Morgunblaðið - 14.03.1952, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐiB
Föstudagur 14. marz 1952. J
Framhaldssagan 31
þjónustufólkið snýr sér til þegar
eitthvað bjátar á. Ef ég er fyrir,
og þér viljið að ég fari, þá skuiuð
þér segja til“.
„Herra East, Jim“. Stoneman
baðaði út höndunum með skelf-
ingarsvip. „Þið vitið hvorugir
hvað þið eruð að tala um, Þetta
eru erfiðir dagar, en þið verðið
að hafa stjórn á ykkur. Jim, þú
verður að biðja hena East af-
sökunar. Hann hefur verið okkur
cllum til hjálpar. Við þörfnumst
aðstoðar hans“.
„Afsakið", sagði Morey lágt.
„En hvað í ósköpunum á ég að
gera?“
„Spurðu herra East hvað hann
ráðleggur. Ilann veit meira um
háttu þjónustufólksins en þú.
Farðu að ráðum hans. Þú munt
ekki iðrast þess“.
Morey yppti öxlum en honum
var þó tæplega runnin reiðin.
,,Eg bið yður herra East að vera
kyrr hér og hjálpa okkur út úr
þessum vanda.“
„Jú, sjálfsagt. Ég skal gera það
sem í mínu valdi stendur. En þið
vitið eins vel og ég að þið fáið
enga stúlku héðan úr nágrenninu
og tæplega nokkurs staðar annars
staðar. Ef til vill væri hægt að
fá stúlku frá New York, en senni-
lega mundi hún koma sér burt
eftir einn eða tvo daga. Einhver
þeirra niðri í Cretwood mundi
s.iá til þess að hún fengi að heyra
sólarsöguna“.
„Þér virðist r.okkuð öruggur
um það að Florrie muni ekki
koma aftur“.
,,Eg held að Florrie komi ekki
aftiy og ég efast um að hún sé á
lífi. Þér verðlð að viðurkenna að
útlitið er ekki glæsilegt“.
„Já, en ekki er þetta mér að
kenna. Frú Lacey velti um olíu-
lampa. Það var Davenport að
kenna. Og ennþá vitum við ekk-
ert um Florrie."
„Ég byrjaði Mark. Hann
ætlaði að segja frá rifvildinu um
ruslafötuna, en hætti við bað.
„Nei, Violet verður að fá hjálp
og reyndar held ég að ég viti
hvaðan ég get útvegað hana. En
ég verð að fá samþykki konu
yðar fyrst“.
„Það et> ekki hægt. Hún getur
ekki tekið á móti heimsóknum'1. |
„Og ég skal gefa yður annað
gott ráð, enda þótt þér hafið ekki ■
leitað þess. Og það er að konan .
yðar er bezt komin á sjúkrahúsi". |
„Nei“, sagði Morey. „Hún hress
ist fljótlega. Ef hún aðeins or lát-
in í friði. En hvers vegna þurfið 1
þér hennar leyfi? Er ekki nóg að
ég gefi mitt samþykki?“
„Ef til vill. Ég ætla að hugsr
mig um. Nú ættum við að fara
og taka þátt í leitinni'*.
Stoneman ræskti sig. ,.En hvað
um jarðarför frú Lacy. Verðum
við ekki að vera viðstödd þar?
Þetta er allt á ringulreið**.
„Ég skal hringja til ungfrú
Pond og skýra þetta fyrir henni“
sagði Mark. ,,Ef Violet vill fara,
þá getur hún bað ‘.
Perrin kom hljóðlega inn. „Þeir
hafa fundið hattinn hennar**,
sagði hann. „Á stígnum fyrir
framan hús ungfrú Pett.y".
„Ég ætla að fara og hr:ngja“,
sagði Mark, og gekk út.
„Hver ræður hér“, sagði Morey
og blístraði um leið og Mark \ar
farinn.
„Það geri ég“, sagði Stoneman,
„og gleymdu því ekki, kunnirgi.
