Morgunblaðið - 29.03.1952, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.03.1952, Qupperneq 8
8 MORGVNBLAÐEÐ Laugardagur 29. marz 1952 ' Útg.: H.f. Áxvakur, Reykjavík. Fraxnkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 18,00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók. Aumleg vorn Frá æskuárum Knuf Hansuns AF FORYSTUGREIN Tímans í gær má greinilega sjá, að blaðið er nú farið að skammast sín fyrir ^ umræður sínar um landhelgis- málin. E.n því hefur orðið mjög hverftj við þá áminningu, sem Mbl. veitti því í fyrradag. Nú reynir það að breiða yfir þá skömm sína, að hafa í fyrsta lagi freistað að þakka flokki sínum alla forystu í þessum málum, og í öðru legi, að tilkynna erlendum þjóðum, að stærsti flokkur íslenzku þjóð- arinnar hafi jafnan verið áhuga- laus um verndun fiskimiða henn- ar. En þeirri tilkynningu fylgdi' yfirlýsing um það, að leiðtogar ( þessa flokks væru sjálfir land-| helgisþjófar, sem ættu allt ann- arra hagsmuna að gæta en ís- lenzkir fiskimenn!!! Mbl. benti á, hversu háska-, leg slík skrif væru og líkleg til þess, að veikja aðstöðu þjóðarinnar gagnvart þeim aðiljum, sem kynnu að vilja véfengja ráðstafanir þær, sem gerðar hefðu verið til verndar íslenzkum fiskimiðum. Slíkur málflutningur í málgagni hins íslenzka forsætisráðherra gæti auðveldlega skapað þá skoð- un erlendra þjóða, að íslend- ingar væru sjálfum sér sund- urþykkir um aðgerðir sínar í landhelgismálunum. * Tímanum hefur nú skilizí, hversu hrapalegt þetta frum- hlaup haps var. í gær á hann enga vörn aðra en þá, að ásaka Ólaf Thors atvinnumálaráðherra fyrir að hafa haldið ræðu um landhelgismálin í félagi Sjálx- stæðismanna 6 klst. eftir að hann afhenti fréttamönnum blaða og útvarps tilkynningu um hina nýju reglugerð um verndun fiski- , miðanna umhverfis landið. | Þetta er aumleg yörn. En hún er mjög í samræmi við þann málstað, sem það er að verja. i r Öll þjóðin veit að atvinnumála- ráðherra kallaði blaðamehn" á sinn fund kl. 3 e. h. daginn, sem reglugerðin var gefin út. Þrtr voru þeim afhent öll gögn máls- ins. Ríkisútvarpið birti fréttina kl. 8 um kvöldið í fyrri frétta- tíma sínum. Ráðherrann mætti á fundi í landsmálafélaginu Verði kl. 9 sama kvöld og flutti þar ræðu ..um landþelgismálin. í síðari fréttatíma um kvöldið flutti hann svo 20 mínútna ræðu í útvarpið. Þessa málsmeðferð, sem að öllu leyti var éðlíleg og rétt- mæt, notar blað forsætisráð- herrans sem átyllu til þess að hefja sóðaleg rógskrif um stærsta hagsmunamál þjóðar- innar, sem henni ber lífsnauð- syn til að standa saman um sem einn maður. Er hægt áð hugsa sér öllu endemislegra ábyrgðarleysi og yfirborðshátt? > Áreiðanlega ekki. í lok forystugreinar sinnar í gær býðst svo Tíminn til þess að rifja upp umræður um „ömmu frumvarp“ Jónasar Jónssonar. — Mbl. liggur það sannarlega i léttu rúmi. En man Tíminn það ekki lengur, hverjir það voru, sem komu því frumvarpi fyrir kattarnef? Það voru ekki Sjálf- stæðismenn, sem voru þá í minni hluta á Alþingi. Nokkrir þing- menn Framsóknarflokksins sjálís sem sáu hversu þýðingarlaust það var,. urðu því að aldurtila. I í sambandi við þessi, skrif ( Tímans um iandheigismáiin er annars ástæða til þess að varpa fram þeirri spurningu, hvernig geti á því staðið, að blað for- sætisráðherrans skuli gera sig bert að öðrum eins fíflsskap. Sjálfstæðismenn hafa ekki gert