Morgunblaðið - 22.05.1952, Blaðsíða 12
V
12
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 22. maí 1952
Flugsföðyar á Spéni
WASHINGTON, 20. maí—Banda-
ríska ríkissfcjórhifr skýrði 'svo frá
í dag-, að nú væri nær að fullu
gerðir tveir hernaðarsamningar á
milli iBanclaríkjanna og Spánar.
Viðræður nm samningana hafa nú
staðið í fimm vikur í Madrid. Enn
hefur ekki verið að fullu tilkynnt
um hvað samningarnir fjajli í ein-
stökum atriðum, cn •efni þeirra
mun vera það, að Bandaríkin birgi
Spán upp af vopnurn og öðrum
tækjum til hernaðar, gegn þvi að
Spánn ieyfi Bandaríkjunum flug-
stöðvar í iandimi og fiotanum
verði veittar tíú hafnarbækistöðv-
ar vrð Miðjarðarhafið.
Bandaríkin rnunu ekki krefjast
endurbóta á stjórnarfari landsins
sem skilyrði fyrir hjálp þessari.
Kefla- llvifs@rlitir má ekki ffalla
r
!
Fyrirspum til KRR
FRÉTZT hefur að íil stæði
keppni milli Vesíur- og Austur-
bæjar í knattspyrnu, sem er að
mörgu leyti ágæt hugmynd.
En samt vil ég koma með aðra
uppástungu, þá, að valið veroi
úrvalslið, A og B, þar sem valdir
verði sterkustu mer.n Reykjavík-
urfélaganna. Sá leikur gæti orðið
prófraun fyrir þann leik sem úr-
val úr Reykjavík væhtanlega leik
ur gegn enska liðinu Brentford.
Mætti auglýsa leikinn sem slík-
an. —
Vestur- og Austui"bæjarleikur-
inn mun eiga að vera til fjáröfl-
unar. Getur ekki leikur A- og B-
úrvalsliða verið eins vel fallinn
til þess?
VETRARVERTIÐIN í Keflavík
hófst í byrjun janúar og er nú
' að ijúka. Vertíð þessi var sér-
j lega gæftasöm, en hinsvegar mun
afli vera nokkuð i minna lagi hjá
ljnubátum.
1 Afli r.etjabáta er hinsvegar
betri en í meðallagi. Veiðarfæra-
tjón var hverfandi lítið, nema það
sem orsakaðist af ágangi togara.
. Um tínja. var það mjög tilfinn-
| anlegt. Beita var næg alla ver-
tíðina, sem stafaði af mikilli
loðnuveiði á KefJavikurhöfn og
við Suðurnes. Verður það að celj-
ast sérstakt happ, því að öðrum
kosti hefði orðið beituskortur.
Ekki er aö svo stöddu vitað um
afla hvers báts né heildarafla
þeirra allra, en hér fer á eftir
afli og róðrarfjöldi þeirra báta,
sem mestan afla hlutu:
• tonn róðrar
Björgvin . 629 98
Jón Guðmundsson . . 621 94
Ólafur Magnússon . . 569 97
Nonni . 531 96
Heimir . 529 97
— Kamelíufrúin
Framh. af bls. 9
skáldsögu, sem tekið var með á-
gætum, en gaf þó ekki mikið fé
í aðra hönd. Því næst samdi hann
leikritið, sem að líkindum verður
leikið meðan nokkurt leikhús sýn-
ir ástina milli manns og konu.
Þetta gerðist árið 1849, — á
þeim tímum, er örðugt var að
koma jafn hispurslausu leikriti á
framfæri. Lúðvíg Philipp var úr
sögunni, en Napoleon þriðji (eða
litli, sem hann einnig var kall-
aður) var enn ekki kominn á há-
,tind veldis síns. H\'að eftir annað
.stöðvaði ritskoðunin þetta lcikrit
Dumas. En að lokum fór svo að
Morny, hinn voldugi ráðgjafi Na-
. póleons, varð hrifinn af' leikrit-
inu og greiddi götu þess. —
.Vorið 1852 var það frurnsýnt. Og
það er hundrað ára afmæiis þess-
arar leiksýningar sem nú er
minnst.
