Morgunblaðið - 02.03.1952, Page 16

Morgunblaðið - 02.03.1952, Page 16
1 VeMflif í dag: Allhvass eða hvass NA. Bjartviðri. Reykjaiiliriréf Sjá fel*. leilnf-lskidiigMf um félögum sínum íkú drukknun Kynningarkvöid Varðar í Sjálf- stæðishúsinu annað kvöld Togari þeirra sökk eftir árekstur Peir einir komost láfs af „Opið hús44 fyrir meðlimi og allf Sjálfstæðisfólk * , Athyglisverð nýbreytni í féiagslífinu . j LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUÉ hyggst að taka upp þá ný- breytni 'í--félagsstarfseminni að jiafa við og við kynningarkvöld f Sjálfstæðishúsinu til þess í senn að efla félagssamtökin og stuðia að auknum ög nánari kynnum meðlimaniia. Öllu Sjálfstæðisfólki eg jafnffamt heimill aðgangur að þessum kynningarkvöldum. -------------------«> ROBERT Þorvaldsson, 28 ára gamall Vestur-íslendingur, bjargaði nýlega f jórum mönn- um frá drukknun, er togáí'I þeirra sökk eftir árekstur í innsiglingunni til Boston. Robert Þorvaldsson er son- verji á togaranum Ballard frá Boston. Ballard fór ásamt tog- aranum Lynn á veiðar frá Boston í þéttri þoku. Lynn fór á undan. Er komið var nokkuð út í Bostonflóa, sigldi olíuflutningaskip fram hjá Ballard einnig á útleið. Fimm mínútum síðar kemur togar- inn Ballard að þeim stað er olíuflutningaskipið hafði siglt á togarann Lynn með þeim afleiðingum að hann sökk. Vél Ballards var stöðvuð og áhöfnin reyndi eftir beztu getu að ná til áhafnarinnar af Lynn sem var á sundi á slysstaðn- um. Robert Þorvaldssön gekk mjög vel fram við biörgun ina. Þeir skipverjar á Bailard sáu ekki til mannanna í sjón- um vegna þokunnar, en sigldu á hljóð þeirra og komu um síðir auga á f jóra þeirra. Þeir voru aðframkomnir og að því komnir að láta bugast og eng- inn tími var til að setja út bát. Robert bað þá skipsfélaga sína að halda í fætur sér og þannig teygði hann sig niður til helkaldra mannanna í sjón- um og dró þá" um borð. Tveir þeirra manna, er Róbert náði til létust síðar. Robert Þorvaldsson er son- ur Jakobs Þorv^ldssonar og konu hans, er búa í Boston. Robert var í sjóliðinu á stríðs- árunum, en hefur síðan stund- að fiskveiðar ci‘ V og faðir hans og gerði. Réðist Robert fyrst á tog- arann Lynn, en. skipti um skipsrúm fyrir sl.ömmu. Varð hann því til, þess að bjarga fyrri skipsfélögum sínum. Róbert Þorvaldsson. tcéi í sjúkling í tíispél í vondu veðri REYKHÓLUM, 1. marz. —Björn Pálsson, flugmaður, kom hingað til Reykhóla í dag og sótti sjúk- Jing, sem þurfti til skurðaðgerð- ar. Veðrið hér var mjög slæmt, 7— :8 vindstig á norðaustan, skafrenn ingur og þétt hríðarél. Lending og flugtak tókst samt vél. — L.G. Hvsrnig bsta má úr umferðarörðug- leikunum Svörl hæna máluðhvlt! HALLDÓR KILJAN segir í samtali við blað kommúnista, að hann hafi aldrei verið í kommúnistaflokki!! Hins veg- ar hafi hann ’gengið í „Sam- einingarflokk alþýðu — sós- íalistaflokkinn“ þegar hann var stoínaður. Skáldinu í Gljúfrasteini nægir það með öðrum orðum, að svört hæna sé máluð hvíí. Þá trúir hann því að hún hafi komið hvít úr egginu!! Á öllu íslandi mun nú eng- inn maður, sem almennara er gert grín að en Halldór Kiljan. Um samtal hans og yfirlýsingar í „Þjóðviljanum“ er