Morgunblaðið - 24.01.1952, Side 10
10
MORGUISBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. jan. 1952
*
„GULLFAXr6
REYKJAVÍK - ÖSLÓ
Flugferðir verða farnar til Óslóar 29. janúar og 12.
febrúar. Nokkur sæti eru enn laus. Væntanlegir farþeg-
ar eru beðnir að hafa samband við skriístofu vora
sem fyrst.
vfestur um land i hringferð hinn 28.
þ.m. — Tekið á móti flutningi til
áætlunarhafna vestan Þórshafnar síð-
degis í dag og á föstudaginn. —
Farseðlar seldir árdegis á niánudag-
inn. —
M.s. Herlubreið
austur til Eskifjarðar hinn 29. þ.m.
Tekið á móti flutningi til áætlunar-
hafna á morgun. Farseðlar seldir á
mánudag. —
FYmliggjandi:
D Ö 0 L U R í pékkom
IIIJ S S W U R steiiifaiBsar
heldurAÐALFUND sunnudaginn 27. janúar kl. 3 e. h.
í Breiðfirðingabúð.
Venjuieg aðalfundarstörf.
STJÓRNIN
Armann
til Vestmannaeyja 1 kvöld. Vörumót-
taka í dag. —
Fullur kassi
ú kvdldi
hjá þeim sem
aufgiýsa s
Morgunblaðinu
SAMANBUBBUB Á KEXVEBK
Þar sem nú er komið á markaðinn erlent kex, þá viljum vér ekki láta hjá líða
að benda NEYTENDUM á þann mikla verðmismun sem er á erlendu og innlendu kexi
CREAM CRACKER
CREAV8 CRACKER
KREIVSKEX
KREfVfKEX
FRAMLEITT AF OKKUR KOSTAR
í SMÁSÖLU KR. 15,50 PR. KÍLÓ.
ÚTLENT KOSTAR í SMÁSÖLU
KR. 38,00 PR. KÍLÓ.
FRAMLEITT AF OKKUR KOSTAR
í SMÁSÖLU KR. 15,15 PR. KÍLÓ.
ÚTLENT SAMSKONAR VARA KOSTAR
í SMÁSÖLU KR. 36,60 PR. KÍLÓ.
Samkvæmt þessum verðsamanburði er verð á erlendu kexi frá 142—145% hærra
en á sambærilegri innlendri framleiðslu.
Vér beinum því þeim tiimælum TIL NEYTENDA að þeir gjöri ýtarlegan samanburð
á verði innlendra og erlendra kextegundi sem nú eru á boðstólum.
Kexverksmiðjan Frón h.f.
Kexverksmiðjan Esja h.f.
Minningarorð
Sigurðardéílur
ÞRIÐJA janúar s.l. fór fram hér
í höfuðborginni jarðarför K.atrín-
ar Sigurðardóttur frá Hólmum í
Austur-Landeyjum. Hafði hún
látizt jólanóttina 24. des. s.l. —
Þessarar merku konu er mér
bæði ljúft og skylt að minnast
með nokkrum orðum. Minning-
1 arnar um góðan mann eða konu
eru vissulega eitt af því bezta og
þroskavænlegasta, sem lífið á og
geymir.
Katrín heitin var fædd að
Eorgareyrum í Eyjafjallasveit 17.
marz árið 1857. Var hún því
tæpra 95 ára að leiðarlokum. —
'Láfdagur hennar verður og enn
lengri, þegar þess er gætt, að
þungbær lífsreynsla og umsvifa-
mikil störf voru löngum við hann
bundin.
Foreldrar Katrínar voru þau
hjón, Sigurður Sigurðsson og
Dýrfinna Kolbeinsdóttir, búandi
að Borgareyrum og síðar að
Hvammi undir Eyjafjöllum. Var
Katrín tvíburi við systurina Mar-
grétu, sem lézt að Litlu-Hildisey
í Austur-Landeyjum fyrir fáum
árum, einnig á tíræoisaldri. Alls
áttu þau hjón, Sigurður og Dýr-
finna, fyrir 10 börnum að sjá.
j Voru þau atorkumenn, sem létu
sitt ekki eftir liggja við að sjá
farborða sér og sínum. En þung-
ur var vissulega róðurinn flest-
um barnmörgum hjónum á þeim
tímum. Og með því að Katrín
heitin var eizt í systkinahópnum
— ásamt tvíburasysturinr.i —
mun hún ung hafa lært að beita
hug og hönd bæði úti og inni.
