Morgunblaðið - 08.03.1952, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1952, Blaðsíða 12
Veðurúfiðf í dag: Norðaustangola eða kaldi. Léttskýjað. 56. tbl. — Laugardagur 8. marz 1952 Komræktin Sjá grein á bls. 7. VerSur hægf ai bjarga skip- inu af bofni Seyisfjarðar? 15.060 rúmL skip ssm legið fíefur þar í 10 ár SEYÐISFJÖRÐUR, 7. marz: — Hingað kom í dag með Esju, ásamt nokkrum mönnum öðrum, Benedikt Gröndal, forstjóri Hamars. — Hann er hingað kominn til þess að athuga möguleika á björgun olíu- skips þess, er sökk hér í firðinum fyrir mörgum árum, eða á farmi þess. Sérsfakur sendifulffrúi Trumans Olíuskipið var brezk eign og1 var því lagt hér vorið 1941. — Það var birgðaskip fyrir brezk herskip. Það var mjög stórt og með um 15,000 tonn af olíu í geymum sínum, er það sökk í þýzkri loftárás þá um sumarið. ENGIN SPRENGJA KOM Á SKIPIÐ, EN ÞAÐ SÖKK ÞÓ Flugvélin, sem sökkti því, varpaði að því þrem sprengjum. Engin þeirra kom á skipið sjálft, heldur í sjóinn fyrir framan stefni þess. — En þrýstingur sá er myndaðist er sprengjurnar sprungu í sjónum, var það mik- íll, að óstöðvandi leki kom að því sjálfu og á einhverja af olíu- geymunum og sökk þetta mikla skip á 30 metra dýpi. MIKIÐ AF OLÍU í SKIPINU En'n mun vera mikið af olíu í skipinu, þó mikið hafi farið for- görðum er það sökk. Lengi á eftir vætlaði olían úr því og or- sakaði ýmiskonar tjón, sem árang urslaust hefur verið reynt að fá bætt. Brezka flotastjórnin bauð Seyðfirðingum fyrir löngu, að þeir mættu eiga skipið, en því boði var ekki tekið. ESSO LÆTUR GERA TILRAUNINA Fyrir alllöngu fékk Olíufélagið Esso áhuga á að láta gera athuganir á hvort tiltækilegt þætti að bjarga skipi og farmi þess. Hefur Seyðisfjarðarbær fengið ráðstöfunarrétt á skipinu þar sem það hvílir á fjarðarbotn- inum og jafnframt gert samn- ing við Olíufélagið um að það megi gera þessa tilraun, og hver skuli verða hlutur Seyðisfjarðar ef björgunin skyldi takast. KAFARI ATIIUGAR SKIPIÐ Hefur Olíufélagið samið við Hamar um þessar athuganir og þeirra erinda er Gröndal for- stjóri hingað kominn, ásamt að- stoðarmönnum sínum. Athugan- ir þessar eru í fysrta lagi í því fólgnar að kafari athugar ástand skipsins og farms. _____ — Benedikt. Einar Gíslason kjör- inn form. Málara- meistarafél. Rvíkur í 22. sinn AÐALFUNDUR Málarameistara- félags Reykjavíkur var haldinn 27. febr. s.l. — Formaður, Einai Gíslason, flutti starfsskýrslu fé- lagsins á árinu. Þá voru lesnir upp og samþykktir reikningar. I stjórn félagsins voru kosnir eftirtaldir menn: Formaður Ein- ar Gíslason, og er það í 22. sinn, sem hann er kjörinn formaður félagsins. — Varaformaður var kjörinn Jón E. Agústsson, rit.ari Jökull Pétursson, gjaldkeri Hall- dór Magnússon og aðstoðargjald- keri Pétur Hjaltested. — Þrir hinir síðasttöldu voru allir endur kjörnir. — Þá var og á fundinum kjörin 5 manna nefnd til þess að undirbúa 25 ára afmæli félagsins, sem verður í febr. mán. 1953. Félagsmenn eru nú um 80 tals- ins, — □- Úrslif atkvæða- greiðslunnar kunn í dag UM minætti s.l. nótt mun at- kvæðagreiðsiu togarasjó- manna á hafi úti um hina nýju samninga hafa lokið. En ákveðið var að birta ekki úr- slit hennar fyrr en árdegis í dag. Áður höfðu áhafnir þeirra skipa, sem í landi voru greitt atkvæði. Féilu atkvæði þann- ig að 99 sögðu já við samning- unum en 14 nei. William H. Draper, sem nú er sér- stakur sendifulltrúi Trúmans for- seta í Evrópu. Hann sat m. a. fund Atlantshafsbandalagsins í Lissabon. □- -□ Badminlon TBR lýkur í dag EKKI tókst að ljúka innanfélags móti TBR í badminton s.l. sunnu dag. Eftir var úrslitaleikurinn í einiiðaleik kvenna í meistara- flokki og einliðaleik karla í I. flokki. Leikir þessir fara fram í dag ásamt sýningarleikjum í einliða- og tvíliða-keppni karla