rætt nokkru nánar í Reykja víkurbréfinu í dag. Sjálfstæðishúsið hefur að jafn« aði ekki verið notað til veitinga-* starfsemi og samkomuhalds á mánudagskvöldum. Fundir Sjálf- stæðisfélaganna hafa þá öðrui fremur verið á mánúdögum | húsinu. : i „OPIÐ HÚS“ j Sé Sjálfstæðishúsið nú ekki notað til fundahalds á slíkura dögum, er ætlun félagsstjórnar- innar, að þá sé þar, — ef svcS mætti segja — „opið hús“ fyrig Varðar-félaga og annað Sjálf- stæðisfólk til aukinna kynna og nánara samstarfs. „Programmið“ er fyrst og fremst að hittast og kynnast. Aðj sjálfsögðu geta menn fengið sér kaffibolla eða aðrar veitingar meðan Jtnenn rabba saman. Mena geta líka haft meðferðis spil 3 vasanum og tekið eina eða tvær rúbertur við kunningjana. Á þessu fyrsta kynningarkvöldi á mánudaginn, verða einnig sýndar kvikmyndir úr félags- starfseminnL Námslánasjóðjirstúdenfa mun slls lána 500 fsús, kr. á ári StarfsregSur sjóðsins ákveðnar í LÖGBIRTINGABLAÐI því, er út kom í gær, er birt í heild reglu- gerð hins nýstofnaða launasjóðs stúdenta. Úr sjóði þessum skal veita íslenzkum stúdentum við háskólann námslán. — Lánin skulu veitt tvisvar á ári. Heimilt er að veita stúdentum að láni úr sjóðn- um, allt að 5000.00 krónur árlega. STJÓRN SJÓÐSINS ♦--------------------------- Önnur grein reglugerðar sjóðs- ins fjallar um stjórn hans, en hún skal skipuð fimm mönnum: tveim tilnefndum af háskólaráði, tveim af stúdentaráði háskólans, x>g menntamálaráðherra,/ skipar einn án tilnefningar. — Mennta- málaráðherra skal og skipa for- mann sjóðsstjórnar, úr hópi Ætjórnenda. í varastjórn er sömu aðilar tilnefna skulu vera fimm menn. NÁMSLÁNIN Um veitingu námslána segir meðal annars svo í reglugerð- inni: Sé eigi unnt að fuilnægja öllum lánabeiðnum, skulu þeir stúdentar ganga fyrir að öllu jöfnu, sem lengst eru komnir í námi, eða eru að búa sig undir meiri háttar próf. — Við veit- ingu lána verður tekið tiilit til efnahags umsækjenda og hæfi- legs námstíma hans. Lánaveit- ingar fara fram tvisvar á ári, í nóvernber og marz. ENDURGREIÐSLA LÁNANNA Sérstök grein fjallar um greiðslu lánanna. — Stúdentar skulu eigi greiða vexti meðan á námstíma stendur, en greiða iánin upp með jöfnum afborgun- um og 3y2% á tíu árum. Skulu vaxtagreiðslurnar og afborganir af lánunum hefjast þrem árum eftir að námi lýkur. Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn, var Jagt fram bréf umferðarnefndar, varðandi athugun á möguleikum þess að bæta úr umferðarörðugleikum þeim á Lækjartorgi, er stafa af bækistöð strætisvagnanna þar. í bréfi umferðarnefndar er bent á Ieið til þess að bæta úr þessu. Eru tillögur nefndarinnar þær að stiætisvagnarnir verði fluttir af ^Lækjartorgi inn á svæði vestan , við Arnarhólstún. Það á að mynd ast þar, við fyrirhugaða fram- lengingu Lækjargötu, norður yfir jLækjartorg og síðan norður Kalk- ofnsveg. Únlitaleiklr í Há- logalandi í kvöld 1 KVÖLD kl. 8 fara fram í í- þróttahúsinu við Hálogaland úr- slit í keppni meistaraflokks karla á handknattleiksmeistaramóti ís- Jands. í B-deild keppa Afturelding og FH um sæti í A-deild næsta árs, en í A-deild fer fram keppni Ár- manns og Vals um efsta sælið og íslandsmeistaratitiiinn 