neina tilraun til þess að þakka flokki sínum alla forystu um hinar nauðsynlegu aðgerðir í landhelgismálunum, enda þótt það hafi aðallega komið í hlut ráðherra hans í ríkisstjórnum síðustu ára að undirbúa þær. — Hér í blaðinu hefur þvert á móti verið lögð áherzla á, að allir ís- lendingar, hvar í flokki sem þeir stæðu, hefðu jafnan haft einlæg- an áhuga fyrir baráttu þjóðar- innar fyrir verndun fiskimiða sinna. Ástæðan fyrir frumhlaupi Tím- ans getur því alls ekki verið sú; að Sjálfstæðismenn hafi reynt að flokksmérkja sér hinar vin- sælu ráðstafanir, sem nú hafa verið gerðar. En kjarni málsins er sá, að víðsýni Tímaritstjórans er ekki meira en það, að honura finnst nauðsyn bera til þess að varpa einhverjum skugga á þá forystumenn Sjálfstæðis- flokksins, sem mest hafa að landhelgismálunum unr.ið. — Hann óttast að hlutur þeirra verði of góður í almennings- álitinu. Þess vegna skirrist hann ekki við að hefja um þá smásálarleg sóðaskrif. — Hann lætur það ekki aftra sér, að slíkur málflutningur blaðs, sem á að teljast ábyrgt orða sinna, kynni að geta skaðað hinn góða málstað íslenzku þjóðarinnar í baráttu hennar fyrir rétti sínum. Þetta framferði er svo lítilmót- legt, að það hlýtur að vekja djúpa fyrirlitningu hjá öllu því fólki, sem með réttu telur land- helgismálin eiga að vera hafin upp yfir karp dægurbaráttunnar. En Tíminn kann alltaf bezt við sig á flatneskju persónulegra ill- inda og pólitísks sóðaskapar. — Hann hefur ekki ró í sínum bein- um fyrr en hann hefur dregið mikilsvérðústu hagsmunamál þjóðarinnar'þangað niður. I því felst lánleysi hans og skapadóm- ur. Frjálslyndari öfl FRJÁLSLYNDARI öflin í stjórn- málum Bandaríkjanna virðast vera í sókn í undirbúningi for- setakosninganna. — Eisenhower hershöfðingi á Vaxandi fylgi að fagna innan republikanaflokksins og Kefauver öldungadeildar- maður hefur hlotið mjög góðar undirtektir í baráttu sinni. Stjarna Tafts öldungardeildar- þingmanns frá Ohio virðist hins vegar fara mjög lækkandi. Ekk- ert forsetaefni hefur þó barizt eins ötullega fyrir framboði sínu og einmitt hann. í Evrópu er fylgzt með undir- búningi forsetakosninganna í Bandaríkjunum af miklum áhuga. Þjóðir Evrópu hafa fyrst og fremst áhuga fyrir því, að ein- angrunarstefna komist ekki til valda. Hinn gamli og nýi heimur verða að vinna saman að sköpun sameiginlegs öryggis. Bæði Eis- enhower hershöfðingi og Tru- man forseti hafa á því glöggan skilning. Kjör annarshvors þeirra þýðir áframhaldandi framkvæmd þeirrar stefnu, sem Bandaríkin hafa fylgt síðan síðustu styrjöld lauk. I MARZ-HEFTI Gads danske Magasin birtist grein eftir norska rithöfundinn og ritstjórann Ed- ward Welle-Stfand, er hann nefnir: „Frá æskuárum Knut Hamsuns“. Er grein þessi um margt bæði skemmtileg og fróð- leg. Segir þar frá ýmsum atvik- um úr lífi Hamuns, er hann var um og innan við tvítugt og þar er brugðið upp glöggri mynd af skapgerð og persónuleiga hans á þeim tímum er hann var réttur og sléttur Knut Pedersen, verzl- unarmaður og óþekktur með öllu. I upphafi greinar sinnar hrekur Welle-Strand þá staðhæfingu manna, að Knut Hamsun hafi verið ósvikinn Norðjendingur og sýnir fram á það með fullum rök- um, að Hamsun hafi aldrei gleymt fæðingarsveit sinni, Lom í Guðbrandsdalnum. Hamsun var aðeiris þriggja ára gamall, er for- eldrar hans fluttust búferlum til Norðurlandsins og settust að