Morgunblaðið - 21.12.1951, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.1951, Blaðsíða 16
Veðurúiiif í dag: Hvass SV, skúrir, síðar él. 297. tbl. — Föstudagur 21. dcsember 1951. * 4 dagar til j'óla lúmU70 þús. manns á ieik* sýningum Þjóðleikhússins Á máiverkasýningunni í Bláfúni Yfiriitsskýrsla þjéðieíkhússfjóra ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI sendi Mbl. í gærkvöldi yfirlit um þær leiksýningar, sem fram hafa farið í Þjóðleikhúsinu síðan það hóf starfsemi sína. — Segir í fréttatilkynningu hans, að vegna allmikilla umræðna um Þjóðleikhúsið, þyki honum hlýða að gefa almenningi kost á slíku yfirliti. — Samkvæmt því hafa alls farið fram 342 leiksýningar og gestir leikhússins eru alls 170.111. Það leikrit, sem mest aðsókn'®- hefur verið að, er íslandsklukk- an, næst kemur gamanleikurinn Pabbi. — Hér fer yfirlit þjóð- leikhússtjóra á eftir: Nýársnóttin eftir Indriða Ein- arsson, 28 sýningar. Leikhúsgest- ir samtals 16.606. Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson, 16 sýningar. Leik- húsgestir samtals 9.603. fslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness, 50 sýningar. — Leikhúsgestir 28.582. Brúðkaup Figaros eftir Mozart, 7 sýningar. Leikhúsgestir samtals 4.789. Óvænt heimsókn eftir J. B. Priestley, 13 sýningar. Leikhús- gestir samtals 4.770. Pabbi eftir Howard Lindsay og Russel Crouse, 36 sýningar. Leik-. húsgestir samtals 19.266. Jón biskup Arason eftir Tryggva Sveinbjörnsson, 12 sýn- ingar. —■ Leikhúsgestir samtals 5.676. Konu ofaukið eftir Knud Söd- erby, sýningar 6. Leikhúsgestir samtals 1.528. Söngbjallan eftir Charles Dick- ens, 8 sýningar. Leikhúsgestir samtals 2.238. Flekkaðar hendur eftir Jean- Paul Sartre, 16 sýningar. Leik- húsgestir samtals 6.209. Snædrottningin eftir H. C. Andersen, 16 sýningar. Leikhús- gestir samtals 8.176. Heilög Jóhanna eftir G. Bern- ard Shaw, 23 sýningar. Leikhús- gestir samtals 10.520. Sölumaður deyr eftir Arthur Miller, 13 sýningar. Leikhúsgest- ir samtals 4.634. Dansinn í Hruna (loka atriðið) eftir Indriða Einarsson, 1 sýning. Leikhúsgestir samtals 295. ímyndunarveikin eftir Moli- ére, 32 sýningar. Leikhúsgestir samtals 16.523. Rigoletto eftir G. Verdi, 29 sýningar. Leikhúsgestir samtals 18.605. Lénharður fógeti eftir Einar H. Kvaran, 12 sýningar. Leikhús- gestir samtals 4.699. Dóri eftir Tómas Hallgrímsson, 14 sýningar. Leikhúsgestir sam- tals 4.439. Hve gott og fagurt eftir W. Sommerset Maugham, 10 sýning- ar. Leikhúsgestir samtals 2.953. Sýningar standa enn yfir. NÆSTA LEIKRIT í æfingu eru leikritin „Gullna hliðið“ eftir Davíð Stefánsson, frumsýnt 2. jóladag, „Anna Christie" eftir Hugen O’Neill. — „Þess vegna skiljum við“, eftir Guðmund Kamban og „Sem yð- ur þóknast“ eftir W. Shake- speare. Að lokum segir í fréttatilk. þjóðleikhússtjóra: Af þessu yfirliti mun öllum ljóst að Þjóðleikhúsið hefur sett markið hátt, hvað snertir val leikrita. Flest eru leikrit þessi úr flokki úrvals leikbókmennta inn- lendra og erlendra og eftir víð- kunna og vinsæla höfunda. Enda er það viðurkennt af hinum beztu kunnáttumönnum á sviði leiklistarinnar er hlutlaust líta á, að Þjóðleikhúsið hafi með sýn- ingum á svo mörgum úrvalsverk- um þegar í byrjunarstarfi unnið merkilegt menningarstarf og þannig gegnt því hlutverki, sem því frá upphafi var ætlað. Rúmlega 114ðonn af jélapósii PÓSTSTOFAN hér í Reykja- vík skýrði Mbl. svo frá í gær að jólapósturinn, bæði inn- lendur og erlendur, til og frá landinu, næmi alls um 114,2 tonnum. Hér er miðað við póstinn, sem afgreiddur hefur verið dagana 1.