og hefjast kl. 4.30 í Iþróttahúsinu við Há- logaland. Aðgangur er ókeypis. Einnig fer þar fram afhending verðlauna til þeirra, er unnið hafa i mótinu. Erlendri mynf sfolið UM siðustu helgi var innbrot framið í verzlun Marteins Einars- sonar við Laugaveginn. Við rannsókn hefur komið í ljós að þaðan var stolið 140 dollurum, 15 sænskum krónum, 10 norsk- um, 20 dönskum og 5 Vá sterlings- pundi. Rannsóknarlögreglan æskir þess að þeir, sem kynnu að hafa verið boðnir slíkir peningar, hafi tal af henni. Fagridalur ófær bifreiðum - pésfur með hesia og sleða REYÐARFIRÐI, 7. marz. — Fagridalur er nú ófær bifreiðum. Landpóstur á dráttarvél með gúm- beltum sneri aftur á Fagradal í fyrradag, en kom í dag til Reykj- arfjarðar með hesta og sleða. Mjög góð tíð hefur verið á Aust- urlandi undanfarið, nema þrjá síðustu dagana, en þá hefur verið allhvass norð-austan skafrenning- ur. Hagar eru nú víða á Héraði. Togarinn „Austfirðingur" fisk- ar nú í hraðfrystihúsin á Fáskrúðs firði og Eskifirði. —Pálsson Flóabálurinn braust gegnum ísinnígær AKUREYRI 7. marz: — Skipa- ferðir hafa legið niðri hér um Akureyrarhöfn síðan um helgi, en í gær hófust þær á ný. Flóabáturinn Drangur, braut sér leið gegnum ísinn, en í hæg- viðri undanfarna daga hefir ís- inn þynnst mjög. Er auður sjór nú á Krossavíkinni. Flóabáturinn mun nú taka upp ferðir á ný hér um Eyjafjarðar- hafnir og til Siglufjarðar. — S.Þ. Jarðgöng undir Mont Blanc. RÓMABORG — Viðræður hófust fyrir nokkrum dögum í París 'milli fulltrúa frá Ítalíu, Frakk- ^landi og Sviss um hugsanleg jarðgöng undir Mont Blanc. Nýll barnaleikrit, „Litli Kláus og Stóri Kláus íí í FYRRAVETUR var sýnt í Þjóðleikhúsinu barnaleikritið „Snæ- drottningin", sem gert er eftir samnefndu æfintýri H. C. Andersens. Leikrit þetta varð ákaflega vinsælt meðal barnanna. Nú tekur leikhúsið annað barnaleikrit til sýningar, gert eftir samnefndri sögu hins vinsæla æfintýraskálds. Heitir það „Litli Kláus og Stóri Kláus“ og hefur Líza Tetzner fært það í leikritabúning, en sögu Andersens er fylgt. Inn í leikritið er fléttað ýms-^*” um vísum og söngvum. Leik- stjóri er Hildur Kalman, en Lothar Grund hefur málað leik- tjöldin. Leikrit þetta var sýnt hér í Reykjavík fyrir um 20 ár- um síðan. Stóra Kláus leikur Valdimar Helgason, en I*itla Kláus og konu hans leika Bessi Bjarna- son og Margrét Guðmundsdóttir, sem bæði koma nú fram í fyrsta sinn í hlutverki við Þjóðleik- frá því í fyrra húsið og eru þau nemendur í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Róbert Arnfinnsson leikur Halta- Hans, betlarinn með lýrukassann sinn og Soffía Karlsdóttir syng- ur nokkrar vísur. Margir aðrir leikarar taka þátt í sýningunni. Sýningar á þessu leikriti munu verða kl. 17.00 á virkum dög- um. Verð aðgöngumiða er óbreytt Auksn ræktun er land- bánaðinuni nauðsyn Á BÚNAÐARÞINGI í dag urðu miklar umræður um tillögu þess efnis, að stjórn Búnaðarfélags íslands leitaði samstarfs við stétta* samband bænda með að gera tilraun til að ráða eríndreka, er ferð- ist um landið meðal bænda er hafa óeðlilega lítinn búrekstur. —• Skal starf þessa manns miða að því marki að viðkomandi bændum verði fært að auka bú sín og afurðamagn þeirra, fyrst og fremsfe með aukinni og bættri áburðarnotkun. Tillaga þessi er komin frá Gunn^” ari Guðbjartssyni og var hann einnig framsögumaður allsherj- arnefndar í málinu. Kvað hann þessa hugmynd hafa komið fram hjá formanni stéttásambands bænda á aðalfundi sambandsins í sumar. Hefði verið upplýst þar að bústofn bænda og töðufengur væri all mikið minni en ætlað hefði verið. Taldi hann að á 50— 60% býla væri minha en 300 hesta töðufengur. SKORTUR Á FJÁRMAGNI Guðmundur Jónasson sagði að raunhæfasta átakið í þessum mál- um væri að benda mönnum á ieið til að kljúfa