Morgunblaðið - 08.03.1952, Side 7

Morgunblaðið - 08.03.1952, Side 7
Laugardagur 8. marz 1952 MORGUNBLAÐIÐ 7 Koniræktanicfnd Framleiðslu- róðs vill hefja öflaga ræktunor- sókn — Kornið verði fastur liður í kjamfóðuröflun bænda TJM ÞRJÁTÍU ára skeið hefir Klemenz Kristjánsson, tilrauna- stjóri á Sámstöðum reksð korn- rækt með góðum árangri sem kunnugt er. Þegar hann hóf starf sitt, hafði kornrækt alveg legið niðri hér frá því snemma á 19. öld, að kornrækt var stund- uð á nokkrum bæjum í Hörgár- dal, að Skriðu og Fornhaga. Skömmu eftir að Klemenz komst að þeirri niðurstöðu, að hægt væri að reka árvissa korn- rækt hér á Suðurlanöi, tóku nokkrir bændur að gera tilraun- ir með þessa ræktun, og Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri ræktunarfélagsins á Akureyri hóf kornrækt. En þó þetta hafí verið reynt allvíða, bæði sunnan- og norð- anlands, hefir kornræktin ekki rutt sér verulega til rúms, svo um muni enda þótt Klemenz Kristjánsson hafi verið ótrauður við að birta niðurstöður korn- ræktar sinnar og hagnýtar leið- beiningar um kornrækt. KORNRÆTARNEFND FRAMLEIÐ SLURÁBS Fyrir frumkvæði framkvæmda stjóra Framleiðsluráðs landbún- aðarins, Sveins Tryggvasonar, skipaði Framleiðsluráðið í síð- astliðnum október fímm manna nefnd, til þess að aflað yrði upp- lýsinga um þá komrækt, sem einstakir þændur og aðrir hafa haft með höndum víðsvegar um land síðustu 2—3 áratugi. Skyldi nefndin gera tillögur um, hvaða tökum ætti að taka þetta fram- faramál. Þessir eiga sæti í nefndinni: Pálmi Einarsson landnámsstjóri, sem er formaður nefndarinnar, Sverrir Gíslason formaður Fram- leiðsluráðs, Jón Sigurðsson alþm. Reynistað, Klemenz Kristjáns- son og Runólfur Sveínsson sand- græðslustjóri. Nefndin fékk að vita um 76 menn, sem hefðu meira eða íminna fengizt við kornræktartil- raunir. Öllum þessum mönnum skrifaði hún, og lagði fyrir þá ákveðnar spurningar um reynslu þeirra í kornrækt. Bárust nefnd- ánni svör frá 40 kornræktar- Jnönnum. Svör 37 manna staðfesta fengna íeynslu tilraunastöðvarinnar á Sámstöðum að í flestum árum þroskast bygg og hafrar á við- hlítandi hátt, ef réttum aðferð- um er beitt við kornræktina. En. svörin bera það einnig með sér' að mjög áfátt hefir orðið í því víða, að réttum ræktunaraðferð- wm hafi verið beitt. En einmitt |>essvegna hafa tiltölulega fáir Shaldið áfram við kornræktina, flestir gefizt upp eftir nokkra ára tilraunir. Nefndin aflaði sér upplýsinga «um löggjöf Norðmanna, er miðar að því að auka og efla kornrækt- Sna þar. Með þeim innlendu og erlendu gögnum hefir nefndin gert sér grein fyrir, hverjar lík- ur væru til þess, að réttmætt sé að taka upp kornrækt í stór- uim stíl á samfelldum svæðum, til fóðurframleiðslu fyrir land- a>únaðinn, hvaða ráðstafanir beri að gera til að fá einstaka bænd- uir til að taka kornrækt upp sem fastan lið i framleiðslu sinni og 'hvernig unnið skuli að leiðbein- ingarstarfsemi og stuðningi við jþessa nýju framleiðslugrein. Nefndin hefir nú skilað áliti til