Morgunblaðið - 21.12.1951, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 21. des. 1951. 'j(
1 Framhaldssagan 28 ■mmiimDnsiiiiiiiiiiiiiiiiiiimnvTini
Berbergið á annari hæð
Skaldsaga eftir MILDRID DAVIS
„Hér er vasaklúturinn sem ég ,
sagði þér frá“, sagði dökkhærða
stúlkan.
Hilda sem hafði setið á rúm-
inu og hlustað á stóð nú upp.
„Bíddu við, Dora“. Hún roðnaði
þegar allir litu á hana. Hún tók
litla eyrnarlokka með perlum, úr !
eyrum sér og rétti Doru. „Fáðu
þessa að láni“, sagði hún. „Þeir
fara vel við kjólinn þinn“. Hún
reyndi að brosa, en beit í vörina.
Frú Corwith hafði litið snöggv-
ast við en snéri sér nú aftur að
töskunni. Hún tók upp blússu
sem hún hafði rétt áður lagt til
hliðar og starði á hana slójum
augum.
„Viltu hafa þá, Dora“, spurði
Hilda. Rödd hennar var þvinguð
og augu hennar voru óeðlilega
stór og dökk.
Dora svaraði ekki en tók eyrna
lokkana úr hendi Hildu og lét
þá á sig.
„En þú varst búin að lofa að
taka klútinn", sagði dökkhærða
stúlkan.
hvei'
síðastur
3 * necraic Sl
„Geymdu hann þangað til ein-
hver önnur giftir sig“, sagði Dora
Winnie brosti með sjálfri sér
og rótaði í skúffunni í snyrti-
borðinu þangað til hún fann
bursta. „Það fylgir ekki nein sér-
stök gæfa því að lána brúðinni
eitthvað", sagði hún. „Reyndu
heldur að grípa vöndinn. Hvar er
hárgreiðan þín, Dora?“
„Hún ætti heldur ekki að reyna
að ná í vöndinn“, sagði Dora.
„Hilda fær hann“.
„Nei, hvað er nú þetta“, sagði
Winnie. Dora leit við. „Læst
skúffa“, tautaði Winnie. „Já, ég
vissi að það var eitthvað brogað
við þig Dora“.
Dora hallaði sér nær speglin-
um og horfði rannsakandi á
mynd sína. „Hefur þú aldrei læst
skúffu, Winnie?"
Hilda settist aftur á rúmið. Hún
lauk við það sem eftir var í glas-
inu og setti það frá sér á borðið.
Stúlkurnar gengu til og frá um
herbergið. Fæstar gáfu henni
nokkurn gaum. Hún sá þær eins
og í þoku og stafaði það sumpart
af öllu því sem hún var búin að
drekka. Hún horfði á móður sína
loka töskunni, stinga lyklinum
þegjandi í handtösku Doru og
fara hljóðlega út. Hávaðinn og
skvaldrið ætlaði að æra hana.
Hún var sú eina sem heyrði
þegar barið var að dyrum. Áður
en henni vannst tími til að opna,
kallaði Francis utan frá gangin-
um: „í guðanna bænum hleypið
þið mér inn“.
Nú heyrðu hinar. Dökkhærða
stúlkan þaut á fætur, ýtti Hildu
HRÆRIVÉLARNAR
Fyrirliggjandi
Henni fylgir:
Hakkavél
Kaffi-, grænmetis- og
ávaxtakvörn
Sítrónupressa
Deighnoðari
Þeitari og hraerari
i Dropateljari
: Plastic yfirbreiðsla
Skafa
Verð með söluskatti
kr. 2.539.80.
r r
Arsdbyrgð.
HEKLA h.f.
Skólavörðustíg 3 — Sími 1275
Veljið fallegu, nytsömu
Jólagjöfina
þar sem er
MARGT A SAMA STAÐ
Extra! Extra!
Extra !
Heftið með frægustu og
umdeildustu sögu á Islandi,
Sunnudagskvöld til mánudags
morgun, eftir Ástu Sigurðar
dóttur, hefur nú loks verið
endurprentuð vegna gifur-
legra eftirspuma og verður
selt í hókaverzlunum næstu
daga. — Upplag takmarkað
vegna pappírsskorts. —
Jólaheftið kom í gær!
ÍÍÍLIST
a tflUGAVtC 10 -,SIMt»67
BIJRCO BEZT
Ólafur Gíslason & Co. h.f.
Hverfisgötu 49. Simi 81370.
I Ð J A h.f.
Lækjargötu 10B, sími 6441.
Raftækjaverzl. Ljósafoss h.f.
Laugaveg 27. — Simi 2303.
til hliðar og gægðist fram í gegn
um litla rifu. „Hvað gengur á?“
spurði hún og brosti blítt.
„Heyptu mér inn“.
„Ég er nú hrædd um ekki. Þú
átt ekki að sjá brúðina fyrr en við
athöfnina".
„Jæja, biddu hana þá að flýta
sér. Hvað gengur eiginega á
þarna inni. Það er engu líkara en
verið sé að heyja s^órorustu".
Hann reyndi að stinga höfðinu
inn um gættina en stúlkan hélt
fast. „Viltu leiða óhamingju yfii
allt þitt líf“.
„Hverju heldurðu að ég megi
eiga von á? Nei, nei, þetta er
eins og hreinasta kvennabúr".
„Þú ert ennþá frjáls og for-
stofudyrnar standa opnar“, kall-
aði Dora. „Winnie, sáztu hanzk-
ana mína nokkurs staðar."
