Morgunblaðið - 29.03.1952, Page 11

Morgunblaðið - 29.03.1952, Page 11
Laugardagur 29. marz 1952 MORGUNBLAÐIÐ II jónína Tómasdéitir Minningarorð Guðbjörg Benjamínidótfir MinningarorS ■ V lí „TRÚI ÞJÓNN, gakfe inn í fögn- uð Herra þíns“, þessi orð komu íyrst upp í huga mér, er ég frétti andlát Jónínu Tómasdóttur. — Löngu og erfiðu sjúkdómsstríði var lokið, og umbreytingin varð Jausn frá þrautum, og sigur yfir tíauðanum. — Því að vissulega hefur Jónína verið boðin velkom- in til „sælunnar bústaða", því að evo vel hafði hún unnið sitt dags- verk, og þjónað út tíma sinn, að Jaunin voru verðskulduð. — Jónína fæddist á erfiðum tíma ög við erfiðar aðstæður, þann 9. ’júní 1890, að Helgusöndum undir Lyjafjöllum, og voru foreldrar hennar Tómas Eyjólfsson og Gyð- Í'íður Sveinsdóttir, en hún var J)á strax tekin í fóstur af systkin- nnum á Sauðhúsvöilum, Ingi- fcjörgu og ísleiki Guðmundssyni, og hjá þeim ólst hún upp sem í foreldrahúsum væri. Var það ekki eina miskunnarverkið, sem þau feystkinin auðsýndu „einum af Okkar minnstu bræðrum“, og fcreyttu mcð því í Guðs vilja, því !að fósturbörn þeirra voi'u þá orð- jin þrjú. — Breyttu þau við þau, fecm væru þau þeirra eigin böm, Og arfleiddu þau að eignum sínum, fer þau yfirgáfu þennan heim, en Íóstursystkinin þrjú, — Jón Jóns- Bon, Ólöf Sveinsdóttir og Jónína ÍTómasdóttir, — héldu síðan hóp- inn, þar til nú, að ólöf er ein jEÍtir. Fóstursystkinin hafa ekki verið fcreytingagjörn, því að eftir að |>au öll yfirgáfu Sauðhúsvellina 1920, settust þau að hér í Hafn- sarfirði, og byggðu sér snoturt íítið hús að Öldugötu 9, og hafa fcúið þar síðan. —- Þar hefur ávallt ríkt iðjusemi, eining og sam yinna, þar sem hver lagði fram Binn skerf heildinni til hagsbóta, fen með því varð heimili þeirra jeitt af hinum hljóðlátu, en um leið traustu heimilum í landinu. Jónína kunni snemma að meta vclgeining systkinanna á Sauð- húsvöílum, og var þeim hlýðin 'og góð fósturdóttir, er vildi vinna |þeim allt það gagn er hún mátti. Ælfi hennar varð einn vinnu- dagur, mest í þjónustu með- Ibræðra sinna, og var triimennsk- 0n, skylduræknin og þjónustulöng- Mnin áberandi í öllu hennar starfi. Hún var greiðvikin og hjálpsöm yið alla, sem til hennar leituðu, Ög sem hún vissi, að þurftu henn- 0r h ifllpar við, og þá hikaði hún fekki, heldur brá fljótt við, svo 0ð hjálp hennar varð tvöföld, og Btundum margföld. Jónína var. góð kona og grand- yör í öllu sínu dagfari og líf- erni, og gat því eigi hjá því farið að hún með breytni sinni, aflaCi sér vinsælda hjá öllura þeira Bem þekktu hana, og áttu rneð fcenni samleið, og meðal þeirra ferum við hjónin, og því minnumst yið hennar með þaklkæti og kveðj- pm hana af hlýjum hug, um leið 0g við árnum henni alls hins bezta 0g óskum henni fararheilla á þeim Jeiðum, sem hún nú hefur lagt Sút á. Guð blessi hana, og mínning- prnar um hana. Hafnarfirði 28. marz 1952. L Þorv. Ámason. MÉE SKILST, að hægt