Morgunblaðið - 22.03.1952, Side 7
Laugardagur 22. marz 1952 UORGVNBLAÐÍ8 7 1
Kar! Strand : ra ETS 1 C3&. B O TSk DS B Dk 1 ISR. RS-J O
u
ABRJEF
FJÁRLÖG BUTLERS
FURÐU hljótt hefur verið yfir
herbúðum stjórnarandstöðunnar
síðan Butler fjármálaráðherra
lagði spil sín á borðið í fjárlaga-
ræðunni í síðastliðinni viku. —
Munu ástæðurnar vera einkum
tvær. Önnur er sú að stefna Butl-
ers reyndist allmikið frábrugðin
þeirri línu, sem búizt var við og
hin að missætti það er vitað var
tim innan Verkamannaflokksins,
og sem opinberlega kom fram í
atkvæðagreiðslunni um breyting-
ar á hervæðingarstefnunni, er
enn óútkljáð innan flokksins.
Það er ekki raunar nýtt í sög-
ttnni að til átaka hefur konnð
innan flokksins um stefnumál, en
að þessu sinni hefur uppreisnin,
ef uppreisn skyldi kalla, óvenju
mikið fylgi, a. m. k. innan þing-
flokksins, þar sem 57 þingmenn
risu gegn stefnu Attlees til fylgis
við Bevan. Og þótt klofningur
þessi yrði fyrst og fremst um
hervæðingarmálin, er lítill vafi
á því, að fleiri mál koma til
greina þótt opinberlega hafi fátt
yerið látið uppi um slíkt.
Hins vegar er rétt að muna
eftir því að innan Verkamanna-
flokksins hafa ætíð verið all-
margir ákveðnir friðarsinnar,
sem unnið hafa gegn stríði og
hervæðingu af einlægni og sann-
færingu þeirra, sem trúa því, að
hægt sé að leysa vanaamál þjóð-
anna án hernaðaraðgerða.
Það er því ósannað mál að allir
þessir 57 þingmenn sem fylgdu
Bevan séu honum algerlega sam-
mála um að hervæðingiii sé at-
vinnuvegum og fjárhag þjóðar-
innar ofvaxin í því formi, sem
hún er áætluð.
Ennfremur má teljast mjög
vafasamt að þeir séu allir reiðu-
búnir að fylgja Bevan í öðrum
éskyldum málum, þar sem skerst
í odda með honum og Attlee.
ATTLEE HVERGI
SMEYKUR
Ef dæma skal eftir framkomu
Attlee sjálfs virðist hann hvergi
smeykur um foringjasess sinn. Á
undanförnum árum þegar dregið
hefur til ófriðar innan flokksins
hefur Attlee venjulega farið sér
hægt, miðlað málum á yfirborð-
inu en róið þétt undir niðri og
venjulega staðið með pálmann í
höndum, án þess þó að láta sig-
ur sinn verða andstæðíngunum
of þungbæran.
Að þessu sinni var mótstaða
hans gegn órólegu deildinni hörð
og ákveðin, svo hörð, að lítill
vafi er á því að sumina Bevans-
sinnum kom hún á óvart. Ef til
vill eru margir þeirra orðnir því
svo vanir að Attlee míðli málum,
að þeir hafa ekki gert sér enn
fyllilega Ijóst að hann getur 'orð-
ið harður í horn að taka ef þol-
inmæði hans er storkað um of.
Það féll í hlut Strauss að miðla
málum að þessu sinni. Sem
stendur er stjórnarnefnd þing-
flokksins önnum kafin við að
finna lausn, sem bjargað getur
einingu flokksins og sem báðir
aðilar mega við una.
Segja má að Bevan bíði dóms,
en hve harður sá dómur verður,
er enn ekki vitað. En líkur eru
til að hann sé reiðubúinn þrátt
fyrir allf, að ganga undir all-
þungar skriftir heldur en að yfir-
gefa flokkinn. Því Bevaa er ekki
svo skyni skroppinn að honum
dyljist hvar meginMuti verka-
lýðsfélaganna stendtur, og án
þeirra er erfitt að reka verka-
'lýðspólitík.
VINNUFRIÐURINN GETUR
RASKAST
í sambandi við betta má þó
ekki gleyma öðrum mögulcika,
sem Bevan hefur tvimælalaust í
huga.