—18 des. En jólapóst ur er eðlilega mestur hluti þess pósts. Tekið var fram að enn ætti mikið af jólapósti eftir að berast, til dæmis utan af landi. Til Reykjavíkur höfðu alls borizt 1781 póstpoki þann 18. des., og vógu þeir alls 39,200 kg. Frá Reykjavík hafa verið sendir 3660 póstpokar, samtals 75 tonn að þyngd. Almenningur er hvattur til að póstleggja jólabréf sín hið allra bráðasta og eigi síðar en fyrir miðnætti á laugardags- kvöíd. Sýning Jóns Þorleifssonar, sem staðið hefur í eina viku í vinnu- 1 stoíu hans að Blátúni við Kaplaskjólsveg, hefur verið dável sótt. Níu málverk hafa selzt. — Sýningunni lýkur á Þorláksmessu. — Þessi mynd heitir: Garðurinn í Blátúni. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Ljósmyndapertim slolið BLAÐALJÓSMYNDARI Tímans varð fyrir því óhappi í gær, að stolið var úr bíl hans hér í Mið- bænum fullum pappakassa. Voru í kassanum 120 perur, flashper- ur, frá GEC verksmiðjunum. Hafi einhver orðið kassans var eða þjófsins, sem honum stal, er viðkomandi beðinn að gera rann- sóknarlögreglunni tafarlaust við vart. 1984 — Fræg skéld- saga á íslenzku HIN heimsfræga skáldsaga „1984“ eftir George Orwell er nýlega komin út á íslenzku í þýðingu Thorolfs Smiths og Hersteins Pálssonar. George Orwell hafði getið sér heimsfrægð fyrir skáldsögur sín- ar, ritgerðir og blaðagreinar áður en hann lézt á árinu sem leið. Þessi bók hans var hin síðasta frá hans hendi. Efnið er mjög hugstætt, og verður í höndum höfundarins svo hugleikið, að víðast hvar minnir það á „spenn- andi“ lögreglusögu. Má fullyrða, að fæstir, sem hefja lestur þess- arar bókar, sleppa henni fyrr en að lestri loknum, svo gagnteknir verða flestir af töfrum frásagn- arinnar. Það má auðvitað lengi deila um það, hvort nokkur líkindi séu til þess, að þær aðstæður, sem Orwell lýsir af svo miklu fjöri í sögunni „1984“, eigi eftir að skap- ast hér í Vestur-Evrópu. En hitt dylst engum, að höfundurinn hef-' ur um efnið fjallað af mikilli hugkvæmni og frásagnargleði. Stærsta skipið. SUNDERLAND — Norðmenn hafa samið um smíði á 26.400 tonna olíuskipi í Sunderland, og verður það stærsta skip, sem þar hefur verið smíðað. Gullfaxa var r i» mm Yio VEGNA óhagstæðrar veðurspár fyrir Reykjavík var Gullfaxa snúið við í gær aftur til Prest- víkur, en hann hafði verið rúma klukkustund á lofti er honum var snúið. Gullfaxi var væntan- legur um klukkan 8 í gærkvöldi, en þá var búizt við 12—14 vind- stigum hér í Reykjavík. Veður- hæðin mun hafa verið kringum 10—11 vindstig í mestu vindbylj- unum og skyggni slæmt vegna rigningarinnar. Gullfaxi er væntanlegur mOli kl. 12,30 og 1 í dag. Fer svo í kvöld áleiðis til Pori í Finnlandi til að sækja innflytjendur til Toronto í Kanada. — Er þess vænzt að Gullfaxi komi úr Kan- adaförinni á aðfangadagskvöld, ef ferðin gengur samkvæmt á- ætlun. Hilli 160 og 170 Iré hafa unnizt I GÆRKVÖLDI, er öðrum degi skógræktarhappdrættis Land- græðslusjóðs til ágóða fyrir vel- gerðarstofnanir lauk, höfðu milli 160 og 170 tré unnizt í happdrætt- inu. Þó veður væri slæmt síðdegis í gær, rok og rigning, var þátttaka góð. — í gær var lítil telpa svo heppin að vinna tvö tré. Hún hafði verið send að heiman með 20 krónur til að kaupa tvo miða og sú litla dró þá báða í einu og fékk sitt tréið á hvorn þeirra. Eftir hádegi í dag heldur happ- drættið áfram að Laugavegi 7. Tréð var sett upp á Auslurvelli í gær í GÆRKVÖLDI var jólatréð, sem Skógræktin hefur gefið Reykjavík, sett upp á Austur- velli. — Vegna veðurs var ekki hægt að setja á það hin marglitu jólaljós, en komið var fyrir á