Morgunblaðið - 02.04.1952, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 2. apríl 1952
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók.
Í>AÐ ER margsögð saga, sem
allir íslendingar þekkja af bit-
urri reynslu, að íslenzkt atvinnu-
líf er fábreytt og afkoma fólks-
ins misjöfn frá ári til árs. At-
vinnutækin til lands og sjávar
hafa að vísu orðið fullkomnari
og þjóðin að mörgu leyti orðið
rr.iklufn mun færari um að bjarga
sér. En góð skip og sukin rækt-
un geta þó ekki komið í veg fyr-
ir erfiðleika af völdum aflabrests
eða snjóalaga og harðinda. —
Þessvegna þrengjast lífskjör fólks
ins til sjávar og sveita þegar
slíkt missæri gengur yfir.
Undanfarið hefur verið unnið
kappsamlega að aukinni vernd
íslenzkra fiskimiða. Hafa þegar
verið gerðar ráðstafanir, sem
hafa munu mikil áhrif og verða
sjávarútveginum til aukins ör-
yggis. Jafnhliða hefur ræktun
landsins fleygt fram, ný tæki
verið fengin og aðstaðan til land-
búnaðar bætt á marga vegu.
Hvorttveggja þetta mun stuðla
að auknu atvinnuöryggi þjóðar-
innar á komandi árum.
En það er ekki nóg að styðja
og efla hina gömlu undirstöðu
atvinnuvegi okkar. Með því
getum við aldrei skapað þess-
ari þjóð nægilegt öryggi um
afkomu sína. Við verðum að
byggja upp nýjar atvinnu-
greinar, gera framleiðslu okk-
ar fjölbreyttari og síður háða
dutlunguin fiskiganga og gras-
sprettu.
Aðstaða okkar til þess að gera
þetta er að sumu leyti góð en
að nokkru leyti örðug. Hún er
góð að því leyti sem við eigum
ótæmandi orku í fljótum okkar
og fossum. Þessa orku er hægt
að hagnýta á marga vegu, Hún
getur skapað aukin lífsþægindi
og knýð stórvirkar verksmiðjur
og iðjuver. Jarðhitann er einnig
hægt að hagnýta á sama hátt en
þar að auki til ræktunar marg-
víslegs nytjagróðurs.
En að því leyti er aðstaðan ó-
hæg að þetta land er tiltölulega
fátækt af hráefnum, málmum og
verðmætum efnum í jörðu. En
því fer fjarri að fullrannsakað
sé, hvaða auðlindir kunna að fel-
ast í skauti íslenzkrar jarðar.
Ýmislegt bendir til þess að þær
séu fleiri og meiri en við höfum
álitið. Það er einnig vitað, að
úr sjó og lofti er hægt að vinna
ýms efni, sem þjóðina skrotir.
Um þessar mundir eru að hefj-
ast framkvæmdir við byggingu
stærsta iðjufyrirtækis, sem þessi
þjóð hefur nokkru sinni ráðist í.
Ræðir hér um áburðarverksmiðj-
una. Með áburðarframleiðslu hér,
á landi er lagður grundvöllur að
stóriðju, sem hafa mun gífurlega
þýðingu fyrir þjóðina. En sú
framkvæmd er nátengd hinni
miklu virkjun Sogsfossa, sem nú
er langt á veg komin og fram-
leiða mun þá orku, sem knýr
hina nýju áburðarverksmiðju.
Annað fyrirtæki, sem væntan-
lega verður komið upp á næst-
unni er sementsverksmiðja. —
Framleiðslu slíkrar verksmiðju
er einnig mjög brýn þörf. Þjóð-
ir. eyðir árlega miklum gjaldeyri
í innflutning byggingarefnis. —
Innlend sementsverksmiðja mun
því hafa í' för með sér stórfelldan
gjaldeyrissparnað, ekki síður en
áburðarverksmiðjan. Verður að
vænta þess að allt verði gert, sem
Uiiní er til þess að koma þeirri
verksmiðju upp innan skamms
tíma. Þessar tvær verksmiðjur
munu þannig marka tímamót í
íslenzkum iðnaði. I kjölfar þeirra
munu rísa fleiri stóriðjufyrir-
tæki, sem auka munu framleiðslu
okkar og skapa þjóðinni traust-
ari afkomugrundvöll.
Okkur skortir að vísu f jármagn
til stórra átaka á þessu sviði.
Við hefðum ekki getað ráðist í
bvggingu áburðarverksmiðjunn-
ar án erlends fjármagns. Við
ir.unum heldur ekki geta komið
upp sementsverksmiðju án þess.
Marshallframlögin og efna-
hagssamvinna okkar við hinar
vestrænu lýðræðisþjóðir hefur
lagt grundvöllinn að þessum
þj óðny t j af yr irtæk j um.
