Morgunblaðið - 22.03.1952, Blaðsíða 1
39. árgangur.
68. tbl. — Laugardagur 22. marz 1952
Prentsmiðja Margnnblaðsins.
Deilt um verðlagsmál í fínmandi INlú
Kekkonen baðst lausnar í gær í
reynir á heilindi Rússa
Þýzkalandsmálunum
Bændaflokkurinn snerist gegn stefnu hans
Einkaskeyti tii Mbl. frá NTB
HELSINGFORS, 21. marz. — Kekkonen forsætisráðherra Finn-
lands gekk í dag á fund Paasikivis forseta og baðst lausnar frá
störfum fyrir sig persónulega. Kekkonen rökstuddi lausnarbeiðni
sína með því, að stefna hans í dýrtíðarmálum hefði ekki hlotið
stuðning flokks síns, Bændaflokksins.
3 féllu í Malaja
KÚALA LÚMPÚR, 21. marz. —
Einn brezkur liðsforingi og tveir
innfæddir lögreglumenn féllu í
viðureign við hi-yðjuverkamenn í
dag um 50 mílur fyrir norðan
Kúala Lúpúr, þar sem þeim var
veitt fyrirsát.
DÝRTÍÐARMÁLIN «
Þingmenn Bændaflokksins
sátu fund með forsetanum í
dag og herma fréttamenn,
að hann hafi lagt áherzlu
ó að Kekkonen færi enn m&5
stjórnarforystu um sinn. —
Lausnarbciðni Kekkonens
kom mönnum yfirleitt á ó-
vart, enda þótt ekki færi
leynt, að ágreiningur var inn
an flokksins með verðlags-
málin.
ÁGREININGUR
UM SMJÖRVERÐ
Það, sem veldur lausnarbeiðni
Kekkonens nú, er ágreiningur um
lækkun smjörverðs, en hann varð
í eins atkvæðis minnihluta á
stjórnarfundi, sem haldinn var um
málið á miðvikudagskvöld, þar sem
meirihlutinn var verðlækkuninni
andvígur. Á fimmtudag tilkynnti
þingfolkkur Bændaflokksins, að
hann væri andvígur lækkuninni,
og varð þá ljóst, að forsætis-
ráðherrann var einnig kominn í
andstöðu við flokk sinn.
VELTUR Á BÆNDA-
FLOKKNUM
Fréttamenn telja að lausnar-
beiðni Kekkonens verði ekki tekin
til greina að svo stöddu og búast
megi við samningaumleitunum í
málinu, á grundvelli miðlunartil-1
lögu, þar sem gert er ráð fyrir
minni verðlækkun en í upphafi
var til ætlazt. Haldi Bændaflokk-
urinn fast við stefnu sína, er hins
vegar fyrirsjáanlegt, að öll stjórn-
in fer frá. Ekki er talið, að séð
verði fyrir endann á þessu máii,
fyrr en í lok næstu viku.
Stjórn Kekkonens er studd af
Sænska flokknum og jafnaðar-
mönnum auk Bændaflokksins.
MMAN BOÐAR
GAGNRÁÐSTAFANIR
Konungleg heimsókn
Myndin sýnir þá Gústaf Svíakonung og Hákon Noregskonung
er þeir hittust á járnbrautarstöðinni í Osló fyrir skömmu. 35 ár
voru þá liðin frá því konungur Svíþjóðar hafði heimsótt Noreg.
Heimsóknin er sögð hafa heppnast mjög vel og voru miklir kær-
leikar með þeim konungunum.
Pólitísk deyfð réttlætir hjúskapar
brot s rskjiam kommúni§mans
HOFÐABORG, 21. marz. -r-
Malan forsætisráðherra Suður-
Afríku tilkynnti í kvöld að
stjórnin mundi svo fljótt sem
kostur væri leggja fram frum-
varp þar sem af væri tekinn allur
vafi um valdssvið löggjafarvalds
og dómstóla. Hann i>oðaði, að
lög þessi yrðu látin Verka aftur
fyrir sig, og ættu að fyrirbyggja
að dómstólarnir gætu ógiltákvarð
anir löggjafans. Hann sagði að
ákvæði þessi mundu forða dóm-
stólunum frá að dragast inn í mál
efni stjórnvaldsins, sem væru af
stjórnmálalegum togi spunnin.
