Morgunblaðið - 24.01.1952, Side 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. jan. 1952
JJru dmgnófayeiðar
Í>AÐ má svo að orði kveða að ný
tegund „spámanna“ sé upprisin
meðal vor. Kenning þessara „spá-
roanna" er sú að af öllu illu og
Ekaðlegu séu dragnótaveiðar
verstar, og á því velti framtíð og
gengi þjóðarinnar að slík starf-
eemi sé hið bráðasta bönnuð með
lögum. í þ'eim söfnuði sem þessa
trú hefir tekið er náttúrlega mis-
jafn sauður í mörgu fé, og meðal
þeirra sem látið hafa til sín heyra
eru nokkrir velmetnir bændur,
en annars menn af ýmsum stétt-
um, sem lítilla eða engra beinna
hagsmuna eiga að gæta í sam-
bandi við fiskveiðar eða sjávar-
Útvegsmál.
Hámarki sínu náði bægslagang
urinn um þetta mál, þegar Al-
þingi á síðastliðnum vetri taldi
xiauðsynlegt að breyta gildandi
lögum til þess að auðvelda bann
við dragnótaveiðum, og getur sú
lagabreyting varla talist til mik-
ils vegsauka, hvernig sem á málið
er litið, en kann að hafa litla
þýðingu í framkvæmdinni.
Þótt undarlegt megi virðast
hafa minni andmæli komið fram
opinberlega gegn þessum kenn-
ingum en við hefði mátt búazt, en
með því að hér er ekki um neitt
smávægilegt hégómamál að ræða
fyrir okkur sem búum á Bíldu-
dal og raunar fleiri Vestfirðinga,
þykir mér rétt að hafa hér um
r.okkur orð.
„Spámennirnir“ bygffja kenn-
ingu sína á þeim fulyrðingum að
dragnótaveiðar spilli botngróðri
og eyðileggr uppeldisstöðvar
þorskfiska, eins og reynslan hafi
þegar sýnt með síminnkandi afla |
magni og aigerri fiskiþurrð í
fjörðum og á griJnnsævi. Rök-
semdafærzlan er þó vægast sagt
gálausleg, því enda þótt fiski-
tregða sé staðreynd, blandast fá
um hugur um það að til þess
liggja fyrst og fremst aðrar or-
sakir, svo sem nú mun verða vik-
ið að.
skemmdufsturíseiii ?
OFVEIÐI
Allt frá því að fyrst voru hafn-
®r fiskveiðar hér og fram til
þessa dags hafa á ýmsum tímum
komið aflaleysistímabil að vísu
mislöng og misjafnlega alvarleg,
og þarf varla að fjölyrða um það
að dragnótaveiðar hafa ekki
alltaf verið orsök til slíkra fyrir-
bæra, enda hafa vísindamenn
sýnt fram á hvað valda muni, og
má í því sambandi minna á hina
gagnmerku ritgerð Árna Frið-
rikssonar „Heitur sjór“. Þannig
má segja að reynsla og vísindi af-
sanni kenningu „spámannanna“
svo ekki verði um villst. En sé
það nú svo að aflaleysi undanfar-
inna ár sé alvarlegra en áður hef-
ir þekkst, einkum við Vestfirði,
rná enn benda á það sem vitan-
legt er, að nú þegar er orðið um
verulegt offiski að ræða, og er
slíkt ekki undarlegt, þegar þess
er gætt að hundruð togskipa
\Teiða þar næstum allan ársins
hring djúpt og grunnt og raun-
verulega girða fyrir fiskigöng-
tírnar sem leita á grunnmiðin og
inn á firðiha. Það er því raunsæ
speki í orður Norðlendinsins sem
sagði: „Það er tilgangslaust að
friða firðina nema að girðingin
fyrir utan þá sé um leið oonuð
því fiskurinn kemur ekki fjalla-
sýn“ og á þetta hvergi betur við
en á Vestfjörðum. Hitt er svo
deginum Ijósara að þáttur nokk-
urra dragnótabáta í offiskinu er
íilgerlega hverfandi ef borið er
saman við veiði margfallt fleiri
togskipa með margfallt afkasta-
meiri veiðarfæri. Einnig um
þetta atriði gefur reynslan
nokkra bendingu, og ekki ófróð-