jörðinni kastljósum, er lýsa það upp. Tré þetta er úr Hallormsstaða- stöðinni og er um sex metra hátt. Togarar bæjarins hafa landað 794 SÍÐAN ákveðið var að togarar Bæjarútgerðar Reykjavíkur hæfu veiðar, til þess að landa aflanum í Reykjavík, hafa fjórir togarar útgerðarinnar, b.v. Hallveig Fróða dóttir, b.v. Jón Þorláksson, b.v. Pétur Halldórsson og b.v. Jón Raldvinsson, landað hér 794 tonn- um til vinnslu í frystihúsum, í salt og til harðfiskverkunar. Jólagestur varnar- liðsins kemur frá Indianafylki FYRIR nokkru var frá því skýrt að yfirmenn varnarliðsins í Kefla- vík hefðu efnt til ritgerðarsam- keppni meðal hermannanna þar. Þéim er skilaði beztu ritgerðinni skyldi gefinn kostur^i að fá móður sína í heimsókn nú um jólin. Verð- ur hún jólagestur varnarliðsins. Ritgerðarefnið var: Hversvegna ég tel að móðir mín ætti að dvelja hjá mér um jólin. Liðþjálfi að nafni John W. Butler í flughern- um varð hlutskarpastur og móðir hans, sem búsett er í Indiana- fylki, er væntanleg til Keflavík- urflugvallar á Þorláksmessu. Fjárlagafrv. samþ. sem lög 4 Á FUNDl seint í gærkveldi fóí fram atkvæðagreiðsla um fjárlaga frumvarpið., Voru allar tillögur meiri hluta fjárveitinganefndaí samþykktar og allmargar tillögur einstakra þmgmanna. Verður nánar skýrt frá af greiðslu fjárlagafrv. síðar. ------------------- <' I Amerískur háskóla- kór á jólafónleikum KÓR George Washington háskól- ans í Washington-borg, kemur fram á Jólatónleikum þeim er Tónlistarfélagið hér í Reykjavík efnir til fyrir meðlimi sína. Kórinn kemur hingað til lands á morgun og mun syngja á jóla- skemmtunum á Keflavíkurflug- velli. — Eru í kórnum, sem er blandaður, 34 manns. Háskólakór þessi mun vera van- ur flutningi stærri hátíðasöngva. Þó ekki sé fyllilega ákveðið, hvað hann flytji á jólatónleikum Tón- listarfélagsins, þá mun hann á Keflavíkurflugvelli flytja oratorí- ið Messias eftir Hándel. * Jólatónleikarnir verða í Frí- kirkjunni klukkan 5 á annan í jól- um. Alþhgi fresfað fram yfir áramóf j ALÞINGI var frestað í gær, en mun koma aftur saman þann 3. jan. Á síðustu fundum, sem haldn- ir voru í báðum deildum og sam. þingi. kvöddu forsetar þingmenn og óskuðu þeim gleðilegra jóla og utanbæjarmönnum góðrar ferðar heim og heimkomu. í neðri deild kvaddi Einar Ol- geirsson sér hljóðs og þakkaði Sigurði Bjamasyni forseta deild- arinnar góð störf og óskaði hon- um allra heilla og stóðu þing- menn upp til áréttingar þessum orðum. Einar Olgeirsson þakkaði Jóni Pálmasyni forseta sam. þings á sama hátt og risu þing- menn eiunig úr sætum sínum, í efri deild þakkaði Haraldur Guðmundsson Bernharð Stefáns- syni forseta deildarinnar og árn- aði honum allra heilla og risu þingmenn úr sætum sínum. ----------------- 4 eyri jéiafré AKUREYRL 20. des.: — Undan- farin ár hefur Fegrunarfélag Ak- ureyrar beitt sér fyrir jólaskreyt ingu ýmissa áberandi staða hér í bænum. Frú Gunnhildur Ryel hefur ný lega gefið félaginu tvö grenitré úr garði sínum. Eru þau nokkuð á áttunda m hvort á hæð. Hefur annað verið sett upp á Eiðsvelli, en hitt á Höepfnerstorgi. — Hafa þau verið skreytt marglitum ljósaperum. Eru þau að kunn- ugra sögn fyrstu grenitén, sem ræktuð hafa verið í íslenzkri mold og notuð sem jólatré á al- mannafæri. Frú Gunnhildur á miklar þakk ir skyldar fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Þá hefur Kvenfélagið hér fengið tvö lítil íslenzk grenitré aði gjöf, til að setja á efsta þrepið framan við kirkjuna, þar serrs þau verða sett upp á aðfangadag jóla. — H. Vald. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.