Við munum þurfa á ineira
erl^ndu fjármagni að halda
til frekari eflingar stóriðnað-
I ar í landinu. Ef fullrar for-
sjár er 'gætt við slíkar lán-
tökur þurfum vi<5 ekkert að
óttast. Lítil þjóð getur ekki
framkvæmt á skömmum tíma
atvinnubyltingu í landi sínu,
án erlends fjármagns.
Akvörðun Trumans
TRUMAN Bandarikjaforseti hef-
ur nú lýst því yfir afdráttarlaust
að hann muni ekki gefa kost á sér
við forsetakosningar þær, sem
fram eiga að fara í nóvember n.k.
Hefur þessi yfirlýsing hans kom-
ið flokksmönnum hans nokkuð á
óvart. Hafði forsetinn verið tal-
inn einn sigurvænlegasti fram-
bjóðandi demokrata.
Harry S. Truman tók við for-
setavöldum í Bandaríkjunum þeg
ar Roosevelt forseti andaðist
snemma á árinu 1945. Það kom í
hans hlut að fara til Potsdam til
fundar við þá Winston Churchill
og Jósef Stalin að heimsstyrjöld-
inni lokinni. Undir forystu hans
hafa síðan fjölmörg spor verið
stigin til efiingar alþjóðlegri sam-
vinnu og sköpun aukins öryggis
í heiminum. Má þar nefna efna-
hagssamvinnuna á grundvelli
Marshalllaganna, Atlantshafs-
bandalagið og fleiri samtök, sem
hinar vestrænu lýðræðisþjóðir
hafa myndað með sér.
Stefna Trumans hefur í utan-
ríkismálum verið frjálslynd og
víðsýn. Hann hefur algerlega
sagt skilið við einangrunarstefn-
una, sem um skeið átti miklu
fylgi að fagna í Bandaríkjunum
og á þar enn töluverð itök.
Það hefur verið þjóðum Evrópu
mikið ián, að þessi stefna skyldi
verða ofan á í Bandaríkjunum
Ef þetta þróttmesta lýðræðisríki
heimsins hefði í lok styrjaldar-
innar snúið sér til veggjar og
látið sig vandræði hinnar styrj-
aldarþreyttu Evrópu engu skipta,
hefði af því leitt stórfellt öng-
þveiti og hrun. En vegna þess að
Bandaríkin völdu ekki þann kost-
inn hefur verið unnt að hefja
gífurlega uppbvggingu í mörg-
um löndum hins gam'la heims.
Lýðræðisþjóðirnar voston hafs
og austan hafa staðið hlið við
hlið í þessu mikilvæga starfi.
Eftirmæli Harry Trumahs”sem
stjórnmálamanns og þjóðarleið-
toga verða því áreiðanlega þau,
að hann hafi verið víðsýnn og
mikilhæfur maður, sem mikið
goti hafi látið e.f sér ieiða.
Borgin helga við Gangesfiljóf
í EFTIRFARANDI grein segir
Norðmaðurinn Gunnar M. Lund,
frá stuttri heimsókn til Benares
við Gangesfljót.
ISelgisiðir bramatrúarmarcna eru
kysilegir s augum vestræaina þjóða
GANGES-HRAÐLESTIN þýtur
stynjandi í áttina til Cava. Við
Tollefsen, stýrimaður, höfum tek
ið ákvörðun, og brotið allar brýr
að baki okkur. Nú sitjum við í
lestinni, sem flytur okkur frá
hafnarbænum Balasore yfir rís-
akra og hásléttur til Benares, sem
er 750 km inni í landi. Ætlun
okkar er að skyggnast um í borg-
inni, meðan skip okkar lestar
mangan og stykkjavöru, sem
fava ciga til Ástralíu.
í fimm daga sitjum við í þétt-
skipuðum járnbrautarklefum, og
hiti, þorsti og óhreinindi gera
okkur Hfið leitt.
f ÁFANGASTAÐ
En loks, á fimmta degi ferðar-
innar, birtist hún út við sjón-
deildarhringinn, hin 25 alda
gamla borg. Á hof og hallir slær
hvítu bliki, en fjöldi bænahúsa
teygir grannar turnsnírur til
himins. Otölulegur fjöldi píla-
gríma á öllum leiðum er ótvíræð
sönnun þess, að við eigum
skammt ófarið til hinnar helgu
borgar bramatrúarmanna.
Fyrstu nóttina gistum við á
gistihúsi í Sekrole, en svo nefn-
ist enska hverfið í Benares.