lega. Svo sem kunnugt er mátti
sæktu miðin út af Vestfjörðum á
stríðsárunum, en þá gerðist það
einnig að afli óx frá ári til árs,
þrátt fyrir dragnótaveiðarnar, og
virtist þá vera nægur fiskur inn
um alla firði, eða þannig var það
að minnsta kosti í Arnarfirði. Há-
marki sínu náði fisggengdin í
stríðslokin en hefir síðan íarið
hraðminnkandi. Til samanburðar
er lærdómsríkt að spyrja Norð-
lendinga um það, hve mikinn ár-
angur þeir hafi séð af dragnóta
banninu þar norðurfrá,
DRAGNÓTAVEIÐI, ÞAR SEM
SAND- OG MALARBOTN ER
Ef rætt er um uppeldisstöðvar
þorskfiska, liggur fyrst fyrir að
átta sig á því, í hverskonar um-
hverfi slíkar stöðvaf mundu helzt j
vera, og flestir að líkindum leita
þeirra á svæðum þar sem hraun-
botn er, en það vita einnig allir,
sem ekki eru of fákunnandi til
að tala um þessi mál, að enginn
óvitlaus dragnótaformaður
mundi kasta nót sinni þar sem
honum dytti í hug að slíkur botn
væri. Engir vita það betur en þeir
sem við þessar veiðar fást að tak-
ist svo illa til að nót lendi í hrauni ■
má búast við að sjá þá nót ekki
aftur, og aldrei væru slík köst
nema fánýt tímaeyðsla. Á sama
hátt reyna menn einnig að forð-
ast af fremsta megni að kasta þar
sem nokkur teljandi botngróður
er, af þeim einföldu orsökum að
þá fyllist nótin af óþrifum svo
bæði er illt að ná henni upp og
hún er þessi: Hvernig á þá að
veiða þessar fisktegundir? Al-
kunnugt er að steinbítur sem
lagstur er í skel lítur ekki við
be’tu. Þessar fisktegundir verða
því hvorki veiddar á línu eða
handfæri þó menn vildu nota þær
gamalkunnu veiðiaðferðir. Til
þess að leysa vandann yrði því
að finna nýtt veiðarfæri sem kom
ið gæti í stað dragnótarinnar, og
hver veit nema það þætti einnig
hættulegt. Auðvitað er sú lausn
til, ef lausn skyldi kalla, að veiða
alls ekki þessar fisktegundir, en
ef það skildi þá sýna sig að þorsk-
urinn margblessaður kæmi samt
ekki upp að landsteinunum'þætti
kannske einhverjum til lítils fórn
að.
Til eru þó þeir menn sem áreið-
anlega mundu blessa okkur fyrir
bjálfaskapinn. Það eru ensku
togaraskipstjórarnir, sem einkan-
lega að vor- og haustlagi liggja
þolgóðir við landhelgislínuna,
eða kannske innanvið hana ef
umferð er lítil, reiðubúnir að
hirða allt það sem þeim er mögu-
legt að ná í, af þeim fiski sem
gengur í fjörðinn að vorinu og
út úr honum að haustinu, þeir
kunna að meta kolann, og beir
fengu að minnsta kosti vafalaust
góða haustveiði, sem við, hinir
góðhjörtuðu menn, hefðum ekki
brjóst í okkur til að taka frá þeim
og kannske heldur ekki þörf fyr-
ir.
DRAGNÓTAVEIÐI EKKI
SKAÐLEGRI EN AÐRAR
Ifamótihug
iiú éloi
geysiverk að hreinsa hana, en þar ! VFlnlAnF-RmR
við bætist að á slíkum stöðum er | VEIÐIAÐF«RÐIR
enginn fiskivon. Það eru því stinn
heimskir menn sem halda að drag
nótaveiðimenn verji tíma sínum
til þess að böðlast á hraunum eða
þvælast í þara, en þar við bætist
að dragnótin er ekki slíkt tæki að
með henni væri hægt að fram-
kvæma stórvægilega röskun á
hafsbotni, þó vilji væri til slíkra
hluta. Af þessum ástæðum er það
að hver og einn dragnótaformað-
ur kastar ekki á öðrum stöðum en
En eins og ég gat um áður er
hér ekki um neitt hégómamál að
ræða fyrir akkur Bílddælinga.
