Morgunblaðið - 27.03.1952, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1952, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐ1B Fimmtudagur 27. marz 1952 ] Sr. Bjarnl Jónsson, vlgsiubiskup s Hefi ég pantað rógburð um kirkjuna? SIÐASTLIÐINN sunnudag, 23. • tnarz, birtist í Tímanum grein, sem „Kirkjuvinur“ hefir ritað. Er yfirskrift hennar: „Hvaðan hefir Ulsdal upplýsingar sínar?“ í greininni er talað um skrif danska prestsins, sem var hér í fyrra og ferðaðist um landið eftir ■að hafa setið prestastefnu íslands. Hitti hann fjöldamarga presta og átti tal vlð þá. Nafngreinir hann !>rjá, síra Sigurbjörn A. Gíslason,! *íra Sigurjón Þ. Arnason og mig. Knúður af vilviljaðri sann-' ieiksleif spyr greinarhöfundur: „Er það rétt, að síra Bjajni Jóns-! «on, síra Sigurbjörn Ástvaldur; Gíslason og síra Sigurjón Árna-| fon hafi farið þess á leit við hinn danska prest, að hann birti þenn- an óhróður um íslenzku kirkjuna í erlepdum blöðum?“ Nei. Hér eru á ferðinni brigsl- yrði og helber ósannindi. I Tíma- 4greinir,ni segir ennfremur: „Sé %>að svo (að þeir hafi farið þessa ■á leit við danska prestinn), þá er tímabœrt. að íslenzka kirkjan og f>jóðin geri sér ljóst hverskonar tnenn hún hefir í þjónustu sinni“. Já, vissulega er það tímabært •og mál til komið, að menn geri •sér ljóst, hvort ég, sem um ára- tugi hefi verið i þjónustu kirki- nnnar, panti hjá útlendingum níð njm þá kirkju. sem ég hefi starfað 4, níð um þá kirkjú, sem hefir veitt mér blessun og ég því ávallt t>ið fyrir. Enginn veit sína æfina fyrr en «11 er. Á gamalsaldri mínum á ■|>að að verða mönnum Ijóst, að ég tiafi hlaðið óhróðri á kirkjuna. ■*rrúi því, hver sem vill og getur. —o—■ Á liðnum árum hafa fjölda- tnargir erlendir kirkjumenn heim _fiótt mig, sumir einu sinni, marg- ár oft. Þeir hafa .margir komið ■frá Norðurlöndum og allflestir þeirra frá Danmörku. Ég stund- aði guðíræðinám í Kaupmanna- höfn og hefi átt því láni að fagna að njóta blessunarríkra áhrifa hjá biskupum, prófessorum, prest ■um cg safnaðarfólki víðsvegar um Danmörku. Ég hefi komið til heirra, rætt við þá og hlustað á ■orð þeirra, og margir þeirra hafa heimsott mig. Gefa þessir menn mér þann vitnisburð, að ég í eyru þeirra hafi óvirt og rægt kirkju þjóðar jminnar? Uisdal prestur kom í heimsókn til mín í júlímánuði í fyrra. Bar fundum okkar fyrst saman uppi í sveit, þar sem ég ,var á ferð. Hafði ég aldrei séð síra Ulstad fyrr, því að ég var ekki á presta- stefnunni, er hann var þar. Bauð ég honum, eins og venja mín er, að líta inn til mín, er hann kæmi aftur til Reykjavíkur. Fór síra Ulsdal nú í ferðalag, átti tal við ýmsa presta og sat fundi þeirra. Sama daginn, er hann fór af landi burt, kom hann til mín, og frá heimili mínu hélt hann beint á skipsfjöl. Var samtal okkar á víð og dreif. Röbbuðum við um ýms málefni. Ekki skrifaði hanu eitt orð af samtali okkar, og ’eit ég því ekki á hann sem Llaða- mann. Ég hafði ekki ferðast með Hon- um um landið og þaraf leiðandi ekki fylgt honum, hvorki að veglegum eða hrörlegum kirkju- húsum. Ekkert tal átti ég við hann um kirkjurnár, og enga til- raun gerði ég til þess að fá hann til að skrifa um eitt eða annað. Ef ég hefði faríð þess á leit, að hann skrifaði um' ýmsar misfell- ur í kirkjustarfinu, þá hefði ég líklega beðið hann að hlífa mér, þ : a varla hefi ég pantað hjá h■' ru '~ r-ðfi>'s'ur um starfshætti T b,': cð svo friá’slvndur er é ■ ekki. En brð er kurmuvf, 1 fð í'g'.T isinni heggur hnnn mjög « -jvirsér, er hanri telur það r, tI'í k: kiu1e">'ar h.n.