Morgunblaðið - 03.04.1952, Page 11

Morgunblaðið - 03.04.1952, Page 11
MORGVNBLAÐIÐ 11 Fimmtudagur 3. apríl 1952 ___ Minníng Kristjéns Guð- mundssonar forsjóra KRISTJÁN GUÐMUNDSSON forstjóri andaðist í Landakots- spítalanum í Reykjavík 26. þ. m. eftir stutta Iegu. Kristján var fæddur að Tanna- r.esi í Önundarfirði 26. júní 1900. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson og Kristín Friðriks- dóttir. Föður sinn missti Kristjén 1910. Gekk þá móðirin börnunum sex í föður- og móðurstað, með þeirri elsku og fyrirhyggju sem frábær er. Átján ára gamall hóf Kristján nám í Verzlunarskóla íslands, og lauk því með góðu prófi vorið 1920. Sama ár hóf hann verzlun- arrekstur á ísafirði, en hætti við verzlunina 1922 og hóf þá rekst- ur fiskimjölsverksmiöju á Isa- firði í félagi með öðrum. 1929 seldu þeir félagar verksmiðjuna, Fiskimjöl h.f., sem hefur rekið hana síðan. , Fluttist Kristján þá til Reykja- víkur og varð 1930 forstjóri Pípu- verksmiðjunnar h.f.t og síðar að- aleigandi hennar. Skömmu eftir að Kristján tók við forstjórastörfum Pípuverk- smiðjunnar sigldi hann til Dan- merkur og Svíþjóðar til að kynna sér framfarir í steinsteypu. — Keypti hann þá nýjar vélar í verksmiðjuna, m. a. vél til að steypa rör. Einnig voru þá tekn- ar upp nýjar aðferðir við steypu, sem þegar höfðu rutt sér braut erlendis, en voru þá óþekktar hér ó landi. Árið 1937 byggði Kristján Vikurhusið við Kleppsveg í Reykjavík. Var það fyrsta íbúð- arhús hérlendis, sem byggt var úr vikri. Þessa merkilega braut- E'yðjendastarfs Kristjáns var irækilega getið í blöðunum þegar íhúsið var fullgert. Árið 1948 hóf Kristján verkun og sútun fiskroða. Hann lagði í |?íið mikinn kostnað, og sparaði hvorlii fé né fyrirhöfn svo að fcessi nýja iðngrein yrði sem full- komnust, og varði miklu fé í Jkaup margvíslegra véla, svo að Eramleiðsla fiskroðanna yrði svo f jölbreytt og góð, sem bezt gerð- íst erlendis. Þessi framkvæmd Særði Kristjáni vonbrigði og félát imikið. En bugaði þó ekki fram- kvæmdaþrek hans. Kristján kvæntist 29. nóv. 1930 Sigríði Kristinsdóttur (Gunnars- sonar). Eignuðust þau einn son: Ki'istján Ómar. Systkini Kristjáns eru: Guðrún, Bift Hermundi Jóhannessyni, tré- smíðameistara á Akureyri; Elín, giít Halldóri H. Snæhólm verka- ímanni í Reykjavík; Helgi, bak- arameistari á ísafirði, ókv. og IBergsveinn trésmíðameistari á Akureyri, giftur Margréti Thorla- eius frá Öxnafelli. Eitt þessara systkina, Guð- mundur, drukknaði 1924 af vél- bátnum Sóley frá ísafirði. Hér að framan eru rakin helztu Sefiatriði Kristjáns Guðmunds- sonar. Þau sýna mikinn og stór- huga framkvæmdamann, sem forauzt áfram úr fátækt með dugnaði og framsýni. Hann var höfðingi í lund, sem bæði vildi (Og reyndi að leysa hvers manns vandræði. Margir leituðu ráða hans og hjálpsemi, og fóru flestir fegnir af fundi hans. Ekki sízt þeir smáu, sem fá áttu skjólin. Honum var það yndi að hjálpa pðrum. Kristján var elskulegur sonur fog bróðir ástvinum og ættingj- jum, er vildi í hvívetna látá sem mest gott af sér leiða. Hann var líka hugstæður öllum samverka- mönnum sínum og hinum mörgu yiðskiptavinum. Þeir fundu