Morgunblaðið - 21.12.1951, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1951, Blaðsíða 1
16 síður og Lesbólc S8. árgangnr. 297. tbl. — Föstudagur 21. desember 1951. Prentsmlðja Margunblaðsina, | fsfóðleikhúslð fær aukið rekstrarfé Upplýsingar um launagreiðslur fil leikara í GÆR var frumvarpið, um að rekstrarsjóður Þjóðleikhússins fái meira fé af skemmtanaskattinúm en hingað til, samþykkt sem lög frá Alþingi. — Var frv. samþykkt svo að segja óbreytt frá því er það var lagt fram og var þá skýrt frá efni þess hér í blaðinu. yiLLANDl SOGUM HNEKKT I umiæöum, sem um málið | urðu kvaddi Gísli Jónsson sér hljóðs og sagði að þar sem uppi hafi verið ýmsar mjög villandi sögur um það, hvaða laun ýmsir leikarar hafa fengið hjá Þjóðleik húsinu, sem hafi leikið hér sem gestir, telji hann rétt að láta sannleikann koma i ljós í þessum málum og hnekkja með því röngum sögum um þetta. Launagreiðslur til þessara leik- ara væru sem hér segir: Anna Borg: Fyrir 23 sýningar á „Heilög Jóhanna" 25,000,00 Fyrir 14 sýningar á „ímyndunarveikin“ 14,000,00 Ferðakostnaður .... 3,824,42 Uppihald 11,200,00 Stefán íslanði: Fyrir 29 sýningar á „Rígólettó“ .. 24,500,00 Ferðakostnaður .... .. 7,612,00 Uppihald • • 14,903,50 Else Miihl: Fyrir 18 sýningar á „Rígólettó“ . . 9,000,00 Ferðakostnaður .... . . 4,995,10 Uppihald •• 5,918,75 Eva Berge: Fyrir 11 sýningar á „Rígólettó“ 4,765,00 Ferðakostnaður .... 3,806,00 Uppihald 3,294,95 Júgó-Slafar skila slríðsföngum BONN, 20. des.: — Þýzkir striðs- fangar, sem júgó-slafnesk stjórn- völd hafa sleppt úr haldi, koma heim til Þýzkalands á morgun, laugardag. Eru þá ekki nema um 140 þýzkir stríðsfangar eftir í Júgó-Slafíu. Sennilega verða 100 þeirra látnir lausir i janúar. — Reuter-NTB. Missa þeir bifa úr ÓSLÓARBORG, 20. des. — Norska blaðinu Dagbladet farast svo orð í dag: „Urskurði Haag-dómsins var tekið fá- lega í Álasundi og Sunnmæri. íslendingar færa að líkindum út landhelgi sína, og það getur haft mikil áhrif á síldveið- arnar, sem Norðmenn stunda við ísland. Norðmenn veiða ár hvert síld fyrir um 20 milljónir norskra króna við norður- strönd íslands.“ Reuter-NTB. Kveikt á norska jólatrénu LUNDÚNUM, 20. des. — í kvöld var kveikt á norslta jólatrénu á Trafalgartorgi í Lundúnum. Þetta eru fimmtu jólin í röð, sem Ósló- arbúar gefa Lundúnabúum stórt jólatré. — Reuter-NTB. Fulltrúi íslands kosinn í þýzku kosninganefndina Tekur hún lil slarfa upp úr nýjárinu \ Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. PARÍSARBORG, 20. des. — Allsherjarþing S. Þ. samþykkti í dag með 45 atkvæðum gegn 6, að sett skuli á fót nefnd, er rannsaki, hvort skilyrði séu til frjálsra kosninga í Þýzkalandi. Fimm komm- únistaríki Austur-Evrópu og ísrael greiddu atkvæði gegn tillögunni. Kari Gvifard Lábía fullvaida konungsríki LUNDÚNUM, 20. des. — Á mánudaginn kemur verður Líbía fullvalda konungsríki. — Þingið verður í tveimur deildum, og fara kosningar til þess fram snemma næsta árs. Simon Edwardsen: Fyrir uppsetningu og leikstjórn á 29 sýning um á ,,Rígólettó“ .. 18,605,00 Ferðakostnaður ....... 7,849,55 Uppihald ............. 