Morgunblaðið - 19.04.1952, Side 8

Morgunblaðið - 19.04.1952, Side 8
B MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 19. apríl 1952 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Franikv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) liesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiCsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Kr. 1,25 með Lesbók. Eins árs reynsla UM ÞESSAR mundir er eitt ár liðið síðan að verulegur hluti inn flutningsins var gefinn frjáls og nokkuð rýmkvað um verzlun og viðskipti í landinu. Af því íilefni flutti viðskiptamálaráðherra út- varpsræðu laugardaginn fyrir páska. Hefur hún verið birt hér í blaðinu. Um það getur engum bland- ast hugur, að ástandið í verzlun- armálunum er allt annað og betra nú en fyrir rúmu ári síðan. Til- finnanlegur vöruskortur hafði þá um'langt skcið sett svip sinn á viðskiptalífið. Almenning skorti margvíslegar nauðsynjavörur til fæðis, kiæðis og heimilíshalds. Svartur markaður var í algleym- ingi og bakdyraverzlun og bið- raðir blöstu hvarvetna við. Geysi dýrt verðlagseítirlit og hafta- kerfi gat ekki hindrað þetta. Vöruhungrið skapaði frjóan jarð- veg fyrir alls konar brask og spillingu. Óhætt er að fullyrða, að þjóðin hafi verið orðin langþreytí á þessu ástandi, ekki aðeins þeir, sem við verzlun fást heldur allur almenningur í landinu. Frarnhjá þeirri staðrcynd verður ekki gengið opnum aug um, að allt öðru vísi er nú umhorfs í þessum málum en fyrir ári ssðan. Það er rétt, sem viðskiptamálaráoherrann sagði, að svarta markaðnum hefur verið útrýmt, að bið- raðirnar eru horfnar og næg- ar birgðir eru fyrir henði í landinu af flestum nauðsynja- vcrum almennings. Fólkið hefur fengið íækifæri til þess að bæta úr margra ára skorti á klæðnaði, búsáhöldum, heim ilistækjum og fjölmörgum öðr um nauðsynjum. Jaínframt hefur skapast samkeppni um vöruvöndun og verðiag og allt viðskiptalíf fengið heilbrigðari blæ. Á því leikur enginn vafi, að ef þjóðin ætti að velja á- milli þess ástands, sem var í verzlunarmál- unum á tímum haftanna og svarta markaðarins annars vegar og núverandi ástands hins veg- ar, myndi yfirgnæfandi meiri- hluti hennar fremur kjósa hina frjálsu verzlunarhætti, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur barizt fyrir og komið á að all verulegu leyti. Af þessu leiðir að þjóðin fagn- ar einnig þeim upplýsingum að ríkisstjórnin skuli þess alráðin að halda fast við stefnu sína um auk- ið verzlunarfrelsi. Það sætir raunar hinni mestu furðu, að til skuli vera stjórnmála flokkur í landinu, sem heldur dauðahaldi í höft og verzlunar- ófrelsi. Sá flokkur er Alþýðu- flokkurinn. Hann hefur ekkcrt iært og engu gleymt. Það er e-nn- þá bjargföst skoðun hans, að vöruskorturinn og svarti markað- urinn hafi verið þjóðinni hag- kvæmari en núverandi viðskipta- hættir. .Oftrú hans á haftakerfið er er.nþá grundvöllur stefnu har.s í verzlunarmálunum. Á það hefur margsinnis verið bent, að ákveðið há- marksverð á ýmsum nauð- synjavörum var þjóðinni að Utlu gagni þegar þessar vörur voru ýmist ófáanlegar í land- inu eða seldar þar ránverði á svörtum markaði. En þetta getur AB-Iiðið eklci skilíð. Það einblínir síöðugt á pappirverð varanna en Iætur sig raunveru leikann engu skipta. Hagræði þjóðarinnar af hinu aukna verzlunarfrelsi breytist ekki við það, að