Morgunblaðið - 14.10.1951, Qupperneq 16
Veðurúflif í dag:
SV-kaldi. Skúrir öðrU hvoru.
235. tbl. — Sunnudagur 14. október 1951.
ReykjaYíkurbrjef
er á blaðsiSa 9.
Forsefinn farinn ufan
fil heiisubéla
FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ
tilkynnti árdegis í gær að for-
seti íslands, herra Sveinn
Björnsson, hefði tekið sjer far
með e.s. Gullfossi til Englands
í gær. Fer forsetinn utan til
heilsubótar að ráði lækna
sirnia.
flfiklaforg var
cpnað a gærdag
1 GÆRDAG var Miklatorg opnað
til umferðar.
Er nú lokið að fuilu malbikun
hringsins á torginu. Er Miklatorg
fyrsta hringtorgið í bænum sem
þannig er fuilgert og malbikað.
Að því liggja fimm götur sem
mikil umferð er um, Snorrabraut,
Mikiabraut og Hringbraut, Flug-
Jrallarbraut og Hafnaifjarðarveg-
ur. Er gífurleg umferð um torgið
ailan daginn.
Það kom fram þegar á fyrstu
Mukkustundinni eftir að hring-
aksturinn um torgið var léyfður,
að bílstjórum hættir við að aka
of hratt inn í hringinn. Mun þetta
stafa af því að þeir athuga ekki,
aS bíiar sem eru í hringnum sjálf-
am, hafa aðalbrautaforrjettindi,
jafnvel fram yfir þá sem koma
akandi eftir aðalbrautum sem að
torginu liggja, svo sem Snorra-
braut og Hringbraut.
Var kveikf í sumar-
1 FYRRAKVÖLD brann stór 6um
arbústaður við Vatnsenda, til ösku.
Bústaðurinn var mannlaus og
leikur grunur á að eldur hafi ver-
ið borinn að honum.
Slökkviliðið var beðið að koma
á vettvang um klukkan 11 um
kvöldið. Var strax brugðið við.
Þegar komið var að bústaðnum,
var hann að falli kominn. Þakið
var fallið niður. Það tók slökkvi-
liðið um tvo tíma að kæfa í bú-
staðnum og ganga svo örugglega
fr-á að eldurinn myndi ekki ná
sjer upp aítur. Hvasst var og
ligning. Var t. d. það af veggj-
nnum sem uppi stóð brotið niður.
Bústaðurinn var úr timbri en út-
veggir forskallaðir.
Eigandi bústaðarins mun vera
Bagbjartur Sigurðsson, kaupmað-
nr í Höfn á Vesturgötunni.
Fóik í nágrenni við bústaðinn,
telur sig hafa sjeð til ferða pilts
við bústaðinn nokkru áður en elds-
ins varð vart.
Sigurður Nordal, prófessor og kona hans, frú Ólöf Jónsdóttir Nor-
dal. Myndin er tekin á lieimili þeirra hjóna að Baldursgötu 33, —
Prói. Sigurður Nordal
skipuður sendikerru ís-
lendiuga á Dunnaörku
Samnorræna
sundkeppnin:
ísfand hafði meira en
tvöfaida sfigaföiu
Fínnlands
AF skeytum, sem bárust frá Finn-
landi 1. okt. s. 1. um úrslit norrænu
sundkeppninnar, varð ekki betur
skilið en að þar í landi hefðu synt
200 metrana 251874, sem gæfu
359820 stig, en nú hafa borist
glöggar tölur, sem sýna að 176312
Finnar syntu og fyrir þann þátt-
takendafjöida fær Finnland 251874
etig, svo að útkoman úr keppninni
er því þessi:
Island 36037 þátttak. 540555 st.
Finnl. 176312 þátttak. 251874 st.
Danmörk 50492 þátttak. 189345 st.
Noregur 32004 þátttak. 137160 st.
iSvíþjóð 128035 þátttak. 128035 st.
Stigafjöldi íslands hefir því
verið meira en helmingi hærri en
Finnlands, sem var næst.
FORSETI íslands hefir hinn
12. þ. m. skipað dr. Sigurð
Nordal sendiherra Islands í
Danmörku.
Fyrir nokkrum vikum flaug sú
fregn fyrir, að komið hefði til |
orða, að Sigurður prófessor Nor-
dal yrði sendiherra Islendinga í j
Kaupmannahöfn. Þótti þetta mikl
um tíðindum sæta. Menn eru því
óvanir hjer að þeir, sem fremstir
standa í bókmenntum og fræði-
iðkunum sjeu kvaddir til slíkra
trúnaðarstarfa fyrir þjóð sína.
