Morgunblaðið - 08.03.1952, Page 6

Morgunblaðið - 08.03.1952, Page 6
6 UORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 8. marz 1952 (jtg.: H.f. Árvmkor, Reykjavík. Frainkv.stj.: Sigfús Jónsaon. Ritstjóri: Vmltýr Stefánaaon (ábyrgðarm.J Lesbók: Árnl Ólm, sími 3045. Augiýsingar: Árni Garðar Kriatinsaon. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1800. Askrlltargjald kr. 18,00 4 mánuði, InnaTiiands. í lausasðlu 1 krónu elntaklð. Kr. 1,25 mað Lesbók. Togarasamningamir og framtíð útgerðarínnar ÞAÐ hlýtur að vera öllum lands- mönnum ánægjuefni, að samn- ingar skyldu takast milli togara- útgerðarinnar og sjómanna án þess að til iangvinns verkfalls þyrfti að koma. Togaraverkfallið árið 1950 stóð í 129 daga eða nokk uð á fimmta/mánuð. Það verkfall, sem nú er að ljúka stóð aðeins 16 daga og náði aðeins að stöðva rekstur örfárra skipa. Endanleg úrslit eru að vísu ekki kunn í atkvæðagreiðslu sjó- manna, en almennt er gert ráð fyrir að þeir samþykki gerðir samninganefndar sínnar. Niðurstaðan af þessari vinnu- deilu hefur orðið sú, að sjómenn hafa að mjög verulegu leyti kom ið kröfum sínum fram. Samið hefur verið í aðalatriðum um 12 stunda hvíld á ísfisksveiðum fyr- ir erlendan markað, fulla verð- lagsuppbót á fast mánaðarkaup, veruiePa hækkun aflaverðlauna á saltfiskveiðum, styttingu vinnu tíma í erlendum höfnum þegar skip eru í viðgerð og nokkrar fleiri minniháttar kjarabætur. Þær breytingar, sem útgerðar- menn telja sér í hag og vega lítil lega upp á móti þeim útgjalda- auka, sem kjarabætur sjómanna hafa í för með sér eru bessar: Hlutaskipti á ísfiskveiðum fyr- ir erlendan markað breytast þanníg, að skint skal í 33 staði í staðinn fvrir 31 áður. aukaafla- verðlaun af ísfiski ereiðast af bví, sem umfram er 9 þús. sterlings- punda sölu í stað 8 þús .punda sölu áður, frádráttur frá afla- verði vegna unnskipunarkostn- aðar, sem ákveðinn var kr. 50 á smálest er hækkaður í 66 kr. á smálest ov álag á aflaverðlaun á saltfiskvaiðum á fiariægum miðum greiðist, ekki. ef afferming fer fram í því landi, sem miðin liggja að. fslendingar telja það áreið- anlega ekki eftir að sjómenn þeirra búi við góð kjör. Þess vegna munu þeir heldur ekki sjá eftir þeim kjarabótum, sem togarasjómenn hafa fengið með þessum síðustu samning um. En því aðeins geta þessir samningar haft í för með sér kjarabætur að rekstur skip- anna geti staðið undir þeim. Ef það kemur í ljós, að þeir hafi í för með sér svo mikla hækkun reksturskostnaðar þeirra, að afleiðingin verði stórfelldur hallarekstur og tap allrar togaraútgerðar i land- inu, hefur lítið orðið úr kjara- bótinni. Niðurstaðan hlýtur þá að verða stöðvun þessara dýru framleiðslutækja eða ný geng isfelling. Mbl. hefur þrásinnis krafist þess, að reikningarnir yrðu lagð- ir á borðið um útgerðarkostnað togaranna. Ef þeir sýndu að rekst urinn þyldi bætt kjör sjómanna þá ætti að bæta þau. Ef hins vegar að reksturinn væri nú þeg ar þannig, að halli væri á hon- um hjá svo að segja hverju ein- asta útgerðarfyrirtæki gætu sjó- menn ekki haft af því varanlegan hagnað að stórauka útgerðar- kostnaðinn. Nú hafa nýir samningar verið gerðir. Deilan um hvíldartímann er ur sögunni. Nú áetti .