Morgunblaðið - 24.01.1952, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.01.1952, Qupperneq 14
I 14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. jan. 1952 Framhaldssagan 1 11 ■ 111111 ■ i im 11 EKkl í AIMNAÐ SINIM Skáldsaga eftir GEORGE NEWTON I>AÐ var svo komið að þau kusu helzt að vera tvö ein saman og þau umgengust því ekki annað ungt fólk, fóru ekki á dansleiki eða á opinbera skemmtistaði. •— Eins og venjulega ók Barry með hana út í skemmtigarðinn og upp á hæðina þar sem þau gátu setið í einveru og notið þess að vera saman. Hvenær tókstu fyrst eftir mér? Hvenær varstu fyrst viss um að þú elskaðir mig? Þau virt- ust ekki geta spurt hvort annafS þessara spurninga nógu oft. Alice fannst heimili sitt vera fjarlægara en nokkru sinni fyrr. Heima var hún hin rólynda dóttir tannlæknisins, ráðskona hans og hjálparhella á læknastofunni. — Mæðurnar í Eastbury bentu dætr um sínum, sem ekki voru eins skylduræknar, á hana til fyrir- myndar. En henni fannst hún ekki rækja sitts kylduverk. ■— Henni þótti gaman að aðstoða föður sinn og það var ekki nema sjálfsagt að taka við húsrekstr- inum eftir að móðir hennar dó fyrir fjórum árum. Hún var svo ung og hún var svo önnum kafin frá mor i'ni til kvölds að hún hafði ekki gefið því gaum að eiginlega var hún komin á giftingaraldur. Auðvitað hafði hún ekki haft hugmynd um að í heiminum fyr- irfyndist jafn dásamlegur maður sem Barry. Eða staður eins sól- rikur og vinalegur og Calhoun City, þar sem allt sumarið var eins og hver hátíðisdagurinn af öðrum. f Calhoun City var hún unga frænkan frá New England í heimsókn hjá Petrees-hjónun- um. Clinton og Edna frænka henar gerðu allt fyrir hana, sem hugsanlegt var. Einmitt nú kom Edna inn í herbergið með þunn- an, ljósan sumarkjól á hand- leggnum. „Ég held að hitinn hafi aldrei verið eins ógurlegur og í dag“, sagði hún. Gluggatjöldin voru dregin fyrir til þess að hlífa hús- gögnunum fyrir sterkum sólar- geislunum. „Jú, það er dálítið heitt, en það er líka sumar", bætti Alice við. Það var eins og hún þyldi ekki að neitt væri fundið Calhoun City til foráttu. Frænka hennar fór að hlæja. „Þú ert uppi 1 skýjunum, vina mín. Ég var alveg eins þegar við Clint trúlofuðumst og ég er ekki komin svo langt niður ennþá, að ég sé búin að gleyma hvernig það var“. Hún fleygði kjólnum frá sér á rúmið. „Farðu í þetta og ég ætla að biðja þig að setja þig ekki á háan hest og segja að þú haíir ekkert að gera við nýjan kjól, eins og faðir þinn mundi kannske segja“. „Pabba er ekki alltaf alvara“, sagði Alice og hló. Nei, kannske ekki, hugsaði Edna frænka með sjálfri sér, en hún sagði ekkert. Innst inni var hún þeirrar skoðunar að systir hennar hefði ef til vill lifað leng- ur, hefði hún ekki gifst Paul Hay- den. Á hinn bóginn væri þá held- ur engin Alice til. „Við skulum ekki láta Barry þurfa að sjá þig í sama kjólnum kvöld eftir kvöl^[“, sagði hún hlýlega. Hún hló við. Það voru engir smávið- burðir að Alice mundi eiga að giftast inn í Taylor-fjölskylduna og fá um leið þennan glæsilega og mikið eftirsótta ungan mann. „Ég held að Barry sé alveg sama“. Hún þurfti ekki annað en nefna nafn hans til þess að roði hlypi fram í vanga hennar og augun ljómuðu. „Þú hefur þegar gefið mér svo marga kjóla. Ég sagði pabba að ég mundi ekki þurfa að fá mér neitt verulega af nýjum fötum. Ég vissi ekki að svona mikið mundi vera um að vera“. Edna frænka gat ekki á sér setið. „En hanq hefur náttúrlega. þurft að fá sér ýmlslégt aí fátn- aði áður en hann fór í sitt mikla ferðalag?