21 árs að aldri tók hún við
húsmóðurstöríum hjá föðurnum
eftir andlát móðurinnar. Hafði
hún þau á_ hendi um nokkurra
ára skeið. Á árunum, þegar hug-
urinn horfir og þráir mest út í
lífið, varð hennar hlutverk það,
að takast á hendur bústjórn og
ganga yngri systkinum í móður-
stað. Gjörði lífið þannig óvenju-
lega snemma ríkar kröfur til
starfshæfni hennar og fyrir-
hyggju. Þurfti hún og síðar meir
öðrum fremur á þessu tvennu að
halda.
Árið 1882 giftist Katrín Gunn-
ari Andréssyni frá Hemlu í Vest-
ur-Landeyjum. Var hann grein af
sterkum bændastofni, sem lengi
hefur gjört þann garð frægan.
— Reistu þau hjón fyrst bú að
Háfshóli í Ásahreppi. Skömmu
síðar fluttust þau að Kúfhóli í
Austur-Landeyjum. Þar áttu þau
dvöl og búrekstur um 15 ára
skeið. Síðar bjuggu þau í 20 ár
að Hólmum í Austur-Landeyjum
og voru löngum við þann stað
kennd. Lauk svo 40 ára samvist-
um þeirra 31. júlí 1921, er hanri
bar þar beinin.
Margir voru þeir, sem þekktu
„Hóimaheimilið" í tíð þeirra
hjóna, Gunnars og Katrínar. Enn
hvílir alveg sérstakur bjarmi yf-
ir því nafni í minningum almenn-
ings þar eystra. Heimilið var
stórt og umsvifamikið. Sveitafé-
lagið átti þar um áratugi horn-
stein, sem óhætt var að treysta.
— Gestrisni þess og létt viðmót
leiddu og margan að garði. Þar
mættust og féllu saman á heil-
brigðan hátt straumar hins nýja
og gamla tíma. Hann var hinn
atorkusami búhöldur og forsjár-
maður, þar á meðal hreppstjóri
um tæpra 30 ára skeið. Hún aftur
á móti inn á við, hin sívakandi
og vinnandi húsfreyja og mikla
móðir. Það Var því ekki án verð-
skuldunar, að samferðamennirnir
lýstu bústað þeirra með orðinu
,;fyrirmyndarheimili“.
Eftir fráfall Gunnars heitins
tók Magnús sonur þeirra hjóna
við búi að Hólmum. — Dvaldist
Katrín þar hjá honum um tveggja
ára skeið. Að þeim liðnum flutt-
ist hún ásamt honum til Vest-
mannaeyja. Settist hún þá að hjá
Dýrfinnu dóttur sinni og manni
hennar, Páli Bjarnasyni skóla-
stjóra. Átti hún þar 15 ára dvöl
hjá þeim hjónum, eða unz tengda
sonur hennar lézt fyrir aldur
fram 5. des. 1938.
Næsta ár fluttist hún svo ásamt
Dýrfinnu dóttur sinni til Reykja-
víkur og átti hér samvistir við
hana alveg fram á banadægrið.
Þau urðu 10 börnin, sem lífið
gaf þeim hjónum til að annast
og unna. Af þeim eru 5 þegar
gengin til grafar:
1. Kolbeinn, dó í barnæsku.
2. Sigurður, drukknaði í Vest-
mannaeyjáhöfn 1917, 33 ára að
aldri. 3. Oktavía, lézt 30 ára sem
húsfreyja í Hallgeirsey. 4. And-
rés og 5. Ólafur, sem dauðinn
kvaddi úr foreldrahúsum, annan
14 og hinn 20 ára að aldri.
