Morgunblaðið - 29.03.1952, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.03.1952, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. marz 1952 Fimmiugu?: ÞÓBDUR ÞORSTEINSSON HREPPSTJÓRI Á SÆBÓLI I SUNNANVERÐUM Fossvogi Btendur lítið hús með rauðu þaki á smáhöfða við sjóinn. Við hlið Þess eru nokkur gróðurhús og vermireitar. Þetta litla býli heit- ir Sæból og þar býr Þórður Þor- Bteinsson hreppstjóri í Kópavogs- hreppi, sem í dag hefur lagt 50 ár að baki sér. Þórður Þorsteinsson er fæddur í Vigur á ísafjarðardjúpi. For- eldrar hans voru Jensína Guð- mundsdóttir frá Hafrafelli í Skutulsfirði og Þorsteinn Ólafs- Bon, Þórðarsonar Magnússonar alþingismanns í Hattardal. Nokkurra daga gamall fluttist t>órður frá fæðingarstað sínum og dvaldist á ýmsum stöðum hjá skyldfólki sínu og vanda- Jausu fólki fram til 10 ára aldurs. Mun hann hafa búið við mjög misjafna aðbúð á þeim árum. En é 11. ári fluttist hann aftur í Vigur til séra Sigurðar Stefáns- Bonar og móður sinnar, sem þar var til heimilis. Þar dvaldist hann BÍðan þar til hann var orðinn íulltíða maður. Meðan Þórður var barn aðl Saldri varð það þegar Ijóst, að hann var bæði kjarkmikill og duglegur. Hann var röskur tilj allra verka, en sérstaklega var hann áhugasamur um allan1 veiðiskap og sjósókn. Kornungur gerðist hann háseti á vélbát og' þótti þegar hlutgengur þar til ellra starfa. Þegar hann hafði Etundað rjóinn heima í Vigur: tim skeið réðist hann í skipsrúm S Bolungarvík. Þótti unglingurn yið Djúp jafnan að því nokkur! frami þar sem þar var öndvegis- yerstöð Vestfjarða. ! Aðeins 17 ára gamall varð Þórður svo formaður á fimm manna fari úr Vigur, sem gert yar út frá Bolungarvík. Farnaðist honum ágætlega formennskan, | þrátt fyrir æsku sína og reyndist ■ hann fengsæll og ijuglegur sjó- i maður. Hafði hann formennsku á hendi fyrir Vigurbónda um nokk urra ára skeið. Árið 1924 réðist Þórður á tog- sra og var á slíkum skipum og stórum mótorbátum fram til árs- Sns 1930. Veturinn 1927—1928 var hann í Stýrimannaskólanum og Jauk þaðan fiskimannaprófi. En árið 1930 slasaðist hann og Varð að hætta sjómennsku. — Næstu 3 árin var hann svo veill til heilsu að hann1 gat lítt eða ekki unnið. Þórður fluttist árið 1925 úr' Vigur til ísafjarðar. Var hann j búsettur þar til ársins 1929. Þá1 íluttist hann hingað til Reykja- V:kur og hefur verið hér búsettur sítan. Settist hann fyrst að í Sogamýri og byggði skömmu e'tir komu sína þangað lítið timb- mhús. Hafði hann þar hænsna- rækt en tók síðan að stunda gaiðyrkju. — Árið 1933 byrjaði. lic.nn torgsölu á blómum og græn 1 incti. Hygg ég að hann hafi fyrst- j ur manna byrjað þá atvinnu hér í fcre. / rið 1936 fluttist Þórður suður í l ossvog og reisti þar nýbýlið Sæfcól. Þar hefur hann átt heima síðan. — Tók hann þegar til ósp:"ltra málanna við garðrækt-j ina. Fyrsta gróðurhúsið, sem* hanrt reisti þár var 75 fermetra að tærð. Nú hefur hann 4501 fermetra lands undir gleri í gród- ui húsum og vermireitum og rek- ur þ-ar blóma- og grænmetisrækt í stó.'um stíl. Þórður hefur verið hreppstjóri í Kópavogshreppi síðan árið 1948 og í hreppsnefnd síðan árið 1949. Þórður giftist árið 1928 Helgu Sveinsdóttur, ágætri konu ætt- aðri úr Barðastrandasýslu. Hafa þau átt 4 börn. Hefur frú Helga verið manni sínum mjög sam- hent. Þetta er í stórum dráttum ævi- ferill Þórðar vinar m.