“ „Já, auðvitað varð hann að gera það“, sagði Alice og steypti kjólnum yfir dökkan kollinn. „Það var það minnsta, sem hann gat gert að vera sómasamlega til fara, þegar herra Sorenson sá um allan annan kostnað“. Hún brosti við. „Pabbi var ágætur. Sagði ég þér að hvaða niðurstöðu hann komst á síðustu mínútu? Hann var viss um að herra Sorenson hefði boðið honum að koma með vegna nýju tannanna. Hann væri svo hræddur um að hann lenti í vandræðum með þær og þætti því vissara að hafa tannlækninn við hendina. Finnst þér það ekki likt pabba?“ I * | „Ja, er það ekki likt honum?“ endurtók Edna við Clinton, þeg- ar hún hafði sagt honum nákvæm lega það sem Alice hafði sagt. „Ef synir mínir byrjuðu á því að sína mér slíka tilbeiðslu, þá mundi líða yfir mig“. j i,Þú mundir láta líða yfir þig að gamni þínu“, sagði Clinton og skar aðra sneið af steikinni handa henni. Petrees-hjónin fengu sér alltaf matarbita áður en þau fóru að hátta. „Paul Hayden verður að fá sér aðstoðarstúlku“, sagði Edna, „þó að honum verði það þvert um geð“. Eiginmaður hennar teygði sig og deplaði augunum á bak við gleraugun. Hann andmælti konu sinni aðeins af því að þeim þótti næstum jafn gaman ao skegg- ræða sín á milli eins og þeim þótti gott að borða góðan mat. „Paul er ágætur“, sagði hann. „Hann er bara stundum dálitið þurrlyndur, eins og þeir eru margir þarna norður frá“. „Þú hefur ekki séð hann nema þrisvar á ævi þinni og þú þykist þekkja hann“, sagði Edna. „Og við höfum orðið að leggja á okk- ur ferðalag til að sjá hann. Lof- aði hann dóttur sinni nokkurn- tímann að koma til að heimsækja i okkur, þangað til einhver heimsk ur sjúklingur bauð honum í ferða lag og hann þurfti að koma Alice einhvers staðar fyrir?“ Hún slepti vanþóknuninni úr röddinni og sagði glettnislega. „Hann get- | ur ábyggilega aldrei fyrirgefið okkur að við látum ræna frá hon- um dótturinni“. ■■■■■■■■■■■■■■■■ »■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4 „Auðvitað verður það áfall fyr ir hann“, sagði Clinton. „Hann hefur aldrei heyrt Barry getið, hvað þá séð hann, fyrr en Alice skrifað honum og segist ætla að giftast honum“. „Hann hefur heyrt nóg um hann núna“, sagði Edna. „Ég hef líka skrifað honum. Ég tók það skýrt fram að efnilegri eigin- mann gæti hún ekki fundið í þúsund mílna fjarlægð. Lofum honum bara að malda í móinn“. „Hann skrifaði henni aftur og var mjög skilningsgóður“, sagði hann. „Það er hvergi hægt að lesa annað úr því bréfi en ein- læga ósk hans um að Alice megi verða hamingjunsöm. Og þó að hann biðji hana um að fresta opinberuninni þangað til hann kemur heim, þá er bað ekki ann- að og meira en þú hefðir gert sjálf í hans sporum“. ★ Einmitt um sama leyti sátu Alice og Barry í faðmlögum uppi á hæðinni og horfðu út á fljótið. Yfir þeim