því að vera tækifæri til að staðreyna, hver hinn raunverulegi útgerð arkoStnaður togaranna sé. Ætla mó, að sjómenn kunni að vera tortrygnir gagnvart útreikning- um útgerðarmanna á reksturs- kostnaði skipanna. Trúlega munu þeir ekki heldur taka fyllilega gilda rekstrarreikninga bæjarút- gerðanna. Þessvegna væri æski- legt að t. d. einhver bæjarútgerð- in leigði sjómönnum á einhverju skipa sinna, hásetum og yfir- mönnum, eitt eða tvö skip. Sjó- mennirnir gerðu skipið eða skip- in síðan út og legðu fram reikn- inga um rekstur þeirra. Slíkt reikningshald gætu a. m. k. sjó- mennirnir ekki tortryggt. Það er mjög nauðsynlegt að þessi tilraun verði gerð. Hinar eilífu deilur um útgerðarkostn að togaranna eru í senn hvim- leiðar og háskalegar. f kjöl- far þeirra sigla stöðugar kaup deilur og verkföll. Þjóðin hef- ur ekki efni á þessum deilum. Hún verður að finna leiðir til þess að koma í veg fyrir þær. Skynsamlegasta og öruggasta leiðin til þess hljóta að vera ábyggilegar upplýsingar um það, hvað rekstur togaranna raunverulega kostar. Ef sjó- mennirnir gera eitt eða fleiri skip út sjálfir hlióta þeir að geta komist að niðurstöðu um þetta ágreiningsefni. Og það skiptir mestu máli að einmitt þeir viti allan sannleikann um það. Aumlegf yfirklór KOMMÚNISTAR reyna nú að klóra yfir þá staðreynd, að þeir hafa gert málstað sænsku og grísku njósnaranna, leiguþýja Rússa, að sínum eigin málstað. Er það sannarlega aumlegt yfir- klór. „Þjóðviljinn" heldur því fram í gær, að Mbl. hafi krafist þess, að íslenzk verkalýðshreyfing skuli bönnuð, kommúnistaflokk- urinn bannaður og „íslenzkir menn líflátnir fyrir þá „glæpi“ að vilja berjast fyrir frelsi alþýð- unnar og ættjarðar sinnar".!!! Mbl. hefur ekki krafist neins þessa. Það hefur hins vegar bent Islendingum á, að þegar „Þjóð- viljinn" kalli njósnara Rússa í Svíþjóð og Griklandi hina einu sönnu „ættjarðarvini" þá hafi kommúnistar gert málstað þess- ara svikara að sínum eigin mál- stað. Með þvi hafi þeir einnig lýst því yfir, að þeir telji það skyldu sína, alveg á sama hátt og sænski svikarinn Hilding Anderson, að þjóna hagsmunum alheimskomm- únismans og Rússa en svíkja ís- lenzka hagsmuni. Þessi röksemdafærsla er svo ljós og greinileg að ekki verður um villst. Ef það er vottur „ætt- jarðarvináttu" í Svíþjóð og Grikk landi, að áliti kommúnista, að hjálpa Rússum við að undirbúa árásir á þessi lönd, þá hljóta þeir að telja slíkt atferli sjálfsagt og eðlilegt hér á íslandi. Kommún- istar hafa með öðrum orðum lýst því yfir, að til þess að vera góð- ur „ættiarðarvinur“ á íslandi, þurfi maður að vera njósnari og svikari við íslenzka hagsmuni en auðsveipt leiguþý Rússa!!! Fimmta herdeildin hér á landi gat ekki afhjúpað sig greinilegar en þetta. Þetta vita kommúnistar líka. Þess vegna svíður þá nú undan ís- kaldri fyrirlitningu a'lmenn- ingsálitsins. -V- beisiiims 4 segja blððin um NorÉnm NORÐMENN sýndu yfirburði á Vetrar-Ólympíuleikunum 1952 og er það í fjórða skipti sem þeir eru stigahæstir þátttökuþjóða á vetrarleikum. í Chamonix 1924 hlaut Noregur 113 stig og Norð- menn fóru heim með 4 gullpen- inga 6, silfurpeninga og 7 bronz- peninga. í St. Moritz 1928 voru Norð- menn aftur beztir, hlutu 93 stig og unnu 5 gullpeninga, 5 silfur- peninga og 4 bronzpeninga. -— í Lake Placid 1932 urðu þeir að láta sér nægja annað sætið á eftir Bandaríkjunum, en í Gar- mich-Partenkirchen 1936 unnu Norðmenn enn — hlutu 100 stig og 7 gullpeninga og 5 silfur- peninga. Árið 1948 var Norðmönnum skotið aftur í 4. sæti. Svíþjóð sigraði með 70 stigUm, en Norð- menn hlutu „aðeins" 57.5 stig. Allir vita að þá höfðu Norð- menn þolað fimm löng stríðsár og á þeim tíma höfðu þeir