Sambandsflokurinn og samtök
uppgjafahermanna í Suður-Af-
riku hafa stofnað til útifunda
víðs vegar í Suður-Afríkusam-
bandinu, til að fagna ógildingu
hæstaréttar á kosningalögum
Malans.
Blaðið Cape Times hefur sak-
að Malan um að beita grimmd
og kúgun í stað laga og réttar.
— Reuter.
BONN — Dómstóll i Potsdam
í Austur-Þýzkalandi úrskurð-
aði fyrir skömmu, að skilnað-
arsök væri, ef á skorti um
einlægan trúnað eiginkonu
við Marxismann jafnveí þótt
eiginmaðurinn væri sekur um
hórdóm.
Nefnd samtaka frjálsra lög-
fræðinga í Vestur-Þýzkalandi,
sem liefur aðalstöðvar í Ber-
lín, lét uppskátt hinn 7. þ.m.
að hún hefði komizt yfir af-
rit réttarskjala og úrskurðar
í máli, þar sem maður að
nafni Fritz Jahnke sótti um
skilnað við konu sína.
Dómurinn komst að þeirri
niðurstöðu í málinu, að veita
bæri skilnaðinn og var kon-
unni gefið það að sök að hún
hefði annarlegar pólitiskar
hugmyndir, sem stæðu hjú-
skap þeirra fyrir þrifum.
Þetta hefði beinlínis hrakið
manninn til að taka aðra konu
frillutaki. Pólitískt þróttleysi
eiginkonunnar hefði gert hon-
um samvistirnir óbærilegar.
Henni var ennfremur á það
bent, að andfasiskt og lýðræð-
islegt hjónaband ætti ekki að
byggjast eingöngu á unaðs-
semdum heimilislífsins, mjúk-
um inniskóm og arineldi, held
ur yrði það einnig að vera
reist á traustum pólitískum
grundvelli.
Sjónvarpið græddi.
WASHINGTON — í fyrsta sinn
varð hagnaður af rekstri sjón-
varpsstöðva í Bandaríkjunum a
síðastliðnu ári.
Adenauer ánægður með
svar Vesturveldanna
Frönsk-Þýzk nefnd ræðtr
framtíðarstöðu Saar-héraðs
PARÍS, 21. marz — Utanríkisráðherrar Vesturveldanna þriggja
samþykktu endanlega síðdegis í dag uppkast sérfræðinga að svarí
til rússnesku stjórnarinnar við tillögum hennar um fjóiveldaráð-
stefnu til að fjalla um Þýzkalandsmálin. Samþykki ráðherranna
var fengið símleiðis og verður svarið afhent Rússum innan fárra
daga. — Adenauer kanslari, sem var með í ráðum, hefur lýst því
yfir í Bonn, að svarið sé í hvívetna í samræmi við óskir vestur-s
þýzku stjórnarinnar í þessum málum. |
Afómgeislar
í París
PARÍS 21. marz: — Fjórir
franskir vísindamenn lýstu
því yfir í París í dag, að geisla
verkandi regn hefði fallið þar
í borg viku eftir að kjarnorku-
sprengingin var gerð í Nevada
í Bandaríkjunum síðastliðið
haust.
Þeir hafa rannsakað úrfelli
það sem varð á svæðinu frá
Sigurboganum til Bastillu-
torgsins 8 til 14 dögum eftir
sprenginguna. Með hjálp mæli
tækja komust þeir að þeirri
niðurstöðu að svæði þetta var
geislaverkandi á þessum tíma.
jc Ekki er greint frá hverjar af-
leiðingar geilsaverkanirnar
hafa haft, en vísindamennirn-
ir hafa boðað ítarlega skýrslu
innan skamms. — Reuter.