Engum getur dulist, að síðustu
áratugi hefir Sigurður Nordal ver-
ið mikilvirkur „sendiherra" ís-
lendinga með kynningarstarfi
sínu á íslenskum bókmenntum og
menningu meðal erlendra þjóða. |
Er eðlilegt og vel við eigandi að (
íslensk stjórnarvöld sýni honum (
fulla viðurkenningu á þessu starfi (
hans með því að fela honum næstu (
ár að hafa á hendi sendiherra-
starfið með fyrrverandi sambands.
þjóð okkar. Starf hans og erindis-
rekstur fyrir íslenska menningu
með erlendum þjóðum hefir ein-
mitt nú borið þann ávöxt, sem
hlýtur að gleðja alla Islendinga,
er íslenskri menningu unna, er eitt
hið fremsta útgáfufyrirtæki í
Edinborg hefir tekið að sjer fyrir
frumkvæði Sigurðar að gefa út
þá fulfkomnustu og vönduðustu
og jafnframt geðþekkustu útgáfu
íslenskra fornrita, er hingað til
hefir komið til orða að út yrði
gefin og valið marga merka sam-
starfsmenn með Sigurð Nordal í
broddi fylkingar, eins og skýrt
var frá í blöðunum hjer í gær.
Er Sigurður Nordal hverfur til
starfa sinna í Kaupmannahöfn
innan skamms fylgja honum og
hinni gagnmenntuðu konu hans,
frú Ólöfu Jónsdóttur Nordal hug-
heilai' hamingjuóskir og vonir um
að þessi nýi þáttur í ævistarfi
hans megi verða þjóðinni giftu-
drjúgur.
[Uerkjasöludagur skáta
(14. októher 1951)
SKÁTAFJELÖGIN hjer í Reykja
vík og víðsvegar út um iand hafa
í dag hina árlegu merkjasölu til
styrktar skátafjelag'sskapnum. —
Merkin kosta 5 krónur og 2 kr.
Jafnframt efna mörg skátafje-
iög landsins til ýmiskonar dag-
skrár í tilefni dagsins, til þess
að vekja athygli almennings á
starfsemi skátanna, sem er aii-
fjölbreytt, og gefur unglingunum
margvísleg verkefni að glíma við,
verkefni sem veita þeim ánægju,
starfsgieði og þroska á margvís-
legan hátt.
Skátafjelögin á Akureyri munu
m. a. sýna kvikmýnd frá lands-
móti skáta á Þingvöllum 1948, og
í Skátaheimilinu í Reykjavík
verður skemmtun kl. 6 síðdegis,
aðallega fyrir börn, og skátakaffi
verður í setustofunni frá kl. 3—6
fyrir almenning, en um kvöldið
koma eldri skátarnir saman í
heimiiinu.
Fjelagsskapur skáta er mjög
vinsæll hjer á landi og erlendis,
og margar milljónir ungmenna
skipa sjer undir merki þeirra.
í skátafjelögunum starfar aðal-
lega ungt fólk, flest á skólaaidri.
Tekjulítið fólk, sem ekki getur
iagt fram mikið fje af mörkum
til starfseminnar. En með auknu
starfi og vaxandi dýrtíð, verður
þörfin meiri fyrir fjárhagslegri
aðstoð fjelagsskapnum til handa.
Þess vegna leita skátarnir til al-
mennings um merkjasölu.
Það er ljett yfir lífi og starfi
skátanna, þeir eru bjartsýnir og
djarfir hvemig sem vindurinn
blæs, og við varðeldinn syngja
þeir m. a.:
„Við sem ungir Islands synir
eflum fornan hetju dug,
störfum saman, verum vinir,
vekjum gleði og bróðurhug".
Skilningur almennings á skáta-
hreyfingunni hefur íarið vaxandi
undánfarin ár. Skátamir eiga
skilið, að starfi þeirra sje gaumur
gefinn, og er ekki að efa, að al-
menningur mun sýna skilning sinn
á þessari æskulýðshreyfingu í dag,
með því að taka skátunum vel og
kaupa merki þeirra.
Börn kveikja í
1 GÆRMORGUN laust fyrir há-
degi, var kallað á slökkviliðið að
Bragagötu 31. Þar hafði eldur
kviknað í dóti sem geymt var í
kjallaraherbergi. Eldarinn var
fljótlega kæfður.
Eldsupptökin voru þau, að böm
sem voru með eldspýtur, höfðu
hent þeim logandi inn um glugga
herbergisins, er var opinn.
Agústsson opnar
málverkasýningu í dag
í DAG, klukkan 2, opnar Hörður Agústsson .listmálari, sýningu £
verkum sínum í Listamannaskálanum. Þar sýnir hann um 70 verkj
sín. Er þetta önnur sýning Harðar hjer, en hann hefur undanfarii|
ár dvalið í París. (
Þegar Hörður hjelt hjer sýn-^-
ingu síðast, fyrir tveim árum,
var hún vel sótt og um 30 mynd-
ir seldust.
