Morgunblaðið - 22.05.1952, Blaðsíða 1
i 39. árgangur.
114. tbl. — Fimmtudagur 22. maí 1952.
PrentsmiSJa Mergunblaðsini.
Séra Bjarni verður einm af
yngri forsetu<m álfuniirar
VerSntæf lisla-
s©ld s Pas'ír
ANDSTÆÐINGAK sr. Bjarna
Jónssonar hafa eift vopn þótzt
geta lient á lofti gegn framboði
sr. Bjarna. Það er, að hann sé
of aldurhniginn til að gegna
forsetaembættinu.
Við skulum líta örlítið nánar
á þessa furðulegu staðhæfingu.
L,ýðræCisþjóðir heims, þær er
forsetaembætti hafa, krefjast
þess fyrst og fremst af þeim
manni, er það skipar, að hann
sé sannreynöur sómamaður, er
þekki þjóð sína t’l hlítar og
hafi kynnst sem flestum hlið-
um mannlífsins. Hann á aö
vera friðarins maður og sátta,
er klæð' getur borið á vcpnin
og brúað elfur ósamlyndis og
flokkastreitu. Allt þetta er lag-
ið alöurhnignum manni, er
öðlazt hefur lífsreynslu og um-
burðarlyndi á langri ævi —
hefur stað:ð utan við erjur
stjórnmálanna.
ÖNÐVEGISÞJÓÐIR heims hafa
valið forscta sína úr hópi hinna
öldnu manna. — Paasikivi,
Finnlandsforseti, var 75 ára
þegar hann var kosinn og
er nú 82 ára, Enaudi, Ítalíu-
forseti, er 78 ára, forseti Vest-
ur-Þýzkalands, Hcuss, er 68
ára eg Auriol, Fi’akklands-
forseti, jafn gamall. — Körn-
er, Austurríkisforseti, er 78 ára
gamall.
Og hvað þá um k°mpuna
Churchill, er gegnir margfalt
erfiðari störfum sem forsætis-
ráðherra. Hann er 77 á*a gam-
all, Adenauer, kanzlari Þýzka-
lands, litlu yngri og forsætis-
ráðherra Ítalíu, de Gasperi,
rúmlega sjötugur.
ÞVf kö AT.T.T HJAE um, að sr
Bjarni Jónssen, sem er um sjö-
tugt og beldur öMum líkams og
sálarkröftum algjörlega éskert-
um, sem alþjóð er kunnugt, cá
of aldurhniginn til að gegna
hinu virðulega forsetaembætti,
markieysa, sem gripið hefur
verið til. þegar önnur vopn
finnast ekki.
AD SVO SÉ skilja menn þest á
því að hann heíur fram á síð-
ustu ár verið Dómkirkjuprest-
ur í Reykjavík, þ.e.a.s., gengt
einu örðugasía og erilsamasta
embætti í landinu.
PARISARBORG. — ó'yrir :iokkr-
um dögum voru seld í Parísar-
borg 64 máiverk og nokkrar högg
myndir úr einkasafni auðugs
kaupmanns, Gabríels Cognacqs,
að nafni. Meðal listmuna voru
verk nokkurra 'indvegislista-
rnanna heimsins, Cézannes, Van
Goghs, Renoirs, Manets, Corots,
Pisarros, Rodins o. '1.
Það þótti í frásögur ."ærandi,
að eitt af frægustu verkum Cé-
zannes var slegið franskri konu,
sem ekki vildi láta nafns síns
getið, fyrir 33 milljánir franka.
s fím
Jarðarber á markaðnum
LUNDÚNUM. — Fyrstu jarðar-
berin eru nú komin á markaðinn
í Lundúnum á þessu sumri. Kom
f > ijSti farmurinn flugleiðis frá
Amsterdam fyrir nokkrum dög-
um.