Og vel á minnst, sendir þú blóm-
in til frú Lacev frá mér með
nafnspjaldinu? Þakka þé” fyrir,
Jim. Þú ert hugulsamur. Ég skal
g/pra það sama fvrir þig einhvern
tfmann seinna." Hann stóð upp
og gekk brosandi út.
Símastúlkan í Bear River sagði
Mark að ungfrú Pond væri ekki
heima en Patridge tæki við skila-
boðum til hennar. Hún gaf hon-
um því samband við Amos.
Bessy og Beulah höfðu verið
um nóttina yfir frú Lacey ásamt
fleiri kunningjum hennar, sagði
Amos. Þær voru þar ennþá. Gat
hann gert cokkuð fyrir hann?
Mark bað hann að segja Beulah
að hann rnundi koma síðar um
daginn cða kvöldið. Hann ætlaði
að segja b.onum frá hvarfi Florrie
en Amos haíði heyrt það. Ella
I Mav hafði frétt það frá frænda
sínum í Bear River, en hann hafði
séð leifarmennina fara af stað.
I Amos hcfði beðið Ellu May að
segja ekki Bessy eða Beulah frá
bví fyrr en að jarðarförinni lok-
inni.
Mark bað hann að afsaka fjar-
veru Morev og fólks hans við
venzlafólk frú Lacey.
7. KAFLI
Mark fór út ásamt Morey og
Stoneman o? þeir slógust í för
með leitarmönnu"um. Þeir leit-
uðu unp eftir hhðinni en fundu
ekkert. Einu sinni leit Mark upp
að húsinu og sá hvar frú Morey
stóð við glu^gann og horfði út.
Hann veJti því fyrir sér hvaða
huemvndir hún eerði séf um
þetta. Hafði henr’ verið sagt allt
eins og var? Eða höfðu þeir talið
henni trú um einhveria vitleysu
til að valda he.nni ekki áhyggj-
um? Líklega hafði sannleikanum
verið haldið leyndum fyrir henni.
Ef til vill fann hún það á sér
núna að eitthvað alvarlegt hafði
komið fyrir, eins og í fyrra skipt-
ið, þegar hún hafði komið inn í
herbergi hans og tilkynnt honum
að einhver væri dáinn.
Honum var kalt og ónotalegt
þegar þeir fóru heim til að snæða
hádegisverð. Violet fékk leyfi til
að gefa leitarmönnunum frá Bear
River sem hún þekkti, að borða
í eldhúsinu. Henni var líka gefið
leyfti til að fara og vera við jarð-
arför frú Lacey, en hún afþakk-
aði.
Morey sagði að kona hans virt-
ist vera að reyna að rífa sig upp
úr doðanum. Hún var farin að
tala um flutningavagna og lest-
ir. „Ég er sjálfur orðinn leiður á
þessum stað“, sagði hann. „Ég
held að hún vilji fara suður á
bóginn með börnin. Mér er sama
hvert ég fer, bara ef ég kemst
héðan“.
„Veit frú Morey um Florrie?"
spurði Mark.
„Vissulega ekki. Við vitum ekk
ert heldur. Hvers vegna spyrjið
þér að því?“
„Ég var bara að velta því fyrir
mér. Stoneman talaði líka um
það að þið munduð flytja fljót-
lega“. Stoneman var staðinn upp
frá borðinu og farinn út. „Ég vissi
ekki að það væri almennt ákveð-
ið“.
„Það hefur heldur ekki verið
það. Hann hefur líklega verið að
tala við Lauru. Þegar hún fær
einhverja flugu í höfuðið, þá
kemst ekkert annað að. Hún hef-
ÆVINTÝRI MIKKA IV.
Gíroldi
Eftir Andrew Gladwin
28.
— En hvernig stóð á því, að þér breyttust í Gíralda? spurði
einn dýrafræðingurinn kurteislega.