Eftirlifandi börn þeirra hjóna
eru:
1. Dýrfinna, ekkja Páls Bjarna-
sonar skólastjóra. 2. Guðrún, síð-
ari kona Guðjóns hreppstjóra í
Hallgeirsey. 3. Magnús, bóndi í
Ártúnum, kvæntur Auðbjörgu
Guðlaugsdóttur frá Vestmanna-
eyjum. 4. Katrín, gift Arthur
Aanes, vélstjóra, Reykjavík. 5.
Andrés, vélsmíðameistari, Reykja
vík, kvæntur Aðalheiði Magnús-
dóttur frá Patreksfirði.
Þótt orð væri á gjört var naum-
ast ofsögum sagt af vænleik og
glæsileik barnahópsins í Hólm-
um á síðari búskaparárum þeirra
hjóna, Gunnars og ICatrínar. Öll
voru þau systkin og eru atorku-
og mannkostamenn. Eiga því
samferðamennirnir margs um
þau að minnast. Og vafalaust var
Ffatrín heitin þakklát honum,
sem lífið geíur, fyrir börnin sín
og annan auð, sem hún fékk að
r.jóta. En óneitanlega var henr.i
úthlutað þungbærri reynslu
ásarnt hinum míklu gjöfum. Þeg-
ar sonurinn drukknaði og tengda-
sonurinn lézt — báðir á blóma-
skeiði — fundu Vestmannaeyjar
til. Þegar dóttirin, Oktavía, féll
frá í fyllsta blóma lífs síns, drupu
Landeyjar höfði í sorg. Þessi og
önnur tilfelli hins þungbæra ást-
vinamissis hafa vafalaust gengið
nærri hinu viðkvæma móður-
hjarta. En Katrin heitin var ein
af þeim, sem vaxa við raunirnar,
sem hvergi láta bugast, hvorki í
starfi né sorg. Hún átti svo mikla
útsýn yfir lífið, að dauðinn gat
aldrei svipt hana neinu til fulls.
Trúin gaf henni þá líísfyllingu
og þann styrk, er þurfti til þess
að taka því, sem að höndum bar.
Vini eignaðist Katrín heitin
marga og víðsvegar. Hún var
kona vinföst og trygglynd, en þó
hreinskilin og hispurslaus við
hvern, sem hún átti. Skapgerð
hennar var ör og viðkvæm og
brautir hennar beinar gagnvart
mönnum og málefnum. Eingin-
manni og börnum gaf hún allt sitt
bezta, hjarta, hug og hönd, og
það voru miklar gjafir. Margir
fleiri nutu og góðs af hugulsemi
hennar og hjartahlýju. Þeir, sem
urðu fyrir áföllum og andstreymi,
áttu samúð og athvarf hjá henni.
Hún var sérstakur vinur mál-
leysingjanna, hafði yndi af ná-
vist þeirra og skildi glöggt allar
þarfir þeirra og kröfur. Munu
fáir samferðamannanna hafa
borið þá jafn ríkt fyrir brjósti.
Næmleiki hennar birtist og í rík-
um fegurðarsmekk. Hún undi
ekki nánasta umhverfi sínu nema
þar væri allt snyrtilegt og fágað.
Ólærð var hún hannyrðakona
svo að af bar. Og þótt stjórn-
semi, starfshneigð og atorku bæri
hátt í athafnalifi hennar, átti
vandvirknin, hagleikurinn og
hagsýnin þar þó æðstu völdin.
Þótt sjaldan væri tóm til, hafði
Katrín heitin mikla ánægju af
lestri góðra bóka. Hún naut þess
að fræðast og fylgjast með því,
sem var að gerast. Minni hennar
var trútt og hugsunin skýr alveg
fram á efstu árin. Mestu hugðar-
efni hennar voru eilífðarmálin.
Þau stóðu ávallt hjarta hennar
næst. Og við birtuna frá þeim
var henni ljúft að starfa, njóta,
stríða og þreyja. Ekki sízt þess
vegna varð henni svo mikið
ágengt í þjónustunni við lífið. .
Við þökkum þessari merku
Framh. á bls. 11.