á bændabýlinu Hamsund á Hamm- eröy. Eftir þessu býli tók hann sér síðar nafnið Hamsund. En prentvillupúkinn tók sér það bessaleyfi að breyta því seinna í Hamsun og féllst skáldið á þá tillögu. Foreldrar Hamsuns g'æddu með honum ást og trvggð til bernskustöðvanna í Guðbrands- dalnum og svo fór að lokum að hann leitaði á vit guðföður síns, er rak sveitaverzlun í Lom. Vafa- laust hefur Hamsun bótt það all- mikill vegsauki að vera af- ereiðslumaður í krambúðinni, en þó varð dvöl hans þ^r honum vonbrigði. Hann hvarf því aftur heim til sín í Hammeröy árið eftir og gerðist nú verzlunarmaður í nágrannaeyjunni, Tranöy. En verzlunin varð ejaldþrota og varð það til þess, að Hamsun gerð:st umferðarsali og ferðað'st milli markaðsstaðanna í Norðurland- SJÓVEIKUR OG SJÓHRÆDDUR Hamsun var lítið um sjóferðir gefið. Hann hafði beyg af sjón- um. En með honum á þessum ferðum var ungur og vaskur strákur, Ágúst að nafni, sem ekki er með öllú óþekktur frá skáld- sögum Hamsuns. V/elle-Strand segir svo frá þeim félögum: „Hamsun var svo ímyndunar- veikur að hann lagðist jafnan fyrir ef vont var veður. Hann las þá eða skrifaði og ekkert stoðaði þó að Ágúst léti skammirnar dynja á honum. Hamsun brási. þá við hinn versti og kvaðst ekki hafa neina löngun til að verða sjónum að bráð ,enda hefði hann of mörg /járn í eldinum til þess. Ágúst þorði ekki að draga hann út úr rúminu því að Harrisun var sterkur vel og vís til bess að þjarma óþægilega að honum. Auk þess kunni Hamsun flestum bet- ur tökin á kvenfólkinu á bæjun- um sem þeir heimsóttu á ferð- um sínum, og tókst alltaf að fá þær til að verzla við þá félaga. Hann var svo töfrandi mælskur að þær fengu ekki staðist hann og keyptú hver í kapp við aðra kramvörurnar, sem hann hafði á boðstólum. En Hamsun varð brátt leiður á umferðarsölunni og í Bodö tók hann til að læra skósmíði. En af lítilli alvöru mun hann hafa gengíð að því námi, enda varð hann aldrei fullnuma í þeirrx iðn. SKÓIAKENNARTNN MEÐ RJTHÖNDINA FÖGRU En hann var frægur fyrir hina fögru rithönd sína, — og varð það til þess, að hann fékk stöðu hjá lénsmanninum og síðar skóla- kennarastöðu í Jörgenfirði í Bö. En staðan hjá lénsmanninum steig hónum svo til höfuðs að hann varð hégómlegur og dramb- samúr, — beinlínfs hlægilegur. En hann var kvenhollur í meira lagi óg varð gott til kvenna. Þær dáðust að þessum unga og glæsi- lega manni, sem var svo dramb- samur í framkomu. Og börnin í skólanuni, höfðu á honum miklar mætur, því að hann sagði þeim Edv. Velle-Strand segir frá lénsmannsskrif- aranum og skólakennaranum Knut Peíer- sen, sem stúlkurnar elskuðu Hamsun.. svo mörg og furðuleg ævintýri. Gamall maður úr Jörgensfirði sagði eitt sinn við Welle-Strand: „Knut Pedersen örvaði svo hug- myndaflug mitt þegar ég var í skólanum, að ég gat ekki sofið á nóttunum“. í Það var í Bö sem fyrsta bókin . hans „De gátefulle“ eftir Kn. Pedersen, kom út. Hann var þá 18 ára. En á þessa bók var aldrei minnst, en þó bregður fyrir í henni svip þess Hamsuns er síð- ar varð. Og í Bö var ekki laust við að menn brostu að því að hann ætlaði sér að verða skáld, E YRN AHRIN GIRNIR OG ÚRFESTIN „Mönnum fannst hann bæði undarlegur og sérkennilegur í framkomu og flestum bar saman um að hið kynlega látbragð hans væri upgerð ein til þess að vekja á sér athygli. Athæfi hans allt var svo frábrugðið því, sem menn áttu að venjast og fólk hló óspart að hinum mörgu og furðulegu til- tækjum hans. Hann var hneyksl- unarhella góðborgaranna í Bö en einnig mest umtalaði og umdeildi maðurinn í byggðarlaginu!