12,179,55 Samkvæmt þessu hafa því launagreiðslur orðið kr. 95,870,00. Þá skýrði Gísli Jónsson frá því að nettóhagnaður af sýningum á „Rígólettó" hafi orðið um 150 þús. kr. RÁÐIST Á GARÐINN ÞAR SEM HANN ER LÆGSTUR Jóhann Þ. Jósefsson talaði einnig í þessum umræðum. •— Kvaðst hann hafa fengið fregnir af því að nú væri þjóðleikhús- stjóri vera farinn að „spara", en heldur kæmi sá sparnaður illa niður, því að þar væri ráðist á garðinn þar sem hann væri lægstur. Framh. á bls. 8 Flugmenn Air France gera verkfall PARÍSARBORG, 20. des.: — Flugmenn hjá Air France gerðu verkfall í kvöld. Það stendur til 9. janúar n.k., ef ekki takast samningar á þeim tíma. Krafizt er launahækkunar, og taka allir flugmennirnir þátt í verkfallinu, þeir sem stunda farþegaflug, að undanskildum þeim, er fljúga til Austurlanda. Það var stéttarfélag farþega- flugmanna, sem afréð, að lagt skyldi út í verkfall þetta. For- mælandi Air France segir verk- fallið ekki munu vera algert, þar sem ekki séu allir flugmennirnir félagsbundnir þar. — Reuter-NTB. Stjórnarbót í Túnis PARÍSARBORG, 20. des.: — Stjórn franska Jafnaðarmanna- flokksins hefir samþykkt að veita Túnis aukna sjálfstjórn. Kveður þar við annað hljóð en hjá stjórn- inni. — Reuter-NTB. Sfirðlega gengur með danska sjónvarpið | KAUPMANNAHÖFN, 20. des.: — Það blæs eki sem byrlegast fyrir sjónvarpið í Danmörku. Ekki eru nema 150 sjónvarpsnotendur, og eru litlar líkur til, að þeir verði 1500 á fyrsta árinu eins og von- azt hafði verið. — NTB. ^FULLTRÚI ÍSLANDS , í KOSNINGANEFNDINNI Samþykkt var, að fulltrúar ís- lands, Brazilíu, Pakistans, Hol- lands og Póllands taki sæti í refndinni. Pólski fulltrúinn hef- ur lýst yfir, að Pólverjar vilji engan hlut eiga að nefndinni, en menn vona, að þeir taki sinna- skiptum. — Þá hafa og Austur- Þjóðverjar tilkynnt, að nefndin. fái ekki leyfi til að koma inn i landið og gera þar athuganir. \ HEFST HANDA UPP ÚR NÝÁRINU Vishinski hélt því fram, að verkahringur nefndarinnar mið- aðist við störf, er S. Þ. væri ó- viðkomandi. Nefndin tekur til starfa eins fljótt og unnt er eftir áramótin, en að líkindum verður aðalverk- svið hennar í Vestur-Þýzkalandi. Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd af Karli Övgárd á fyrir- lestrarkvöldi hjá Svifflugfélag- inu sumarið 1948. Bretar þrengja kost Egypta KAÍRÓ, 20. des. — Yfirmaður Bretahers á Súez-eiði hefur til- kynnt, að hér eftir verði farið með þá Egypta eins og óvini, sem reynast við handtöku hafa vopn í fórum sínum. Telja margir, að í tilkynning- unni felist það og, að hér eftir \ erði þeir Egyptar, sem Bretar taka höndum, ekki framscldir egypzkum stjórnvöldum, heldur fari Bretar með mál þeirra. í gær var varpað sprengjum að brezkri járnbrautarlest, en cngan sakaði. — Reuter-NTB. Kunnur, sænskur svifflugmaó- ur týnist í Bandaríkjunum Dvaldist hér á landi sumarið 1948 Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. SAN FRANSISKÓ, 20. des. — í dag leituðu enn 30 vélflugur auk fjölda manns á landi sænska svifflugmannsins Karls Övgárds, sem hvarf í Nevada-fjöllunum fyrir tveimur dögum, þar sem hann reyndi að setja nýtt met í hæðarflugi. Sást seinast til hans, er hann hvarf inn í skýjaþykkni eftir að hann hafði sleppt dráttar- taug vélflugunnar. Þá var hann í fimm þús. metra hæð. -----------------— ♦ÆTLAÐI í 12 ÞÚSUND METRA HÆÐ Grikkinn var