Hans hávelborinheit, borgarstjóri Spörvaborgar virti spyrj-
andann fyrir sér og sagði með semingi:
— Þessi galdranorn breytti mér í Gíralda. Hún kom að
mér í tjaldinu mínu, þar sem ég stóð fyrir framan spegil og
dáðist að sjálfum mér. Iíún ávítaði mig fyrir sjálfselsku
mína og misgerðir við íáíækt og fáfrótt fólk. Síðan fór hún
að tauta eitthvað óskiljanlegt þrugl, pataði með höndunum
í allar áttir og áður en ég vissi af var ég orðinn áð Giralda.
Herrar mínir, það sem á eHir fór vitið þið. Ég mun láta mér
þetta að kenningu verða, það sem eftir er ævinnar og ætíð
minnast þess.
— Þetta verður okkur öllum lærdómsríkt, sagði prófessof
Árbakki og mælti íyrir munn allra viðstaddra.
Herra Ágúst Puttli sneri scr nú að Mikka og tók hlýlega í
hönd hans: — Ég mun aldrci.geta fullþakkað þér, sagði hann,
fyrir að hafa gefið mér lakkrísborðana og þannig leyst mig ú-r
álögunum. Þótt ótrúlegt sé, þá þótti mér lakkrís aldrei góð-
ur, en hér eítir mun mér þykja hann hið mesta hnossgæti. Ég
hef ákveðið að hafa framvegis alltaf lakkrís í vösum mínum
— svona til að minna mig á. .. . Og ef einhver ykkar á leið
um Spörvaborg, þá verður mér það mikil ánægja að taka á
móti honum sem bróður.
Dýrafræðingarnir þyrptust nú í kringum borgarstjórann til
að óska honum til hamingju með frelsið og spyrja hann
kurteislegra spurninga um það hvernig honum hefði liðið
þegar hann var Gíraldi. Það tók þess vegna enginn eftir því,
þegar Mikki læddist á bak við nálægan runna og lagði af
stað í áttina til árinnar og síns kæra Víkingaskips.
Síðar þegar Mikki var að leita að stað tif að leggja að og
borða kökurnar sínar og drekka gosdrykkinn, þá minntist
hann þess, að prófessor Árbakki hafði gleymt að sæma hann
hinum tvöföldu verðlaunum fyrir að hafa fangað Gíraldann
fyrir klukkan 4. — Nú, en auðvitað hafði prófessorinn um
svo margt að hugsa, sagði Mikki við sjálfan sig. Og svo var
Gíraldinn alls ekki Gíraldi, þegar til kom!
Endir sögunnar „Gíraldi“
Hnefdeikamót ÁRIIAl
verður háð í íþróítahúsinu við HÁLOGALAND
í kvöld (föstudag) 14. marz kl. 8,30.
Keppendur verða í 22 í 10 þyngdarflokkum.
Aðgöngumiðar fást í Hellas, hjá Lárusi Blöndal,
Bókaverzlun Isafoldar og við innganginn, ef eitt-
hvað verður óselt.
Seíjum ■ dag
eiiirfermingarkjóla
Verð frá 250,00 - 595,00
FföEbreytt úrval
QJtfoss
íá trœ ti
Höfum nú aftur
fyrirliggjandi
hinn vinsæla
n
rr
olíubæii og
mælitæki
„Redex“ olíubætirinn ver vélina sliti,
sótthreinsar. bætir ganginn og sparar
eldsneytið.
Reynið einn brúsa. og þér munuð
sanníærast um gæðin.
Bifreiðavöruverzlun Friðriks Berfeisen
Hafnarhvoli — Sími 2872.
í Sundhöllinni tilkynnir:
Fjögurra kílóa þvottur þveginn og þurrundinn,
kostar kr. 17.60.
Getum bætt við okkur blautþvoti.
Tökum einnig Iitla þvota.
•
SÍMI ÞVOTTAHÚSSINS ER 6299.
jrnæði til lUar
| ca. 100—130 ferm., óskast til leigu. — Þarf að
$ vera sem næst Miðbænum. — Upplýsingar í síma
7667.