Stjórn sambands verlralýðsfé-
laganna, TUC, er einmitt þessa
dagana að grandskoða fjármála-
* -
Okyrrðin 1 Verkamannaflokknum er ekki ný bóla • Bevan
bíður dóms • En getur orðið þungur í skauti ef til verkfalla
kemur • Stórmerkur öndvegislæknir ldlinn • Leonardo da
Vinci forystumaður í tækni- og læknavísindum
tillögur Butlers og semja álits-
gerð um þær. Og allar líkur eru
til þess, að sú álitsgerð verði
hörð gagnrýni á fjármálaráð-
herrann.
Síðan um stjórnarskiptin hafa
verkalýðssambönöin yfirleilt
stillt kröfum í hóf og látið stjórn-
ina njóta vinnufriðar. Sú ráð-
stöfun stjórnarinnar að skera
niður til muna fjárveitingar til
niðurgreiðslu á nauðsjnjavörum
sætir tvímælalaust harðri gagn-
rýni verkalýðsfélaganna. Ef
stjórn verkalýðssambandsins
kemst að þeirri niðurstöðu, að
með þessari ráðstöfun sé verð-
bólgunni raunverulega gefinn
laus taumur, þá er friðurinn úti.
Sá fjöldi verkalýðsfélaga, sem
beðið hefur átekta vegna tilmæla
frá sambandsstjórn sinni bíður
þá ekki lengur. Ef talinn er sam-
an félagafjöldi þeirra verkalýðs-
sambanda, sem beðið hafa um
kauphækkun en iátið sitja við
orðin tóm, nemur sú tala hátt á
fjórðu milljón manna. Þar á
meðal eru félög skipasmiða, véla-
smiða og verzlunarmanna í sam-
vinnufélögum.
Ef þessi félög gerðu verkfail
yrði stjórninni erfitt að neita
þeim um áheyrn. Námumenn í
Wales hafa þegar mótmælt fjár-
málaráðstöfunum BuLlers og að-
staða þeirra er mjög sterk.
En Aenurin Bevan er gamall
námumaður frá Wales. Ef til víð-
tækra verkfalla kæmi, myndi að-
staða hans í verkalýðsfélögunum
eflast til muna, því hann er ó-
trauður bardagamaður og hefur
mikið persónufylgi í sinni gömlu
stétt. Jafnvel Attlee gæti orðið
fyrir óþægilegum gusti í baksegl-
in ef til þess kæmi að Bevan yrði
vikið úr flokknum en gerðist eigi
að síður málsvari námumanna í
allsher j ar verkf alli.
Þessar næstu tvær til þrjár
vikur geta tvímælalaust orðið ör-
lagaríkar fyrir hvern sem er
þessara þriggja stjórnmála-
manna.
í dægurklið síðustu viku varð
furðu hljótt um kapítulaskipti,
sem urðu í sögu brezkra lækna-
vísinda, enda enginn hávaða-
maður, sem í hlut átti.
„HEIMSPEKINGUR TAUGA-
KERFISINS“ LÁTINN
Niður í Eastbourne á suður-
strönd Englands andaðist 94 ára
öldungur, sem fæstir yngri menn
læknavísindanna höfðu séð, en
margir heyrt getið um, einkum
þeir er glíma við vandamál
taugakerfisins. Þessi maSur var
Sir Charles Sherrington, sem
með réttu hefur verið uefndur
heimspekingur taugakerfisins.
Sherrington var fæddur í
Sir Charles Sherrington.
London, missti föður sinn ungur
en var alinn upp hjá stjúpföður,
sem var læknir. Hann stundaði
lífeðlisfræði í Cambridge og þeg-
ar á stúdentsárum sínum varð
hann hugfanginn af levndardóm-
um taugakerfisins og birti þá
fyrstu grein sína sem fjallaði um
samanburð á mænunm í mönnum
og hundum. — Hann tók síðan
læknispróf við St. Thomas’s
Hospital í London, en fór síðan
víðsvegar um Evrópu, meðal ann-
ars heimsótti hann rannsókna-
stofur Virchow og Koch í Berlín
og Goltz í Strasbourg. Er hann
kom til baka gerðist hann kenn-
ari við St. Thomas’s Hospital.
Nokkru seinna tók Sherring-
ton við stjórn Brown Institute,
sem er ein af rannsóknastofum
Lundúnaháskólanna. Tók hann
þá til óspilltra málanna að rann-
saka taugakerfi manna og dýra.