fljótt að Kristján var valmenni Fús að rétta hjálparhönd öllumkem bágt áttu. Kristján Guðmundsson var gáfaður maður og vel menntaður, pg mest með sjálfsnámi. Hann yar vel heima í íslenzkum bók- menntum, og sérstaklega Ijóð- elskur. Hugur hans var leitandi þg opinn fyrir nýjungum, and- legum og verklegum. Athafna- þrá hans var óstöðvandi, og þá undi hann sér bezt er hann stóð mitt í annríki stórra fram- kvæmda. Það var eins og hann vissi, að æfidagurinn yrði ekki langur, og því yrði að vinna mik- ið og vinna vel. Framfarir lands og þjóðar voru áhugamál Kristjáns. Oft óskaði hann þess, að framkvæmdir sínar yrðu sem flestum til blessunar og farsældar. Frá honum streymdi kraftur, bjartsýni og trú á fram- farir og betri heim. Því varð kynningin við Kristján mörgum áhrifarík. Þar hittu þeir mann, sem meira hugsaði um heill al- mennings en sjálfan sig. Ástvinum sínum og ættingjum verður Kristján ógleymanlegur. Þeir vissu manna bezt, að hann var göfugmenni með barnshjarta. Hið óvænta andlát Kristjáns svo að segja á miðjum starfsdegi er harmurinn sári öllum þeim, sem áttu því lífsláni að fagna að þekkja hann og starfa með honum. Það er þeirra huggun, að Kristján fái meira að starfa guðs um geim. Arngr. Fr. Bjarnason. Faye SéSveig French Eisku litla dóttir okkar og dótt- ur-dóttir Faye Sólveig French andaðist 31. október s.l. á heim- ili okkar, Memphis, Tennessee. Hún var fædd 30. janúar 1949 á Vanderbiít Hospital í Nashville, Tennessee. Við þökkum innilega þeim vin- um okkar, sem sýndu samúð og vinóttu og minr.tust hennar með gjöfum til Barnaspítalasjóðs Hrinpsirs. Selma og Charles E. French, Sólveig Elíasdóttir, 409 Loring Pl., Sumter, S.-Carolina. ICvikmynd veldur óspektum. RÓMABORG — Þegar kvikmynd in um Rommel var frumsýnd i Rómaborg í tveim bíóum sam- tímis kom til slíkra óspekta með al áhorfenda að kveðja varð lög- regl'u á vettvang til að skakka leikinn. Minníg Þorsteins Péturssonar, Sigluf. Fæddur 24. október 1879. Dáinn 21. febrúar 1952. Sé^ hefi ég mína samferðamenn hvern af öðrum úr heimi hverfa komnir eru þeir þar er kostir betri bíða ferðlúins farandmanns. Þú varst, Þorsteinn, þeirra síðastur, kvaddi ég þig í dag í kirkju þinni, þar þú oftlega um »fi þína lofaðir guð fyrir líknsemd hans. Horfðir þú ungur úr heiði Vaðla yfir Eyjafiörð undurfríðan, sást þú að morgni úr sævardjúpi guðssól rísa með geislastafi. Loft sást sindrandi, sæinn glitrandi, grundir grænkandi, gróður ilmandi, blómin blikandi, bláfjöll skínandi, lóu ljpðandi, lindir rennandi. Síðla kvölds og sást sólu ganga reginfagra að Ránar beði, breiddist húmdökk blæja nætur yfir byggð og ból eftir bjartan dag. Allt þetta þú sást og ungur hugur fylltist fögnuði yfir fegurð lífs, lofaðir þú guð og ljóðstöfum söngst til himins hátt hrifning þína. Báru þér ávöxt hinar björtu sýnir: lifandi trú á lífsins herra, sú er stoð styrkust í stríði lífs, þá hret vill byrgja hamingjusól. Gekkst bú guðsbráut með góðri konu, styrk var hún sjálf, styrkti einnig þig, börn þín og hún blessa minningu ástríks föður og eiginmanns. Ljúft er öldnum, þá lýkur degi ströngum, starfsrikum, að stíga á beð hinztan, lúinn