Næsta morgun rísum við árla úr
rekkju og leggjum leið okkar
niður að fljótinu. Afarbreiðar
steintröppur liggja niður að
vatnsborðinu, og í morgunskím-
unni slær annarlegum ljóma á
hvíta steinana. Við fætur okkar
streymir megindjúp Ganges-
fljóts, tignarlegt og þyngslalegt í
senn. Hundruð þúsundir Hindúa
varpa sér í hið helga fljót með
annarlegum svip og undarlegum
tilburðum. Þeir verða að hafa
lokið baðinu áður en sólguðinn
Surya birtist á himninum með
ótölulega fjölda fólks, sem er
einkennandi fyrir Austurlönd. —
Eg vakna af hugleiðingum :nín-
um við það, að Tollefsen þrífur
í handlegg mér.
Fyrir framan okkur stíga blá
leitir reykjarstrókar til himins
Á jörðinni liggja haugar líka,
sem hjúpuð eru í bómulíardúk.
Bramatrúarmaður er að flvtia
ræðu. Umhverfis hina látnu öld-
unga stíga þeir, sem eft.ir lifa.
gleðidans. En frá legstað hinna
ungu stíga grátur og harmakvein
til himins.
Við nemum staðar furðu lostn-
ir. Hvort er betta draumur, eða
erum við orðnir brjálaðir?
Hrísvöndlum er varpað á bálin.
Þeir loga glatt með snarki og
brestum, og að vitum okkar berst
daunillur þefur af steiktu kjöti.
Fvrr_ en varir eru bálin kulnunð
út. Ösku, beinum og öðrum leif-
um er varpað út í fliótið, og
fljótið streymir sína leið.
Loks brjótast fyrstu geis^ar
rísandi sólar upp fyrir sjóndeild-
arhringinn og varpa Ijósrauðum
bjarma á borgina og landið. Frá
hofum og höllum óma bænir og
söngvar og blandazt alla vega
saman _við fagnaðarklið biðjend-
anna. Ymsir standa á svölum úti
og teygja hendur til himins. Við
og við heyrist barnsgrátur eða
ód konu, sem er að hníga í yfir-
lið, en eins og tilbreytingarlaust
undirspil hljómar í sífellu fóta-
tak og bænakvak þúsundanna.
Þar sem turnar Avreng Zeb
bænahússins gnæfa við himinn,
göngum við inn í borgina. — Svo
segir í helgum bókum, að þar
hafi guðinn birzt mönnunum
fyrsta sinni.
MUSTERI APANNA
Skammt frá þessum stað er
musteri apanna, og stendur það
við hliðina á tjörn nokkurri. Eng-
inn má ganga í musteri þetta,
nema hann dragi áður skó og
.sokka af fótum sér. Þegar inn er
komið, getur að líta aragrúa af
öpum, sem þeytast fram og aftur,
sem óðir væru. Þessi viðbjóðs-
legu kvikindþ eru að sjálfsögðu
i guða tölu. Á morgni hverjum
flvkkjast þau út í borgina og
ræna og rupla öllu, sem tönn á
festir, og vei þeim, sem vogar sér
að blaka við þessum goðbornu
kvikindum.
FORNFÁLEGUR BÆR
í innri hluta Benares eru
þröngir stígar, og ekki er hægt
að komast inn í borgina öðru
vísi en fótgangandi. Hið þunga,
heita andrúmsloft er mengað
kæfandi óþef, og hvar vetna eru
daunillar uppsprettur.
Vegna þess hve húsakynni eru
léleg hafast margir við fyrir dyr-
um úti. Ilér, sem og í Kína,
stundar rakarinn iðn sína á
strætum úti.
Hin indversku hof eru b;>ggð
í einkennilegum stíl. Mörg þeirra
virðast jafn gömul og heimurinn
sjálfur. Hvelfingar, turnar, bog-
göng og svalir__renna saifian í
kynlega heild. Öll eru hof þessi
búin miklu skrauti; ber þar mest
Frh. á bls. 12.
Velvakandi skrifar:
teikn rín.
Á fljótsbakkanum sitja þús-
undir bramatrúarmanna og þvlia
bænir guði sínum til lofs og dýrð-
ar. Því næst hefjast þeir handa
um að þvo sig hreina af syndum
sínum. Fyrsta atriði þeirrar
hreinsunar er fólgið í því að þvo
tennur sínar i fljótinu, þar sem
jarðneskar leifar manna og dýra
mara í kafi. Því næst núa þeir
líkama sinn ösku, og að lokum
dífa þeir höndunum í mykju frá
hinum helgu hofkúm. Þetta á að
nægja til að stökkva illum önd-
um á brott, og ekki er að efa, að
þeir láti sér segjast við svo kröfr-
ugar varúðarráðstafanir.
Þegar bramatrúarmaðurinn hef
ur lokið þeirri helgiathöfn, sem
hér hefur verið lýst, tekur hann
að lesa hinar helgu bækur, sem
skráðar eru á sanskrít, eða þá að
hann sökkvir sér niður í djúpar
hugleiðingar um tilveruna og
rök hennar, á sama hátt og guð-
inn Brama, sem lá í gulleggi í tíu
þúsund ár og dreymdi þar
drauminn óskiljanlega.