Búnaðarþings. í áliti nefnd- fflrinnar segir m. a.: NIÐURSTÖÐUR KORN- RfflKTARMANNA Ef dregnar eru fram helztu Vsraliðsmenn í slökkviliði krefjast að þeir cinir fai stuður brunavarða Slökkviíiðssíjóri teiur siíkl óheppilegt upplýsingar, er af svörunum fást, ‘ eru þær þessar: 1) Að allar tilraunir hjá ein- staklingum til kornræktar eru í smáum stíl, en að þeir sem feng- izt hafa við kornrækt síðustu ár- in taka stærra land undir korn en gert var fram til ársins 1945, eða allt upp í 4 ha. I 2) Að allir hafa þeir reynt að rækta bygg, en 24 hafa einnig rækíað hafra, en aðeins einn hef- ur reynt að rækta rúg. Af stofn- um hafa flestir notað Dönnes-1 bygg, en af höfrum Niðarhafra. 3) Jarðvinnslan er hjá fiestum haustplæging, en fjórði hluti notar leingöngu vorplægingu, og það er engum vafa bundið, að jarðvinnslu hefur í mörgum til- fellum verið áfátt, einkum þar sem sáð hefur verið í nýbrotið land. | 4) Skýrslurnar gefa tilefni til að ætla að mörg árin sé of seint sáð, og væntanlega seinna en möguleikar eru til vegna tíðarfars og möguleika til framkvæmda á jarðvinnslunni á réttum tíma af veðurfarsástæðum og má því ganga út frá, að um þetta atriði hafi framkvæmdinni verið mjög ábótavant, og hafi leitt til lakari útkomu en annars hafi orðið. 5) Yfirleitt má segja um jarð- vegsvalið, að það hafi verið eftir atvikum sæmilegt. Flestir nota moldarjarðveg og leirborna móa- jörð, í sumum tilfelium jörð, sem áður hefur verið ræktuð, þeir sem hafa haft akra á mýr- lendi taka fram að það hafi ver- ið framræst. 6) Um uppskerutímann kemur það sama fram og um voryrkj- una, að hann er það seint, að vænta má að af þeim ástæðum hafi framkvæmdin ekki gefið þá raun, sem fengizt hefði, með því að uppskeran hefði farið fram á hæfilegum tíma og jafnframt má búast við að afföll hafi orðið á korninu við svo seina uppskeru. 7) Þroskun kornsins virðist ærið misjöfn. Hjá 13 einstakling- um hafa 41 uppskera af 135 upp- skerum gefið illa þroskað korn, en 17 aðilar telja kornið hafa þroskazt vel flest árin, nokkrir, sem hafa haft korn aðeins eitt eða tvö ár, telja uppskeru sæmi- lega án þess að tilgreina þrosk- unarstig. Skýrslurnar ná yfir 234 upp- skerur og ef mat aðilanna á þroskun kornsins er rétt, ætti % uppskeranna að vera vel, allvel til ágætlega þroskað, en Vs að vera laklega til illa þroskað og surrís staðar hefur kornið alls ekki þroskazt í einstökum árum. 8) Því miður hafa þeir, sem kornrækt hafa stundað, ekki get- að gefið upp uppskerutölur, því fæstir hafa þreskt kornið, en þær tölur, sem upp eru gefnar, sýna að kornrækt einstaklinga hefur gefið mun minna uppskerumagn af hektara heldur en fengizt hef- ur á Samsstöðum. Einn bóndi norðanlands, er stundað hefur kornrækt í 13 ár, hefur fengið sem meðaluppskeru 1558 kg. korns af hektara. Tvö af þessum árum hefur uppskeran brugðizt, en öll hin árin verið yfir 10 tnr. af hektara og komizt hæst í 25 tnr. af ha. KORNRÆKTIN VERÐI FASTUR I-IÐUR í iSÚSKAPNUM Að svo komnu máli er nefndin sammála