Í!Tr'unar, að gj >■ ■ •■ skfrg í homahúsum og 1 h saman ytðsve?»r- u^»n 'J Hrki-’hfjssirs t. di á heimili pestsias. Ef hann hefði talað um þetta1 við mig, hefði hann orðið undr- andi, ef ég hefði talið upp hinar kirkjulegu athafnir, sem ég hefi framkvæmt heima hjá mér í Lækjargötu. En þá hefði ég líka getað svarað athugasemdum hans á ýmsan hátt. Þá talaði hann um, hve altaris- göngur væru fáar hér á landi, og fann ég, hvað mig snertir, að í prestsskapartíð minni hefðu þær verið of fáar. —o— Nú kom hann að því, sem hann í grein sinni kveðst hafa talað um við mig. Hann hafði komist að því og heyrt það víða, að spiritisminn ætti mikil ítök í ís- lenzku kirkjunni. Sagði ég, að svo væri. Minntist ég á hátíða- höldin á 100 ára afmæli spiri- tismans. Þá var fjölmenn sam- koma haldin í Sjálfstæðishúsinu 30. marz 1948. Töluðu þar ýmsir menn, og voru þar staddir presí- ar ásamt biskupi landsins, en hann flutti félaginu árnaðaróskir. Þessi er þá sök 'mín, sð hann skuli geta vitnað til þess, sem ég sagði um spiritisma og spiri- tistiskar prédikanir. Er sekt mín svo mikil, að „lít- ið sé betra en landráð“, svo að ég vitni í orð Tímagreinarinnar? Hefi ég sagt frá einhverju, jjem átti að þegja yfir? Hefi ég með þessu stutt að óhróðri um kirkj- una? Ef svo er, þá hefði mér ver- ið hollara að muna setninguna: „Si tacuisses, philosophus fuisses“ (Þú hefðlr verið heimspekingur, ef þú hefðir kunnað að þegja). En af hverju átti ég að þegja um það, sem er talið hið mikil- væga velferðarmál kirkjunnar? Þó fræddi ég hann ekk'i á því, að heilt kvöld var málefninu helgað í útvarpinu, og loks var hátíð haldin í troðfullri Fríkirkj- unni. Hverju átti ég að svara, svo að ég væri ekki valdur að rógburði? Átti ég að segja, að áhrifa spiri- tismans gætti hér ekki? Hvað hefði Haraldur prófessor Níelsson sagt um slíkt svar? Sumar eitt ferðaðist ég um Danmörku og hélt fyrirlestra um íslenzku kirkjuna. Þá sagði Har- aldur Níelsson við mig, að ég skyldi ekki gleyma að geta þess, að spiritisminn hefði náð mikilli útbreiðslu á íslandi. Hvað mundi hann segja við því, að ég nú vildi gera lítið úr útbreiðslunni eða þegja um málið? Haraldur Níeis- son kaus ekki þögnina. Á hinu sama sumri vorum við í Dan- mörku, og héit þá Haraldur fyrir- lestur um spiritisma á presta- fundi. Hann kærði sig ekki um að leyna áhugamáli sínu. Við urðum samferða frá Kaupmanna- höfn, vorum í sama svefnklefa skipsins í 11 sólarhringa: fór mjög vel á með okkur og töiuð- um við daglega mikið um guð- fræði, ýms kirkjunnar mál og mjög mikið um spiritisma. Rædd- um við einnig mikið um hinar ýmsu andlegu stefnur dönsku og íslenzku kirkjunnar. Þetta var hið skemmtilegasta og fróðleg- asta ferðalag. En hversvegna er það nú tal- inn óviðeigandi söguburður, þó að sag( sé blátt áfram frá því, að spiritisminn mæti velvild innan kirkjunnar