héngu greinarnar af j stóru tré, svo að jafnvel tunglið . sá þau ekki. „Þú ert alltof góð til þess að það geti verið satt að þú sért til“, J sagði Barry lágt. Hann kyssti j hana aftur. Svo horfði hann í augu hennar. „Og eftir tæpa viku, verður þú farin. Og þú ætl- ar ap fara án hringsins“. „Ég set hann upp strax og ég er búin að tala við pabba“. „Og það er svo stutt síðan ég fann þig“. Hann tók um úlnlið hennar, utan um mjóa armbandið með demöntunum, sem foreldrar hans höfðu gefið henni. „Ég.ætti ekki að lofa þér að fara“. „Ég fer bara snöggvast og svo kem ég aftur fyrir fullt og allt“. „Alice“. Hann tók fastar um úlnlið hennar. „Ef við ökum yfir brúna, þá er ekki nema örskot til prestsins, sem á heima í litla ll „Ef við aðeins gætum það, en við getum það ekkl“, „Við getum komið aftur og fengið herbergi á hóteli. Þú gætir hringt í Ednu og Clint og sagt þeim frá því. Þau skipta sér ekkert af því, og fólkinu mínu þykir svo vænt um þig. Allir munu skilja okkur. Eigum við ekki að gera það?“ ARNALESBÓK \322cvazm6laðsins 1 Ævintýri IViikka III* Veikgeðja risinn Eftir Andrew Gladwin 26. — Jæja, hvernig var það með þessa fanga, sem voru að grafa skurðinn. Þetta eru verstu slæpingjar. Mér sýnist helmingurinn af þeim halla sér fram á skóflurnar makinda- lega. Gimbill, sjáðu um að fangavörðunum sé fjölgað og þeir skulu útbúnir með svipum og síðan skipa ég svo fyrir að vinnutími fanganna verði lengdur um helming. — Það skal gert, sagði Gimbill og hljóp af stað áður en risinn fengi tækifæri til að breyta um skoðun. Nú óð risinn fram og aftur um herbergið um stund. Hann steig svo fast í gólfið, að höllin hrisstist. Það var auðséð að hann var ekki í sérlega góðu skapi. Skyndilega nam hannj staðar fyrir framan Togga. — Nokkrar fréttir frá nágrannaríkjunum? spurði hann. •— Ég var nýlega að fá íréttaskeyti af því að Fumbull hertogi hefði gefið út fyrirskipun um að herstyrkur hans skyldi tvöfaldaður, svaraði Toggi. — Refurinn og óbótaskepnan. Hversvegna stækkar hann herinn? — Ha, ég spyr. Hversvegna? Er þetta ekki ógnun við mig. Jú, það er það, sem það er. — Ef til vill hefur hann í huga að gera innrás í land okk-' ar, því að hann sér, hvað .landvarnirnar eru veikar, sagði i Toggi. I — Þá verðum við tafarlaust að styrkia. va.rnirnar, sagði Strauvélar Strauvélar þessar, sem framleiddar eru af hinni stærstu verksmiðju Bandaríkjanna í sinni grein, eru væntanlegar til landsins í næsta mánuði, Vélarnar eru með hitastilli og því fyrirbyggt að þær ofhitni og eyðileggi þvottinn. Breidd á valsi er 58 sm. Áætlað verð kr. 1990.00. Sýnishorn fyrirliggjandi. Tekið á móti pöntuuum. Hekla h.f, Skólavörðustíg 3, Sími: 1275. Garðrækteodur Áburðar- og útsæðispantanir þurfa að hafa borist fyrir 15. febrúar næstkomandi. Ræktunarráðunautur Reykjavíkur Ingólfsstræti 5 — Sími 81000. Vatnsfötur Galv. vatnsfötur, nýkotnnar. J>. ^y4maóoyi C4o. Sími 5206 B0RÐS1LT í dósum, nýkomið. tjcíniiot'i Co. L.j^. mt ■■■■■■■■■■■■■■ KONÐR Lærið að sníða og sauma. — Tveggja mánaða nám- skeið byrjar 1. febrúar, tvö kvöld í viku. Guðrún Arngrímsdóttir, Vesturgötu 3. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.