um að fengin reynsla gefi tilefni til að því sé gaumur gefinn, hvað verða megi til efl- ingar þessari framleiðslugrein, og lítur svo í’i, e8 stuðla beri að því að auka þekkingu lands- manna á þessu sviði, og að að- gerða sé þörf, til þess að búendur í þeim héruðum, er hafa bezt veðurfars- og ræktunarskilyrði til kornræktar, fái aðstöðu til að taka hana upp sem fastan lið í búrekstrinum. Hins vegar lítur nefndin svo á, að afla þurfi frek- ari reynslu en orðið er hjá ein- stökum bændum, hvernig korn- rækt yrði bezt fyrirkomið í sam- bandi við aðrar framleiðslugrein- ar búsins, með hliðsjón af því vinnuafii, er búin ráða almennt yfir. í öðru lagi teiur nefndin, að frekari athugun þurfi fram að fara á því, hvort það sé hag- fræðilega rétt að taka upp korn- rækt í stórum stíl til fóðuröflun- ar. Nefndin varð því sammála um að leggja fram eftirfarandi til- lögur varðandi aðgerðir til efl- ingar kornrækt hjá einstökum bændum, er miði að því að afla víðtækari reynslu um þetta mál, er jafnframt auki þekkingu bú- enda almennt á kornræktinni og hagfræðilegri þýðingu hennar fyrir búreksturinn. Nefndin leggur því þessar til- lögur sínar fram til framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, sem hluta af víðtækari tillögum, er síðar kæmu fram, er nánari athuganir hafa farið fram, og mun, ef ekki þykir heppilegra að gera aðra ráðstöfun þar um, fús til að halda áfram athugunum í þessu sam- bandi og skila síðar fullnaðartil- lögum um málið eins og það er lagt fyrir. FYRSTU STÓRFELDAR FRAMKVÆMDIR Á þessu stigi málsins gerir nefndin svofelldar tillögur, sem hún er sammála um: Að sett sé löggjöf, er feli í sér meðal annars eftirgreind atriði: a) Að allt að 30 bændum á ári sé veittur styrkur er nemi allt að V4 af kaupverði á allar kornyrkj uvélar, svo sem: rað- sáðvélar, sjálfbindisláttuvélar, þreski- og hreinsivélar og kornmyllur. Váeri styrkur á hverja vélasamstæðu háður því, að bændur þeir, sem styrkinn fengju, ræktuðu minnst 5 ha. á ári af akur- lendi. Enda er þá ætlast til að um áframhaldandi korn- rækt viðkomandi bærjda verði að ræða. Styrk þennan má veita fleiri bændum í sam- einingu, ef þeir fulinægja settum skilyrðum þar um. b) Að styrkur, sem veittur er á kornhlöður sé 50% hærri en á heyhlöður, steyptar með járnþaki. e) Þeir aðilar, sem styrks njóta, samkvæmt framanrituðu, skulu njóta leiðbeininga við vinnslu akurlandsins og sán- ingu og uppskeru kornsins. Skal leitað samkomulags við búnaðarsamböndin um að héraðsráðunautar veiti þessar leiðbeiningar. Enda -skulu þeir hafa aflað sér nægilegr- ar þekkingar á kornyrkju. d) Að samið verði við tilrauna- stjórann á Sámsstöðum að þar verði haldin námskeið i korn- yrkju vor og haust, er veiti nægilega fræðslu um korn- yrkju. Aðgang að þessum námskeiðum skal fyrst og fremst veita héraðsráðunaut- um búnaðarsambandanna og þeim aðilum öðrum, sem hafa með höndum kornrækt eða ætla að vinna að henni. Framh. á bls. 8 FÉLAG slökkviliðsrfianna hér í Reykjavik, en í því eru