verðlag hefur hækkað verulega á heimsmarkað- aðnum. Öllum heilvita mönnum er Ijóst, að það er ekki sök rýmri viðskiptahátta. Gjaldeyrisfríð- ! indi þau, sem útgerðinni hafa verið veitt eru hins vegar þrauta úrræði til þess að koma í veg fyrir rekstrarstöðvun hjá einum aðal bjargræðisvegi þjóðarinnar. Viðskiptamálaráðherra gat þess í ræðu sinni, að líklegt væri að ríkisstjórnin myndi á næsíunni yefa út bráðabirgðalög, sem heim ! iluðu henni að birta framvegis nöfn þeirra kaupsýslumanna, sem ; gerðust sekir um misnotkun verzl unarfrelsisins með óhóflegri álagningu. Slíka heimild teldi hún sig ekki hafa haft. Allur almenningur mun telja slíka afhjúpun þeirra, sem sekir gerast um okur og óvandaða verzlunarhætti, sjálf sagða og eðlilega. Takmark hins aukna verzlunarfrelsis er fyrst og fremst að skapa þjóð inni möguleika hagkvæmari verzlunar og viðskipta. Þeir, spffi misnota það hljóta að gjalda þess. Fóíkið mun beina viðskiptum sínum frá þeim. Srm betur fer mun megin- hluti verzlunarstéttarinnar ekki hafa fallið fyrir þeirri freistingu. Efllng Iðnaðarlns BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur hefur nú skipað nefnd manna til bess að rannsaka þátt iðr.aðarins í atvinnu- og efnahagslífi bæjar- félagsins og þær orsakir, sem liggja til samdráttar og erfiðleika þessarar atvinnugreinar. Á hún jafnframt að gera tillögur um ráðstafanir henni til eflingar og 1 viðreisnar. Ríkisstjórnin mun einnig hafa svipsða rannsókn á afkomu iðn- aðarins í' landinu í undirbúningi með sama markmið fyrir augum. Fuil ástæða er til þess að láta slíka rannsókn fram fara. Fram- leiðsla ýmsra iðngreina hefur dregist verulesa saman undan- farna mánuði. Orsakir þess munu vera fleiri en ein. En ein megin- ásíæðan mun vera samkeppnin 1 við erlendar iðnaðarvörur. Erm- fremur munskorturáhráefnihafa háð mörgum iðnfyrirtækjum. Af þessu héfur leitt tilfinnanlegt at- vinnuleysi meðal iðnverkafolks. ! Það hlýtur að sjálfsögðu að vera takmark okkar íslendinga að efla innlendan iðnað sem mest má verða. Þess vegna verður að leggja mikið kapp á að hlúa að honum ov gera hann samkenpnis færan við erlenda iðnframleiðs’u, bæði um verðlag og gæði. Ts- lenzkur iðnaður er ennþá svo ungur að varla er von til eð hann standist erlendum iðnaði snúning á öllum sviðum. En við verðum sð gera okkur ljóst, hvernig sé • hæst að efla hann og fullkomna, hvaða verndar hann þarfnist, án þess þó að honum sé sköpuð ein- okunaraðstaða á kostnað neyt- cnda. Það verður hlutverk þeirra nefntía, scm ýmist hafa verið skipaðar eða kunna að vcrða settar á Iaggirnar að kryfja þetta rnál til mergjar. Væri æskilegast að niðurstöður I h»i'’ra gætu legið sem fyrst 1 fyrir. óttlr €in ©fliir va Er þroskunargíkii þeirra minna en af er láfið! I MORGUNBLAÐINU, sem ut er gefið í Osló, birtist nýlega nýstár- leg og skemmtileg grein um íþróttirnar og gildi þeirra. Margt og mikið befir að undanförnu verið um þær rætt og þeim ialið fcíl ágætis, meðal annars það, hve mjög þær hefðu þroskandi áhrif á skapgerð mannsins, fyrir uían líkamsræktargildi þeirra. í grein- inni kemur aftur á móti fram gagnstætt sjónarmið, þar sem bent er á hina hlið málsins og dregið mjög í efa, að allt það lof og hróður, er á íþróttirnar hefur verið borinn eigi fullan rétt á sér. Greinin fer hér á eftir í laus- legri þýðingu. „Við höfum látið blekkja okk- ur til þess að trúa því, að þjóðar- heiður okkar sé I veði þann einn og hálfan tíma, sem tuttugu og tveir menn þeysast fram og aft- ur á harðahlaupum eftir endi- löngum grasvellinum í áköfum eltingaleik við útblásinn tog- leðurskr.ctt, og ná að lokum þeim árangri, sem iðulega byggist á blindri tilviljun, þ.e. hvort mark- maðurinn r.