Morgunblaðið - 22.03.1952, Side 8

Morgunblaðið - 22.03.1952, Side 8
8 MORGVNBLADI9 Laugardagur 22. marz 1952 Miitning: Sigfús Sigurhjartarson ÞSGAR ég sezt niður til að| skrifa minningargrein um vin minn og skólabróður, hvarfla að mér margskonar hugsanir. En því betur, sem ég hugsa málið, því beíur finn ég, að þessi grein mín getur ekki orðið minningar- grein í venjulegum skilningi l.eldur persónuleg þökk, eitt lítið iaufblað á kranzinn á kistunni hans. Þegar litið er á æfiferil Sig- fúsar, starf hans í opinberri þiónustu, baráttu hans á hinum 1 óiitíska vettvangi, eða það, sem liann vann fyrir áhugamál sír., kennir þar margra grasa. Hann var umdeildur maður, og barð- ist fyrir umdeildum stefnum og s'-oðunum. Það er því ekki nema rðlilegt, að starf hans verði mik- ið metið eftir því, hvernig menn hafa litið á málefni hans og mála tilbúning á hverjum tima. En þegar ég rifja upp öll mín kynni rf Sigfúsi, kenni ég mig sízt af öilu mann til þess að rekja sögu hans sem stjórnmálamanns né opinber störf hans yfirleitt. — Hann hefir víða við sögu komið. Hann hefir verið stórtemplar, þingmaður, bæjarfulltrúi, skóla- maður, ritstjóri og ef til vill fleira, sem ég man ekki í svip- inn. En svo einkennilegt, sem það kann að virðast, ræddum við Sigfús sjaldan náið um opinber störf hans. Þegar við vorum sam- an, var það oftast nær á hvildar- stundum, þegar bæði hann og aðrir voru sammála um að njóta gleði og friðar við heim- ilisarininn, og létta af huganum hinu daglega þrasi. Eg hefi ekki sett mig inn í ein- stök atriði í sögu þingmannsíns eða bæjarfulltrúans, en ég hefi kynnst manninum, — hjartanu, sem að baki sló. — Og hvernig, sem bæði ég eða aðrir kunnuni að líta á þau mál, sem hann íjall- aði um, — hvort sem við höfum verið honum sammála eða ekki um eitt eða annað, þá tel ég mér ávinning að hafa fengið að kynn- ast tryggð hans og vinfesti, göfug lyndi hans og sterkri trú. Þegar ég man fyrst eftir Sig- fúsi í guðfræðideild háskólans, virtist mér hann fremur hlédræg ur maður og óframun en traust- ur og hreinskilinn. Ég tel mér það alltaf til gildis, sem templar, að hafa átt nokkurn þátt í því að veita Sigfúsi viðtöku í góð- templararegluna. Hann vakti fljótt athygli, ekki af því að hann sæktist eftir að láta bera á sér, heldur af því, að þegar hann lét eitthvað til "sín taka, gerði hann það á þann hátt, að menn hlutu að ieggja eyrun við orðum hans. Ég minnist þess t.d., hvé gaman var að vera með Sig- fúsi í skólaheimsókn, er Reglan gerði út menn til að boða bind- indi í skólunum. Hann var þá þegar vanur að taia blaðalaust, en mælska hans var með ágæt- um. Sérstaklega fannst mér það alltaf einkenna ræður hans, hve skipulega og hnitmiðað hann gat talað, enda þótt hann hefði ekki nokkurn staf skrifaðan. Einlægni hans og brennandi áhugi krafð- ist þess af tilheyrendum hans, að þeir gerðu upp við sig sína eigin afstöðu, með eða móti. Oft hefi ég hugsað til þess, hve Sigfús hefði sómt sér vel í prédikunarstóli. Hann fjarlægðist áreiðanlega ekki prestsstarfið af því, að hann væri fjarlægur því í hugsun. Lengi gegndi hann því starfi innan góðtemplarareglunn- ar, sem skyldast er prestsstarf- inu, og á aiþingi var jafnan hægt að treysta á hann sem kirkj unnarmann. Hitt mun sönnu nær, að það hafi verið hin ytri atvik lífsins, sem réðu mestu um, að hann tók aldrei vígslu né presta- kall. Hann komst snemma inn í fé- lagsmál og stjórnmál hér sunnan lands, og var þannig gerður, að hann hlaut að varpa sér út í