Við eins og aðrir Vestfirðingar
verðum fyrst og fremst að treysta
á sjóinn, og staðreynd er það
að 60—70% af því aflaverðmæti
sem berzt hér á land er veitt í
dragnót, og staðreynd er það
einnig að einmitt og einungis
| dragnótaveiðarnar hafa hin síð-
1 ustu ár gert það mögulegt að
þar sem hann veit að er sléttur
sand- eða malarbotn, og ekki einu
sinni þar sem búast má við mjúk-
um leirbotni eða forum, en sam-
kvæmt þessu er þá einnig Ijóst
mál að það er einungis mjög lítill
hluti af víðáttu fjarðanna, a. m.
k. hinna stærri, sem talist getur
nothæft veiðisvæði fyrir dragnót,
og því er það fjarstæðukennd
ályktun að dragnótaveiði á svo
takmörkuðum svæðum, jafnvel
þó skaðleg væri, geti haft úrslita-
þýðingu um fiskgöngur eða fisk-
uppeldi, að minnsta kosti í eins
víðáttumiklum firði eins og Arn-
arfjörður er. Og því er það, að
þeir menn sem mesta þekkingu
og reynslu hafa á þessum veið-
um, undrast mjög þær firrur sem
haldið er á lofti um þessi mál, en
undrast hitt þó enn meira ef slík
ar kenningar eiga að metast
hærra en álit okkar færustu sér-
fræðinga um fiskveiðimál.
STEINBÍTUR OG KOLI
Lítum svo aðeins á fjárhags-
hliðina. Staðreynd er það að þær
fisktegundir sem veiðast r drag-
nót hér vestan lands eru stein-
bítur og koli næstum einvörð-
ungu. Hitt er einnig vitað að þess
ar vörur eru nú sem stendur
beztu gjaldeyrisvörur okkar og
ættu því út frá því sjónarmiði
varla að geta talist fyrirlitleg
framleiðsla. En væru nú drag-
nótaveiðar bannaðar með öllu er
heita að engin erlend veiðiskip ! eftir að svara einni spurningu, en
nokkur fleyta væri hreyfð héðan
til vetrarútgerðar, og hafa því,
haldið líftórunni í þeirri fátæk-
legu útgerð sem héðan er rekin,
og það án styrk.ia eða sérstakrar
skuldaskilaaðstoðar hins opin-1
bera. Ef dragnótaveiðar yrðu
bannaðar má því óhætt slá því
föstu, að óbreyttum aðstæðum, að
engin fiskbranda kæmi hér á land
allan ársins hring. Það þættu
máske engin stórtíðindi, en upp
af þeim myndi þó vakna sú spurn
ing í enn ríkara mæli en nú er, I
sem óvíst er hversu auðvelt yrði
að svara, en hún er þessi: Á j
hverju eiga þá íbúarnir að lifa?
Og mér er ekki grunnlaust um að
einmitt þessi spurning sé vökn- 1
uð í sumum þeim byggðarlögum,
sem blessun dragnótabannsins
hefir þegar náð til.
Niðurstaðan af þessum hugleið-
ingum verður því í stuttu máli
þessi: Reynslan hefir engan veg- !
inn sýnt að dragnótaveiði sé skað
legri eða hættulegri en aðrar t
veiðiaðferðir, og þar eð engin
heildarrannsókn eða tilraunir
hafa verið gerðar sem sanna slíkt
er ótímabært að banna þessar
veiðar. Verði hinsvegar slík rann
sókn framkvæmd af okkar fær- ,
ustu fiskifræðingum, og leiði hún
það í Ijós að nauðsynlegt sé að
banna þessar veiðar, þá og þá
fyrst, er shk framkvæmd eðlileg. 1
En þó yrði hún að gerast með
það ríflegum fyrirvara, að þau
Framh. á bls. 12 *
Ólafsfirði, 9. .ian. ’52.