Hússsir vígbúnst ai
koppi í Austur-Asíu
tferír kðínmúnista öflugri
en itokkrE sirni i Kóreu
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter
WASHINGTON 21. maí. — Matthew Ridgway, fyrrum yfirhers-
höfðingi í Austur-Asíu ræddi við fréttamenn í Washington í dag
að loknum tveggja og hálfrar stundar lokuðum fundi með her-
málanefnd Öidungadeildar Bandaríkjaþings. Lýsti hershöfðinginn
því yfir, að á síðustu 12 mán. hefði verið unnið sleitulaust að efl-
ingu og fullkomnun herafla Sovétríkjanna og aðstöðu hans í
Austur-Asíu.
Krislján Albertson og Adenaucr
ímpmM:
Vercksr falið æSsfa stjóra-
vald í máfefnum E hersms!
Ráðheivanefndin kemur samasi
funda i Slnassiborg í dag.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.!
STRASSBORG, 21. maí. — Utanríkisráðherrar ríkjanna, sem aðild
eiga að Evrópuráðinu koma saman til fundar í Strassborg á morgun
til að ræða tengsl Breta við Evrópu-herinn og Schuman-áætlunina. ‘
Tillögur þær sem Eden utanríkisráðherra lagði fram um þetta efni
Ú síðasta ráðherrafundi, sem haldinn var i París í marzmánuði,
hafa nú verið til athugunar í allsherjarnefnd Evrópuráðsins.
Bretar hafa lagt fyrir ráðið ítarlega greinargerð um til-
j lögurnar, sem gera ráð fyrir, að Evrópuráðinu verði falið
að fara með æðsta stjórnvald í málefnum Evrópuhersins
og Schuman-áætlunarinnar.
UTjTJTLEY sis stefn a <&-
SVÍA OG ÖNNUR MÁL
Búizt er við að Unden, utan-
ríkisráðherra Svíþjóðar, taki til
máis á ráðherrafundinum á
morgun og geri grein fyrir af-
stöðu Svía til málsins, en hann
lýsti því yfir á marz-fundinum,
að tillögurnar riðu í bág við
hlutleysisstefnu Svía. Önnur
málefni, sem tekin verða til
ineðferðar eru m.a. flótta-
mannavandamálið, samvinna
evrópsku flugfélaganna, ráðn-
ingar og kjör fastra starfs-
manna ráðsins o. fl.
SAAR-MÁLIÐ
Saar-málið verður að öllum
líkindum tekið til umræðu .iafn-
skjótt og Adenauer, kanzlari,
kemur til þingsins, en hann ræð-
ir nú í Bonn samningana við
Vesturveldin á fundi með stjórn-
arfulltrúum þeirra.
Forsæíisráðherra Saar-héraðs-
ins, Tóhannes Hoffman, verður
viðstaddur fundi E.-ráðsins á
morgun, en auk hans utanríkis-
ráðherrar flestra þátttökuríkj-
anna, þeirra á meðal Schuman,
Eden, Ole Björn Kraft, Koprulu
(Tyrklar.d), ^ Halvard Lange,
Stikker (Holland), Van Zeeland
(Belgía) og De Gasperi. I
Mynd þessi var tekin af meðlimum Þýzkalandsnefndar Sameinuðu
þjóðanna, þegar þeir voru nýlega í heimsókn á heimili dr. Aden-
auers, forsætisráðherra Vestur-Þýzkalands. Adenauer er fjórði frá
vinstri og við hlið hans stendur Kristján Albertson, formaður
nefndarinnar. — Sökum stirfni og ósamvinnuþýðni. rússncsku her-
námsyfirvaldanna eru allar horfur á að nefndin geti ekki lokið
hlutverki sínu: að koma á frjálsum kosningum í Þýzkalandi öllu.
-®KOMMÚNISTAR NOTA
jTÍMANN VEL
Talið er að hcrshöfðinginn
hafi á fundi hermálanefnd-
arinnar upplýst, að komm-
únistar hefðu notað allan
þann tíma sem vopnahlésvið
ræðurnar hafa staðið yfir í
Panmunjom, til að endur-
skipuleggja Iið sitt og búa
tryggilega um sig í Norður-
Kóreu. Það væri eftirtekt-
arvert, aA stöðugt fjölgaði
þrýstiloftsvélum Rússa hand
an kínversku landamæranna
og mikil áherzla hefði að und
anförnu verið lögð á smíði
nýrra flugvalla og endur-
smíði og stækkun gamalla
flugbækistöðva hvarvetna á
yfirráðasvæði Rússa í Aust-
ur-Asíu.
