Morgunblaðið - 07.02.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1952, Blaðsíða 2
r 2 MORGTJISBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. febrúar 1952 ' R^kjafoss-m segjast aidrei hafa cefið Laxfossi radarmilun SKIPSTJÓRI, annar stýrimaður og loftskeytamaðurinn á Reykja fossi komu fyrir sjórétt í gær hér í bæ, er framhaldsrannsókn út af Laxfoss-strandinu hélt áfram. -— Loftskeytamaðurinn hafði einn Reykjafoss-manna átt samtal við skipstjórann á Laxfossi. Skýrði hann réttinum svo frá, að hann hefði ekki gefið Laxfossi upp ná- kvæman staðarákvarðanir, sam- kvæmt radsjánni, en að það, sem þar væri að s.iá „væri eitthvað“. — Aftur á móti hafði skipstjór- inn á Laxfossi ekkert við bær uppiýsingar að athuga, sagði loft skeytamaðurinn, Sigurður Bald- vinsson. STILLA Á BAUJU 7 Kvöldið, sem Laxfóss strandaði lá Reykjafoss hér úti á ytri höfn inni, um 340 metra frá hafnar- garðinum. — Um kvöldið kl. 9.30 kom skipstjórinn, Eyjólfur Þor- valdsson, Kvisthaga 19 hér í bæ f brúna, en þá hafði skipið tekið íið reka nokkuð undan veðrinu. Loftskeytamaðurinn kom þá til skipstjórans og sagði honum að Laxfoss hefði óskað eftir pð Rey-kjafoss stillti ratsjá sína hér út fyrir eyjar til þess að sjá hvort Raxfoss kæmi inn á ratsjána. Sagðist skipstjórinn telja sig vera í námunda við bauju 7. „MIBANIRNAR“ Nokkru seinna, er tækið hafði verið stillt í áttina að sjö bauj- unni, kom þeim saman um það ollum, sem í ratsjána skoðuðu, að það „væri eitthvað“, en sjálfa baujuna sáu þeir ekki. Loftskeyta maðurinn tilkynnti nú hvað þeir hefðu séð, án þess þó að orða það við skipstjórann á Laxfossi, að því er hann skýrði sjórétti frá, að um Laxfoss væri að ræða. — Um .klukkan 11,30 um kvöldið sjá þeir í brúnni á Reykjafossi, „eitt- hvað“ við Akureyjarbauju. Bað skipstjórinn annan stýrimann að koma þeim orðum til Laxfoss „að eitthvað virtist vera við Akur- eyjarbauju“, en hana sáu þeir í ratsjánni.. — Skipstjóri á Reykja- fossi skýrði sjórétti svo frá, að hann hefði ekki hlustað neitt á talstöðvarskiptin milli Laxfoss og Reykjafoss, enda taldi hann sig hafa haft ærið annað að starfa þetta kvöld vegna öryggis síns eigin skips. ALDREI NEITT FULLYRT Annar stýrimaður, Rafn Árna- son, lýsti fyrir sjórétti málsatvik- um mjög á sömu lund og skip-1 stjórinn. — Þeir tóku það báðir skýrt fram, að skipstjórinn á Lax fos.si hefði aldrei beðið þá að fylgjast með stefnu þeirri, er Lax foss sigldi. Þeim bar saman um það skipstjóra og. stýrimanni, að sín í milli hefðu þeir aldrei full- yrt það, að það v’æri Laxfoss, sem sæist í ratsjánni. Töldu þeir ekki á neinn hátt mögulegt að gera slíkt og allra sízt á þeim leiðum, sem mikil skipaumferð er um. — Ég . vissi ekki hvort heldur það var skip, bátur eða rekald, sagði .skipstjórinn. Hann skýrði frá því, að í 5 mín. hefðu þeir fylgzt með hreyfingu þess, sem þeir sáu í ratsjánni við bauju 7, en á því var svo til engin hreyfing. FRÁSÖGN LOFTSKEYTA- MANNS Loftskeytamaðurinn á Reykja- fossi, Sigurður Baldvinsson, Lang holtsveg 46, mætti síðastur bess- a'ra þriggja manna fyrir sjórétt- inum. — Gat hann þess í upphafí að Laxfoss hefði ■ árangurslaust ' revnt að ná sambandi við radar- stöðina á húsinu Garðastræti 11, óg síðan við Lagarfoss, er lá á ytri höfninni, en ratsiá skipsins var í ólagi. — Sagðist loftskeyta- maðtuinn hafa fylgzt með bessu og kallað Laxfoss upp, er hann að bonum var ekki svarað. Ée taldi bi'ð skvldu miha að. bióða afestoð, því ratsjáin í Revkja- fóssi var í lagi, sagðí loftskeyta' jtjaðurinn. SAMTÖL LOFTSKEYTA- YIANNS jg SKIPSTJÓRANS Hann skýrði síðan sjórétti frá