og hafi mótað boð- skap margra presta? Er nokkuð saknæmt í 'því, ef ég er á ferð í Danmörku, að prest- ar, sem ég heimsæki, segi mér ýmislegt um Indre Mission, Gn.mdtviffsstefnu, hákirkiustarf- 'ð, Br”th'ar>:smen, Oxfordhreyf- ingu. K. F. U. M. 03 K. o. s. frv.? Má há el'vi eir.nig se<?ja f 'á h"’ í Un —rn"”!'1! rv* p- sð ée sé formaður K. F. U. M. í Revkiavík? Einhver kann hú að hugsa: Já, þetta er nú allt gott og blessað. Skógrækiarlélcuy Ár- CBesinga í örum vexii Selíossbúar taka upp Heiðmerkur-fyrirkomulag En ef þú ert spurður af þeim, sem hafa andúð á einhverri stefnu, hverjir séu aðalfyigjendur henn- ar og hvernig sé varið áhrjfum hennar, stuðlar þú þá ekki að því, er þú talar um þetta og skýrir frá staðreyndum, að skuggi falli á þá menn, er þú nefnir? Verður þú þá ekki til þess að sverta menn í augum útlend- inga, er þú segir frá því, hvert fylgi málefnið eigi og hverjir ljái því iið? Ég svara þessu: „Nú er ein hverjum í nöp við K. F. U. M. og hann spyr: Hver er formaður K. F. U. M. í Reykjavík? Á þetta félag nokkur ítök í kirkjunni?“ Þá svarar þú: „Formaður félags- ins er síra Bjarni, og hefir hann gegnt því starfi um fjóra ára- tugi, og er starfið í blómgun“. Verð ég þá reiður? Lít ég svo á, að nú sé verið að sverta mig í augum erlendra manna? Nei, því að það er aðeins gott um mig sagt, og þeir, sem eru lítið eða ekki hrifnir af K. F. U. M., mega vita, að þar er ég með lífi og sál. Þegar nafn mitt er nefnt í sam- bandi við kirkjuna, K. F. U. M. og rétttrúnað, þá er mér sýnd sæmd, og lít á það sem lof og heiður, ef menn hafa þá skoðun á mér, að ég trúi rétt, og vilji heila og sanna trú. ■—o— Ég fer aldrei í felur, hvorki hér eða erlendis, þegar talað er um K. F. U. M. Ég hefi verið þar í 53 ár, og mun aldrei fara þaðan. K. F. U. M. átti einnig afmæli. Hátíð var haldin hér í bæ, er 50 ár voru liðin frá stofnun þess. Á þeirri hátíð talaði biskupinn og hvatti félagsmenn til þess að halda fast við trúna. Þar flutti borgarstjóri heillakveðju, kveðja barst frá Forseta íslands o. fl. Allt þetta gladdi mig. Ég þagði ekki yfir því. Þótti mér vænt um að geta sagt þessar fréttir í bréf- um til vina minna í öðrum lönd- um. Af hverju má ekki segja frá hátíð og samfagnaðarkveðjum? I Kirkjublaðinu 3. marz segir herra biskupinn frá því, er hann í fyrra sumar heimsótti K. F. U. M. í Vatnaskógi. Voru honum stundirnar þar ógleymanlegar. Mér þótti vænt um að lesa þetta, og tel það ekki trúnaðarbrot, þó að ég segi frá bví. Ég hefi nú reynt að skýra af- stöðu mína til kynna minna af hinum danska presti. Það hefir sært mig að verða fyrir brigslum og aðdróttunum, og vísa ég þeim eindregið á bug. Ég þarf ekki að fela mig í skugganum. Ef mig langar til að láta fréttir um ís- lenzku kirkjuna birtast í dönsk- um blöðum, get ég sjálfur skrif- að og get lýst skoðunum mínum fyrir þeim, sem ég á tal við. Öll prestsár mín hefi ég haldið danskar guðsþjónustur hér í Dómkirkjunni,, og átt vináttu Dana, sem hér voru og þeirra, sem eru hér enn. Aldrei hefir á þeim guðsþjónustustundum ver- ið varpað skugga á mína_ eigin kirkju, en þar hafa Danir, Islend- ingar og aðrir Norðurlandabúar verið sameinaðir á helgum stað með lofgiörð