ær í knöttinn eða ekki. Ef maður er viðstaddur íþrótta kappleik á Ítalíu, getur það hæg- ! lega hvarflað að manni, hvort öll þjóðin sé samsafn íþróttabrjálæð- ■ inga — spcrtidjóta.“ i Þcssi orð eru ekki hatursfull I árás nöldursseges, sem hefur er.g an skilning til að bera á því, scm ,hann ræðir um. Nei, langt þar I frá, þau eru tiigreind hér orðrétt i úr bók, sem danski knattspyrnu- maðurinn Knud Lundberg ::itaði I og út kom í Khöfn í haust er leið. jBókin olli miklu uppnámi, og | einn af þeim, sem síðast hafa lagt orð í belg um þetta umræðuefni, dr. próf. Emanuel Hansen, sem er rektor Líkamsræktarskóla Danmerkur. Hann segir svo í Politiken, að fyrst verði menn að gera sér ljóst að íþróttirnar njóti nú bióðar- þátttöku og félagsskapur íþrótta- manna hvar í heimi vaxi stöðugt að styrkleik og félagatölu, Síðan spyr hann: Er þessi þróun til góðs eða ills fyrir þjóðfélagið? Getum við gert nokkuð til þess að draga úr skaðsamlegum áhrifum iþrótt- anna og auka hina gagnlegu eig- inleika þeirra. ÓVERÐSKULDAD HRÓS Við neyðumst til þess að iíta á íþróttirnar sem var.damál, og mörgum mikilsverðum spurning- um um gildi þeirra er alls ósvar- að enn þann dag í dag. Það sem um þær er ritað, er vanalegast út frá einu sjónarmiði og þá oft hlut drægu, annsð hvort með eða á móti. Af því leiðir, að slík skrif um íþróttir eru engum til gagns og gefa aldrei sanna mynd af þeim. Meiri hluti allra íþrótta- skrifanna hefur verið blindur og látlaus fagurgali um ágæti þeirra og ánægjuaukningu. En það eri’ til fleiri hliðar á málinu. Þvi er t. d. haldið fram, að íþróttirnar þroski og auki fjölda . góðra mannkosta hjá þeim, sem þær iðkar, svo sem sjálfstjórn, tillitssemi, samúð, vináttuhug og einbeitingarvilja. Af þessum sckum hafa menn talið íþróttirnar lundarfarsþrosk- andi og er þetta mjög viðurhluta- mikil röksemd, og sérdeilis mik- ið notuð gagnvart stjórnvöldun- um, sem ávallt er verið að sækja um styrki til. Án efa er þetta að nokkru leyti satt og rétt,.en þess eru.ljka íj.yl- mörg dæmi, að hið gagnsíæða á sér einmitt stao og- það í ríkum mæli. Oftlega' ýta iþrótíirnar undir 'ýmis óæskileg lundarfarseinkenni svo sem hetjuaðdáun, oflæti, sjálfbyrgingshátt, félagaríg o. s. frv. Þess utan ættu menn að hafa í hyggju, að þótt rétt sé að íþrótt- Tólf atvimuhnefaleikarar biðu bana í Bandaríkjunum s. I. ár. irnar þroski fyrstnefnda lundar- farskosti, þá er það engan veginn víst, að hin góðu áhrif komi fram á öðrum sviðum hins daglega lífs, — og þá hafa þær harla lítið gildi fyrir einstaklinginn og samfélag- :ð. t Áróðurinn fyrir iþróttunum gengur fyrst og fremst út á það að vinna hugi fjöldans, vinna til fvlgis við íþróttirnar bæði hinn unga mann, sem yrði ef til vill liðtækur, ef hann byrjaði að æfa I Frh. á bls. IX Velvakandi skrifar: ÚR DÆGLEGJI ElFINU Sumargestir SUMARGESTIR eru komnir á Reykjavíkurtjörn eins og get- ið hefir verið um í blöðum, ssm öllum eru aufúsugestir. Fjórar álftir, er Ásbjörn Siguriónsson