Leikritinu var tekið með fá-
dæma hrifni og Alexander Dumas
yngri varð efnaður maður. Það
var ekki að ástæðulausu að faðir
hans kallaði Hann „hezta verkið
mitt“.
Arin liðu. Leikurinn var sýnd-
ur viðstöðulaust, en smám saman
óskýrðist myndin af hinni raun-
verulegu Alphonsine Plessis í hug-
um fólks, „normandi-stúlkunni
fögru“, eins og kaupmennirnir í
Madeleine-hverfinu höfðu nefnt
hana. Hún var eins og einhver
draumkennd vera. En skömmu
ifyrir heimsstyrjöldina síðari voru
ibréf hennar og önnur skjöl, seld
já uppboði í hinum frægu uppboðs-
sölum í Hotel Drouot. Þarna voru
.meðal annars hlaðar af reikning-
vum, sem hún hafði iátið eftir sig
og þeir báru þess vissulega ekki
vott, að hún hefði verið einhver
draumkennd fegurðardís, heldur
ósvikin fulltrúi efnishyggju og
lífsþorsta þeirra ííma.
Þarna má sjá reikninga yfir
dýrustu krásir í íburðarmiklum
veitingasölum eins og „Maison
Dorée“ og „Chez Voisin“ og við
hliðina á þessum- reikningum sjá-
um vér, eins og hrópandi ásökun,
seðil sem á eru krotuð þessi orð:
Útgjöld við guðnþjónustuna í
Notre Dame — 2 frankar!
Alphonsine Plessis — Marie du
ÍPlessis — Marguerite Gaútiér ....
Legðu kamelíublóm á leiði hennar
ef þú kemur til Parísar á þessu
' jninningarári hennar.
(Lauslega þýtt).
,422,025,090
dollarar
GAGNKV. ÖRYGGISSTOFN. —
Á þessu fjárhagsári hefur Gagn-
kvæma öryggisstofnunin úthlutað
fjárframlögum til Evrópuþjóð-
anna að upphæð 1.422.025.000
dollurum. Eru hér meðtalin við-
bóterframlög veitt á fyrra helm-
ingi maímánaðar til Ítalíu, rúm-
ar 35 millj. dollara og Júgóslavíu,
80.2 millj.
^ Ilvítserkur 1937 og aftur 12 árum síðar.
Framh. af bls. 11
aðrir, sem mikla framtíð þykja
eiga fyrir sér. Má þar nefna
Tommy Lawton, sem er einna
nafntogastur allra sóknarleik-
manna Breta. Hann hefur skorað
rúmlega 400 mörk í 1. deildar-
leikjum og þar af helming með
höfðinu. Átti hann mikinn þát:
i að vinna liðið upp úr þriðju
deild. Ekki er víst að hann geti
komið hingað til lands vegna
heimilisástæðna. En þó er enn
ekki loku fyrir það skotið.
Ýmsir af leikmönnum liðsins
er hingað koma hafa verið vald-
ir í úrvalslið brezka knattspyrnu-
sambandsins á ýmsum tímum og
aðrir í B-landslið.
— Frá Cambridge
Framh. af bls. 7
strætisvagninn og hann rarn af
stað. Ég leit um öxl. „Parið“ stóð
enn í faðmlögum. Hann hafði hætt
við að fara. Ástin varð yfirsterk-
ari!
Ferðin með lestinni til London
gekk eins og í sögu.
Sonja B. Helgason.
Á NORÐANVEP.ÐU Vatnsnesi
eru víða drangar með sjó fram,
en mestur þeirra og frægastúr er
Hvítserkur. Hann á hvergi sínn
líka hér við land og þótt víðar sé
leitað..
Hvítserkur stendur í flæðar-
máli við útfallið úr Sigríðarstaða-
vatni, ínjðja vegu milli Ósa og
Súluvalla. Hann sézt víða að og
minnir á risavaxið fornaldardýr.
Hæð og breidd má marka af grá-
mávum þe'im, er á honum sitja
hér. á myndinni, en þykktin er
aðeins tveir metrar eða þar um
bil.