og bróðurhug. Ég hefi skrifað um Island í dönsk blöð og hefi ekki burft að fá aðra til b^ss að lýsa því, sem mér bjó í brjosti. Fvrir beiðni Rosendals biskups skrifaði ég allmargar greinar um íslenzk kirkiumál. Ennfremur gevmist í stóru dönsku kirkju- riti frásögn mín um kirkiu vora, bar sem é? minnist sögu hennar, tyla. um. biskupinn, pres|a.ijg. pg 1ýe” "^-'Piö/gvíslöfr störf hafa'Éaft ^ V» ör«r!ii7-v-| í • T'/r'^ V*rfi'r b1otn.r,st sú 0l^r5i, fá tppkiffp^i t:l boss ^rédik^ í dönskum kirkjum og halda fyrir- Fratnh. á bls. 8 A LAUGARDAGINN var hélt Skógræktarfélag Árnesinga aðal- _ fund sinn að Selfossi. -Á fundin-' um mættu yfir 20 fulltrúar frá ýmsum deildum sýslufélagsins. Sú skipun varð gerð á félags- starfseminni í fyrra, að félaginu var skipt í sérstakar deildir og. er l>ver deild starfandi innan ákveðins hrepps. í fyrra voru deildir stofnaðar í þessum hreppum: Villinga- holts-, Skeiða-, Gaulverjabæjar-, Ölfus- og Hveragerðishrepps, Hrunamannahrepps og að Sel- fossi. Síðar hafa deildir verið stofnaðar á Eyrarbakka og Stokkseyri, í Laugardal og Grafningi, Gnúpverja- og Sand- vjkurhreppum. Á aðalfundi í fyrra var Ólafur Jónsson, kaupmaður á Selfossi, kosinn formaður Skógræktarfé- lags Árnesinga og var hann endur urkosinn nú. En aðrir menn í stjórninni voru þeir kjörnir Helgi Kjartansson, Hvammi, Einar Páls son bankastjóri, Selfossi, Sigurð- ur Eyjólfsson, barnaskólastjóri sama stað, Sigurður Ingi Sigurðs- son, skrifstofustjóri sama stað. Á fyrra ári efldist félagið mjög. Félagsmenn voru 125, en eru nú um 800. I fyrravor voru gróðursettar rúmar 30 þús. trjáplöntur á veg- um félagsins eða félagsdeildanna. Eru skógargirðingar komnar upp víðsvegar um sýsluna. Að vísu ekki víðáttumiklar, en það er góð byrjun. Hafa bændur á Skeiðuin lagt til girðingarefnið í skógar- girðingu, en félagsdeildin plönt- ur til gróðursetningar. í Villingarholtshreppi er t. d. girðing í svonefndum Skógarási og á Alfaskeiði í Hrunamanna- hreppi, en þar eru stálpaðar skóg- arplöntur í góðum vexti. Skógar- reitur er við Félagslund í Gaulverjabæjarhreppi og Plver- gerðingar hafa girt svæði á Hamr inum fyrir ofan Hveragerði. Selfosshreppur hefir sett upp allsióra girðingu í því skyni að ýms félagssamtök innan hrepps- ins gróðursetji þar trjáplöntur. Verður fyrirkomulagið þar með sama hætti og hér er í Heið- mörkinni. Félögin annast gróð- ursetninguna, en hreppurinn leggur til plönturnar. Fyrir nokkru snéri stjórn SkógT ræktarfélags Árnesinga sér til stjórnar Ungmennafélags Islands og óskaði eftir, að skógræktar- félagið fengi Þrastaskóg í 20 ár svo félaginu gæfist kostur á að gróðursetja þar barrskóg í skjóli þess birkikjarrs, sem fyrir er þar. Enn er ekki fullráðið, hvað orðið getur úr þeim fram-. kvæmdum. Viðræður hefjasf að nýju WASHINGTON, 20. marz —» Acheson utanríkisráðherra, sagðl í dag að viðræður Bandaríkja- stjórnar við Spánverja um afnot flug- og flotastöðva á Spáni myndu hefjast á ný strax og spánskaj stjórnin væri reiðubúin til þeirra, —Reuter-NTB. Sóðaskrif Tímans Framh. af bls. 1 í flokki, hafa haft ríkan áhuga fyrir sem skjótústum og raun- hæfustum aðgerðum til verndar fiskimiðunum. Hinsvegar er það