sé, þó um það geti verið skiptar skoðanir, að segja megi um það fólk, sem hefur það sjónarmið að tileinka sér lífið hér á jörðinni til aukins þroska fyrir mannaeálina, að guð- irnir elski þá, sem deyja gamlir. Þetta kom mér í hug, er ég frétti lát góðvinu minnar, Guð- bjargar Benjamíns<Jóttur fyrrum húsfreyju að Lækjarkoti í Borgar hreppi á IVTýrum. Guðbjörg var fædd að Hróð- bjargarstöðum í Kolbeinsstaða- hreppi 11. okt. 1860, dóttir hjón- anna Benjamíns Jónssonar og Katrinar Markúsdóttur og var Guðbjörg eitt af níu börnum þeirra hjóna. Guðbjörg ólst upp í foreldrahúsum við þröngan kost eins og títt var á þeim tíma á barnmörgum heimilum. — Ung kvaddi Guðbjörg kærar æsku- stöðvar með hryggð og æskuvonir í brjósti og giftist 21. júlí 1886 Ólafi Vigfússyni og reistu bú við ærið lítil efni að Hítardalsvöllum í sömu sveit, og bjuggu þar í 4 ár, þá fóru þau að Hróðbjargar- stöðum og þar bjuggu þau í 18 ár við hækkandi hag, þrátt fyrir það, að hlæðist á þau mikil ómegð, og jörðin væri hið mesta örreytiskot. 1904 festu kaup kaup á Lækjar- koti í Borgarhrepp og þai' dvald- ist svo Guðbjörg til banadægurs. Þegar þau fluttu að Lækjarkoti, blasti við augum þeirra úr bæj- ardyrunum þýfðir karga móar, botnlaus mýrarfen innan um ótölu legan fjölda af gróðurlausum hraunmélum. En að baki þeirra fallið hreysið, sem þau þó þurftu enn að gista um nokkurt skeið, og láta þáð skýla dýrasta fjársjóð- inum, er þau áttu, en það voru börnin þeirra. Þá er ekki ólíklega getið til, að innra með sér hafi þau fundið þrána til að „bæta, fegra bæinn, umhverfið, gera það ögn þolanlegra þeim, sem tæki við“. Og löng og hörð varð sú bar- átta, er þau þreyttu við óteljandi, næstum því óyfirstíganlega erfið- leika, sem steðjuðu að þeim. Og þau unnu að lokum sigur. En áður en lokamarkinu væri náð, mátti með sanni segja, að rættust ummæli Einars þveræings, að þröng væri ekki ósjaldan fyrir dyrum, svo að mikla þolinmæði þurfti til að látast ekki hugfall- ast á löngum vetri í bjargarlitl- um bæ, og bíða þess að frjómögnin í skauti jarðar lifðnuðu við yl- geisla sólar og vors. Guðbjörg varð manni sínum ákjósanlegasti lífsförunantur. Þeim varð 9 barna auðið, af þeim dóu 3 ung, en 2 eftir að þau urðu uppkomin. Öll voru börnin, þau er upp komust, mannvænleg og náðu góðum þroska. Þau hjónin lifðu saman í hamingjuríku hjónabandi — en örlögin eru mislynd og breyta oft áformum manna snögg- lega. Þau höfðu búið notalega um sig og hugðust njóta saman góðr- ar elli, með ástríkum börnum sín- um. En örlögin kipptu að hálfi^ leyti stoðunum undan fyrirætlun- um þeirra með þeim atburðum að ölafur lézt snemma á vori 1930. Síðan hefur Guðbjörg dvalið í öruggri umsjá bama sinna, þeirra Ólafs og Ólafíu, þar til Ólafur lézt seint á árinu 1950, en síðan með Ólafíu dóttur sinni þar til yfir lauk. Missi manns síns og barna bar Guðbjörg með miklum höfðingsskap og sýndi með því að hún var öruggur málsvari