Tíminn - 01.05.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.05.1965, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 1. maí 1965 TÍIVIENN iiii Að morgni hins nítjánda dags Farvardin — fyrsta mán- aðar ársins — árið 1344 lenti rísastór farþegaþota af gerð- inni Convair Coronado á Mehrabad-flugvelli við borg- ina Teheran í Persíu .... Ykkur mun kannski detta i hug að hér sé um einhvers- konar hugsanabrengl eða prent villu að ræða, en svo er ekki. Svo andstætt sem ártalið og farkosturinn er hvort öðru, er þó hvorttveggja rétt með far- ið og andstæðurnar milli þeirra eru ekki meiri en þær, sem áttu eftir að blasa við hópi norrænna og bandarískra blaða manna, sem með þessari flug- vél komu á sögufrægar slóðir Persíu, sem nú heitir íran. Að vísu var'hér um að ræða morgun hins áttunda dags aprílmánaðar árið 1965 eftir okkar tímatali, en í löndum Islams-trúarmanna var árið 1344 þá nýlega byrjað, en þeir miða tímatal sitt við þann at- burð er spámaðurinn Múham- eð flúði frá Mekka til Medina á sinni tíð, en þá skrifuðum við ártalið 622. í þá rúmu viku. sem við vorum jjarna á ferð. kom það talsvert oft fyrir, að við þurftum að reikna með þessum 622 árum er við feng- um upplýsingar um ýmsa við- burði síðari tíma, en hitt er mér minnisstæðara að við bók- staflega margsinnis „stukkum yfir þessi ár“ eins og einn ferðafélaginn komst að orði. Við skoðuðum hús og minjar sem reist voru fyrir mörgum öldum, gengum og ókum um götur og stræti sem háfa harla lítið breytt um svip öldum sam an og gengum í næstu andrá inn um dyr hins nýja tíma, inn í fullkomnar verksmiðjur og rannsóknarstofur þar sem vís- indi kjarnorkualdar voru hag- nýtt til hins ítrasta. Það er alls ekki ætlun mín að eyða pappír og prentsvertu í það að skrifa hér ferðasögu í eiginlegustu merkingu þess orðs, en þó verður ekki hjá því komizt í upphafi þessara pistla að skýra nokkuð frá til- gangi og tilefni þessarar farar, svo og rekja nokkuð gang hennar í stórum dráttum. Það var einn venjulegan starfsdag eftir miðjan marz- mánuð, að ritstjóri Tímans kallaði mig inn til sín og sagði mér, að blaðinu stæði til boða að senda blaðamann austur til Teheran í boði skandi- navíska flugfélagsins SAS og umboðsmanna þess hér, Flug- félags íslands. Röðin væri kom- in að mér og ég þyrfti að láta sig vita eftir einn dag, hvort ég gæti farið þessa för. Ég skal ekki neita því að hug- urinn var í talsverðu uppnámi þennan dag og raunar fleiri á eftir, á meðan ég velti því fyrir mér fram og aftur, hvort ég ætti að takast þessa för á hendur. Að lokum fór svo að löngun og eftirvænting urðu allri skynsemi í fjármálum yf- irsterkari, förin var afráðin, svo var farið í bólusetningar gegn kúabólu, taugaveiki og kóleru og mánudaginn fimmta apríl héldum við svo til Kaup- mannahafnar tveir kollegar héðan úr Reykjavík til að hitta aðra ferðafélaga í Kaupmann- höfn. Með mér héðan var Björn Jóhannsson blaðamaður á Morgunblaðinu. Að kvöldi 7. apríl mættum við Björn svo úti á Kastrup-flug og ekið inn í borgina. Og strax á þessum fyrsta spöl, sem við ferðuðumst á íranskri grund báru þær andstæður fyr- ir augu okkar, sem æ síðan blöstu við okkur þennan tíma, sem við dvöldumst í landinu. Vegurinn var breiður, malbik- aður og 'góður og við mættum risastórum vörubifreiðum með aftanívögnum, sem siluðust áfram með þunga járnbrautar- teina merkta rauðum flöggum og á eftir þeim trítluðu litlir Þessi mynd er af keisarahjónum frana, Mohammed Reza shah og konu hans Farah Diba, sem er þriSja kona hans og sú fyrsta sem gat aliS honum rikiserfingja. velli og