Morgunblaðið - 14.10.1951, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.10.1951, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SumvudagTJr 14. okt. 1951. ^ Fiamhaldssagan 22 JEG EÐA ALBERT RAND? EFTIR SAMUEL V. TAYLOR Þau fóru fram í eldhúsið. Jeg hneppti frá mjer frakkanum og reyndi að sefa sjálfan mig. Mjer fannst jeg ekki einu sinni hafa krafta til að standa upp til að fara úr frakkanum. Jeg hafði verið dauðþreyttur, þegar jeg kom, og nú var jeg alveg upp- gefinn. Það hafði tekið á kraft- ana að segja fyrst alla söguna og reyna síðan að sannfæra Walt. Það var gott að hvíla sig og vera kominn af götunni. Walt kom með vínflösku úr eidhúsinu og hellti úr henni í litil glös. Það var varla meira en ein fingurbjörg. Það var portvín, sætt ábragðið og það verkaði fljótt á mína þreyttu limi. Úr eldhúsinu heyrðist glamur í disk am og þaðan lagði ilmandi mat- arlykt. Walt virti mig rannsak- andi fyrir sjer. Gamla vináttan •okkar á milli var horfin. Já, því skyldi honum ekki standa á sama um mig? „Chick". ,,Já?“ „Jeg sje í blöðunum i kvöld að þeir eru búnir að bæta öðrum fimm þúsundum við verðlaunin. Það verða þá fimmtán þúsund". JHann setti glasið varlega frá Æjer á gólfði við hliðina á stóln- um. „Það eru miklir peningar fyrir það eitt að lyfta upp síma- tólinu“. Jeg hugsaði mig um. „Jeg grt að minnsta kosti ekki aftrað þjer frá því“. „Það er óþarfi að taka það þannig. Þú veist að jeg geri það ekki. Þess vegna ert þú líka kom inn hingað. Þú veist að þú getur treyst okkur. En hvern fjandann viltu hingað? Hvers vegna þarftu að koma veinandi hingað þegar þú ert í vanda staddur?“ Hann talaði lágt til þess að Mary heyrði ekki til hans. — „Hefurðu ekki gert henni nóg illt þegar? Hún er ekki þannig, að hún verði ástfangin á ný ánn- an hvern dag. Þú ljekst hana illa. Þú hafðir ekki einu sinni hug- rekki til að skrifa henni og koma hreinskilninslega fram. Þjer stóð nákvæmlega á sama um hana. Þú hættir bara að skrifa henni og ljest hana lifa í óviss- unni. Hún var þjer einskis virði. ! Þú skemmtir þjer vel með Coru“. „Jeg er búinn að segja þjer, að Buster tók brjefin“. „Jeg veit hvað þú hefur sagt mjer. Jeg veit hvað þú segir núna. En þú hafðir ekki fyrir því að segja mjer það, þegar jeg mætti þjer á götunni“. „Það var hvort eð er tilgangs- laust“, „Það er einmitt það sem jeg er að segja. Tilgangslaust. Þetta er búið og gert. Þegar jeg hitti þig um daginn þá spurðir þú rr. g ekki einu sinni frjetta af Mary. Þá stóð þjer á sama. Við hefðum aldrei sjeð þig aftur, ef þú hefðir ekki lent í þessu. Því þarftu að koma veinandi til okkar núna?“ „Þú hefur á rjettu að standa, Walt“, sagði jeg. „Jeg á þetta skilið“. „Þú ert enginn krakki. Þú viss- ir vel að Mary gaf aldrei loforð til þess eins að svíkja þau. Þú vissir að hún mundi bíða. Þú vissir að ef eitthvað kæmi fyrir, þá mundi hún segja þjer það“. „Þú ræður hvort þú trúir því, Walt, en jeg hef átt 1 miklum erfiðleikum". „Já, jeg trúi þvi vel. Sagan um Buster og brjefin er ekkert skemmtileg. En jafnvel þó hún sje sönn, þá ljestu það gott heita. Þjer var það ekki nógu mikið áhugamál til þess að rannsaka það frekar. Þú hefðir getað sent Mary símskejrti áður en þú fóst til Evrópu og beðið á símstöðinr.i cftir svari