Morgunblaðið - 01.04.1952, Qupperneq 7
i Þriðjudagur 1. apríl 1952.
MORCVNBLAÐIÐ
7 I
Frakkar eiga í vök að verjast í índó-Kína, þar sem uppreistarmenn hafa stórt landílæmi á valdi sínu.
I’ar er ekki ailtaf jafn friðsælt og þessi mynd sýnir. Tveir franskir útverðir ræða við innfæddan mann
og konu lians. Til vinstri er brynvarinn vagn, se.n orðið hefur fyrir árás.
fM INDO-KÍNá
Sr. Sigurb|és<n A. Oíslasons
Sr. Ulsdal -
ÚR ÞVÍ að ,,Kirkjuvinur“ hefur
sagt til sín og aliir vita að hann
hefur örugga bakhjarla, er vel-
komið að ræða meira um danska
prestinn, sem nú er kominn á
margra varir.
Sr. Finn Túliníus benti honum
á að snúa sér til mín um leið.'-
beiningar, þegar íslandsförin var
ráðin. Sr. Úlsdal fór fram á að
mega „koma í skiptum" til sveita-
prests á íslandi viku eða hálfan
mánuð. „Ileimaprestur velkom-
inn til mín seinna,“ skrifaði hann.
Ég útvegaði staðinn, en um
niiðjan júní í fyrra kom skeyti
til mín úr sveitinni: „Get ekki
tekið danska prestinn vegna
heimilisveikinda." Ég senda sr.
Úlsdal línur um þctta. Þær náðu
honum ekki heima. Sama morg-
uninn, sem synodus hófst, kom
hann — mér alveg að óvörum.
Þegar ég tjáði honum að ég vissi
ekki í svipinn um neitt prests-
heimili handa honum, hafði hann
við orð að hverfa heim með sama
skipi. Seinna sama dag tjáði
hann mér, að sr. Guðmundur frá
Hvanneyri hefði boðið sér ágæta
fyrirgreiðslu. — Feginn varð ég
að Iosnn svo vel við allan vanda
í þessum efnum.
Á leiðinni upp í Borgarfjörð
stanzaði hann eitthvað í Vatna-
skógi, þar sem um 500 manns
voru á sumarmóti. Mér er sagt,
að hann hafi þótt þar ómann-
blendinn, og engum dottið í hug
að hann mundi síðar telja þau
fundahöld með vormerkjum
kirkju vorrar.
- Það eina, sem ég veit með
vissu um stefnu sjálfs hans, er
að hann telur sig ekki „mission-
armann".
Frá sr. Guðmundi fór hann
e-ftir nokkra daga norður að Mý-
vatni og gisti hjá 2 eða 3 prest-
um á þeirri leið, fór flugleiðis
suður og svo austur yfir Hellis-
heiði. Kom til baka eitthvað
tveim dögum áður en skipsferð
varð og gisti þá á mínu heimili.
Presta hitti hann marga að máli
bæði á sýnodus og í þessum ferða
lögum, en um þá hef ég enga
skýrslu.
Þegar hann kom að norðan,
far.nst mér einhver gremja hafa
gripið hann, þótt hann lofaði
mjög gestrisnina, sem hann hefði
orð;ð aðnjótandi hvar sem hann
kom. Bæöi þá og seinna vildi
hann helzt tala um gallana, sem
hann kvaðst hafa orðið var við,
ferðalög hai
og minntist þá á fleira en hann
hefur sett enn í blöðin.
Man eftir einu eða tvennu,
sem ólíklegt er að honum hafi
verið bent á, af því að sárfáir
Islendingar taka eftir því. En
fyrst og fremst var það anda-
trúin og hjátrúin, sem honum var
skrafdrjúgt um, meira að segja
svo að mér var farið að leiðast'.
Það vita fleiri en ég hve þægi-
legt það er —1 eða hitt þó heldur,
að verða erlendis hvað eftir ann-
í,ð fyrir nærgöngulum spurning-
um um „andaírúna í kirkjunni á
Islandi“ — og heyra á máirómn-
um og orðalagi ýrnist hláturmiida
forvitni eða aðgjörðaíausa með-
aumkun meo þeim aumingjaskap
vorurn „að hafa ekki rekið þann
ófögnuð á dyr“. Hvorugt þetta
fannst mér áberandi hjá sr. Úls-
dal. En það var einhver gremja
hjá honum við andatrúna. Af
hverju, veit ég ekki — nema ef
það er rétt sem einhver sagði mér
seinna: Hann hafði komizt í
harða rimmu við prest uppi í
sveit um andatrú, báðir orðið
reiðir, og ógætileg orð um
„heiðna hjátrú“ og „danskt
þröngsýni“ m. m. farið þeirra á
milli.
í grein minni í Kristil. dagbl.
frá 11. febr. um „Norræna presta-
fundi og ísland“ minntist ég á
þennan „árekstur" og reyndi að
afsaka með honum of harða dóma
hans um „fáfræði" ísl. presta um
kirkjumál annarra. — Hann hef-
ui mér vitanlega hvergi and-
rrælt því, svo mér er nær að
halda, að þessi „árekstur" hafi
átt sér stað og valdið miklu um
hvað fundvís hann var eftir það
á „meinsemdir" vorar. .