líkami leggst til hvíldar, en andinn fer til uppruna síns. Vertu sæll, Þorsteinn, vinur þakkar góðum dreng góða samfvlgd, umvefii big, um eilífar tíðir, kærleikur guðs gæskuríkur. HANNES JÓNASSON. HIA rtllIIIHH *l n v ** Auglýsendur athugið «8 Isafo'd og VörSur er tíbmbI- ssta og fiölbreynasta MaðiB svaitum landsins S-emur St einu ainui í viku — t6 (dSuT I IX .......... BF.ZT AÐ AUGLTSA í MORGUIS BLA&'NV Athugasemd m l, Y o. fl. MARGIR, og eigi sízt kennarar, amast við stöfunum z og y í ís- lenzku máli. Og nú nýlega í Les- bók Morgunblaðsins hefir hr. bókav. Björn Sigfússon ritað mik- ið um nefnda stafi, m. fl. . Vill hann losna við z úr ináli voi-u, en er þó svo frjálslyndur að vilja ekki hrapa að þessu, né öðrum breytingum miklum yfir- leitt. Og jafnvel ekki nema með áliti og vilja margmennis. Nú |er almenningur fremur dult með þetta álit sitt, og sumir þeirra |líka sem rita og nota málið mest. — Mætti mér því e. t. v. leyfast að segja álit mitt, þótt ég sé ó- lærður og ómálfróður alþýðumað- ur. ÁLIT Álit mitt er, að eigi megi breyta Stafsetningu mikils orðafjölda, nema að vandlega yfirveguðu róði. Og þá einna sízt svo stór- feldri breytingu, sem að nema alveg burt úr máli voru stafina z og y. Báðir hafa þeir prýtt mál- ið frá því að það var fyrst ritað hér á landi, (sbr. t. d. lýðveldis- lögin), svo og aukið skilning a uppruna orða, aðgreint mismuu- andi merking sumra orða (y og ý fyrir í og í) og stytt fjölda orða um 1 staf, (eins og z gerir), og einstöku orð mætti stytta um 2 stafi: slettst í slezt. En kollótt verður orð þetta þegar búið er að breyta því þannig: slest — eins og B. S. telur þó gerlegt, og þá ekki síður annað orð: styttst (styzt), ef því yrði breytt í stist. Slíka gerbreyting að sleppa alveg tt úr einu orði og svo y líka, tel ég bæði til málspjalla og leiða til þess að almenningur gleymi upp- runa orðanna, og gott ef ekld merkingu þeirra um leið. KENNSLA OG KUNNÁTTA Kennarar sumir virðast kvarta mjög um erfiðleika að koma æsku- lýðnum í skilning um notkun nefndra staía. En er það nokkuð verra eða erfiðara en um ónnur atriði málfræðinnar? Hversu mik- ið sem kennarar leggja á sig í þessu efni, gera þeir aidrei þjóð- ina alla að málfræðingum. Hver einn verður að sitja við það og sýna, síðar í lífinu, hvað hann kann eða kann ekki, í mcðferð stafa eins og öðru. Og hver einn ætti að geta sett sér þá einföldu reglu, að nota ekki z eða y nema þar sem hann er viss um að þeir stafir eigi að vera. Og kennarar verða að vera umburðarlyndir og haga kennslunni eftir aldri, þroska og gáfum nemenda. MARGSKONAR ORÐ Þótt ég þykist vilja fara var- lega í allskonar breytingar móð- urmálsins, og sé ekki áfjáður í lenging orða, tel ég það þó nauð- synlegt um einstök orð. Svo og sérstaka nauðsyn að leiðrétta þau orð, scm rangir stafir hafa verið teknir í, hversu langt sem kann að vera síðan, og þá oftast fyrir latmæli. DÆMI Hér skulu sýnd fáein orð, af handahófi, er ég tel að breyta mætti, eða breyta ætti, ef málfræð- ingar finna, eða viðurkenna upp- runa orðanna.. Aflóa (föt, nær samlíking til dýra?) — aflóga, alt — allt, at- kyri fyrir