Viðfangsefni hans var einkum
samstarf tauga og vöðva, og á
áratugunum tveimur, fyrir og
eftir aldamótin skapaði hann frá
rótum víðtækar kenningar í líf-
færafræði og lífeðlisfræði tauga
og vöðva, sem ullar voru grund-
vallaðar á endurteknum rann-
sóknum og skörpum athugunum.
Kenningar hans um starfsemi
þessara líffæra standa nær ó-
haggaðar enn í dag cg þótt hann
fengist lítt við lækningar sjálfur
hafa niðurstöður hans orðið öfl-
ugur hornsteinn undir iæknavís-
indum nútímans í vefrænum
taugasjúkdómum. — Árið 1895
varð Sherrington prófessor við
háskólann í Liverpool, en 1913
var honum boðin prófessorstaða
við Oxfordháskóla, og vann hann
þar unz hann sagði af sér störf-
um árið 1936.
Sherrington hefur rifað fjölda
greina og nokkrar bækur um líf-
eðlisfræðileg efni, en auk þess
nokkur rit sem að öðrum þræði
mætti telja heimspekilegs efnis
en grundvölluð á þekkingu hans
á læknavísindum. Á eíri árum gaf
hann út ljóðabók, sem sóma
myndi hvaða skáldi sem væn.
Þrátt fyrir miklar annir gaf hann
sér tíma til þess að njóta ýmsra
lista, einkum málverka og að
safna gömlum bókum.
Árið 1932 hlaut Sherrington
Nóbelsverðlaun ásamt prófessor
E. D. Adrian í Cambridge. Hann
hlaut fjölda nafnbóta og 22 há-
skólar víðsvegar um heim sæmdu
hann heiðursgráðum.
ton House.
SÝNING Á VERKUM
LEONARÐO DA VINCI
Leonardo da Vinci er fimm
alda gamall á þessu ári. í tilefni
þess hefur nýlega verið opnuð
sýning á þeim verkum hans, sem
til hefur náðst, í sýningarsölum
The Royal Academy, Burlington
House, London.
Eins og kunnugt er, eru mál-
verk da Vinci ekki mörg og sjald-
séð utan stærstu listasafna heims-
ins. Af teikningum hans hefur
hins vegar allmargt varðveitzt.
Fágætt er að sjá eins margar
þeirra saman komnar á einn stað
eins og nú gefur að líta í Burling-
Leonardo da Vinci var um-
deildur á sínurp tíma, eins og
fleiri listamenn. En dómur ald-
anna hefur skipað honum þann
virðingarsess, sem fáum öðrum
hefur hlotnazt. Þeir, sem koma
á sýningu þessa geta því notið
hennar óáreittir, án þess að ótt-
ast það að verða taldir úrtízku-
menn í aðdáun sinni, en það
sjálfskaparvíti virðist mörgum
svíða sárt;
ENDURPREN T ANIR
ÓFULLNÆGJANDI
Það fyrsta, sem athygli vekur
er hve skammt endurprentanir á
Ein af andlitsteikningum
Leonardo da Vinci.
verkum da Vinci ná, til þess að
gefa hugmynd um list hans —
og hafa þó margir listamenn
prentlistarinnar spreytt sig á því
viðfangsefni.
Tilbrigði hans í litum, notkun
einfaldra penna- og blýantslína
og jafnvel pappírstegunda er ó-
trúlega fjölbreytt. Jafnvel ná-
kvæmustu líffærateikningar hans
hafa á sér skáldlegan tignarblæ,
knéliður og vöðvar, hönd og fót-
ur kasta af sér því óskáldlega
gerfi, sem auga hversdagsmanns-
ins sér á krufningarborðinu og
íklæðist Ijóðrænni fegurð lista-
mannsdráttanna.
Fyrir hugskotssjónum fjöldans
stendur Leonardo da Vinci eink-
um sem höfundur Kvöldmáltíð-
arinnar og Mona Lisu, (La Gio-
conda). Færri vita að hann eyddi
mörgum stundum við uppgötv-
anir, vélar af ýmsum gerðum og
byggingarfræðileg viðfangsefni.
Hann var þúsund þjala smiður
af bezta tægi. Hann krufði um
30 lík, til þess að læra líffæra-
fræði vandlega og bætti drjúg-
um við þekkingu þeirra tíma á
líffærum mannsins.
