Morgunblaðið - 18.07.1952, Síða 1

Morgunblaðið - 18.07.1952, Síða 1
SÍÐUSTU vikuna í :naí-mánuði átti brezki heimspekingurinn Bertrand Russel áttræðisafmæli. í þvi tilefni hafði bandaríska út- varps- og sjónvarpsfélagið ITBC- TV, viðtal við hinn aldna heim- speking og Nóbelsverðlaunahafa og drap hann þar á fjölmörg atriði mannlífsins, er hann hefur Bertrand Russel látið sig svo mjög skipta á langri og afkastamikilli ævi. ■— Nokkur orð hans fara hér á eftir. ■Á Um friðarstefnu sína í fyrri heimsstyrjöldinni: „Ég held, að heimsstyrjöldin fyrri hafi verið mikil mistök. . . Ef hún hefði aldrei verið háð myndu kommún- istar vart fyrirfinnast, önnur heimsstyrjöldin hefði aldrei séð dagsins ljós og ógnin um hina þriðju væri engin“. •fc Kommúnistar. „... Ég fór til Rússlands árið 1920 og fékk viðbjóð á Sovétstjórninni. Hún var skipuð hinum göróttustu tnö.nnum". ★ Nýtízku kenningar í upp- eldismálum. „Það eru nokkur þau atriði í hinum nýjustu uppeldis- kenningum, sem ég veit ekki hvort eru að öllu réttmæt. Ég hugði, að ekki væri næg áherzla lögð á kennsluna. Mér virðist sem ógjörlegt sé að koma nokkru í framkvæmd í hinum há tækni- þróaða heimi, sem við lifum í, án' allmikillar hagnýtrar þekk- ingar. Ég er þeirrar skoðunar að fæst börn og unglingar öðlist. slíkan lærdóm án allmikils aga í skólum“. •jlb Það sem heiminn skortir: „Alheimsstjórn ... efnahagsleg; jafnvægi og jafnrétti hinna ýmsu heimshluta og ... íbúatölu, sem stendur í stað“. Á Frelsi: „Ég hygg, að frelsið verði að eiga sín skynsamleg takmörk, — sem banni fram- kvæmd þess, sem beinlínis skað- ar aðra menn og frelsi annarra má ekki skaða sjálfan þig, svo sem varna þér menntunar". Marx: „Marx sagði sem svo, að hann berðist fyrir frelsi öreig- anna. En hið sanna takmark hans var raunar, að klekkja á borgar- stéttinni og ástæðan fyrir því að boðskapur hans hefur leitt til slíkra hörmunga, sem raun ber vitni voru einmitt slíkar haturs- fullar kenningar“. ★ Framtíðin: „Það er örugg sannfæring mín, að mannkynið muni halda gegnum þær hörm- ungar og þjáningar, er það hef- ur beðið og byggja veröld, sem sé betri og hamingjusamari en allir aðrir tímar, er það hefur lifað. En því get ég ekki svarað, Hve langur tími muni líðá, þar til svo er“. Nýnazisfar dæmdir York City44 hlvddi ekki stöðvunar- KARLSRUHE, 17. júlí. — Stjórn- \ J J skipnninni fyrr en eftir sjö skot sýsludómstóllinn hér í borg kvað í fyrradag upp þann úrskurð, að hægri sósíalistaflokkur þýzka nýnazistaforingjans Remers, mætti ekki í íramtíðinni halda fundi eða fara í göngur á al- mannafæri. Að auki má flokkur- ir.n heidur ekkert gefa út á prenti eða útdeila rituðu máli meðal almennings. Ef flokks- menn brjóta eitthvað af sér í þessum sökum, þá liggur minnst sex mánaða fangelsi við því. Réttarhöldin halda áfram næstu daga. — Reuter. eS VÍN — Eins árs gamall drengur lét lífið í vikunni af loftþrýst- ingi frá járnbrautarlest, sem þaut frarn hjá honum. Hann féll um koll við gustinn og lézt á leið- inni í sjúkrahúsið. Þetta vildi til í Austurríki. * Odýr og1 stóraizkin) fram- Eoiðsla lyfsiiT3 Kortiséeis tnsíið Ú5* ssí!j sem vex i Afriku LUNDÚNUM, 17. júlí — Ný- lega var kunngerð skýrsla brezka lyfjarannsóknaráðsins fyrir árið 1951. Hefur efni hennar vakið verðskuldaða at- liygli um heim allan vegna þeirra stórmerku nýjunga, sem þar cr frá skýrt. Þrotlans leit að hráefni til að vinna úr hormónalyfið Kortisón hefur fundizt í safa hampplöntu sem vex á viðáttumiklum land- flæmum suður í Afriku. Telja sérfræðingar að bessi uppgötv- un muni geta valdið straum- hvörfum í framleiðslu hins dýra og torfengna lyfs, sem aðeins fáir þurfandi sjúkling- ar hafa fengið að njóta og hlotið heilsubót af. Kortisón hefur sem kunnugt er reýnzt hið öflugasta lyf gegn hinum þráláta og iilkynjaða sjúk- dómi, liðagigt. FRAMLEIDSLAN