FAKÍRAR OG JÓGAR
Á breiðu steintröppunum eru
jógarnir. Þar sitja þeir ár eftir
ár, brúnir og skorpnir af sól og
vindi, og stara fram fyrir sig líf-
vana augum. Sumir halda hnef-
unum krepptum árum saman, og
að lokum vaxa neglurnar upp
um handarbakið. Um munninn
leikur afskræmt bros, meðan þeir
tauta í sífellu hin helgu orð: „om
— om — om ....“
Þarna er einnig að finna hina
ævagömlu fakíra. Axlir þeirra
eru afmyndaðar af hryllilegum
benjum, sem flugur og önnur
skorkvikindi hafa tekið sér ból-
festu í. Þeir eru úttærðir og skin-
horaðir og minna á beinagrind-
ur. Húðin er eins og líknarbelg-
ur, liðamót öll bólgin og unp-
hlaupin; sUmir hafa valið sér það
af lífsstarfi að skoðá naflann á
rér....
ÚTFARARS5Ð1R
Við höldum áíram; leið okkar
liggur um betlarahverfið. Eitt
andartak verð ég sem þrumu-
lostinn. Þar getur að líta þann
ÚB DAGLEGA LlFIMU
Vinsælasta félag á íslandi
UNDANFARNA daga hefir 6.
landsþing Slysavarnafélags-
ins setið á rökstólum í Reykja-
vík.'
Líklega nýtur Slysavarnafélag-
ið meiri vinsælda en nokkur
annar félagsskapur á landi hér,
og það er engin furða. Manns-
lífin eru þó hvað sem tautar og
raular dýrmætust, svo að allir,
sem reyna að varðveita þau,
gegna veglegu hlutverki.
Félagið er nú á 25. árinu, og
hefir veitt þúsundum manna í
sjáv-arháska meiri og minni að-
stoð.
Hafa bjargað 12,000
mannslífum á öld
íjAÐ er ekki ófróðlegt að vita,
* að danska slysavarnafélagið
átti aldarafmæli fyrir skömmu.
Á undanförnum hundrað árum
hafa sjómennirnir, sem skipa
sveitir þess, bjargað hvorki
meira né minna en 12,000 manns
úr sjávarháska.
Þar á móti hafa 54 björgunar-
menn látið lífið við björgun, og
er það furðulág tala, þegar þess
er gætt, að björgunarbátunum er
helzt ekki ýtt úr vör nema þegar
veður er svo vont, að stór skip
verða að leita lands.
Fyrr á öldum . . .
("''AMLAR sagnir herma, að
J fólkið á vesturströnd Dan-
merkur, hafi síður en svo allt af
lagt eins mikið í sölurnar fyrir
erlenda sæfarendur. Sagt er, að
fyrir mörgum öldum hafi þeir
verið tældir upp í sandana með
því að sveifla til Ijóskerum,
svo að eíns liti út og skip lægi
fyrir akkerum í vari.
Slysið var óumflýjanlegt, ef
sæfarendurnir létu blekkjast. —
Ósvikinn desembergarri færði
mörgu fátæku heimili gleðileg
jól í þá daga.
i
I
í
Öfugmælið um heiminn
EN hvað sem sannleiksgildi
1 þessara sagna líður, þá er
hitt þó víst, að í fátækum þorp-
um fluttu prestarnir bæn af
stólnum, sem kemur nútíma-
mönrrnrv, siónir.
------Svipur fortíðar.
Þeir báðu ekki beinlínis um
skipreika, en hétu á forsjónina,
að skipstrand yrði „á þessum
slóðum“, ef til þess kæmi á ann-
að borð.
Heimur versnandi fer segjum
við stundum. Sem betur fer er
það bölvuð vitleysa.
Áhorfendaómenning
MÖRGUM þykir nýstárlegt að
sjá og heyra, hvernig áhorf-
endur að hnefaleikum láta í ljós
tilfinningar sínar og geðbrigði.
Það er í sjálfu sér ekkert til-
tökumál, þó að þeir sleppi fram
af sér beizlinu að einhverju leyti,
en annað eins orðbragð og gífur-
.yrði og áhorfendur láta þá fjúka
ættu þeir að geyma sér til að hafa
yfir í einrúmi sjálfra sín og ann-
arra viðstsddra vegna.
Einkum eru það unglingar,
sem láta verstu látunum, svo að
þetta er víst það sem koma skal
og verður varla hneykslunar-
hella lengi úr þessu.
Annars eru dólgsleg orð ekki
einskorðuð við hnefaleikakeppni,
þó að mest kveði að þeim þar.
Áhorfendur að sjálfri glímunni
kváðu vera með þessu marki
brenndir sem frægt er orðið.