„Já, en pabbi þinn stendur við
dyrnar. Flýttu þér nú, Dora. Það
getur hver sem er orðið fallegur
eftir að vera búin að vinna að
því í þrjá klukkutíma".
„Það er naumast að þú ert
óþoinmóður", sagði dökkhærða
stúlkan. „Hún kemur bráðum.
Svona farðu nú“.
Hann greip um úlnlið stúlkunn
ar og reyndi að draga hana fram
á ganginn. „Komdu og vertu okk-
ur til skemmtunar á meðan“.
„Það er ekki tímabært að daðra
við ungar stúlkur núna“, sagði
Winnie. „Nei, ég hef ekki séð
hanzkana". Dökkhærða stúlkan
flissaði, losaði hendina og skellti
aftur hurðinni.
Hilda sat dálitla stund enn á rúm
inu. Þrátt fyrir ösina allt í kring
um hana, var efns og færi um
hana hrollur annað slagið og hún
nuddaði á sér handleggina. Loks
stóð hún upp og fór út án þess að
nokkur gæfi því gaum.
Frammi á ganginum var hávað-
inn ennþá meiri, því þar þlandað-
ist saman háværar raddir að neð-
an úr stofunum og dimmar karl-
mannsraddir úr herbergi foreldra
hennar. Dyrnar opnuðust og ein-
hver maður sem Hilda ekki
þekkti kom út óg gekk niður.
Hilda snéri við og fór niður
baktröpurnar. Kjóllinn var henni
til ama. Hún dró upp ermarnar
og reyndi að lagfæra axlirnar.
Hún opnaði dyrnar fyrir neðan
tröppurnar og leit inn.
Það var enginn í eldhúsinu.
Hún skolaði vatnsglas undir kran
anum og athugaði f löskurnar sem
stóðu á borðinu. Loks hellti hún
koníaki í glas hjá sér. Hún drakk
það í einum teig og hellti aftur
í glasið. Svo dró hún stól að borð
inu og settist varlega niður. Þeg
ar hún var viss um að hún hefði
náð fullu jafnvægi, hallaði hún
sér aftur á bak og teygði úr fót-
Unum.
Sólargeislarnir skinu inn um
gluggann og á vaskinn fullan af
óhreinum diskum. Stólarnir stóðu
hér og þar um eldhúsið. Á borð-
inu stóðu óhrein glös, hálftóm-
ar flöskur, dósalyklar og óhrein
svunta.
Ein flaskan datt á gólfið og
brotin flugu í allar áttir. Hilda
teygði sig í koníaksflöskuna. Hún
leit ekki á pollin á gólfinu en virt
ist eiga fullt í fangi með að halda
opnum augunum. Vínið skvettist
úr glasinu og yfir kjól hennar.
Hún raulaði „Billy Boy“ og dill-
aði til fætinum ofan í pollinum
á gólfinu. Á milli þess geispaði
hún eða saup á glasinu.
Það var orðið vel hlýtt í eld-
húsinu. Vaskurinn var farinn að
ganga til eins og skip úti á rúm-
sjó og fæturnir á stólunum bogn-
uðu og svignuðu. í fjarska heyrð-
ist ómur af margróma röddum.
Útidyrnar opnuðust og Swend-
sen stóð á þröskuldinum. Hann
stappaði snjó af fótum sér og
horfði um leið inn í eldhúsið.
Hilda hnipraði sig snöggvast sam
an þegar kaldur gusturinn kom
inn, en annars virtist hún ekki
gefa honum nokkurn gaum.
/eití er komið
HIÐ EINA HEIMA-PERMANENT, SEM NOTAÐ ER
AF MEIRA EN 20 MILJÓN AMERÍSKRA KVENNA
EINS AUÐVELT I NOTKUN OG VINDA
UPP IIÁR YÐAR.
Nú getið þér sjálfar sett
f yður heima þá fallegustu
hárliðun, sem völ er á.
Reynið Toni í dag og sann-
færist um, hve fljótt og auð-
veldlega þér sjálfar getið sett
í yður þá eðlilegustu liði,
sem þér hafið nokkurntíman
fengið.
Toni liðar hvaða hár sem
er, ef það á annað borð tekur
hárliðun, og gefur því mjúka
og fallega liði, sem endast
mjög vel,
Meðal hárliðunartími er
hálf önnur klukkustund.
Fylgið aðeins leiðbeining-
unum, og hár yðar getið þér
liðað eins og þér óskið.
Munið að hiðja um Toni.
Permanent með 42 plast-
spólum kostar kr. 43.65.
Permanent, án spóla kost-
ar kr. 20.50.
Liðið hár yðar sjálf með
og það- verður sem sjálfliðað
Best-friend
Hárþurkurnar kotnnar
HENTUGAR FYRIR TONI
NYTSÖM JÓLAGJÖF
HEKLK H.F.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3 — SÍMI 1275
igaigg-' .*&****,*.. - .sytíhaÉ,
Pýzku
ryksugurnar
K O M N A R — 4 mismunandi gerðir. ■>.J;7j ’
Hekla h.f.
SKÖLAVÖRÐUSTÍG 3
1■ 1-ft8JJj.MJJJJLUJAtJÍ*IJII■ ■_■■ ■■.■■■ »■»■■■■»■ IImi*ni■ milli■■■_■■ ■ ■ ■■ ■ !_■_■■ ■ II »■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ IIIIIII■ ■■■■ ■■■■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■j_uibjj.MJL■ ■ JJ■ JJJJ■ J■■.■■■■■■■ ■ JJ!■ ■■mniiiiiinnm■ 11 iim■ ■ ■_■ ■_■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■,