GÓÐIR DÓMAR í PARÍS
í Paris hefur Hörður haldið
málverkasýningar, er hlotið hafa
góða dóma. Sýning sú, er hann
hjelt þar í júlímánuði síðastliðn-
um, fjekk hin bestu meðmæli
myndlistargagnrýnandans Vrin-
at, sem skrifar fyrir bókmennta-
og listablaðið Arts. Sagði hanh
um sýningu Harðar að hún muni
tengja ísland í ljóma sínum hinni
frönsku málaralist. Litameðferð
ina hjá Herði taldi hann mjög
góða. Eins skrifaði Parísarblaðið
„Combat“ um sýningu þessa og
sagði höfundur greinarinnar að
í verkunum væri að finna mjög
persónuleg einkenni.
MÁLVERKIN TÝNDUST
Sýning Harðar, sem hefst í
dag, mun standa næstu 11 daga.
Hann hafði áformað að opna sýn-
inguna í lok september. En þá
Hveiiiverð iækkar
um20prsL
VERÐ á hveiti hefir lækkað unfl
20% frá því sem verið hefir. Kosfc*
ar nú hvert hveitikíló kr. 3,30 8
stað kr. 4,10 áður, og hefir þvf
lækkað um 80 aura. (|
Stafar þetta af því að komið e<
á markaðhm kanadískt hveiti 8
stað þess nngverska, sem hjer hef«
ir fengist að undanförnu.
En hjer er ekki aðeins um ver®*
mun að raeða, heldur einnig gæða*
mun, þar sem kánadíska hveitið
er betra. I>á er kanadíska hveitiS
einnig í miklu hentugri og þrif«*»
legri umbúðum. J
------------------- TS
Kvöfdvaka Heimdaffar 1
EINS og auglýst hefur verið
heldnr Heimdallur F.U.S.,
kvöldvöku í Sjólfstæðishús-
inu í kvöid kl. 9. |
Dagskráin er mjög vönd-
uð, bæði bljómlist, upplcst-
ur, ræða, spurningaþáttur
og loks verður dansað. Mið-
ar vcrða seldir í anddyri
Sjálfstæðishússins í dag frá
kl. 3—5 og við innganginn,
ef nokkuð verður eftir. j
Hörður Ágústsson.
vildi svo óheppilega til, að mál-
verkin komu ekki fram í Ant-
werpen, en þangað átti að senda
þau frá París í Veg fyrir skip, er
iestaði vörur hingað. Voru mál-
verkin týnd í nokkra daga, án
þess að vitað væri hvar þau voru
niðurkomin. En dag einn komu
þau í afgreiðslu Eimskipafjelags-
ins í Kaupmannahöfn. — Þrátt
fyrir þennan þvæling, hefur ekk
ert af þeim skemmst, enda mjög
vel um þau búið.
NÝ VERK
Verkin hefur hann öll unnið á
síðustu tveim árum á vinnustofu
sinni í París, en allar fyrirmynd-
ir verkanna eru íslensk og eru
þau flest olíumyndir.
Brefar munu ekki hlufasf
fil um Lihyumálin 1
; GENF, 13. okt. — Libyu-ráð S.Þ,
situr í Genf og gerir áætlanir unS
fjármál landsins, er það verður
sjálfstætt ríki að ári. Er þá unj
að gera að draga úr greiðsluhall-
anum, sem hefir verið 1700 þúa,
steriingspund á ári.
í dag bar fulltrúi S. Þ. í LibvU
til baka þá staðhæfingu Egypta,
að Bretar ætlvðu að taka í .sínar
hendur fjármál og stjórnmál
Libyu, er hún hlyti sjálfstæði. ,
—Reuter, j
Sendiherraskipti
í Póllandi
RÍKISRÁÐSRITARI tilk. í gær,
að sendiherraskipti hefði orðið
í Póllandi.
Forseti íslands hefur skipað
Bjarna Ásgeirsson, sendaherra í
Noregi, sem sendiherra í Pól-
landi, í stað Pjeturs Benedikts-
sonar, sem hefur verið leystur
frá því embætti.
(Frá ríkisráðsritara).
rr
ímyndunarveikin,r
sýnd í 18. sinn í kvöid
ÞJÓÐLEIKHtJSIÐ sýnir gaman-
leikinn „ímyndunarveikina" í
kvöld kl. 8 í 18. sinn.
Leikur þessi þykir hinn skemmti
legasti og hefir ætíð verið n:jög
góð aðsókn að honum.
Ljósmyndari feraminn til bang
CEYLON — Nafntogaður ljós,
myndari á Ceylon, sem nýlegaf
hætti Sjer
laslóðir til að taka
myndir af dýralífi frumskógarins,
var troðinn til bana af villtum
fíl, sem varð á vegi hans.