viðski’ytum sínum við Laxfoss þetta kvöld. — Þegar loftskeyta- mað«rinn skýrði skipstjóranum á Laxfossi frá því, sem í ratsjánni sást umhverfis bauju 7, segist loft skeytamaðurinn hafa komizt svo að orði: „Við sjáum einhvert skip eða hlut í 1.3 mílna fjarlægð norður af bauju 7“. — Segir loft skeytamaðurinn áð skipstjórinn hafi þá svarað því til, að þetta gætu verið þeir. — Ekki voru þetta þó orð skipstiórans á Reykjafossi, heldur hafði það orð ið að þegjandi samkomulagi þeirra, sem. .við ratsjána voru, að svona skyldi skýra Laxfossi frá þ.ví, sem sézt hefði. I seinna skiptið, sem loftskeyta maðurinn á Reykjafossi talaði við skipstjórann á Laxfossi, segist hamr hafa sagt honum orð skip- stjórans og .annars stýrimanns, er voru við ratsjána: Sjáum eitt- hvað í nánd við Akureyiarbauju. — Þessu segir ioftskeytamaður- inn að skipstjórinn á Laxfossi hafi svarað á þá leið, að það kæmi heim við sína útreikninga. því að ég álít, að við séum of vestarlega, Bað skipstjórinn á Laxfossi þess. að i ratsjánni væri fylgzt með hreyfingu skipsins, án þess að segja til um stefnu þess. — Að lokum tók loftskeytamaðurinn það fram, að í samtölum sínum við skipstjórann á Laxfossi hefði hann hvorki sagt né gefið í skyn, að það myndi vera Laxfoss, sem í radsjánni sæist. Þórður skipstjóri á Laxfossi mætti að lokum fyrir sjóréttinum og hlýddi hann á framburð Reykjafoss-manna. Var það gert til að samprófa framburð hans og þeirra. Ekki var fullt sam- ræmi í framburði Þórðar og loft- skeytamannsins. — Rannsókn málsins heldur áfram. Kvennadeild SVFÍ í Reykjavik, varði 41 þús. til slysavarna KVENNADEILD S. V. F. f. í Reykjavík hélt aðalfund sinn 4. febrúar 1952. ’Þar fóru fram venjuleg aðal- fundarstörf. Ritari las skýrslu um starf deildarinnar á árinu. Gjald- keri skilaði endurskoðuðum reikn ingum. Stjórnin var endurkosin ogsijta hana nú: Guðrún Jónasson, for- maður, Gróa Pétursdóttir, Guð- rún Magnúsdóttir, Sigríður Pét- ursdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, Ástríður Einarsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Eygló Gísladóttir og Þórhildur Ólafsdóttir. Þá voru ög nefndir kosnar. Til að afla tekna hefur deildin haldið hlutaveltú, dansleiki og haft merkjasölu o. fl. Ýmsir góðir menn og konur hafa sent pen- ingagjafir til deildarinnar, einnig gefnar minningagjafir. 41.000 kr. — fjörutíu og eitt þúsund krónur — hefur deildin varið til slysa- varna á árinu. Heimsóknir milli kvennadeilda hafa verið með meira móti, og einnig ferðalög. Skal aðeins minnst ferðalagsins til Norður- lands. 100 konur frá deildinni og 20 frá Kv.d. Hraunprýði í Hafn- arfirði tóku þátt í því ferðalagi. Var það dásamlegt og ógleyman- legt öllum sem tóku þátt í því, Deildin var 21 árs 9. apríl og var þá haldið myndarlegt af- mælishóf. Fundir deildarinnar voru yfir- leitt vel sóttir, 150—200 konur venjulega á fundum. Fundirnir eru ávallt fjörugir og skemmti- Jegir. Deiidin hefur starfað mjög vel og hefur áhugi á • málefn- um Slysavarnafélagsins verið með ágætum. ‘ Konungsfjöiskyldan brezka Brezku konungshjónm ásamt Elísabetu ríkiserfingja, manni hennar, hertoganum af Edinborg, og synl þeirra. Fráfall Brefakonungs Framh. af bls. 1 ingi til bænagerðar og brezka út- varpið tit'kynnti að dagskrá . yrði felld niður, önnur en fréttalestur.. Veitingahúsum og skemmtistöðum var lokað og í kvöld verða engin mannamót í Bretlandi. Mann- fjöldi safnaðist þegar saraan úti fyrir Buckinghamhöll, þar sem hann stóð þögull í ailan dag og drúþti höfði í sorg yfir fráfalli hins ástsæla þjóðhöfðingja. Stöðugur. fólksstraumur var til Buckinghamhallar