Um blaðaskrif hans er búið að
þyrla upp svo miklu moldviðri
að íslenzkir blaðalesendur halda
sennilega, að þar sé ekkert annað
en tómar skammir um Island, —
enda þóít það sé fjarri sanni. —
Mér er sagt að einhverjir hafi
skilið orð mín í smágrein í Tím-
anum nýlega, að ég, og vér þrír,
sem hlut áttum að máli, værum
að lýsa þvi yfir að sr. Úlsdal
færi með tóm ósannindi. Sá
skilningur er alrangur, Orðalagið
átti aðeins að benda á, hvað
fjarri lagi það væri, að hneyksl-
ast á, þótt einhverjir, sem vissu
um að sr. Úlsdal ætlaði að skrifa,
hafi sagt, að þá yrði hann að
segja satt og rétt frá. Mér er
is ocg ©relíiíök
spurn: Hvað áttu þeir fremur að
segja?
Á meðan aðalgrein sr. Úlsdals
er ekki komin á íslenzku, verður
allt of langt mál að fara að telja
hvað þar er satt og, rétt, hvað er
ekki nema ,,hálfsatt“, af því
„hinni hliðinni“ er sleppt, og
hvað er rangt.
Annars finnst mér miklu meiri
ástæða til að leiðrétta það, sem
rangt þykir, í sömu blöðum og
sr. Úlsdal hefur skrifað í, heldur
en að rífast um það í ísl. blöð-
um, sem nærri enginn erlendur
maður skilur.
Ég þarf enga hjálp við mínar
leiðréttingar, og banna algjörlega
að nokk'ur þýði greinar mínar
um þetta mál eða önnur handa
erlendum blöðum nema með
mínu leyfi og ég geti samþvkkt
orðalag þýðingarinnar og viti
hvað.a blaði hun er ætluð.
En í öllum bænum farið ekki
með skammir eða stóryrði í er-
lend blöð. Þess háttar hefur
„öfug áhrif“. Útlendingar telja
það bera vott um minnimáttar-
kennd, vondá samvizku, eða blátt
áfram ruddahátt. Þess má og
minnast, að fáir — aðrir en Rúss-
ar — eru jafn hörundssárir og
Islendingar gagnvart aðfinning-
um erlendra ferðamanna. Stafar
það sennilega af aldagamalli_ ein-
attgrun — og' stundum af minni-
máttarkennd.
Erlend blöð flytia svo títt
hvassyrtar aðfinningar um trú-
og kirkjumál heima og erlendis,
að útlendingar stökkva ekki upp
a nef sér af þeim sökum.
T. d. sá ég fyrir skömrhu grein
í merku tímariti frá Toronto í
Canada með fyrirsögninni Er
Iíretland a3 verða heiðið? (Is
Britain becomir.g pagan?). Mörg
ensk kirkjublöð sé ég, og hef
hvergi rekið mig á að neinir
smáir eðri stórir kirkjuvinir hafi
ráðizt bálvondir fram á ritvöll-
inn út af þessari fyrirsögn. Eh
hvað haldið þér að sagt hefði
verið hjá oss, ef þarna hefði stað-
ið ísland í stað Bretland?
Hins vegar verð ég að játa að
mér sárnaði, er erlend dagblöð
töldu upp flestar „skuggahliðarn-
ar“, sem sr. Úlsdal nefndi, en
slepptu að mestu leyti því, sem
hann jafnframt taldi oss til máls-
bóta. — Kannske það sé af minni-
máttarkennd hjá mér.
En manni getur líka blöskrað
Framh. á bls. 11
HHEkiE
SHAMPOO
DRENE er sennilega heims-
ins vinsælasta og mest not-
aða hárþvottaefni.
DRENE fæst í þrem stærð-
um. —
DRENE er einmitt það sem
hentar yðar hári bezt.
Umboðsmenn:
Sverrir Bernhöft h.f.
Yfirdekkji im
hnappq
Yí-Irdekkjum hnappa. Höíum
mikið úrval •a? nýjum tcganc!
um og öllum stærjunr.n.
Verzíunin IICLT
Skólavörðustíg 22.
6óð siúlka
óskast til húsverka hálfan eða
allan d.ag'inn. Upplýsingar
Grettisgötu 6, 3. hæð.
Laugaveg 6.
ÍBEÍfl
2}a herb. íbúð til leigu og
3ja herb.. sem' rnattti innrétta
l'vrir ekfhús. Upplýsingar i
sima 2854. —
fftænu-uftrngaz?
Vil selja unga sem kocna úr
vél, firruntudBginn 3. april.
Upplýsingar i sírna 143, :—
Keflavik. —
lil sölca édýrS
vegna brottfluínings: Sem ný borðstofuhúsgögn, vandað
úívarpstæki, legubekkur, búsáhöld o. fl. —- Til sýnis í
kvöld milii ltl. 8—10 að Hraunteig 15, 1. hæð.
Afgreiðsi&istúlka-
Abyggileg stúlka óskast að vefnaðarvöruverzlun
í, Miðbænum nú þegar.
Þarf að vera vörn afgreiðslu i vefnaðarvöruverzlun
og geta unnið sjálfstætt.
Uppl. gefnar kl. 6—7 í kvöld, ekki í síma.
Elgur hf.
Hafnarstræíi 19. II. hæð.