Tíminn - 01.05.1965, Page 6

Tíminn - 01.05.1965, Page 6
LAUGARDAGUR 1. maí 1965 TÍMINN Hér er Ármann Hermannsson (annar f. v.) að ræða við menn fyrir ufan yöruskemmu hjá Ríkisskip. Orðinn sljór af þess- ari endalausu vinnu.. í dag, fyrsta maí, á verka- maðurinn við Reykjavíkurhöfn frí; fyrsti dagurinn í langan tíma, sem hann á frí. Hann vinnu alla daga, og langt fram á kvöld. Hann vinnur Iíka um helgar. Hann vinnur þegar aðr ir borgarbúar eiga frí. Hann vinnur mikið vegna þess að (aunin eru lág og dýrtíðin er mikil. Flestir menn kynna sér kjör og afkomu verkamannsins, meö því að lesa blöðin eða skýrsl ur um launamál. Fæstir leggja leið sína til verkamannsins, og tala við hann sjálfan, þó svo hann sé sá sem veit mest um þau málefní. í tilefni dags ins fóru fréttamenn Tímans á stúfana og töluðu við hina vinnandi menn. Það sem einkennir verka manninn við höfnina í dag, er það að hann er meir en mið- aldra maður, þreyttur, dapur og með áhyggjur af því hvernig hann geti lifað af laun unum sínum. Hann er með þeim fyrstu niður á bryggju, flesta daga ársins, og vinnur þar fram á kvöld, fer þá beint heim að sofa, til að geta mætt tímanlega næsta dag. „Maður Óskar Níelsson ég er orðinn of gamall. er orðinn sljór eftir alla þessa vinnu,“ sagði einn af verka mönnum Eimskíp, sem var að vinna við að lesta Lagarfoss: „maður ,á aldrei frí, og maður er alltaf þreyttur, og þegar heim er komið er hvorki tími né áhugi til að gera neitt nema sofa“. Hvað tala verkamennimir um? Þeir ræða um afkomu sína, og hvort verkfall í júní eigi eftir að skella á, og hvort það eigi þá nokkuð eftir að leysa vandann Þeir eru ekki trú aðir á að verkfall geti leyst eitt eða annað. Þeir segja að það hafi svo oft verið verkföll, og kauphækkanímar hafi jafnóð um horfið í hærri ríkisgjöld og vöruverð. „Það er sama hvernig á þetta er litið“, sagði einn hjá Ríkisskip „þetta er bara eitt stórt hjól sem snýst hraðar og hraðar, og við hér, erúm einhvern veginn alltaf útundan". Það er annað sem hann talar líka um. Hann segír að enginn vilji lengur vinna á Eyrinni, nema gamlir menn og ungling ar, sem era annað hvort hætt- ir að nenna að læra eða í frí- um. „Við emm síðasta kyn- slóðin, sem vinnur við höfnina“, sagði einn sem heitir Sigurður, „við erum allir gamlir og þreyttir menn“. — Sigurður hefur rétt fyrir sér. Það vill enginn vinna lengur við höfn- ina. Skipafélögin eru í vand- ræðum að fá menn í uppskíp- unarvinnu og nýlega þurfti t. d. eitt af skipafélögunum að fá danska háseta til vinnu. Þeir gömlu mæba alltaf, en þeirra hópur minnkar jafnt og þétt. Öðm hvora má fá yngri menn, en oftast em það einhverjir sem hvergi loða, eða þá menn sem era bara að leita sér vinnu í stuttan tíma. Eftir að hafa gengið um höfnina nokkra morgna og talað við Eyrarkarlana sjálfa, þá fóram við á fund nokkurra þeirra sem við vissum að töl- uðu af skilningi og reynslu. Sökum rúmleysis í blaðinu, þá er ekki hægt að nefna þá alla, eða allt sem þeír sögðu. Inni í vöraskemmunni hjá SÍS hittum við Óskar Níelsson, sem er maður um sjötugt. Hann var að vinna við að opna og