hittum þar fararstjóra hópsins frá SAS, þau Rögnu Palmer og Donald Lodin. Bæði gegna þau svokölluðu „public relation" störfum fyrir SAS, þ. e. þau vinna við útbreiðslu- og áróðursstarfsemi, Palmer í Kaupmannahöfn og Lodin í Stokkhólmi. Að lokinni stuttri kynningu væntanlegra ferðafé- laga var stigið um borð í hinn glæsilega farkost, sem er ein allra glæsilegasta farþegaþota, sem i notkun er i heiminum, og haldið af stað suður á bóg- inn. Eftir stutt flug var lent í Frankfurt og síðan aftur í Genf. Á báðum stöðum bætt- ust farþegar í hópinn og þeg- ar lagt var upp frá Genf var vélin fullskipuð farþegum. Það var bein og óslitin ferð frá Genf til Teheran sem var ver- ið að vígja í þessari ferö og hún tók tæpar fimm khikku- stundir. Við lentum á Mehra- bad-flugvelli við Teheran klukkan rúmlega sex að morgni eftir írönskum tíma. Eftir stutta dvöl á flugvell- inum var setzt upp í bifreið asnar, hlaðnir þungum klyfj- um og ofan á þeim sat grann- holda og sólbrenndur bóndi. Við mættum glæsilegum Cadillac-bifreiðum og í næstu andrá ókum við fram hjá úlf- öldum, sem siluðust áfram á leið til borgarinnar. Landið var fremur hrjóstrugt vegna vatns- skortsins, sem er einn höfuð- óvinur írönsku þjóðarinnar, en þar sem vatni var veitt á var gróskumikill gróður og pálm- arnir vögguðu í blænum. Lands lagið var landslag hita og þurrks, en í norðri blöstu við snævi kringd háfjöll, allt upp í 19 þúsund feta hæð. Og þeg- ar inn í borgina kom ókum við til skiptis fram hjá forn- um b.vggingum. sem beró svip- mót liðinna kynsléða og í næstu andrá blasti við 10 hæða skrifstofubygging einlivers risa fyrirtækisins. í skugga gömlu húsanna lágu menn á gang stéttunum og sváfu konur sátu og þvoðu þvott í opnum lækj um, sem runnu meðfram göt- unum og menn fengu sér morg unþvottinn upp úr vatninu er var skollitaðra en nokkurt jök- ulvatn sem ég hefi séð hér heima. Og í næstu andrá sá- um við fallega skrautgarða þar sem fólk gekk um, klætt á Evrópu-vísu, milli gosbrunna, sem sendu kristaltært vatn marga metra í loft upp. Svo ókum við út úr borginni aftur í átt til hæðanna norðan við hana. Við ókum fram hjá lág- reistum húsum, byggðum úr brúnleitum steini, þar sem gluggarnir voru aðeins örsmá- ar rifur inn í þykka veggina, og svo blasti allt í einu við okkur hótelið okkar upp á 15 gistihæðir, með nafni Hiltons hótelkóngs skrifuðu risastöf- um á veggjunum. Þannig gæti þessi pistill haldið áfram í hið óendanlega, hvar sem við fór- um blöstu andstæðurnar við okkur. Slíkt þarf raunar engan að undra. Við vorum staddir í einu elzta menningarríki heims, sem á sér mikla og fjölbreytta sögu, við vorum staddir í landi Kýrosar, sem leyfði ísraelsmönnum að fara heim úr útlegðinni í Babýlon og lagði grundvöllinn að fyrsta >heimsveldi mannkynssögunnar, í landinu sem fóstraði Omar Kayyam, meðal þjóðar sem hef ur drottnað yfir öðrum og ver- ið sjálf kúguð, meðal þjóðar þar sem það hefur til skamms tíma verið talið eðlilegt nátt- úrulögmál að auðurinn væri á fárra manna höndum, en alþýða manna .væri lítt upp- lýst og hefði vart til hnífs og skeiðar, en hefur nú ákveðið að varpa af sér okinu undir forystu sjálfs drottnara lands- ins og taka upp nýrri og betri þjóðfélagshætti. Það gat ekki farið fram hjá okkur að bæði land og þjóð eru í deiglu nýs tíma og takist sú eldskírn eins vel og vonir standa til mun þarna vissulega rísa upp nýtt stórveldi, þótt það byggist ekki á því að drottna yfir heims- byggðinni, eins og á dögum hinna fornu herkonunga. Það er býsna margt, sem ferðamenn eru hvattir til þess að sjá í Teheran. Við