bar- áttujna tafarlaust, Ssérhlífinn og dugjegur. Það mundi því hafa verijð mikil breyting á högum hanái og verkahring, ef hann hefði jþá átt að yfirgefa Reykjavík og taka' að sér prestakall eínhvers staðar annars staðar á landinu. Hann var nú einu sinni kominn inn í sérstakan farveg, og hon- um var það ekki eiginlegt að yfirgefa þann verkahring, sem hann var farinn að vinna í nema einhverjar alveg sérst.akar ástæður væru fyrir hendi. — Avallt fannst mér, að stór þáttur í starfi hans væri sprottinn af svipuðum hvötum og þeim, sem knýja margan uþgan manninn út í prestsstarfið. Einu sinni sagði Sigfús við mig: „Nú hefi ég verið að vinna prestsverk í dag“. — Hann hafði þá varið nokkrum hluta dagsins til þess að liðsinna fátækum ein- stæðingi, sem hafði leitað á náð- ir hans. Eitt slíkt prestsverk vann Sigfús á mér og mínu heim- ih fyrir all-mörgum árum, skömmu eftir að ég var orðinn prestur í Reykjavík. — Þá var það einn morgun, að ég rakst á Sigfús á götu og hann gekk heim með mér. Þá stóð svo á, að veik- indi voru á heimilinu, og þurfti að leysa það upp, um tíma, og koma börnunum fyrir hjá frænd- fólki og vinum. Allt hafði það tekist vel, og ekki yfir neinu að kvarta. Við settum það ekki fyrir okkur, hjónin, þótt yngstu dreng- irnir tveir yrðu að skilja og fara hver á sinn stað. Sigfús kvaddi og fór. Skömmu síðar hringdi kona hans og sagði, að Sigfús gæti ekki til þess hugsað, að þeir bræðurnir yrðu að skilja. Þeir mundu aldrei hafa verið aðskild- ir fyrr, og væru þar að auki enn- þá óvanir að leika sér með börn- um í Reykjavík. Var ekki við annað komandi en að báðir drengirnir yrðu í fóstri hjá þeim hjónum, meðan veikindin á heimilinu stóðu yfir. Ég er ávallt þeirrar skoðunar, að þessi hugulsemi, sem þarna kom fram gagnvart smælingj- um, hafi verið einhver sterkasti þátturinn í skapgerð Sigfúsar Sigurhjartarsonar. Og ég geri ráð fyrir því, að það, sem hann fyrst og fremst hafi viljað, er hann tók sér þann kost að vinna að félagsmálum, ha/i einmitt verið þetta, að rétta hlut lítilmagnans í þjóðfélaginu með þeim ráðum, sem hann taldi réttust. Jafn kappsamur baráttumaður hlaut af mörgum að verða álit- inn ofstækismaður, en aldrei minnist ég þess, að Sigfús ræddi um andstæðinga sína í pólitík eða öðru á þann hátt. Ég man t.d. að hann lét svo um mælt um einn af sínum hörðustu andstæðing- um, að því betur sem hann hefði kynnst manninum, hefði hann metið hann meir og taldi honum margt til gildis. Ekki verður Sigfúsar minnzt án þess að getið sé konu hans og heimilis. — Það var sjaldgæft á okkar skólaárum, að stúdentar væru kvæntir menn. Sigfús var einn af þeim fáu. Húsakynni þeirra Sigríðar voru ekki stórir salir, en oft mun þar haía verið gestkvæmt og öllum vel tekið, er að garði bar. Sjálfur kynntist ég heimili þeirra bezt eftir að, leiðir lágu saman að nýju hér í Reykjavík. Þar var ávallt notalegt að koma. Gleðin var einlæg og látlaus og óvíða jafn auðvelt að njóta stund arinnar, sem var að líða, á þann hátt, að hún skildi eitthvað eftir. Gesturinn fór heim til sín betri maður en hann kom. Heimili Sigfúsar veitti honum mikið. Kona hans, Sigríður Stef- ánsdóttir, er ein þeirra hús- mæðra, sem kunni að móta heim ilið sitt þannig, að saman færi hjartanleg glaðvarð, alvara og ábyrgðartilfinning. Börnin hafa reynzt foreldrum sínum vel, sýnt dugnað og sam- vizkusemi við nám og störf. Önn- ur dóttirin, Adda Bára, hefir lagt stund á veðurfræði í Osló, en Hulda bókfræði. Stefán er í Menntaskólanum. Aldrei