ófull- komna fæðu og enga möguleika til íþróttaæfinga. íþróttaleiðtog- ar þeirra hófu þó uppbyggingar- starfið af krafti og margir hinna „gömlu kappa“ hófu æfingar á ný. MESTA ÍÞRÓTTAÞJÓÐ HEIMSINS Árangurinn á síðustu Ólympiu- Mjólkurlausl á Siglufirði SIGLUFIRÐI 7. marz. — Vegna ísalaga á Akureyrarhöfn hafa allir mjólkurflutningar þaðan til Siglufjarðar stöðvast. M.s. Drang ur sem annast þessa flutninga hefur verið tepptur á Akureyri. Bátur var sendur héðan til Sauðárkróks og kom hann í gær með mjólk. Annars hefur bærinn verið mjólkurlaus nema það sem frá Hólsbúinu kemur, sem aðeins er handa börnum og sjúkrahúsi. Engin blöð eða annar póstur hef- ur komið hingað síðan á föstu- dag 29. febrúar. ■— Jón. Eldur í verzlun SIGLUFIRÐI 7. marz: — Um há- degið í gær kom upp eldur í matvörudeild Kaupfélagsins. Slökkviliðinu tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins með handslökkvitækjum og snjó og urðu skemmdir litlar, nema helzt af reyk. — Kviknað hafði í útfrá olíukyntri miðstöð. — jón. LISSABON — Ameríska flugvéla skipið Tripoli kom nýlega til Lissabon með 9 flugvélar, sem portugalski flugherinn fær til umráða. Nýr landssfjóri í Malaja I leikjum kom mörgum á óvart, I en allir utan Noregs vita að úr- slitin eru réttlát. Svíar, sem töp- uðu heiðarlega, segja: „Við mun- um aldrei gleyma hve Norðmenn ( hafa afrekað á þessum VI. Ólym- j píuleikum. Afrek þeirra er svo mikið að við tökum ofan og full- yrðum að meiri íþróttaþjóð hef- ur aldrei lifað.“ Framkvæmdastjóri Ólympíu- leikanna í sumar í Finnlandi skýrði frá því að Finnar hafi sent 30 menn til Oslóar og áttu þeir að kynna sér hvernig Norð- menn skipulögðu leikina. „Við komu til að taka eftir því, sem ábótavant væri,“ segir hann, „en við urðum fyrir vonbrigðum“. — Þeir komu ekki auga á neinn galla. Enn einn sigur Norð- manna. Flest blöð segja að Norð- menn hafi unnið tvöfaldan sigur. Þeir unnu íþróttakeppnina og þeir sigruðu sem framkvæmda- menn leikanna. SVÍAR ÓÁNÆGÐIR Svenska Dagbladet er óánægt. „Gullöld sænsku skíðaíþróttar- innar var lokið í Osló“, segir það og bætir við: „Nú er þessu lokið — sænska íþróttafólkið verður að gera sér grein fyrir þvi að verð- launapeningarnir í Helsingfors verða varla auðsóttari." Erlend blöð hrósa mjög norsk- um áhorfendum. Frenckell fram- kvæmdastjóri sumarleikanna segir að áhorfendur Oslóborgar verðskuldi gullpening. Allir íslendingar samgleðjast Norðmönnum með sigurinn. — Hver talar um tapaða orustu á degi sigurvegarans? — G. A. O* melnsféfags Hafn- arfjarðar KABBAMEINSFÉLAG Hafn- arfjarðar hélt aðalfund sinn 25. febr. s.l. og var samþykkt á þeim fundi, að félagið gerðist deild í Krabbameinsfélagi íslands og var lögum félagsins breytt í samræmi við það. Stjórn félagsins var endurkos- in, en hana skipa: Bjarni Snæ- bjömsson læknir, form., og með- stjómendur: Eirikur Björnsson læknir, Theódór Mathiesen læknir, Ólafur Einarsson héraðslæknir, frú Ingibjörg Ögmundsdóttir, frú Jakobína Mathiesen, Guðjón Gunn arsson framf.fulltr., Páll Böðvars son kaupm. og Þórður Þórðarson vérkstjóri. Landaði hér, því sölu horfur voru slæmar NESKAUPSTAÐUR, 7. marz. Egill rauði kom af veiðum í morgun með um 240 tonn. Mest- megnis þorsk og er aflanum land- að í frystihúsin vegna slæmra markaðshorfa i Bretlandi. Vélskipið Sleipnir hefir nú ver- ið dregið á land, svo að hvalbakur og brú era upp úr á flóði. Verður eftir helgina reynt að dæla úr skipinu og það