kosinn PARÍS, 20. des.: — í dag var samþykkt í Allsherjarþinginu, að Grikkland skyldi hljóta sæti Júgó-Slafa í Oryggisráð- inu. Fengu Grikkir 39 atkv., en Hvít-Rússar 16. Þetta var 19. atkvæðagreiðslan, sem fram fór í þinginu um málið, en tii að fulltrúi sé löglega kosinn í ráðið þarf hann % atkvæða. Fyrir hálfum mánuði voru fulltrúar Chiles og Pakistans kjörnir í ráðið í stað Ekva- dors og Indlands. Danski farþega- skip brennur SAN FRANSISKÓ, 20. des.: — Átta þús. smál. danskt skip, Erria, ónýttist af eldi úti fyrir vesturströnd Bandaríkjanna í dag. Björgunarskipum tókst að bjarga 75 manns, farþegum og á- höfn, en enn er saknað 11 manns, 8 skipverja og 3 farþega. Hálftíma eftir að eldsins varð vart, var það alelda, svo að flýja varð það. Vonir standa til, að þeir sem saknað er, hafi komizt í björgunarbáta. — Reuter-NTB. Bíóngurlóarmál- inu lokið KAUPMANNAHÖFN, 20. des.: — Stærsta mál í sögu dönsku lög- reglunnar, Kóngurlóarmálið, er nú á enda. Við réttarhöldin hafa verið skrifaðar 60 þús. blaðsíður, en 5000 manns hafa verið yfir- heyrðir. M.a. voru 30 lögreglumenn flæktir í málið. — NTB. ; Gin- og klautaveikin breiðist út í Áusturríki 1 VÍNARBORG, 20. des. — Aust- urríska landbúnaðarráðuneytið tilkynnir, að gin- og klaufaveik- innar hafi orðið vart á 72 bæj- um í 37 sýslum landsins. Sein- ustu 2 daga hefur veikin fundizt á 10 bæjum. Allir bæirnir hafa verið settir í sóttkví. Reuter-NTB. Vélflugurnar hafa nú leitað um mikinn hluta Nevada og Kaliforn- íu, en ekki hefir sézt tangur né tetur eftir af svifflugu Karls. Svifflugamaðurinn hafði súrefnis- birgðir til 6 stunda flugs í mikilli hæð. Gerði hann sér vonir um að komast upp í 12 þús. metra hæð, með því að færa sér í nyt hið mikla loftuppstreymi með fjalla- tindunum. VAR HÉR VIÐ RANN- SÓKNIR 1948 Karl Övgárd var hér á landi sumarið 1948 við rannsóknir á bylgjuuppstreymi. Flaug hann þá hjá Svifflugfélagi Islands í rann- sóknaskyni. Áður en hann kom hingað var hann við sams konar rannsóknir í Tékkó-Slóvakíu. S.þ. búa sig undir að laka við slríðsiöngun- um cg ilytjo til Japan Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. TÓKÍÓ, 20. des. — Samningamenn S. Þ. í Panmunjom hafa til- kynnt kommúnistum, að þeir séu fúsir til að hefja að nýju við- ræður um skipti stríðsfanga, er nafnaskráin, sem kommúnistar hafa afhent, hefur verið rannsökuð. i ---------------------®UNDIRBÚNINGUR TIL AÐ 1 FLYTJA FANGANA TIL TÓKÍÓ í svip er ekki hægt að segja um, hve nær viðræður geti aftur haf- izt. Eftir er að ganga frá fanga- skiptunum í einstökum atriðum. Herstjórn S. Þ. hefir þegar gert ráðstafanir til að taka við stríðs- föngunum og flytja þá loftleifca til Japans. Staiin er 72 ára í dag MOSKVU, 20. des. — Stalin, marskálkur, verður 72 ára á morgun, föstudag. Hafa'blöðin í löndum Austur-Evrópu skýrt frá því, að verkamenn hafi skuld- bundið sig til að afkasta meiru þann dag en þeim er ætlað jafn- aðarlega. Ekki vita menn örugglega, hvar Stalin dvelst um þessar mundir, en að líkindum lætur hann fara vel um sig suður í Kákasus. — Reuter-NTB. LITIÐ BARIZT Sama sem ekkert var barizt í Kóreu í dag. Nokkrir loftbardag- ar urðu þó yfir Norður-Kóreu. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.