held ég, að ég hafi fundið aðra eins gleði á heimili Sigfúsar og einmitt nú, eftir heimkomu hans frá Rússlandi, þar sem hann hafði dvalið sér til heilsubótar um skeið. — Þar hafði heilsa hann tekið framför- um og gerðu vinir hans sér vonir um, að vanheilsan væri að mestu yfirstigin. Á leiðinni heim haíði Sigfús komið við í Osló, þar sem dætur hans tvær hafa dvalið við nám og störf. Þar hélt hann upp á fimmtugsafmæli sitt. — Þau, sem heima biðu, kona hans og sonur, hugguðu sig við það, að systurnar tvær og faðir þeirra gátu haldið upp á þennan merkis dag saman, þótt í fjarlægu landi væri. Og eftir heimkomuna lék allt í lyndi. Gleði endurfundanna eftir langa fjarveru, og góðar framtíðarvonir hjálpuðust að því að gera hvern dag að fagurri hátíð. Þá kom hið snögga fráfall eins og reiðarslag. Börn hans eru enn á viðkvæmum aldri, og allir, sem til þekkja, munu fara nærri um, að ekki verður auðvelt fyrir þau eða móðir þeirra að vera án hans. En við vitum einnig, að þau munu vera hvert öðru styrk- ur og hjálp. Minningar hins liðna munu varpa Ijósgeislum fram á veginn, og einhverntíma rennur upp endurfundanna stund, sem ekki verður síður hlakkað til en heimkomunnar úr íjarlægu landi. Og í það skipti mun eng- inn dauði fá að gera enda á sam- vistum góðra ástvina. Þegar ég lít yfir myndina af stúdentahópnum frá 1924, sakna ég sex úr hópnum. Ef til vill er það ekki mikið af jafn stórum hóp. En samt mun okkur, sem eftir erum, að með hverjum ein- um hafi allur hópurinn farið mikils á mis. Lífið sjálft dreifir undarlega úr slíkum hópum. — Menn fara ólíkar leiðir frá upp- hafi, stunda margvísleg störf og skipa sér á ýmsa staði í hinum stríðandi fylkingum. En samt er eins og hver fyrir sig eigi ein- hver ítök í öllum hinum. Þess verður ekki sízt vart, þegar einn eða annar er kallaður úr hópn- um. Þá minnumst við þess, að þótt árin líði, erum við alltaf bekkjasystkini í skóla tilverunn- ar. I hópi okkar „viginti-quattu- or“-stúdentanna verður Sigfúsar Sigurhjartarsonar minnzt, sem sérstæðs manns, er gott var að eiga að vin og gróði sð kynnast. Jakob Jónsson. BEZT AÐ 4 UCLfSAA. íMORGUNBLAÐINUY Skátáaffi — Kökubazar Kvenskátafélag Reykjavíkur selur sitt góðkunna skáta-kaffi og heimabakaðar kökur í Skátaheimilinu við Snorrabraut sunnudaginn 23. marz frá kl. 3—6 e. h. Dans og kaffisala hefst aftur kl. 9 um kvöldið. K. S. F. R. jf^ecjar allir lerja lóminn fá cýíeclclui ficj ui& líeóóuS líóm in Ódýr blóm í dag Blóm & Ávextir Til sölu ný 3ja herbergja íbúð með þægindum, í Kópavogi við Hafnarfjarðarveg. Sann- gjarnt verð. Stutt í verzlun og mjólkurbúð. — Uppl. í síma 5795. Einbýlishús til sölu, Hverfisgötu 30. Fjögur herbergi og eldhús ásamt góðum kjall- ara og 500 ferm. lóð. Húsið til sýnis frá kl. 4—6 e. h. ¥111 Laugaveg rétt hjá Frakkastígshorni er til sölu hæð í húsi, sem getur verið hvort sem er ein 4ra herbergja íbúð eða tvær 2ja herbergja íbúðir. — Getur auk íbúðar notast sem hárgreiðslu- eða snyrtistofur eða annað þvílíkt. Upplýsingar í síma 5795. Markúa: Fttir Ed I.EAVSS the race course aijd HsADS H1S UTTLE BOAT STPAIGHT FGi? Tn'E BORNIIVS ISLAND/ 1) — Raggi tekur sig út úr*J 2) — Hirtirnir flýja eyna og keppninni og stefnir beint að reyna að synda til næstu eyju, Skeljaeyju. Sen sundin eru mjög breið. í, i.'ölv smofcef m J ( D£F> mv<t LÍ:£T THS l n A.VO ARE rP.Y/V9 r-WAt/ 3) — Það er Ijótt útlitið, og hirtirnir eru flúnir af eynni. Jt. Á/\T ^* \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.