ÖFLUGRI EN NOKKRU SINNI
Ridgway sagði fréttamönnnm,
að hann væri sannfærður um að
herafli Sameinuðu þjóðanna gæti
hrundið hverri árás óvinanna sem
að honum væri gerð í Kóreu, en
hann lagði áherzlu á að hann
ætti hér aðeins við heri Kínverjci
og Norður-Kóreumanna, en þeir
vævu þó öflugri nú en nokkru
sinni frá upphafi styrjaldarinnar.
Síðasta ferð hafskips
LUNDÚNUM — Hafskipið Em-
press of Australia, sem er 21.833
tonn, er nú í síðustu ferð sinni.
— Að henni lokinni verður því
rennt á land í Forth-firði og síð-;
an rifið. 1
li er aðallega deilt um gildis-
tíme samningsins m Evrópuher
PARÍS 21. maí — 6-veldaráðstefnunni um Evrópuher lauk í París-
arborg í dag, án þess að endanlegt samkomulag næðist um nokkur
atriði, eftir þriggja daga þrotlaus fundahöld. Utanríkisráðherra
Lúxemborgar sagði við fréttamenn í dag, að hann væri sannfærður
um, að samningurinn yrði tilbúinn til undirskriftar í næstu viku.
Sjálfsfæðismenn og aðrir stuðningsmenn
séra Bjarna Jónssonar, vígslubiskups, við for-
setakjcrið,
kir, sem hafa með höndum meðmæl-
endaiisfar m vinsamlega beðr.lr að skila þeim
sem fyrsf og eigi síðar en á fösfudag.
Skníshfa Sjálfstæðisiiokksins í Sjálf-
sfæðisháSsnu veifir meðmælendaiisfum mót-
löku — Sími7100.
DEILT UM GILDISTÍMA
Ráðherrarnir koma aftur
saman í Strassborg, að lokn-
um fundum ráðherranefndar
Evrópuráðsins og verður bá
reynt að ná samkomulagi um
deiluatriðiu. Einkum virðist
ráðherrana greina á um
gildistíma samningsins, þar
sem Frakkar og Italir vilja
ákvfNa hann 50 ár en Bene-
lúx-löndin hins vegar aðeins
17 ár eða til þess tíma er
A-bandalagssamningurinn.
gengur úr gildi.
Stikker, hollenzki atanríkisráð-
herrann, kvað svo að orði, að
annað hvort yrði samningurinn
gerður til 17 ára með aðild Hol-
lendinga eða til 50 ára án hennar.
I
EFNI SAMNINGSINS
Samkvæmt samningnum um
1 Frh. á bls. 12.
EKKI BJARTSÝNN UM OF
Einn af þingmönnum í nefnd-
inni, kvað svo að orði að loknum
fundi í dag, að hershöfðinginn
hefði ekki verið bjartsýnn um of
á árangur vopnahlésviðræðanna,
en það væri hins vegar skoðun
hans, að ekki bæri að hætta þeim
að svo stöddu né heldur stofna til
meiri háttar hernaðaraðgerða í
því skyni að. hrek.ia kommúnista
frá Kóreu, þar sem hann efaðist
um mátt S. Þ. til að ljuka því
herhlaupi með sigri eins og sakir
stæðu.
29 þúsund
fangar á Spáni
MADRID. -— í spönskum fang-
elrum eru um þessar mundir
samtals 29 þúsund fangar á
,móti 31 þúsundi í októbermánuði
I í fyrra, herma opinberar skýrsl-
ur. í lok ársins 1934 voru um 12
þúsund fangar í spönskum fang-
elsum og var það eðlileg tala á
áiunum fyrir borgarastyrjöldina.
! Árið 1941 var metár í sögu
spanskra fangelsá, en þá voru
'270.719 menn í haldi þegar mest
var. 1944 hafði aftur fækkað í 74
i þús. og 1950 í 36.127. — NTB.