1952. Má þar búast við mjög skemmtileg- um og spennandi leik. nyju HELLISHEIÐI varð aftur ófær í gær, en þegar veðurfar batnaði hófst Vegagerð ríkisins þegar handa um að rvðja veginn og vat' því verki nýlokið. — Tepptist leiðin nú aftur vegna skafrenn- ings. Um klukkan 6 í gær voru 26 bílar fastir á heiðinni. — Sendi vegagerðin þegar ýtur þeim til aðstoðar, og í gærkvöldi voru allir bílarnir komnir ofan af heiðinni. Engin skipsferð iil Akraness í þrjá daga ENGIN skipsferð hefir verið til Akraness þrjá undanfarna daga, vegna þess að vél „Andeyjar“, sem annazt hefir ferðirnar síðan Laxfoss strandaði, bilaði og við- gerð ekki lokið. Flutningar allir hafa því farið fram með bílum. Ennþá er allt í óvissu með, hvernig gapga muni að fá nýtt skip i stað Laxfoss. Badmlntonkeppnin _ INNANFÉLAGSMEISTARA- MÓT Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur heldur áfram í dag kl. 2 í íþróttahúsinu við Háloga- land, en fyrri hluti mótsins fór fram s.l. miðvikudag. Alls eru eftir 17 Ieikír, bæði einliða- óg tvíliða-leikir karla og kvenna og einnig tvenndar- keppni. Nýr bókamarkaður í Lisfamannaskál- anum NÝR bókamarkaður hefst í Lista- mannaskálanum á morgun kl. 2 e. h. og stendur til föstudags- kvölds. Standa þeir Árni Bjarnar son, bóksali á Akureyri og Egill Bjarnason, bóksali í Reykjavík, fyrir markaði þessum. Eru þarna á boðstólum á 4. hundrað bækur, sem allar eru seldar með niðursettu verði. — Fjölmargar eru seldar á hálfvirði og nokkrar með allt að 80% af- slætti frá upprunalegu verði. Bókamarkaður þessi hefir áð- ur verið á Akureyri og gekk þar mjög vel. Einnig mun hann hald- inn víðar á landinu. Gefin hefir verið út skrá með á 4. hundrað bókum. Allar þær bækur verða seldar í bókaverzlunum hvar sem er á landinu me.ð hinu lækkaða verði til loka marzmánaðar. íjölda hárra vinninga þar á meðal 7S þús. kr. hefur ekki verið vitja & i KVIKMYNDIR ÚR FÉLAGSSTARFINU Þar er af nokkuru að taka, þvl að undanfarin ár hafa við og viði verið kvikmyndaðir ýmsir þætt- ir úr flokksstarfseminni. Verða sýndir þættir frá vígslu Sjálf- stæðishússins 1946 — frá 20 ára afmæli Heimdallar 1947 — frá þingi Sambands ungra Sjálf- stæðismanna 1947 á Akureyri ■—■ frá héraðsmótinu og alþingis- kosningum 1949 — frá 25 ára af- mæli Varðar 1951 o. fl. Sem sagt — það er „opið hús11 í Sjálfstæðishúsinu fyrir Varðar- menn og annað Sjálfstæðisfólk, annað kvöld. Tilgangurinn er fyrst og fremstl að hittasi og að kynnast og á þann hátt að styrkja félagsbönd* in. —• I LÖGBIRTINGABLAÐINIT, sem út kom í gær, er birt skrá yfir vinninga í Happdrættis- láni ríkissjóðs, sem ekki hef- ur verið vitjað. Hér er um mikinn fjölda vinninga að ræða, bæði í A- og B-flokki. — Meðal þeirra er einn 75.000 króna vinningur í B-flokki, sem kom upp á miða nr. 4561, er dráttur fór fram 15. janúar 1850. Þá eru ósóttir tveir 15 þús. kr. vinningar, fimm 10.000 kr. vinningar og scx 5 þús. kr. vinningar. Fjölda 2000 og 1000 kr. vinninga hefur ekki verið vitjað, svo og 500 króna og 250 króna vinninga. Þeir sem þátt taka í Happ- drættisláninu ættu að kynna sér þessa skrá í Lögbirtingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.