nú 26 starfandi varaliðsmenn, átti í gær fund með blaðamönnum í sambandi við ráðningu þriggja brunavarða . að slökkvistöðinni. Telur félagið að með ráðningu eins þessara þriggja manna hafi slökkviliðsstjóri gerzt sekur um vítavert athæfi gagnvart félagi þeirra. Iiafði það bæði ritað slökkviliðsstjóra og bæjarráði bréf þess efnis, að það gerði þá kröfu, að i allar stöður bruna- , varða á slökkvistöðinni skuli ráðnir menn úr varaliðinu. I UMSÖGN SLÖKKVI- LIÐSSTJÓRA I Þegar mál þetta kom fyrst til umræðu innan Fél. slökkviliðs-1 manna og það sendi bæjarráði bréfið um fyrrnefnda kröfu, sendi borgarstjóri það til slökkvi- | liðsstjórans til umsagnar. Hann gerði allítarlegt álit um erindið. . Niðurstöður þess voru þær, að hann teldi það mjög vanhugsað að koma á bindandi ákvæðum um að skilyrðislaust bæri að taka menn úr varaliðinu til bruna- j varðastarfa. — Hér bæri sem . endranær að taka tillit til hæfni . umsækjenda. í umsögn sinni kom slökkviliðsstjóri inn á að æski- 1 legt væri að_hafa vísi að skóla 1 ifyrir væntanlega brunaverði. Þá I taldi hann að aldurshámark1 j bæri að setja fyrir umsækjend- J ur í brunavarðastöður og miða | við 30 ár. ÞUNGORÐIR I GARÐ SLÖKKVILIÐSSTJÓRA . Er stjórn Félags slökkviliðs manna ræddi við blaðamenn í j gær um þessi mál, var hún þung- \ ' orð mjög í garð slökkviliðsstjóra.1 Töldu þeir orðalag slökkviliðs- stjóra, um að taka bæri til hæfni umsækjenda, móðgandi fyrir slökkviliðsmenn. Þeir væru þeirrar skoðunar, að skóli reynsl- | 1 unnar væri beztur til starfsins, j en félagsmenn ættu að baki mis- munandi langan starfsferil í lið- inu. — Þá töldu þeir slökkviliðs- stjóra hafa brotið reglurnar um ráðningu manna eldri en 30 ára. Stjórnin taldi slökkviliðsstjóra hafa vanrækt að halda æfingar með slökkviliðinu. I ALVÖRUMÁL j Hér er um alvörumál að ræða, því hér greinir á um það, í hvers höndum ráðningar brunavarða skuli vera og þar sem slökkvi- liðsstjóri er borinn ýmsum þu.ng- ' um sökum, átti Mbl. tal við hann í gærkvöldi um mál þetta. j I Það voru alls 63 umsóknir er j bárust um þessar þrjár bruna- varðastöður, þar af voru 13 J l frá félagsmönnum í slökkviliðs- mannafélaginu, en 4 sem til álita komu vegna aldurs. Hinir 9 voru komnir yfir þrítugt. — Þegar til | þess kom að bæjarráð réði menn í stöðurnar, var einn þeirra úr félaginu, nefnilega formaður þess, annar hefur verið starfs- maður hjá bænum, en sá þriðji hefur fengizt við verzlunarstörf. | Félagar í slökkviliðsmanna- félaginu eru venjulega nefndir varaliðsmenn. Þeir starfa ein- göngu að slökkvi- ~og björgunar- starfi, ósamt brunavörðum sjálf- um, en undantekningarlaust ekki við vélknúin tæki stöðvarinnar, því það starf hvílir eingöngu á brunavörðum. í varaliðinu eru menn sem sem starfað hafa á slökkvistöð- inni í sumarleyfum varðmanna og auk þess fastir starfsmenn við slökkvistöð Reykjavíkurflugvall- ar. — Hvorugur þessara hópa hefur ver ið tekinn í varaliðið með það fyrir augum, að þaðan lægi leið- in í brunavarðarstarf. - FRASOGN