íns Þor- steinssonar. Þegar ég lít yfir hann kemst ég ekki hjá að undr- ast duttlunga örlaganna. Þórður elst upp út við eyjar og nes. — Hugur hans stefnir allur út á sjóinn. Þar hefur hann lífsstarf sitt og farnast vel og giftusam- lega, verður dugandi sjómaður og aflamaður á litlum árabátum og vélbátum. - Hann fær skip- stjórnarmenntun og ræðst á skip hins nýja tíma. Þá koma örlögin og segja: Hingað, en ekki lengra. Þú átt ekki að vera að stunda sjó. Á land með þig. — Eftir það byrjar aðal lífsstarf hans, rækt- un blóma og annars jarðargróö- urs, hænsnarækt og torgsala. En þessi snöggu umskipti frá sjósókn til ræktunarstarfa hafa ekki orðið þórði til ills. — Hann hefur alltaf kunnað að laga sig eftir aðstæðum hverju sinni. — Dugnaður hans, þrautseigja og hugkvæmi hafa komið honum að góðum notum við blómaræktina eins og á sjónum.. Honum hefur farnazt vel í Fossvogi. Ég man eftir Þórði frá því að ég var barn, enda þótt hann væri lítið heima eftir að ég komst á legg. En móðir hans dvaldi þar til dauða dags, samtals í yfir 50 ár. Hún var gæðakona og tryggðatröll. Við systkinin í Vig- ur munum aldrei gleyma þessari vandalausu manneskju, sem æv- inlega vakti yfir hverju okkar spori, fyrirgaf alla okkar upp- vöðslu og bernzlcubrek og jafnari var reiðubúin til þess að taka málstað okkar, ef í hart sló. Þórður hefur marga eiginleika sinnar góðu móður. Hann er allra manna hjáÍDfúsastur og greiða- samastur við þá, sem hjálpar eru þurfi. Hann hefur hlýtt hjarta og e£ tryggur í lund. Fráságnarhæfi leiki hans og kýmnigáfa hafa gert mörgum samferðamönnum hans á iífsleiðinni glattí geði. Þórður Þorsteinsson hefur ailt af verið að vaxa. Margvíslegir erfiðleikar hafa orðið á vegí hans. Slysfarir, heilsuleysi og ó- höpp hafa mætt á honum. En hann hefur staðið af sér öll ólög og komið sterkari út úr hverri raun. Nú situr hann fimmtugur 'við rósarækt suður á Sæbóli. Ég óska Þórði og fiölskyldu hans til hamingju rrieð fimmtugs- afmælið. Vinir hans hér sýðra og vestur í Djúpi órna honum alls farnaðar um leið og þeir þakka honum liðinn tíma. s. ::j. Kári Hagnússon Haga — Minning ÚTFÖR hans fer fram í dag, frá heimili hans, Haga í Staðarsveit, en þar hafði hann búið frá því á árinu 1918, þar til hann lét jörðina í hendur syni sínum. — Kári var fæddur í Hóium í Ilelga fellssveit, 14. des. 1874, sonur hjónanna þar, Magnúsar Bene- diktssonar og Karítasar Jóhanns- dóttur og ólst hann þar upp. Ár- ið 1902 giftist hann Þórdísi, dótt- ur Gísla á Saurum í sömu sveit og hóf búskap á þeirri jörð móti tengdaföður sínum. Þaðan flutt- . ist hann að Dældarkoti í sömu j sveit og bjó þar til ársins 1918. í Þetta er í stuttu máli feri l Kára, en bak við er svo ótal margt biítt og strítt eir.s og ger- ist og gengur. Þau Þórdís ei^n- uðust 9 börn og eru sex á lífi, öll hin mannvænlegustu. Um 10 ára skeið átti ég kost á að kynnast Kára sáluga og geymi í þakklátum huga marg- ar skemmtilegar minningar frá þeim stundum. Létt skap og góð- leg glettni voru hinir skemmti- legu förunautar hans og nutu þess margir. Dugnaðarmaður var hann og þrátt fyrir það þó á hann hlæðist ómegð, sá hann vel sér og sínum farborða. Ekki taldi hann eftir sér að ganga um 4 km veg frá Dældarkoti of- an í Stykkishólm á hverjum degi til að vinna við fermingu skipa og við húsbyggingar, til að geta þannig aflað sér og sínum bjarg- ar. Og kom sér þó vel að hann var kvikur á fæti. Kári var greindur maður og voru honum falin mörg trúnað- arstörf. Einn sterkasti þáttur í lífi hans var trúrækni og kirkju- rækni. F’eytti sú trú honum yfir brim og boða lífsins. Hann var lengi safnaðarfulltrúi sinnar sóknar og sótti jafnan kirkju- fundi og nú þann síðasta til Reykjavíkur i haust. Með Kára er mörgum horfinn tryggur vinur og góður dreng- ur. — \ Blessuð sé minning hans. Á. H. Reykjavík — Akureyri ■ ■ ■ . ■ Í NÝVOIGTLANDER S ■ ■ ■ ■ i P E R K E O II. : ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ j Ijósm yndavél ; ■ ■ i ásamt filterum og filmum er TIL SÖLU. : ■ ■ ■ ■ | Upplýsingar í síma 1243. I Köflótt kjóíaef tekin upp í dag Bezt Vesturgötu 3 — Sími 1783 Léreft Köfum fyrirliggjandi I. fl. léreft. Sueinóóon (S? CCo. - AUGLYSING ER GULLS IGILDI - r á mánutli getið þið eignsist ititsgfsi Jóns Trausta dCóLaútcjápci Cja&jóná O. Fyrir hundrað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.