Myndun Hvítserks má rekja til
sprungna, sem nefnast á fræði-
máli basaltgangar eða berggang-
ar. Þeir eru víða á norðanverðu
Vatnsnesi og munu vera þannig
til orðnir, að jörð hefir sprungið
í fyrndinúi, og bergkvika fyllt
sprungurnar harðara efni en fyr-
ir var á sprungubörmunum. Síð-
an hefir landið veðrast og lækkað
af þeirri sök, og eru þá í stað
sprungna orðnir til garðar, sem
heita á alþýðumáli tröilagarðar.
Hvítserkur er brot af einum því-
líkum tröllagarði, og framhald
garðsins gengur inn í sjávarbakk
ann sunnanmegin og hefir stefnu
frá norðri til suðurs, eins og aðrar
jarðsprungur á Norðurlandi.
Hvítserkur stendur sem áður
getur í flæðarmálinu og gnauðar
sjór á fótum hans á hverju falli
— og hefir vafalaust gert um þús-
undir árþúsunda. Og svo er nú
að honum sorfið, að tæplega get-
ur hann staðið nema fáa áratugi
enn, ef ekkert er aðgert.
Fýrir tveimur árum kom ég á
æskustöðvar mínar og sá þá, að
mikið hafði á hann gengið síðast-
liðna hálfa öld. Þá gisti ég hjá
Eggert Levý hreppstjóra á Ósurn,
og lét hann mér í té myndir þæi
sem hér birtast, en þær eru tekn-
ar með aðeins tólf ára miliibili —
sú síðari laust fyrir 1950.
Við samanburð á myndunum
er hrörnun Hvítserks augljós.
Aðalástæðan fyrir því hve fljótt
gengur á hann er sú: að stuðlarn-
ir sem mynda hann standa ekki
upp á endann, heldnr liggrja beir
flaíir og losna þessvegna og falla ,
auðveldlega úr hvelfingunum við
ágang brims og írosta.
Hvítserkur hefir dregið mjög
að sér.athygli ferðamanna og ann
ara, hin síðari ár, og hvar sem
er í heiminum, myndi hann tal-
inn til furðuverka r.áttúrunnar
sem beri að vernda.
Nú er það tillaga mín, að Hún-
vetningar styrki fætur Hvítserks,
til þess að verja hann falli, og að
þeir skipti þannig með sér verk-
um: að sýslunefnd Vestur-Iíúna-
vatnssýslu hafi frumkvæði og
annist franikvæmdir, cn Húnvetn
ingafélagið í Reykjavík kosti bær
að mestu eða öllu lej'ti.
Steypuefni er á staðnum, og
næst er mér að halda að 3—4
tonn af sementi myndu nægja, til
þess að verja Hvítserk falli næstu
aldir, ef verkið yrði vel gert.
Ásgeir Magnússon.
- Evrópuher
• Framh. af HIj. 1
Evrópu-her verður landhcr og
flugfloti hvers ríkis, sem að hon-
um stendur settir undir sameiginT
lega yfirherstjórn ásamt þeim
hluta flotans scm hefst við með
ströndum fram en úthafsflotinn
verður áfram undir yfirherstjóm
hvers ríkis.
ÞJOÐVERJAR
Ef Jöggjafarsamkomur aðildar-
ríkjanna staðfesta samninginn og
samningar takast með Vestur-
véldunum og Vestur-Þýzkalandi
verður Þjóðverjum leyft að koma
á fót land, loft og sjóher undii-
yfirstjórn varnarsamtaka Vestur-
Evrópu án þess að þýzkt her-
foringjaráð verði stofnað.
Bretar tengist vamarsamtök-
unum samkvæmt sérstökum samn-
ingi þar sem'þeir heita að koma
til hjálpar ef á eitthVert hinna 6
aðildarríkia cr ráðizt.
í Eylsflfði
— Lelkfél. ísfirðinga
Framh af bls. 5
Haukur Ingason fer :neð hlut-
verk Sannes, skrifstofufulltrúa
hjá Tjælde. Haukur hefir oft sýnt
góðan leik og betri en í þetta
sinn. Var oft eins og kæmi á hann
hálfgert fát og framsögnin var
langt frá því að vera góð. Albert
Karl Sanders leikur Hamar, ridd-
araliðsforingja eftir atvikum vel.