í dag til þess að votta samúð sína vegna frá- falls konungsins og voru þar á meöal fulltrúar erlendra rík.ja. Tilkynnt hefur verið að ailar verzlanir í Bretlandi verði lok- aðar á útfaradegi konungs. Þá hefur og veriðö tilkynnt að þess sé vænzt að enginn mannsöfn- uður verði á flugvellinum, begar Elísabet drottning kemur til Lund- ^úna á morgun (fimmtudag). ÞINGMENN SVERJA HOLLUSTUEIÐ | Fundir voru I báðum deildum brezka þingsins í dag og kvaddi jChurchill forsætisráðherra sér hljóðs. Lýsti hann þar láti konungs og kvað þingið ekki annars megn- ugt en að láta í ljós hina dýpstu sorg. Þingfundum hefur verið j f'restað til mánudags. Brezkir þing jmenmhófu í kvöld að sverja hin- um nýja þjóðhöfðinga hollustueið og er búizt við að því verði lokið á norgun. Ríkiserfðaráðið, sem í eru all- ir. fyrrverandi og núverandi ráð- hcrrar, kom saman til sérstaks funclar í dag, þar sem samþykkt ----:-------——:--------- 131 verke/maður skráður atviiMTiulaus á Akureyri AKUREYRI, 6. febrúar. — Atvinnuástandið hér á Akureyri er nú talið alvarlegt vandamál að ýmsu lcyti. Verkamannaféiag Akur- eyrarkaupstaðar skráðd 131 verkamann atvinnulausan um s. 1. mán- aðamót. Höfðu menn þessir 311 á framfæri sínu. Félagið telur meðaltekjur þeirra hafa reynzt á SAMI FJÖLDI OG í ' JANÚAR Bæjarráð samþykkti nýlega áð halda sama fjölda verkamanna í vinnu á Akureyri í febrúar og var mánuðinn áður. 350 manns fór fram á að fá vinnu hjá bænum í janúar og fengu 70—30 þeirra nokkra úr- lausn. __________— H. Vald. Sjóræningjar TÓKÍÓ — lapanska st.jórnin haf- ur tilk.ynnt, að á síðastliðnu ári hafi kínverskir kommúnistar rænt 60 japönskum' fiskiskipum á Gula hafi og Austur-Kína hafi. • árinu 1951 kr. 14,631. Eldur í gúmmí- verksfæði á Skúlagöiu í GÆRDAG kl. 17.20 var slökkvi liðið kvatt að Kveidiilfshúsinu við Skúlagötu. Hafði kviknað þar í verkstæði Gúmmíbarðans. Var þarna aðeins um lítinn eld að ræða er var slökktur fljótt eg urðu skemmdir litlar. var að iaka Elísabetu prinsessit til drottningar Bretaveldis. Und- irbýr ráðið yfirlýsingu þar som Elísabet II. er lýst af guðs náð drottning Bretlands, írlands, og- brezka samveldisins handan við höfin. Ekki verður yfirlýsingin lesin fyrir alþjóð fyrr en Elísa- bet er koiríin á vettvang og hún hefur goldið samþykki sitt við henni, Undir yfirlýsinguna crit rituð yfir hundrað nöfn, þar á meðal nafn Churchills. Allir stjóm arfulltrúar samveldislandanna hafa verið beðnir að undirrita hana, enda þótt slíkt sé ekki ven.ja. KJtÝNiNG Elísabet drottriing verður krýnd í Westminster Abbey :neð beirri yiðhöfn, sem verið hefur siðleifð í Bretlandi allt frá dögum Nor- manna. Fyrsta konurtglega st.jórn- arathöfn Elísabetar drottningap eftir heimkomuna, verður að taka. ákvörðun . um hvenær og hvernigr gerð skuli útför föður hennar, Georgs konungs, MINNZT VÍÐA Georgs VI, Bretakönungs vaé minnst, víða um lönd í dag ogf hafa samúðarskeyti, borizt hvaða- næva að frá þjóðhöfðing.jum ríkis- stj.órnum og ýmsum öðrum. — I Noregi hefur Hákon kon.ungug mælt fyrir um fjögra vikna hirð- sorg, vegna fráfalls Geot-gs konungs, .Natvig Pedersen, forseti ttorska þingsins, minntist hans á þitigfundi í dag og Oscar Torp, forsætisráðherra, flutti miningar- ræðu :í norska útvarpið. Var hins látna konungs minnsti með svipuðum hætti í öðrum Ev- yópulöndum í dag og í bækiotöðv- um Sameinuðu þjóðanna var :"áni samtakanna dreginn í hálfa söng, KANADA FYRST Siðustu fréttir herma, að Kan-t ada hafi orðið fyrst samveldis- landanna til að lýsa Elísabetu II.j þjóðhöfðingja landsins. __

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.