Það er að segja, ef þjer var umhugað um það“. Walt, jeg veit að jeg h^f higað mjer eins og fífl. Þú þarft ki að segja mjer það“. ) „Jeg er bara að bi8j.? jð líta í augu barns. Þú hafðir náð í Coru og því gat þjer þá ekki staðið á sama um Mary? Láta hana bara lifa í óvissunni! Það gerði ekkert til þó að hjarta hennar brysti. Því mátti þjer ekki standa á sama? Henni leið afskaplega, Chick. Það var major Jody einum að þakka, að hún vissi að þú varst ekki dauður eða týndur. Hún treysti þjer. Hún vissi að þú mundir gefa henni einhverja skýringu. Hún var viss um það alveg þangað til jeg rakst á þig á götunni og komst að því að þú værir giftur. Þannig er hún. En þjer stóð á sama hvað varð um brjefin. Þjer var nákvæmlega sama. Svo lendir þú í vandræð- um og þá fleygir þú þjer fyrir fætur okkar. Hvar eigum við eiginlega að taka við? Þú hefur haft nógan tíma til að eignast vini. Þú hefur sýnt okkur nógu greinilega hvers virði við erum þjer. Því þarftu að blanda okkur í þetta óþverramál?" „Þú hefur á rjettu að standa, Walt. Þakka þjer fyrir vínglas- ið“. Jeg stóð á fætur. Jeg fálmaði með hendinni til að styðja mig og greip í fátinu um öxlina á honum. Jeg Ijet eins og jeg gerði það til að sýna honum að jeg skildi hann. Fæturnir á mjer höfðu bólgnað á meðan jeg sat. Þær gátu ekki borið mig. „Segðu Mary að jeg hafi farið út í búðina til að kaupa mjer calamine-áburð“. „Bull og vitleysa". Hann sló hendina af öxlinni á sjer. Jeg greip um stólbakið til að styðja mig. „Jeg segi henni sannleik- ann. Jeg fleygði þjer út, og hefði feginn gert það fyrr“. Það voru 'tvö skref út áð dyr- unum og jeg vildi ekki láta sjá að jeg ætti erfitt um gang. Jeg studdi mig við stólinn við fyrsta skrefið og náði síðan í handfang- ið. Úti á ganginum gat jeg gripið um handriðið. Jeg reyndi að venja fæturna við þungann. Svo settist jeg í tröppurnar og reim- aði frá mjer skóna. Skórnir voru orðnir að minnsta kosti tveimur númerum of litlir. Jeg stóð á fætur og gekk hægt af stað út götuna. Mig verkjaði í mjaðmar- liðinn eins og þegar jeg hafði verið á herævingu í tuttugu og fjóra tíma samfleytt. Jeg hafði verið hinn s.iálf- stæði maður. Ráðið mínum eigm örlögum. Jeg hafði strokið að heiman þegar jeg var þrettán ára. Jeg hafði farið mínar eigin götur og ekki þurft að spyija neinn um leyfi. Já, jeg hafði vei> ið hreykinn af því. Jeg hafði enga samúð með þeim, sem fór illa fyrir. Ef maður hafði kjark og dugnað, komst maður áfram. — Dwga eða drepast hafði verið einkunnarorð mitt. Um leið og maður fór að kvarta um Áheppni og andstreymi, sagði jeg, þá var úti um öll tækifæri. Já, jeg hafði verið ákveðimt. Hinn sjálfstæði ungi maður. í rauninni hafði jeg ekki farið mikils á mis þó að jeg ætti enga nána vini eða ættingja. — Cora hafði takmarakð kunningjahóp- inn eftir geðþótta sínum, og jeg hafði ekki fundið sjerstaklega til þess. Það eina, sem mjer fannst athugavert, var að við vorum öllum stundum með Buster og Ethelene. Jeg kærði mig ekki um nána vini. Jeg vildi kynnast nýju fólki og fá tilbreytingu. Jeg var hinn sjálfstæði maður. Og nú höfðu örlögin leikið mig grátt. Jeg vissi núna hvað menn áttu við með óheppni og and- streymi. Ef jeg hefði ekki rekist á Buster, þá hefði ekkert af þessu orðið. Jeg væri þá giftur Mary núna. Við hefðum kannske átt barn. Heppnin hafði verið Bust- ers megin. Jeg vissi hvað átt var við með heppni". Og jeg vissi hvað átt var við með sjálfstæði. Það er kalt *úti. Kalt og dimmt. 