Morgunblaðið - 21.05.1952, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.05.1952, Qupperneq 1
 39. árgangnr. 113. tbl. — Miðvikudagur 21. maí 1932. PrentsmiSJa Mergunblaðsin*. Aðalatvinnuvegir þjóðarinnar eru þrír Iðnaðurína hefir bætzt í hópinn FORMAÐUR framkvæmdanefndar hinnar almennu iðn- sýningar, er opnuð verður á afmælisdegi Reykjavíkur hinn 18. ágúst í sumar, flutti ávarp í útvarpið í gærkvöldi og komst m. a. þannig að orði: 0 Iðnsýningin 1952 á að sýna landsmönnum það, að í dag eru ekki tveir aðalatvinnuvegir í landinu, sjávar- útvegur og landbúnaður, heldur, að iðnaðurinn hefur bætzt í hópinn. Allir þessir þrír höfuðatvinnuvegir landsmanna, sem eru hver öðrum nauðsynlegir. Q Iðnsýningin á að marka tímamót í atvinnusögu þjóðar- innar, sýna þróun og framfarir. Sýna framsækni og fjölþætta möguleika. Sanna þjóðinni sjálfri, að iðnaður okkar er nú þegar frambærilegur og samkeppnisfær á mörgum sviðum. Það verður hlutverk þátttakenda í sýningunni að sanna tilverurétt sinn sem atvinnurek- endur og framleiðslugetu sína. Þetta tækifæri er svo mikilsvert, að í rauninni hefur enginn er starfar að iðnaði, efni á að láta það ónotað. 0 Sýningin verður að skapa traust á íslenzkum iðnaði, sannfæra landsmenn um þá staðreynd, að tækni og iðnþróun er nauðsynleg hverri þeirri þjóð, sem vill lifa sjálfstæðu menningarlífi. Iðnsýningin 1952 vill vekja þá, sem ekki skilja, AÐ TRUA á framtíð íslenzks iðn- aðar er samofin trúnni á framtíð lands og þjóðar. Framh. á bls. 2 Hver sigrar ? s Taft hefur enn betur Slgraði í préfkosningum í MonSana í gær Einhaskeylí til Mbl. frá Reuter-I\TB NEW YORK, 20. maí. — í dag fóru fram prófkosningar til for- setakjörs í ríkinu Montana í Bandaríkjunum. Kosnir voru fulltrúar á flokksþing demokrata og republikana ,sem haldið verður í sumar, en flokksþing þessi velja endanlega frambjóðendur til forseta- kosninganna, sem fram fara 4. nóvember í haust. TAFT ER HARÐUR Robert A. Taft, mun hafa hlot- ið að minnsta kosti sex af átta kjörnum fulltrúum republikana, en ef til vill þá alla. Fyrir kosningarnar hafði Taft lýst því sigurviss yfir, að hann setti fjórum sinnum fleiri fylgj- endur í ríkinu, en keppinautur hans Dwight D. Eisenhower og virðist sá spádómur hans hafa verið furðulega réttur. . Úrslitatölur í prófkosnihgunni verða ekki endanlega kunnar fyrr en í nótt, þar sem talningu er enn ekki lokið. EISENHOWER í HUMÁTT Á EFTIR Staða frambjóffendanna er nú s« að Taft hefur hlotið 375 kjör- menn kosna og er þaff heldur meira en Eisenhower, sem hefur lilotið 337 kjörmenn. Sá fram- bjóðendanna sem hlýtur 604 kjör menn kosna á flokksþingið af sir.ni hálfu hefur þar meff tryggt sér framboffiff, þar sem fulltrú- arnir eru 1206 aff tölu. ALLT í ÓVISSU MEÐ DEMOKRATA Hjá demokrötum stánda málin þannig, að baráttan í Mont'ana er háð millum Estes Kefauvérs og Averells Harrimanns. Þann fimmtánda dag júnímán-j aðar fer prófkosningin fram í .Colúmbíarikinu, en þar stendur höfuðborgia Washington. Glögg- ar heimildir herma að þar hljóti Taft alla sex fulltrúana