stönzuð- um þar aðeins í tvo daga, og urðum á þeim tíma að mæta í alls kyns boðum og veizlum og gátum því ekki skoðað nema fátt eitt af því sem hin stóra borg hefur upp á að þjóða. Ég ætla ekki að rekja för okk- ar um borgina skref fyrir skref en mun síðar í þessum pistl- um minnast á nokkuð úr dvöl okkar þar. En nú langar mig til að biðja lesendur um að staldra örlítið við með mér og líta nokkuð á samtíðarsögu þessarar fjarlægu bjóðar. sem er íslendingum mjög lítið kunn, og allt of fáir íslend- ingar hafa gist. Það er erfitt að kveða upp íkveðinn dóm um stjórnar háttu og lífskjör svo framandi þjóðar sem íranir eru, ekki hvað sízt þegar svo lítill tími hefur gefizt til kvnna og t'ið á um okkur sem dvöldumst þar í aðeins eina viku og vor- um allan tímann í fylgd með opinberum starfsmönnum ír- anska rikisins. Hætt er líka við, að ef sá dómur miðaðist við lífskjör og réttarfarsöryggi íslendinga yrði hann mörgum íranbúanum mjög torskilinn. Ef við lítum með sanngirni á þessi mál verðum við að hafa í huga, hversu stutt er síðan ráðamenn landsins tóku að reyna að færa stjórnarfarið til lýðræðislegri hátta og við hve ramman reip þau eiga að draga í öllum tilraunum sínum við að bæta lífskjör fólksins og stuðla að framförum í atvinnu- lífinu. Lítum þá fyrst á stjórnar- farið. Frá sjónarhóli okkar Norðurlandabúa vantar mikið á að lýðræði teljist ríkjandi í íran. Stjórnarfarið er keis- araeinræði, þar sem leynilög- reglu, lögreglu og her er misk- unnarlaust beitt til þess að halda uppi aga og reglu og við- halda völdum valdhafanna. Það er hvíslað um það í skúma- skotum að það komi býsna oft fyrir að þeir menn, sem rísa upp gegn stjórn landsins og gagnrýnp hana, eigi sér skamm an aldur, eða í það minnsta stutt frelsi. Pólitískar fangels- anir eru hvergi nærri óþekkt fyrirbrigði og fullyrt er, að sumir komist ekki einu sinni inn fyrir fangelsismúrana. En frá sjónarhóli þeirra, ír- ana, sem komnir eru til ára sinna, ríkir mikið frelsi og ör- yggi í landinu núna. Og ýms- ar nágrannaþjóðir frana myndu prísa sig sælar yfir því frelsi, sem þar ríkir. Og í sann- leika sagt, þá eru það yfirleitt ekki „góðu mennirnir“ sem verða fórnardýr einræðisins í íran. Svo einkennilegt sem það kann að virðast þá er það ein- valdur þjóðarinnar sem er að berjast við að koma á bætt- um stjórnarháttum, auka raun verulegt lýðræði og bæta lífs- kjörin. En hann á í höggi við fólk, sem tilheyrt hefur for- réttindastéttum þjóðfélagsins, eins og forfeður þess mann fram af manni. Það fólk hefur rakað saman auði á örbirgð annarra og það er ákveðið í því að láta forréttindi sín ekki af hendi fyrr en í fulla hnef- ana. Og það svífst vissulega einskis eins og dæmin sanna. Þá á keisarinn í miklum átök- um við ofsafulla trúarleiðtoga, sem í engu vilja slaka á því ógnarvaldi sem þeir hafa öld- um saman haft yfir fólkinu í skjóli fáfræði og hindurvitna. Sú barátta fer mun lægra en hin þar eð keisarinn og ríkis- stjómin játa sömu trú og þeir trúarleiðtogar sem þeir eiga við, en hún mun ekki vere mildari undir niðri. Mannslífið er ekki metið á sama hátt í löndum austur þar og hjá okkur. Ef einhver mað- ur er „fyrir,“ þá er bara að ryðja honum úr vegi. Og þau eru ófá skiptin, sem reynt hef- ur verið að ryðja keisara fr- ana úr vegi, þótt ekki hafi ávallt verið hátt haft um slíkt. Hið sama gildir um ráðherra hans. og er þá skemmst að minnast er forsætisráðherra landsins var myrtur fyrir nokkrum mánuðum. Það voru forréttindastéttirnar sem stóðu bak við það morð. og þær

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.