akkeri, áherzla fyrir áhersla, breiðka fyrir breikka, bygð fyrir byggð, dygð fyrir dyggð, dýrðlingur fyrir dýrligur, eg — ég, engis fyrir einskis, flazt — flatzt — flattst (út), getska — gezka •— gizka — giska, hliða (gefa hlið, rýma til, fyrir) — hliðra, illt -— ílt, ítarlega •— ýtarlega, júgur — júfur, klakk- laust (flutt,, þótt klakkur brotni úr klyfbera) fyrir — ldaklaust, loþband (spunnið úr lopa, fyrir) — loðband, mundhang (á hand- metaskálum, fyrir) — mundang, mylna (er rnylur korn, fyrir) —- mylla, nokkúrstaðar — nokkurs staðar, orðlof (loforð, fyrir) — orlof, ótó (ótæjandi ull) — ódó, ótukt — ótugt, pabbi — pápi, rambhald (kirkjuklukku, fyrir) — rambald, skjaldan — sjaldan, skjaldgæfur (jafngóð gjöf og skjöldur?) — sjaldgæfur, skjald- séður — sjaldséður, skáldraftur (birktur, fyrir) — skálaraftur, ! tæi (ull, af því tæi, sem verið er að tæja) —- tægi, uns — unz, Vá eða Vomúlastaðir (af bruna?) — Voðmúlastaðir, þröskuldur (af * þreskja, troða á), fyrir þrep- skjöldur, ölnbogi og ölnliður — albogi —- úlnliður, íslenzka alin ; (um 49 sm.) mældu karlmenn frá j alboga fram á góm löngutangar. Minningarrit um slysfarir við Vesfmannaevjar i PÁLL ODDGEIRSSON útgerðar- maður frá Vestmannaeyjum, hef- ur gefið út myndarlegt minning- arrit um alla þá menn, sem farizt hafa við Vestmannaeyjar. Hefst rit þetta á ræðu Páls Oddgeirssonar er hann flutti 21. í október 1951 þegar hið veglega minnismerki drukknaðra manna Páll Oddgeirsson. við Vestmannaeyjar var vígt. Þar næst koma ræður Ólafs Kr istj ans- sonar bæjarstjóra og Steingrims j Benediktssonar sem talaði fyrir 1 hönd sóknarnefndar Landakirkju. } Þá er getið slysfara og björgun- • arsögu fyrri tíma, björgunarfélags Vestmannaeyja, fyrsta íslenzka strandvarnarskipsins Þór, og for- ustustarfs Sigurðar Sigurðssonar lyfsala. Þá er minnst Skipa- og Bátaábyrgðarfélags Vestmanna- eyja, og slysavai'na og hins ágæta starfs kvenfélaganna. Loks er skrá yfir drukknaða menn við Vest- mannaeyjar og þá er hrapað hafa eða látið lífið í flugferðum. Mikill fjöldi mynda prýðir ritið. 1 formála eftir Halldór Guðjóns- son segir að hinn leiðandi maður og driffjöður þess hugsjónamáls að koma minnismerkinu upp hafi verið Páll Oddgeirsson útgerðar- maður, og hafi hann barist fyrir framgangi þess í 16 ár með þeim áhuga, dngnaði, festu og þraut- seigju, sem ætíð leiðir hvert mál til sigurs að lokum. Við þctta fagra minnismerki í Vestmannaeyjum er komið fyrir f jórum fallegum kerum, sem notuð eru sem ljóstæki þannig, að látin eru í kerin viðarkol og helt á olíu, og þegar kveikt er koma margar háar Ijóssúlur í hverju keri, sem loga tvo til þrjá tíma, kér þessi eiga að notast þegar slys bera að höndum á dimmri árstíð og við guðsþjónustur á að- fangadagskvöld og á gamlárs- kvöld en á sumrin er fyrirhugað að hafa hin fegurstu blóm í ker- um þessum. Minnismerkið og ker- in umhverfis standa á upphækk- uðu svæði innan lóðar Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. Loks má geta þess að í þessu mhming- arriti er hinn gullfallegi sálmur eftir Hjalta Jónsson skipstjóra og Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.