kjörna. Álitið er «ánnig, að hann hafi góðar vonir með að fá meirihluta 24 kjörmannanna frá Marylond í fylgd með sér. Hersfyrkur Bandaríkjanna NEW YORK, 20. maí — Fyrsta maí var tilkynnt í Washington hve herstyrkur landsins væri mikill eins og málum er komið. Hér á eftir fara tölur yfir heraflann innan hinna fjögurra deilda hers- ins: Landherinn 1.570.000, Sjóher- inn: 807,598, Landgöngusveitir flotans: 219.000 og Flugherinn 900.000 menn. Bandaríska hermálaráðuneytið gaf út þessar tölur. —Reuter. McGaw hers- höfðingi á förum Lætur vel af landi og þjóð 1 FRÉTTAMENN Útvarps og blaða áttu tal við E. J. McGaw hers- höfðingja í gærdag, sem verið hefur yfirmaður bandarísku varnar- liðssveitanna, er komu hingað til lands í maímánuði fyrir réttu ári síðan. Höfðu þeir tal af herforingjanum ásamt fleirum foringjum liðsins í húsakynnum bandarísku upplýsingaþjónustunnar. Fjár vant til Qfympíufarar WASHINGTON, 20. maí — Tru- man Bandaríkjaforseti hefir skor- að á þjóð sína að láta fé af hendi rakna í sjóð til að kosta för 400 íþróttamanna á Olympíuleikana í Helsingfors í sumar. Til þess þarf um 850.000 dali. Þar sem aðeins áhugaíþróttamenn fá að taka þátt í leikunum verður að kosta för þeirra með frjálsum samskotum. Hershöfðinginn lætur af starfi sínu hér á landi n.k. föstudag, 23. þ. m. og kvaðst hann þá munu halda til Norfolk í Virginíafylki vestanhafs, en þar eru aðalstöðv- ar Atlantshafsbandalagsins. Eftir að hafa litið inn í hermálaráðu- neytið í Washington mun hers- hötðinginn fara til heimilis síns í mánaðarorlof. Fréttamennirnir vörpuðu fram ýmsum spurningum varðandi dvöl varnarliðsins hér á landi, en það situr sem kunnugt er hér á vegum varnarsamþykkta At- lantshafsbandalagsins til eflingar friði og öryggi í þessum hluta heims. SAMBÚÐIN SÍFELLT BATNANDI McGaw kvað sambúð herliðs- ins við íslendinga hafa farið mjög batnandi og væri mikill munur þar á, frá því fyrir ári síðan. FjöliH'snm&r fundoar Sjáifsiæðis- félaganna í Hafnarfirði faeitir sr. Bjarna Jónssyni eindregnum stuðningi við forsetakjörið í GÆRKVÖLDI var fundur haldinn í Sjálfstæðisfélögunum í Hafnarfirði. Var fundurinn haldinn í Sjálfstæðishúsinu þar. Hann var mjög fjölsóttur og' sýnir það live almennur áhugi ríkir þar fyrir kjöri sr. Bjarna Jónssonar sem forseta. Eftirfarandi tillaga var borin upp og samþykkt með atkvæffum allra fundarmanna: „Fjölmennur fundur í Sjálfstæffisfélögum Hafnarfjarffar, haldinn 20. maí 1952, meff stuöningsmönnum sr. Bjarna Jónssonar, vígslu- biskups viff forsetakjöriff, heitir honum eindregnum stuðningi og munu fundarmenn af alhug vinna aff kosningu hans sem forseta íslands." Fundarstjóri var Ingólfur Flygenring, forstjóri, en Guðlaugur B. Þórðarson fundarritari. Þessir tóku til máls á fundinum: Jóhann Hafstein, alþingismaður, Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, frú Jakobína Mathiesen, Stcfán Jónsson, forstjóri, Bjarni Snæ- björnsson, læknir, Páll Daníelsson, ritstjóri og Ingólfur Flygenring. Einbeittur áhugi og samhugur rikti á fundi þessum. Tyrkjaher traustur