10. kafli. Hönd var lögð á öxlina á mjer. Jeg var strax á verði og sneri mjer hægt við. Walt var strangur og alvarlegur á svipinn. „Hvert þykist þú vera að fara?“ spurði hann. „Hvað kemur þjer það við?“ ARNALESBÓK VJ22or<juzmg2isins Ævintýri IViikka I: T öf raspegillinn Eftir Andrew Gladwyn 5. — Ó, ó..hjálp .... hjálp: Gamla konan baðaði handleggjunum kringum sig, en barnið sást hvergi. Mikki var skjótur að átta sig og setja út áramar og af öllu afli reri hann bátnum svo hratt, sem hann komst í áttina að gömlu konunni. Skyndilega sá hann höfði barnsins skjóta upp úr fljót- inu fyrir neðan. Straumurinn bar það með sjer niður eftir ánni. En Víkingaskipið fylgdi eftir með fullum hraða. Mikki var ágæt- is ræðari og honum virtist eflast ásmegin, því að barnið var í lífs- hættu. Eftir skamma stund var hann var hann kominn á hlið við barn- ið, sem flaut niður eftir ánni. Hann beygði sig yfir borðstokkinn, greip föstu taki í hvíta peysu barnsins og dró það upp í bátinn. Þetta var lítill Ijóshærður drengur. Hann var mjög hræddur og holdvotur, en að öðru leyti virtist allt í góðu lagi. Mikki lagði drenginn niður í skutinn en settist sjálfur aftur á þóftuna, sneri bátnum við eins og kunnáttumaður og reri í flýti upp að bakk- anum til gömlu konunnar, sem beið óþreyjufull eftir honum. — Guði sje lof, hrópaði hún með titrandi rómi, þegar Mikki færði henni aftur barnið. — Það var gæfa, að þú komst á rjettu augnabliki. Hvernig get jeg þakkað þjer nógsamlega? — O, — betta var ekkert frú, sagði Mikki og brosti hæversk- lega. — Hy- ' íem er hefði g rt það sama í mínum sporum. — Þ ta var samt hraustlega gért, sagði gamla konan — Já, jeg sji 'ð að þú ert hugaður, litli vinur. Barnið, sem þu >jarg- aðir.u arsonur m;: . og heitir Nonni. Hann rann á sieinsnös og dfft* -a. Aumincj: litla krílið, Við verðum að ílýta okkur KABARETTINN 3 sýningar í dag kl. 7 og 9.15 Barnasýning kl. 3 (Verð 10.00) Aðgöngumiðar frá kl. 11 í Austnrbæjarbió. Sjómann acla íjÁabarettin n ■uuuuDunoawH'ovanmc Flokksráð Sjálfstæðismanna í GuHhringusýslu heldur fund mánuðaginn 16. október kl. 8,30 síðdegis, stund- víslega í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík. Formaður Sjálfstæðisflokksins, ÓLAFUR THORS, talar : um ástand og horfur í landsmálura. Kosnir verða fulltrúar á Landsfund Sjálfstæðis- flokksins. • HJERAÐSSTJÓRNIN ■wíiniii a<rvnmi SAUHOuvs/umm mms 162 GðMlll DAIUSARAIIR í KVÖLD KL. 9. Stjórnandi Núml Þorbergsson Hljómsveit Magnúsar Randrup Aðgöngumiðar á kr. 10,00 seidir í anddyri hússins eftir kl. 8,30. ■■■■MMMMJMIUUUlJUUIJueainU F. IJ. S. Stefnir i Hafnarfirði heldur aðaifund sinn í Sjáifstæðisiiúsuui kl. 8 e. h, STJÓRNIN 1 ■ ■■ ■ ■ ■■•■■■ ■ ■ jöHia ■ ■•■■•■■■■•laiiltiiiMan ■■■■■■■•■■■ ■aaauMUBaa a J : * , r- í- E. F. í. E. : Dansteikur m * í VETRARGARÐINUM í KVÖLD KL. 9. ! : r - s ; ASgÓDguoiitar frá kl. 8, við inngatv mn. ■BlMAIUUA I í.ARFJÖRÐUR — REVKJÁVÍK | Dansac í kv ld (■ kiokt an 9—1, á !.ý í . 5 ALÞYÐl ÍUSIÐ I IIAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.