Þó eru hreyfingar hans óeðlileg-
ar, eins og hann treysti ekki sjálf-
um sér.
Aðrir leikendur eru Marías Þ.
Guðrnundsson, sem leikur Jacob-
sen ölgerðarmeistara hjá Tjælde,
og skilar hlutverki sínu nokkuð
vel, Samúel Jónsson, Engilbert
Ingvarsson, Björn Guðmundsson,
Jón Halldórsson, Jón Jónsson og
Hörður Þorleifsson. Yfirleitt skil-
uðu allir leikendurnir hlutverk-
um sínum vel, og var heildarsvip-
ur sýningarinnar góður og leik-
félaginu á allan hátt til sóma.
Leiktjöld málaði Sigurður Guð
jónsson, og voru þau smekklega
gerð. Framkvæmdastjóri leiks-
ins var Jón Halldórsson.
I tilefni 30 ára afmælisins gaf
Leikfélag Isafjarðar út vandað
afmælisrit. Er bar rakin saga leik
listarinnar á ísafirði frá 1852—
1952, og hefir Arngr. Fr. Bjarna-
son tekið það saman. Þá er ávarp
frá Brynjólfi Jóhannessyni, en
hann var einn af stofnendum
Leikfélags ísafjarðar, Grein um
Björnstjerne Björnson o. íl. Rit-
ið, sem er um 80 síður er prýtt
fjölda mynda.
I leikslok voru leikendur ákaft
hylltir og sérstaklega hylltu leik-
húsgestir leikstjórann, Þórleif
Bjarnason, og Einar Guðmunds-
son, on hann lék þetta sama hlut-
verk þegar Leikfélag ísafjarðar
sýndi Gjaldþrotið árið 1928 — J.
Framh. af bls 2
r sýslunni, en þó mun lokið við
nýju brúna á Krossastaðaá og er
iverið að leggja veg að henni.
, Kostnaður við snjómokstur í
lágsveitum hér á síðastliðnum
vetri nam um 100 þús. kr. og mun
það fé mestmegnis hafa farið til
'þess að halöa opinni lsiðinni milli
Dalvíkur og Akureyrar.
■
GOTT HEILSUFAR
Heilsufar hefir verið allgott í
héraðinu, engar skæðar umgangs-
pestir herjað á fólk. Haldizt tíð-
arfai' eins og nú horfir má segja
að Eyfirðingar hafi sloppið vel
frá síðasta vetri. —Vignir.
Grænar baunir
Bankabygg'
Sagomjöl
Kart.mjcl
Maizena
Custard
Búðingar fl. teg.
VERZLUN
SIMJ 4203
i»n»unnn>nnniiwnw»nnn;nniimnnitniin
Markús:
i
£
fiiiiiimiimiiiiii'MiimiiHiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiMiiiinuiin
Dragging a honev-smeared
BACON RIND, THE STEALTHV
VISITOR MOVES THROUGH THE
WOODS NEAR JCN4NNy'S CABIN
£
Hurriedly THE PIGURE lays a
TRAIL TO JOHNNY MALOTTE'S CABIN
and enters THROUGH a window/
Efíir Ed Dodi.
niHiimiiiiiiiiiiiiiiiiioiiiiiimiHmHuiiiHiiiiiimiiiiiiiiiiw
P |P I CAN THROW SUSPlCiON ON
I A c>EAL BEAR, PERHAPS I WILL -
3E 'ALE TO CARRY OUT.My ^
___ . a _____________ . PLANS/ -
•• V’,i. ; 4- ■-l'v *. v,
'irr *
1) Skuggalegi maðurinn dregur
a eftir sér í snærinu svínsbóg,
sem er smurður. hunangi. Svo
nálgast hann hús Jonna.
2) — Hm, hm, segir h3nn. — inn á eftir sér inn í hús Jonna. |koma áformum mínum í fram-.
Agnið ætlar að hafa sín áhrif.^T 4) — Ef ég get fellt grun á ikvæmd.
3) Maðurinn dregur svínsbóg- björninn, þá tekst mér betur að
1 1 itíd