ANKARA — Montgomery mar- skálkur lauk miklu lofsorði á tyrkneska herinn, búnað hans og baráttukjark, eftir að hann hafði kynnt sér ástand hans nú fyrir skömmu. Tyrkneskir hermenn hafa sem kunnugt er getið sér mjög góðan orðstír í Kóreustríð- Sjálfstæðismenn og aðrir sfuðningsmenn séra Bjarna Jónssonar, vígslubiskups, við for- sefakjörið, Þeir* sem hafa með höndum meðmæl- endalista, eru vinsamlega beðnir að skila þeim sem fyrst og eigi síðar en á föstudag. Skrifstofa Sjáifstæðisfiokksins í Sjálf- sfæðishúsinu veifir meðmælendalistum móf- íöku — Sími 7100. Væri það von sín að slík yrði þróun þeirra mála í framtíðinni. Nýlega hélt varnarliðsflokkur tii Hvalfjarðar og lausleg athug- ur. hefur farið fram á hafnar- skilyrðum í Þykkvabænum og aðsetrum væntanlegra ratsjá- stöðva á nokkrum stöðum á land- inu Einnig er í athugun vega- lagning að fjallabaki upþ í Hval- fjörð. Herstjórnin hefur gengizt fyrir kynningu á landi og þjóð meðal hei manna og munu þeir fara í stuttar kynnisfeföir um landið í sumar eftir því sem aðstæður leyfa. Þar sem húsnæðisskilyrði eru enn ekki fyrir hendi á flug- vellinum svo varnarliðsmennirn- ir geti haft fjölskyldur sínar hér hjá sér er dvalartími þeirra hér á lundi ekki nema eitt ár, ella tvö. Eftirmaðui- McGaw hershöfð- ingja verður til bráðabirgða John R. Rushenberger, kapteinn í flugliði flotans. Hann er ætt- aður frá Indíafylki í Bandaríkj- unum og hefur verið í sjóhern- um síðan árið 1920. Enn hefur ekkert verið endanlega ákveðið um hver verður fastur eftirmað- ur McGaw. í tilefni af brottför sinni héðan af landi hefur hershöfðinginn gefið út eftirfarandi kveðjuávarp: Ávarp til islendinga ÞEGAR ég kom til Keflavíkur- flugyallar fyrir rúmlega ári, lét ég þe'ss getið, að á herliði Banda- ríkjanna undir minni stjórn og íslenzku þjóðinni hvíldi sú sam- eiginlega ábyrgð, að varðveita frið og öryggi íslands. Nú er mér það ánægjuefni að skýra frá því, að þetta hefur tekizt. Á því ári, sem liðið er, hefur það tekizt að , va»*ðveita frelsið í þesum hluta Norður-Atlantshafssvæðisins á rniklu auðveldari hátt heldur en búizt var við 7. maí 1951. Fýrir , það er ég mjög þakklátur. Það skal fúslega játað, að ýmsir erfiðleikar hafa orðið á vegi okk- okkar. Hins er þá jafn skylt að geta, að með hjálp íslendinga og íslenzku ríkisstjórnarinnar hefur tekizú að vinna bug á þeim öll- um. Síðustu 10 árin hefur banda-' rískur her farið úr landi til margra landa — ýmist til þess að leysa þaú úr höndum árásar- manna eða til þess að koma í veg fyrir, að hinir sömu árásarmenn legðu undir sig önnur lönd, sem ekki gátu af eigin rammleik var- izí ágengni þeirra. Tvisvar hafa íslendingar séð fyrir þörfina á hernaðaraðstoð og vernd og hafa boðið amerísku herliði að taka þá’tt í vörnum lands síns. ÞJÓÐIN EINHUGA UM ^ VERNDUN FRIÐAR OG FRELSIS Þegar vér komum hér fyrir ári, áttí það samt enn eftir að koma í ljós, hvort íslenzka þjóðin myndi styðja ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að leyfa dvöl er- i Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.