staðreynd, að það hefur fyrst og fremst komið í hlut þriggja manna, sem farið hafa með ráð- herraembætti undanfarin ár, að fjalla um undirbúning nauðsyn- legra ráðstafana í þessum þýð- ingarmiklu málum. Þessir menn eru þeir Ólafur Thors, Jóhann Þ. Jósefsson og Bjarni Bene- diktsson. Því fer víðsfjarri að Mbl. vilji bakka þessum forystumönnum Sjálfstæðisflokksins alla forystu í landhelgismálunum enda þótt þeir hafi fyrst og fremst unnið að þeim. Allir flokkar hafa yfirleitt haft fullan skilning á nauðsyn þess að baráttan fyrir rétti þjóð- arinnar væri háð af festu og for- sjájni. Óhætt er að fullyrða að Sjálf- stæðismenn telji það yfirleitt ó- sæmilegt að metingur og deilur séu hafnar um það, hverjum beri mestur heiður af þeim ráðstöf- unum, sem gerðar hafa verið í landhelgismálunum, enda mun sagan skera úr því síðar. FRAMSOKN EIGNAR SÉR AIXA FORYSTU En Framsókn er ekki á þessari skoðun. Tíminn telur það hyggi- legast og bezt í samræmi við bjóðarhag, að slá þeirri fullyrð- ingu fram, að Framsóknarflokk- urinn sé eini flokkurinn, sem haft hafi áhuga fyrir verndun ís- lenzkra fiskimiða. Til þess að kóróna þennan málflutning sinn leggur blað- ið áherzlu á það í gær, að Siálfstæðisflokknum sæmi sízt að tala um áhuga sinn í þcssum málum, þar setn aðal- leiðtogar hans hafi verið staðn ir að því að senda togara sípa til veiða í landhelgi!!! j TTi KVNNING Ttt, BRETA I Hvað segia íslendingar um 1 þessa tilkynningu biaðs forsætis- ráðherra íslands til brezkra stjórnvalda? Bretum eru svo sem gefnar* greinilegar og trúverðuglegar upplýsingar um það, hverskonar menn það séu, sem sett hafi hina nýju reglugerð um verndun ís- lenzkra fiskimiða. Tíminn segir fullum fetum að það séu land- helgisþjófar og menn, sem verið hafi „dragbítar i landhelgismál- unum meðan þeir gátu og þorðu“!!! Það er ekki vandi fyrir erlend- ar þjóðir að skilja, við hvaða menn þeir eigi í þessum málum eftir slíkar upplýsingar blaðs hins íslenzka forsætisráðherra. Og hafi erlendar þjóðir hug á þvl að snúast gegn íslendingum út af landhelginni, hefur stjórnarblað- ið Tíminn nú sannarlega gert sitf, til að bjóða þeirri hættu heim. Slík skrif stjórnarblaðs eru ekki vottur um _einingu, heldur urr., sundrung íslendinga, eða sva hljóta erlendir menn að telja.. Þeir þekkja vafalaust engin dæmi úm svo ábyrgðarlausa öfundsýka smásálna. SÓÐALEG SKRIF Sannleikurinn er sá, a(S þessi skrif Tímans eru ein- hver þau sóðalegustu, sem héi’ hafa sést í ábyrgu blaði. —• Sjálfstæðismenn geta að þva leyti látið þau liggja sér £ léttu rúmi að þau munu á- reiðanlega hvorki skaða flokfc þeirra né leiðtoga. En þau eru, þjóðinni til háborinnar skamm ar, þar sem vitað er að þaui munu verða þýdd á crlendi tungumál og berast í hendur stjórnarvöldum þeirra Jijóða. sem a.m.k. er liugsanlegt að< við þurfum að eiga í höggi viði um verndun fiskimiða okkar.. Tíminn hefur gerzt sekur una fólskulegt tilræði við hagsmuna þjóðarinnar í einu stærsta vei- ferðarmáli hennar; Það er ósk allra heiðarlegra íslendinga, a&’ það skaði ekki hinn góða mál- stað þessarar þjóðar, í baráttu hennar fyrir vqrndun íslenzkra fiskimiða. __... á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.