í DAG er 9. janúar 1952, norð-
anstormur og hríðarveður. Hvergi
sér á dökkan díl. Þó er snjór ekki
mikill, en fannkoma hefur verið
alimikil í dag. Veturinn hefur að
vísu verið mildur það sem af er,
svo í raun og veru er hægt að
segja, að veturinn hafi byrjað hér
hjá okkur fyrir alvöru, með komu
hins nýja árs. Og svo berast í dag
ísfregnir. Óneitanlega virðist :nér
veður og allar horfur minna á jan-
úarmánuð 1918, en þá kom ísinn
og gei;ði hafþök fyrir Norðurlandi,
eins og mörgun mun vera í ferSku
minni. Man ég, að ég ásamt fleir-
um gekk yfir þveran Eyjafjörð
utanverðan. Er það býsna sögu-
legt að hafa lifað það, að ganga
þurrum fótum frá Árskógsströnd
til Hríseyjar, og þaðan yfir Aust-
urál að Steindyrum á Látraströnd,
síðan út með ströndinni að Gríms-
nesi, sem þá var næst yzti byggði
bærinn austan Eyjafjarðar. Látur
var yzsti bærinn, þá búið þar
myndar búi.
| Nú heyri ég sagt, að allir bæir
allt að Svínárósi, sem mun vera
á móts við innri enda Hríseyjar,
’ séu eyðijarðir einar. En ástæðan
til göngunnar yfir Eyjafjörð
! þveran, á ís, var sú, að sækja
I hvalkjöt,'því allmaragir háhyrn-
| ingar frekar en höfungar, höfðu
króast inni við ströndina, vegna
íssins, og fékk margt heimilið
málsverð af þeirri björg. Sannað-
ist hér greinilega, að eins dauði er
annars líf.
En hvað sem öllum ævintýrum
líður um ísgöngu á Eyjafirði 1918,
og skuggalegu útliti þessa dagana,
vonast þó vafalaust allir eftir
því, að „landsins forni fjandi“
stöðvist við Horn og stingi ekki
í álinn í áttina til okkar. Heim-
sókn hans hefur vafalaust aldrei
verið neinum hugsandi manni kær,
enda sú heimsókn að venju ritað
sínar rúnir erfiðis og margskonar
þrauta á söguspjöld fyrri og síð-
ari kynslóða á íslandi, jafnvel þó
verði að játa, að börn í æsku eiga
sínar „rómantísku“ minningar um
kynjaborgir íssins og furðusagnir,
sem við þennan gest eru tengdar.
Ekki meira um hafís og fortíð.
MIKIÐ ATVINNULEYSI
Ég sagði víst, að fátt gerðist
hér sem í fréttir væri færandi.
Þó er alltaf eitthvað að gerast hér
eins og allsstaðar, þar sem menn-
irnir lifa sínu lífi. Því miður
verður að segja þá raunasögu, að
hér hjá okkur hefur.ríkt atvinnu-
leysi frá haustnóttum og fram til
þessa dags. Hefur svo reynst
lengst af. Er það ekki sársauka-
laust að þurfa að horfa á, ár eftjr
ár, fjölda manna hverfa héðan um
áramót til fjarlægra staða, í at-
vinnuleit, fjölda húfeðra og ann-
arra, kvenna og karla, stundum
svo að heimilin þarf að leysa upp
urn stundarsakir, vegna þess að
foreldrar og elztu börnin eru
neydd til að hverfa að heiman,
af því að ekkert er að gera heirna.
T. d. s.l. nýársdag fór héðan
áleiðis til verstöðvanna sunnan-
lands stór hópur manna. Þegar
kirkjuklukkumar hringu til nýárs
tíða, var þetta fólk að kveðja ætt-
ingja og vini og stíga á skips-
fjöl til brottferðar. Ánægjulegra
og ákjósanlegra hefði verið að vita
af þessu fólki glöðu og ánægðu:
heima þennan dag, og eiga mögu-
leika til starfs og athafna heima
þegar hinir virku dagar ársins
opnuðust. Bót er þó í máli þeiru
er heima sitja, að mega lifa í von-
inni um glaða heimkomu og fær-
andi hendur með hækkandi vor-
sól. Síðan á nýársdag hafa fleiri
horfið að heiman til atvinnu á
fjarlægum stöðum, að líkindum
hundrað manns *eða fleiri, þegar
allir eru farnir.