SLOKKVI- LIÐSSTJÓRA í gærkvöldi átti Mbl. tal við Jón Sigurðsson, slökkviiiðsstjóra, um þetta mál, og sagði hann um það m. a,: — Þótt við, fyrirrennari minn í starfi og ég sjálfur, höfum val- ið alla þá mern, sem í varalið- inu eru, þá tel ég þó, að. ýmsir ágætir menn standi enn utan þess, sem til greina gætu kom- ið sem brunaverðir. Aðalsjónarmið við val manna í varaliðið er, að þeir séu röskir, vinnuvanir menn. Þá ér og nauð- synlegt að þeir stundi þannig Iagaða atvinnu, að hægt sé að ná til þeirra, jafnt á nóttu, sem degi, ef þörf gerist. MARGIR NÝTIR MENN ÚTILOKAÐIR Ef fallist væri á kröfur Félagg slökkviliðsmanna, væru aðeins þeir, sem í félaginu eru, teknir á slökkvistöðina, ef staða losnaði þar. Við það útilokuðust margir nýtir menn, sem ekki hafa að- stöðu til að komast í varaliðið af einhverjum ástæðum. Hefi ég því talið óheppilegt og jafnvel skaðlegt fyrir slökkvistöðina, að útiloka alla aðra menn, en þess má geta hér að er síðast voru ráðnir brunaverðir að stöðirini, voru þeir úr hópi varaliðs- manna. SKÓLI REYNSLUNNAR Væri faliizt á kröfur Félags slökkviliðsmanna, þyrfti að segja öilum varaliðsmönnum upp og ráða nýja menn, sem valdir væru með það fyrir augum, að varalið- ið væri „skóli reynslunnar" fyrir nýja brunaverði. Þyrfti því ávallt meiri hluti liðsins að vera undir 30 ára aldri, svo úr sæmilegum hóp væri að velja, en það myndi hafa í för með sér eilífar breyt- ingar á varaliðinu. Um þá rótgrónu skoðun, að öll menntun, sem fæst í gegn um skólanám, eigi ekki rétt á sér við hlið menntunar þeirrar, er fæst í „skóla reynslunnar“, tel ég óþarfa að ræða, því öllum er kunnugt hve skiptar eru skoð- anir manna um menntun og brjóstvit. FÁ MIKLA ÆFINGU í 300—400 BRUNAKÖLLUM Ásakanir slökkviliðsmannafé- lagsins um að æfingar hafi ver- ið vanræktar, eru úr lausu lofti gripnir. — Slökkviliðið, sem býr við ófullkomin skilyrði til æf- inga, sem kunnugt er, fær óneit- anlega mikla æfingu í starfi, þeg- ar þess er gætt, að það fer í milli 300—400 brunaköll á ári. Ég vil að lokum taka það fram, að einn þeirra þriggja manna, er bæjarráð hefur ráðið, er kominn yfir þrítugt og á þeim forsend- um vildi ég ekki mæla með ráðn- inu hans. Slökkviliðsmannafélagið mun telja mann þann brunavörð, sem ráðinn var fyrir nokkru að stöðinni til eftirlits með ýmsum vélum, en þar er um hreinar mis- skilning að ræða hjá félaginu, því að þessi maður vinnur ekki þau störf, sem brunaverðirnir hafa með störfum. í þessu á brot mitt vist að iiggja. 1 öllum löndum er kappkostað að ungir menn velj- ist til þessara starfa. Hámarks- aidurinn í Kaupmannahöfn er 28 ár. Ég harma að varaliðs- menn virðast hafa ótrúlega lít- inn kunnugleika á þessum mál- um öllum, sagði slökkviliðsstjóri að lokum. Félag brunavarða hefur ekki tekið neina afstöðu í máli þessu, en maður úr stjórn þess tjáði blaðinu í gær, að ásakanir vara- liðsmanna í garð slökkviliðs- stjóra væru með öllu tilhæfu- lausar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.