kostnaðinn við rækt unina. Búnaðarbankinn lánaði aðeins 30% út á jarðrækt, þar við bættist að vísu jarðræktarstyrk urinn, en það hrykki skammV, enda þyrfti oft með aukinni jarð- rækt að auka bústofninn. Taldi hann að Búnaðarfélagið yrði að beita áhrifum sínum við BúnaS- arbankann og fjárveitingavaldíð að ráða fram úr þessum fjárskorti BÆTTIR BÚNAÐARHÆTTIR Búnaðarmálastjóri sagði að rétt ari notkun á áburði og réttari sláttutimi, væri leiðin til að auka framleiðsluna. Þó nauðsynlegt væri að auka ræktunina væri þetta þó aðalatriðið og til þessa þyrfti ekkert stofnkapital. Einn- ig kvað hann hægt að auka fram leiðsluna með réttari fóðrun bú- penings. AFURÐAVERÐIÐ OF LÁGT Sveinn Jónsson á Egilsstöðum sagði, að ástæðurnar til lítils bú- reksturs væru, að afurðaverðið væri of lágt og fyrir neðan það, að það gæti staðið undir búrekstr inum, sízt á búi, sem ætti að stækka. Gæti það hvergi nærri mætt kostnaði við umbætur. Annaðhvort yrði að hækka af- urðaverðið eða ríkið yrði að hjálpa bændunum til að rækta. Taldi hann ekki óeðlilegra, að ríkið legði fram fé til að kosta ræktunina en til margs annars, sem það leggði fé til. Sigurjón Sigurðsson sagði að bændur yrðu að sýna fram á hvert framleiðsluverð landbún- aðarvara væri og fá það verð fyr- ir þær. Meginatriðið fyrir hvern framleiðanda væri að geta haft framleiðsluverðið sem lægst. EINSTAKLINGARNIR MEGA EKKI HEIMTA OF MIKIÐ AF RÍKINU Guðmundur Erlendsson kvaðst ekki hafa trú á því þjóðfélagi, sem heimtaði stétt eftir sétt af fátæku ríki, að það gerði allt fyr- ir einstaklingana, hugsaði og framkvæmdi. Hann taldi réttara að líta í kringum sig hverjar væru sanngjarnar kröfur á hend- ur ríkinu. Hann sagði að fram- leiðsluverðið væri að vísu of lágt en vafasamt væri að fólk hefði efni á að kaupa afurðirnar hærra verði. Þær væru nú farnar að safnast fyrir og það væri ekki af því að fólk vildi ekki nota þær heldur af því að það vantaði pen- inga. _ _ NAUÐSYN AÐ HVETJA MENN TIL FRAMKVÆMDA Ymsir fleiri tóku til máls og voru þeir flestir þeirrar skoðun- ar að nauðsynlegt væri að hvetja bændur til aukinna framkvæmda í ræktun og væri þá einnig nauð synlegt að þeir gætu fengið þá fræðslu, sem nauðsynleg væri. Ásgeir L. Jónsson benti á, að í öllum stéttum væru menn, serra ekki væri hægt að bjarga, og svt» væri einnig í bændastétt, en þaf væru líka margir sem hægt værl að bjarga og sem vildu bjarga sér og þeim yrði að hjálpa. Kristinn Guðmundsson taida hæpið fyrir Búnaðarþing a® ganga á undan í því að benda á að stofna ný embætti. Bjarni á Laugarvatni taldi að> við værum betur settir ef ríkiS ætti meira af landinu en það á nú. Umræðu var frestað, og vorilt þá all margir á mælendaskrá. h .1 fslendingi veiffur námuiyrkur við þýzkan háskóla ÞÝZK yfirvöld bjóða námsstyrlj handa íslenzkum stúdent, er hef* ur stundað nám við háskóla í a. m. lc. 2 ár Námsstyrkurinn er að upp* hæð 2250 rfkismörk og gildir fyrir tímabilið 1. nóv. 1952 til 31. júlá' 1953. Styrknrinn er greiddur mánað* arlega fyrirfram og auk þess verð* ur greiddur ferðakostnaður frarrj og til baka frá landamærum Þýzka lands til háskólabæjarins, er um« sækjandi getur valið sjálfur. Urn- sóknarfrestur er til 1. maí og skal umsóknum skilað til skrifstofu há* skólans, þar sem allar nánari upp* lýsingar ern gefnar. ,i Veski meS 1609 i krónum sfolið FYRIR nokkrum dögum var peningaveski með um 1600 krón* um í peningum stolið. Hafði það verið skilið eftir í jakka á skrif* stofu einni hér í bæ. Grunur fellur á 10 ára gaml* an dreng er sást inni á skrifstof* unni nokkru áður en þjófnaðsins varð vart. Nokkrum dögum áður var á þessari sömu skrifstofia tekinn 10 ára drengur, sem við* urkenndi að vera þar í peninga* leit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.