trú- ar og siðgæðis. Guðbjörg þótti jafnan ein af mestu atgerfis kon- um sveitar sinnar og áhugi hennar og þrotlaust vinnukapp, þótti hafa sett svipmót sitt á heimili hennar. Hún skildi það svo vel að gegn um erfiðieika og þrotlaust starf, öðlast sannleikurinn og lífsþorið. Og Guðbjörg trúði þvi að andlegur þroski sinn, samfara góðri heilsu, bjargfastri trú á lífið og framtíð- J ina hefði orðið sér drýgra vega- nesti, en þótt hún hefði farið úr | föðurgarði með stóra fjárhæð í 1 gulli og demöntum, án þeirra kosta er hún var búin frá náttúrunnar hendi. Ég ætla að flestum hafi farið eins og mér, sem kynntust Guðbjörgu nokkuð að ráði, að þeim hafi virst erfitt að hugsa sér dauðann í návist hennar, svo mik- ill var kjarkurinn og vinnugleðin að naumast féll henni verk úr hendi nokkra stund. Manni eins og gleymdist að hér var kona á férð, i sem hafði lifað á mestu umbrota- tímum í sögu landsins og átti að baki sér hart nær þrjá manns- j aldra. Því er ekki að leyna, að til ' voru þeir menn, sem töldu Guð- | björgu vera kaldlynda og óhlífna j í skoðunum, en við, sem þekktum I hana vel, vissum betur, vissum að | það var aðeins skel er geymdi hlý- í indi kærleika og trúfésti. Hún ! sýndi það svo þráíaldlega sjálf, ( þegar koma þurfti góðu málefni : skjótlega til liðs, hvað allur kuldi og stirfni voru fjarstæð eðli henn- ar, því í krsrleika sínum og góð- girni var hún öll. Guðbjörg var fróðleiks kona mikil og las góðar bækur sér til yndis og menntunar, 1 en af öllum bókmenntum voru henni hugstæðastar Islendingasög- ! urnar, og bar hún oft í munni sér Frhi á bls. 12. lökum að okkur eftlrfarandi: o ÍSAUM í kjóla, blússur og annan dömufatnað. Mikið úrval fyrirliggjandi. PLISSERINGAR ýmsar gerðir. KLÆÐUM HNAPPA, margar tegundir. HNAPPAGÖT gerð á hverskonar flíkur. ZIG-ZAG-saum. HÚLLSAUMUR SOKKAVIÐGERÐ Seljum yimai* smávörur heimasauma Lítið 1 sýningargluggana á Eergstaðastræii 28 Á (grelhslustúlka Vantar ábyggilega og myndarlega stúlku til af- greiðslustarfa í góða verzlun. Þær, sem vildu sinna þessu, leggi nafn sitt'og heimilisfang ásamt upp- lýsingum um fyrri störf til afgr. Morgunbl. fyrir 1. apríl merkt: Afgreiðslustúlka —456. 1. apríl breytist leiðin þannig, að ekið verður um Hverfisgötu—Snorrabraut (ekki Barónsstíg). VIÐKOMUSTAÐIR: Klapparstígur, Frakkastígur, Barónsstígur, Bergþórugata, Miklatorg. GÆFA FVLGIIÍ trúlofuBarbring imum frá SIGIJRÞÓR Hafnarstrætj 4 — Sendir gegn póstkröfu — — Sendið ná- Vv^.rnt mÁi — 15 EZT .4 0 A V G L V S A tMORGVNBLAÐINU Yíirdekkjum spennur Yfirdekbjum margar geiðir rf kjóla- og képuspeEnam. Verð frá kr. 4,50 lil Kr. 6.60 eítir stærð og ger-5. Mjög fljót afgreiðsla. Verzlunin HOLT h.f. Skólavörðustig 22. Cf 's/E NEW UFE TO YOUR WHtTES WfTH s/ipueuíi er undursamlegt fyrir Hnfatnaðinn. Gerið stórþvottinn að hvíldardegi. Notið OXYDOL UMBOÐSMENN: mm NÖRÐFJÖRÐ & CO. H.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.