JÓLAHÁTÍBIN OG ÁRAMÓT
En þó okkur virðist að þessu
leyti skuggi hvíla yfir lífshag
manna hér, og forráðamenn og at-
hafnamenn hér hafi góðan vilja
og glími stöðugt við að leysa þenn-
an vanda, þá liðu þó blessuð jólin
hjá sem fyrr, ánægjuleg og bless-
unarrík fyrir alla. Fjölsóttar
messur aila hátíðisdagana, jóla-
trésfagnaður fyrir börnin, vina-
heimsókr.ir, kvikmyndasýningar
og dansleikir fyrir unga fólkið
og kannske einhverjir eldri slæðst
með. En þannig líða víst jólin
alls staðar, a. m. k. þar sem
bæir og þorp hafa myndast. Og
fyrr en varir rennur síðasti dag-
ur ársins upp.
Kirkjan kveður gamla árið á
sinn venjulega hátt, með guðs-
þjónustu, og þegar líður á kvöld-
ið, streymir unga fólkið á ára-
mótadansleikinn. En hinir eldri
sitja máske heima. Þeir eru ekki
lengur ungir og kjósa kyrrðina
og næðið heima. Kannske erú
börnin horfin að heiman og
mamma gamla og pabbi sitja ein
heima. Má vera að síðustu stund-
ir ársins séu þeim dálítið trega
blandnar, söknuður grípi hugann.
Ef til vill vaka líka í huga þeirra
góðar og elskulegar minningar frá
einhverju löngu liðnu gamlárs-
kvöldi, þegar þau ung og glöð
kvöddu gamla árið líkt og unga
fólkið gerir þetta gamlárskvöíd.
Allt er þetta eðlilegt og sjálf-
sagt. Þannig á þetta að vera, og
verður að vera. Ög nýársdagurinn
rennur upp með nýjar vonir, r.ýja
möguleika, ný tækifæri. ■— Sólin
hækkar á lofti, dagurinn lengist.
Yið og allt berst hægt en þó sva
undarega fljótt mót vori og sum-
arsól.
Er þá ekki hyggilegast að reyna
að hrekja allan ótta um ís og erfiði
á brott, kjósa heldur lífið, vonir
þess, vernd og tækifæri, gera hug^
ann að gróðrar- og ræktunarstöð
slíkra hugsana?
FISKIÐJUVER, IIOFNIN O. FL.
Ég lofaði víst fréttapistli í upþ
hafi. En þegar ég fór að kynna
mér það sem á pappírinn er kom-
ið, komst ég að raun um, að í
raun og veru eru hér engar frétt-
ir fluttar. I sannleika allt annað
en í upphafi var œtlað. Þannig
gengur það víst æði oft, að önnur
verður útkoman, en upphaflega
var stofnað til. En fréttabréf verð
ur þetta samt að heita,. og því vil
ég bæta þessu við.
Heilsufar í byggðarlaginu hef-
ur verið gott á liðnu ári. Fyrir
jólin var unnið að sandmokstri í
höfninni, í atvinnubótavinnu. Ný-
lega var stofnað hér hlutafélag,
Tilgangur þess er að kaupa og
reka Fiskiðjuver Ólafsfjarðar-
kaupstaðar. Hafa kaupsamningar
þar um verið undirritaðir. Vonir
standa til að Ólafsfjarðarhöfn
verði lokið á sumri komanda. Það
er .gengið að fullu frá lengingu
norðurgarðs. Bílvigt hefur verið
sett upp í vetur, og ætti því að
vera góðir möguleikar á að af-
Frsmh. á bU. 11 ,
ir hundrað
á luánuði getið |iið eignasi
Rilsafn Jóns Trausfa