síðan flutt í drátt- arbrautina hér. Samgöngur á sjó hafa verið slæmar undanfarið og furða menn sig á því, að blaðapóstur skuli ekki sendur með flugvélunum einu sinni vikulega. En þrjár undanfarnar vikur hafa blöð ekki komið flug- leiðis. ■—Guðmundur. Velvokandi skriíar: GR DAGLEGA LIFENG Sir Gerald Templer, sem nýlega hefir verið skipaður landstjóri Breta í Malaja. Starnes — Stafnes FYRIR FÁUM dögum hefir kunningi vor „Velvakandi“ minnzt á þjóðsöguna um Stafnes á Miðnesi í Gullbringusýslu. Út af því datt mér í hug að segja nokkuð frá réttu nafni þeirrar jarðar, sem vafalaust er Starnes. Þannig er nafnið skjalfest í Forn- bréfasafninu eigi sjaldnar en 10 sinnum á árunum 1270—-.1548. En aldrei er þar nefnt Stafnes á því árabili. Nafnið Stafnes hefi ég fyrst rekizt á í Jarðabók Árna Magn- ússonar 1703, og þar er það án at- hugasemda. Nafnbreytingin mun því hafa orðið nokkuð löngu áð- ur, sennilega síðla á 16. öld eða árla á 17. öld. Stararlautir, þar sem nú er skerjaklasi NAFNIÐ STARNES tel ég lík- legast að verið hafi ljóslif- andi af landslagi, þá er nafnið var gefið — eins og flest slík nöfn frá landnámstíma. — Þá hafi skerjaklasi sá, sem nú er suð- vestur frá bænum Stafnesi verið samfellt og gróið nes með starar- lautum þar, sem nú eru lón milli skerja. Gróður á svæði þessu sanna líka grasbakkar á skerj- um, sunnan Básenda, sem leifar sáust eftir af fram á 18. eða jafn- vel 19. öld. Hefir landið sigið? TELJA MÆTTI líklegt, að elds- umbrotin fyrir Reykjanesi, 4 eða 5 sinnum á 13. öld og a.m.k. einu sinni á 15. öld, hafi fremur lækkað en hækkað þurrlendið við sjóinn, á þeim slóðum. Engar útslægjur voru til á Stafnesi 1703. Hefir og sennilega löngu fyrr verið horfið hvert stararstrá af nesinu. Með fram af því kann nafnþreytingin að stafa, en líklega fremur þó af lat- mæli og misskilningi, eins og farið hefir um mörg og gild bæj- arnöfn á landi voru fyrr og síðar. Og þar með fylgja oft misheppn- aðar tilraunir til leiðréttingar. Eða eins og hér að lútandi sýnist líklegast: Heil þjóðsaga skálduð til skilningsauka á afbakaða nafn inu. — V.G.“ Kámugar hendur VELVAKANDI. Sá góði siður hefir löngum tíðkazt með þjóð vorri að fara mjúkum hönd- um og varfærnum um minningu þeirra látnu, svo að hún verði sem hugljúfust og björtust. Og þessi siður er svo ríkur, að hann hefir ekki síður náð til þeirra, sem þreyskir voru kallaðir í lif- anda lífi. Hún kom því yfir menn eins og þruma úr heiðskíru lofti klausan, sem eitt dagblaðanna birti á miðvikudaginn um bálför nýlátins manns, þar sem stráks- legum orðum var vikið að því, að hann þefði „lent í öskustónni" og fleiru í sama dúr. Er vant að sjá, hvað höfundin- um hefir geneið til að fara kám- ugum höndum um minningu þessa vammlausa íslendings. — G.“ Meira skop og glens VELVAKANDI góður. Af ein- hverjum óskiljanlegum og ó- fyrirgefanlegum ástæðum var ekki fyrirfram tilkynnt um skemmtiþátt Einars Eyfells, sem fluttur var í útvarpið fyrra föstu- dag klukkan eitt. Það mun þó al- mannarómur, að það hafi verið broslegasti skopþáttur, sem heyrzt hefir mánuðum saman, enda mun „traktors-atið“ lengi í minnum haft. Vonandi hafa bænd ur líka haft af þættinum gaman- ið, þó að ekki sé meira. Nú eru það eindregin tilmæli mín, og mæli ég þar vafalaust fyrir munn margra, að þátturinn verði endurtekinn, með öðrum orðum, stálþráðurinn leikinn aít- ur. — Alvörumaður“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.