Hann var örvhendur og skrif-
aði spegilskrlft, en af því leiddi
að'sumt af uppgötvunum hans lá
í þagnargildi þar til fyrir
skömmu, að tekið var að ráða
Fallhlíf er British Museum hef-
ur látið gera eftir uppdrætti sem
hinn m’.kli uppfinningamaður da
Vinci. gerði fyrir 500 árum.
Áhald Leonardo da Vinci til
að rræla styrklcika vinua.
þessar rúnir hans fyrir alvöru.
Meðal annarra hluta sem þá
komu í Ijós voru fyrirsagnir um
gerð fallhlífar, helicopter-flug-
vélar og vindhraðamælis.
Á sýningunni eru líkön, sem
British Museum hefur látið gera
nákvæmlega eftir fyrirsögn og
uppdráttum listamannsins af
þessum vélum, og sýna þau bezt
hve geysilega da Vinci hefur ver-
ið langt á undan samtíðarmönn-
um sínum í eðlisfræðilegum efn-
um auk annars.
Grasafræði var önnur vísinda-
grein, sem heillaði huga da Vinci.
Teikningar hans af jurtum eru
frábærar og víða gerir hann til-
raunir í þá átt að finna skyld-
leika milli skögulags jurta, dýra
og manna. Um hóf hestsins kemst
da Vinci svo að orði: Þú ert tákn
mannsfótar, sem tyllir sér á tá.
— Kvertnasíða
Framh. af bls. 2
Kvöldmatur: Hafragrautur með
súru slátri og mjólk. Brauð og
egg að viðbættu mjólkurglasi.
ÞRIÐJUDAGUR
Morgunverður: — Heimatilbúnar
fiskibollur úr nýjum fiski og
saltfiskafgangi frá mánudegi.
Kartöflur. Brún sósa. Lýsi. —
Rabarbaragrautur og mjólk.
Kvöldmatur: Afgangur frá morg-
unverði.
MIÐVIKUDAGUR
Morgunverður: Hrossakjöt með
kartöflujafningi. I.ýsi. Sakó-
grjónavellingur með rabar-
barabitum.
Kvöldmatur: — Kjötafgangur og
kartöflur. Egg, brauð, mjólk.
FIMMTUDAGUR
Morgunverður: Soðinn nýr fisk-
ur, kartöflur og tólgarfeiti. —•
Lýsi. Berjagrautur með mjólk.
Kvöldmatur: Plokkfiskur. Berja-
grautur.
FÖSTUDAGUR
Morgunverður: Steiktur fiskur,
kartöflur, smjörlíkisfeiti. Lýsi.
Hrísgrjónagrautur með kanel
og mjólk.
Kvöldmatur: Afgangur frá morg-
unverði.
LAUGARDAGUR
Morgunverður: Reyktur karfi,
kartöflur, smjörlíkisfeiti. Lýsi.
Hafragrautur og mjólk.
Kvöldmatur: Hafragrautur með
súru slátri og mjólk.
Þannig lítur minn matseðill út
með örlitlum breytingum frá
viku til viku, en þó í flestum til-
fellum eitthvað svipaður þessu.
Og ég þrífst ágætlega og það er
ekki að sjá neinn krankleika i
börnunum, síður en svo.
NÝTNI GG SPARSEMI
KEMUR SÉR VÍDA VEL
En eins og ég gat um í upphafi
er hægt að spara í fleiru en mat,
t. d. með því að líma stígvélin.
sín, sauma börnum upp úr göml-
um flíkum, laga það sem aflaga
fer í húsinu, veggfóðra og mála
sjálfur. Gera strax við gat á
sokk svo gatið stækkj ekki og
bæta flíkur áður en þær rifna
það mikið, að ógerandi sé við
þær.
Og þannig mætti lengi halda
áfram að ræða um sparnaðar-
hliðar hvers heimilis. Sparnaður
hvernig sem hann er til kominn
í smáu og stóru, er vegurinn til
meiri hagsældar fyrir þjóðar-
heildina og leiðin til aukinnar
lífshamingju einstaklingsins. En
sparnaður þeirra, sem ráða sjóð-
um þjóðarbúsins, hann er víðast
hvar til lítillar fyrirmyndar og á
sennilega langt í land til þess að
verða það. Og þóít þar um mætti
margt ræða og fjölmargt ráð-
leggja af heilum hug, þá eru nú
orð mín orðin of mörg, til, þess
að nokkur vilji heyra fleiri.
Með kærri kveðiu,
N. N.