verksmiðjueigandi að Átafossi hefir lánað Reykvíkingum í sum- ar. Þó þær séu vængstífðar og geti því ekki farið frjálsar íerða sinna eins og þær lystir, er vonandi að þeim falli sumarvistin hér vel. Það er eiginlega borgarstjórinn eða Fegrunarfélagið, sem hefir fengið álftirnar að láni til að hafa þær á Tjörninni í sumar. - Vetrarvist EN ÞEGAR kólnar í veðri verða þær fluttar aftur að Álafossi. Þar geta þær haft aðgang að auðu vatni allan ársins hring. Því Varmána leggur ekki nema í aftökum. Ásbjörn hefir þar hús hahda þeim á vetrum. Er þeim gefið brauð eftir því sem þær þurfa til viðbótar því sem þær kunna að afla sér sjálfar. Ættaðar að austan ÞESSAR sömu álftir sem hér eru nú voru hér lí-ka í hitteð fyrrasumar. Ásbjörn Jánaðí bær þá líka. En þá voru þær svo ung- ar að þær verptu ekkí, höfðu ekki aldur til þess. Ásbjörn fékk oggin austan úr sveitum, er var ungað út. Eru þetta tvö pör, eins og siá má tíð- um, eftir þvi hvernig þær halda sig á Tjörninni. Um nokkurt skeið hér á árum áður lánaði Sigurjón Pétursson, vcrksmiðjueigandi, álítir til hæj - arins á sumrin, en hafði þær efra h'já sér á vetrum. Þá kom það íyrir að þær verptu í störinni \ið syðri tjörniná, eða í smáhólman- um sunnar í Tjarnargarðinum, og komu upp ungum siiíum ffi mik- illar ánægju fyrir vegfarendur og gesti í Tjarnargarðinum. Sjálfráðir Tuglar ENN sem eru ókunnugir .,heimi!isiífi“ álftanna kunna að telja ástæðu til, að hjálpa þeim jvið hreiðurgerðina m. a. cakir þess, að aðstæður til hennar eru hvergi nærri ákjósanlegar í jr.æsta nágrenni Tjarnarinnar. En þeir sem haft hafa tækifæri jtil að kynnast háttum álftanna vita sem er að öll slík afskifta- ■ i semi frá hendi mannskennunnar kcrnur að engu gagni. Áiftirnar vilja byggja sér hreiður sjálfar þar sem allur aðbúnaður þarf að vera alveg eftir þeirra höfði. Þær líta ekki við neinum mannaverk- um, eins og þau séu ekki til, hversu vel sem að þeim er unnið og þau í góðri meiningu gerð. Varptími þeirra er í næsta mánuði. Hávaðinn í Útvarpinu. QÍÐAN Ríkisútvarpið er farið r.ð |v3 nota mikið segulþráð við út- sendingar sínar, en sú tilhögun ^mælist að sjálfsögðu oft og tíðum vel fyrir, undrast margir að oft heyrist einhver auka hávaði, skvaldur eða suð, gegrmm ræður þeirra, sem flytja mál sitt á segul- þráðinn. Þeir sem ókunhugir eru allri tilhögun þess kor.ar útsend- inga furða sig á því, að slík ann- arleg hljóð eða pískur skuli vera 'átið koma fram, því þetta t-uflar flutninginn, stundum svo mikið að hlustendum getur virst, .-5 rá eða þeir sem valda þessvum hávaða geti þá og þeear orðið aðalflutningnum yfirsterkari. Gölluð vækni EN HEYRT hefi ég að engin ástæða sé til að óttast að það :sem á „bak við býr“ þenna flutn j ing verði nokkurntíma háværara , en sá sem talar, og ætlast er til að hlustendur aðallega hlýði á. | Því þetta aukahjal sé ekki ann- að en leifar af því sem áður var flutt af sama þræði. j Tækni segulþráða sé enn svo ófullkomin að mer.n verðí að láta sér nægja þenna galla, sem fram kemur á flutningi, þegar ‘ ekki héfir tékizt að íosna alveg jvið hinn fyrra flutninginn af ,sama þræði. Þetta sé. ckki jannað cn eins konar :"ylgja eða ^afturganga hins íramliðna út- varpsefnis sem svona gerir vart við sig. I Hentugt er að hlustendur viti hið sanna í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.