flytja til fóðurpoka. Bjarni Bjarnason — það á ekki alltaf að vlnna til 7 og 8. — Eg er orðinn of gamall til að segja þér nokkuð um þessi mál, sagði Óskar af hóg værð, en eftir að hafa spjallað við hann um stund hélt hann áfram. Ef við höfum ekki eftir- vinnu og jafnvel helgidaga- vinnu, þá getum við ekki lif- að af þessum launum. Það byggist allt á yfirvinnu ef maður á að geta dregið fram lífið. — Eg tel það vafasamt að menn séu bjartsýnir á að verfc fall geti bætt ástandið. Mér finnst að allir aðilarnir (í þjóðfélaginu) eigi að vinna að lausn i kjaramálunum. Þetta er tóm endaleysa eins. og það er í dag. öskar hélt áfram að tegja frá Mnr.unni, sem hann taldi alltof mikla, eíns og allir hin ir gera líka. Hann sagðisí vera breyltur og uppgefinn, en „menn verða að vLina tí þeir ætla að lifa“. Sveinn Daníelsson, sem er miklu yngri maður en Óskar, og er hjá SÍS sagði; — Menn eins og ég sem skulda, þurfa að standa skil á málunum, og til þess þarf mað ur að vinna og vinna. Maður var að vona að verðlagið hefði haldizt í fyrra, en það fór eins og alltaf áður. — Þótt vinnutíminn stytt- ist í samningunum, verður maður að vinna jafnlengi og áð- ur, því alltaf hækka gjöldin og verðlagið. — Eg er vantrúaður á að \erkfall geti bjargað nokkra, sagði hann að 'okum Úti hjá Ríkisskip var unnið af kappi eins og alls staðar við höfnina. Þrengslin og um- ferðin há vinnu þeirra eins og allri vinnu við höfnina. Það er eins og allt sé þar þvers og kruss, en einhvem veginn er alltaf hægt að losa og lesta skipin. Bjami Bjarnason, verkstjóri hjá Ríkisskip stóð fyrir ntan skúrínn sinn, og með hendurn ar fullar af farmafritum, og sagði mönnum hvað ®tti að gera og hvar hægt væri að finna eitt og annað. Allir þeir sem leggja leið sína um höfn- ina kannast við Bjarna, eða þekkja hann af viðskiptum. Hann er búinn að vera hjá Ríkísskip í 32 ár. — Það lifir enginn maður hér á dagvinnu, allir þurfa að vinna þetta til sjö og átta á hverjum degi, en það á eng inn að þurfa að vinna alltaf til sjö og átta. Það er ekkert líf. Launin hrökkva bara ekki til greiðslu á gjöldum og lífs- nauðsynjum. — Launahækkun hefur lítið að segja ef varan hækkar allt af og skattamir . . . — En það er eins og það hafi aldrei verið eins slæmt og nú. Hugsaðu þér fasteignagjald- ið hækkaði hjá mér um helming, úr 7.000 i 14.000. Ann ars þýðir efcki að^ tala við mig, talaðu við hann Ármann héma. Hann er frá Norðfirði. Bjarni kallaði í Ármann Her mannsson, sem er eldri maður, og hefur búið hér í borginni í fimm ár. — Maður má ekki eyða miklu, sagði Ármann og tók ofan slitínn sixpensarann. Það er ekki hægt að lifa af dag- vinnunni. Maður vinnur þetta til sjö og átta, og um helgar Iíka. — Eg er þreyttur á þessari hringrás. — Eg veit andskotann ekki hvort verkfall leysir nobkuð. Niður við Lagarfoss, sem lá víð Löngulínu eru verkamenn að lesta peysur og teppi til Rússlands. Eg snéri mér að nokkrum körlum, sem voru að bíða eftir næsta bíl. — Eg er löngu uppgefinn á endalausri vérðbólgu. sagði einn þeirra, sem hefur lengi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.