttunum þínum. Jeg er ein þeirra. sem mátti ekki lesa söguna „Upp við fossa“ á unglingsárunum, en vitaskuld las jeg hana samt, þegar jeg komst höndum undir. Nú þegar Helgi Hjörvar las söguna, þótti mjer sem jeg heyrði hana fyrsta sinni; svo að- dáanlega fer hann með efni henn ar. — «á!i Leikstjórinn teflir ! fram persónunum HANN er eins og leikstjóri, sem teflir persónunum fram hverri á eftir annarri, svo að mönnum finnst hver tala sínu máli. , Það er því eindregin ósk til Útva: -sráðs frá mjer og fjc’da antia. að hann lesi og Jji útvar), ar fyrir hluste. dur, annar J nur ekki til greina. Með k eðju og þakklæti til Helga H. rvar. Oi *' m ástarbrag, ( enj ■■nr. sendir inimia, Það ~c eins og Ijúflingslag lestur sagnr þinna. I _____________ Aðdáandi“. j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.