Yilja að Páll kóngur
skerisf í leikinn
LUNDÚNUM, 21. marz. — 36
þingmenn brezka Verkamanna-
flokksins hafa sent Páli Grikkja-
konungi áskorun um að skerast
í leikinn og hindra að dauðadóm-
um yfir átta landráðamönnum og
njósnurum verði fu'.lnægt, þar sem
þeir telji að aftök- r þeirra muni
sízt koma góðu til ieiðar.
\efndin í Berlín
BERLÍN, 21. marz. — Rannsókn-
arnefnd Sameinuðu þjóðanna
kom til Vestur-Berlínar í dag
og fagnaði borgarstjórinn henni
vel, kvað henni frjáls aðgangur
að öllum gögnum sem hún teldi
sig með þurfa í starfi sínu.
Grótewóhl flutti ræðu í dag í
Austur-Berlín á einhverri barna-
samkundu og notaði tækifærið
til að veitast með i lyrðum að
nefnd Sameinuðu þjóðanna. Var
ræða hans talin órækur vottur
þess, að stjórn hans'vildi undir
engum kringumstæðum leiða
nefndina í allan sannleika um
lýðræðislegt ástand í Austur-
Þýzkalandi. Taldi hann að nefnd
in stæði sameiningu Þýzkalands
beinlínis fyrir þrifum.
' NÚ REYNIR Á
HEILINDIN
Talið er, að samkvæmt meg-
inefni sínu sé svarinu ætlað
að leiða í Ijós hvort hinar;
nýju tillögur Rússa í Þýzka-
landsmálunum séu fram komn
ar aí heilindum og einlægní
eða ekki. í þessu skyni fara
Vesturveldin fram á, að talið
er, að rannsóknarnefnd Sam-
einuðu þjóðanna, sem ætlað er
að kynna sér möguleika til
frjálsra kosninga í Þýzkalandi
verði veitt ferðaleyfi til Aust-
ur-Þýzkalands.
. . \í
AUSTURRIKISMALIN
Þá er og talið að Vesturveldin
óski upplýsinga frá Rússum umi
það atriði, hvort þeir telji, að
sameinuðu Þýzkalandi skuli
leyfð aðild að samtökum þjóðai
á borð við Sameinuðá þjóðirnar.
Loks er búist við að um sé spurb
hvort Rússar séu undir það bún-
ir að hefja viðræður um friðar-
samninga við Austurríki, sam-
kvæmt tillögum Vesturveldanna,
sem afhentar voru Rússum fyrr í
þessum mánuði.
SAAR-MÁLIÐ
Við komu sína til Bonn í dag
sagði dr. Adenauer, að samkomu-
lag hans og Schumans um stofn-
un nefndar Vestur-Þjóðverja og
Frakka til að ræða framtíð Saar-
héraðs væri upphaf athugana tiL
endanlegrar lausnar á því máli.
Meðal franskra stjórnmála-
manna gætir mjög þeirrar skoð-
unar, að Þjóðverjar hafi með
samþykkt þessarar nefndarskip-
unar loks fallizt á að ræða fram-
fíð Saar-héraðs á grundvelli
þeirra skilyrða sem Frakkar hafa
sett fram, þ. e. að Saar skuli öðl-
ast stjórnmálalegt sjálfstæði en!
verða efnahagslega háð Frakk-
landi.
Opinberir þýzkir aðilar í París
hafa þó varað við hvatvíslegum
ályktunum í sambandi við þá
ákvörðun Adenauers, að aftur-
kalla kæruna gegn Saar á fundr
Evrópuráðsins síðastl. fimmtu-
dag.
JAFNAÐARMENN
ÓÁNÆGÐIR
Stjórnarandstæðingar í Vest-
ur-Þýzkalandi, éinkum jafnaðar-
menn taka afarilla þeirri ákvörð-
un stjórnarinnar að láta þýzk-
franska nefnd rannsaka Saar-mál
ið. Stjórnarblöðin hafa hins
vegar fagnað þessum úrslitum. ,