“ „Hversvegna var hann að hlaða á sig hjákátlegu skrauti eins og stærðar eyrnahringum og breiðri úrfesti, rétt eins og hann væri einhver burgeis, í stað þess að taka sér eitthvað nytsamlegt fyrir hendur, svo að hann yrði að manni. Hann hefur hæfileika til að geta orðið ágætur kennari.“ En Hamsun hafði sett sér hærra markmið. Næsia skáldrit hans Framh. á bls. 12. Velvakcmdi skriiar: ÚP DAGLEGA líFmU Gaberdínmenningin I í blóma. CABERDÍNMENNING íslend-. inga stendur^nú með mikl- um blóma. Gaberdín-kápur, kjól- ar og pils, hattar, frakkar og al- fatnaður. Allt úr gaberdini. Það er öllum rCnnið í merg og bein að vilja ganga vel til fara, enda er sannarlega að því mikill menningarauki. Þáð er líka márgt gott um tízkuna að segja, hún er. þó að minnsta kosti skemmtileg tilbreyting. Og það er ekki sök tízkukónganna, þó að innhverfa manna hafi almennt glatað fleiri séreinkennum jafn- framt því sem þeir hafa sýnt meiri hugkvæmni í sniðum og litavali og sundurgerð úthverf- unnar þannig aukizt. Allt úr gaberdíni. N þetta með gaberdinið er nokkuð öfgakennt. Á skömmtunartímunum var hér ægilegt gaberdínhungur, svo að allar flíkur voru keyptar við feiknarverði, aðeins ef efnið hét gaberdín. Frá upphafi var þannig ekki gerður á því megingreinar- munur, hvert hráefnið var. Víg- indin skiptu öllu máli. Og svo þegar viðskiptin voru gefin frjáls, var eins og opnað væri fyrir feriegar flóðgáttir. Og árangurinn sézt á klæðaburði fólksins. Þunnar gaberdínflíkur í vetrarnæðingunum og rigning- unum, krypplaðri og ótútlegri en við eigum að venjast um föt, því að það hefir ef til vill lent baðm- ull í þá flík, sem venjulega er úr ull eða einhverju haldgóðu efni. Allt úr gaberdíni. Rússinn unglingur. VELVAKANDI góður. Mig langar til að segja þér frá atviki, sem að vísu er ekki stór- vægilegt, að xninnsta kosti ekki á úthverfunni. En það er líka sagt, að mjór sé mikils vísir. Ég var að kaupa mjólkina á miðvikudaginn, þetta var. rétt upp úr hádeginu og lítið að gera í búðinni. Sem ég stóð þarna, kom pattaralegur strákur inn í búð- ina, svona innan við fermingu, vel búinn og þrifalegur. Á hon- um var nokkur asi og leyndi sér ekki, að hann þóttist eiga nokkuð undir sér. • Eftir tíu ár. ANN sneri sér umsvifalaust að afgreiðslustúlkunni og bað hana að selja sér einhverja köku, því að hann væri að flýta sér í skólann. Um leið og afgreiðslu- stúlkan fékk honum brauðið, ) .... til í allt. þóttist hann skella öllu andvirð- inu á borðið og snaraðist út. En þegar til kom voru aurarn- ir miklu færri en ráð var fyrir gert. Nú þetta var svo sem ekki mikið fé, en drengsins var gerð- in sú sama. Sagði afgreiðslustúlk- an, að það væri engin nýlunda, að krakkar reyndu að snúa á búðarfólk í' viðskiptum á ein- hvern hátt. Vonandi stendur frómleiki þessa pilts ekki höllum fæti eftir tíu ár. A.S.G.“ Menn hafa áhuga á því. EINHVERN langar ef til vill að vita, að það er rangt að segj- ast hafa áhuga fyrir einhverju, heldur hafa menn áhuga á mál- efninu. Enginn segist hafa hug fyrir málinu, heldur hafa menn hug á að tala og rita rétt mál. Og má hingað rekja orðasambandið að hafa áhuga á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.