AUÐVELD OG ÓDÝR Frá þvi er greint í skýrsl- unni, að svo ríkulegan forða nauðsynlegra hráefna til vinnslu Kortisóns sé að finna i safa hessarar plöntu, að fram leiðslan muni að líkindum reynast auðveld og ódýr. Hingað til hefur Kortisón einungis verið unnið úr viss- um líffærum dýra einkum nautsgalli og magnið því að sjálfsögðu verið svo takmark- að að það hefur hvergi nærri getað fullnægt þeirri þörf, sem er fyrir lyfið í heiminum. Framleiðslan hefur auk þess verið torveld og kostnaðarsöm og fæstir getað veitt sér það þótt ’áanlegt væri. SÍÐAN 1949 Rannsóknaráðið byrjaði til- raunir sínar með Kortisón og annað hormónalyf á ofanverðu ári 1949, en starfinu miðaði lítt, sökum þess hversu tor- fengin hráefnin voru, segir í skýrslunni. Þessi ívö hormóna- lyf hafa reynzt mjög árangurs- rík til lækninga á ýmsum sjúk dóroum öðrum en liðagigt, einkum mignsjúkdómum, bloð og húðsjúkdómum og nú er verið að rannsaka hugsanlega beitingu þeirra gegn vissum lungnasjúkdómum, sem al- gengir eru meðal 'ðnverka- manna, sjúkdómum í lokuðum kirtlum líkamans, brunasár- um og taugaáfalli. EFTIRV ÆNTIN G Þess er nú bcðið með mikilli eftirvæntingu víða um heim hverju fram vindur eftir þessa giftusamlegu uppgötvun, sem ef til vill verður til þess að endiirvekja lífsvonir milijóna þjáðra manna og færa þeim heilsu og starfsgetu á ný. segir sér liafa veriB ósnað Sakadémur ték mélið fyrir í gærdag SAKADÓMUR Reykjavíkur tók í gær til rannsóknar ákæruna á hendur skipstjóranum á brezka togaranum York City er varð- skipið Ægir tók út af Biakknesi í fyrrakvöld. — Samkvæmt staðar- ákvörðunum þeim er skipherrann á Ægi, Þórarinn Björnsson, lagði fram í réttinum, var togarinn 1,1 sjómílu innan landhelginnar, en skjóta varð sjö skotum að skipinu áður en það nam staðar. — Skip stjórinn á togaranum sem dæmdur var fyrir landhelgisbrot á fyrra ári, neitaði eindregið að hafa verið að veiðum í landhelgi. Kvaðst aldrei nær landi hafa komið en 4% mílu. — Hann bar það fyrir rétti að sér hefði verið ógnað með skammbyssu. Ægir þurfti að elta togarann í 49 mínútur áður en hann nam staðar. Réttarhöldin hófust kl. 4 stund víslega og var Valdimar Stefáns son, sakadómari, í forsæti, en með dómendur þeir Hafsteinn Berg- þórsson og Pétur Björnsson. — Viðstaddir réttarhöldin voru m. a J. Lake sem veitir sendiráð- inu brezka forstöðu í fjarveru sendiherrans, svo og Pétur Sig- urðsson yfirmaður landhelgis- gæzlunnar. Snæbjörn Jónsson var dómtúlkur. Verjandi skipstjór- ans er Lárus Fjeldsted hrl. eldri. Hvíldarlaust var unnið við yfir- heyrzlurnar til kl. rúml. 10 í gærkvöldi. Auk skipherrans á Ægi og skipstjórans á York City frá Grimsby mættu fyrir réttin- um loftskeytamaðurinn á togar- anum. Á HÁDEGI VAR SKIPSTJÓRINN í VARÐSKIPINU Skipherrann á Ægi mætti fyrst ur og skýrði frá því er fundum skipanna bar fyrst saman um hádegisbilið á miðvikudaginn, en þá var togarinn skammt utan við landhelgina. Hafi þá skipstjórinn á brezka togaranum óskað eftir samtali. Ægi var siglt að togar- anum og þar kallast á. Þar eð Mýr forsætisráðherra í írarc Hinn 11 m gamfi Ahamd Cahvam Einkaskeyti lil Mbl. frá Reuter-NTIi TEfíERAN, 17. júlí: — Nýr forsætisráðherra hefur tekið við völd- um í íran. Það var í gær, sem Shahinn af íran tók lausnarbeiðni forsætisráðherrans Mohameds Mossadeghs til greina og bað þjóð- þingið að skipa nýjan forsætisráðherra. Mossadegh hafði verið for- sætisráðherra frá því í apríl 1950, og hann hefur á þeim misserum, sem liðin eru staðið í forsvari fyrir landi sínu í hinni örlagaríku olíudeilu við Breta. ORLAGARIK STJORNARTIÐ Þeir eru nú horfnir á braut úr landinu, og sítja fransbúar einir að auðlindunúm, en málið er nú fyrir alþjóðadómstólnum í Haag. Það var einnig dr. Mossadegh, sem varði það þar fyrir hönd lands síns. VILDI ALRÆÐISVALD Tildrög stjórnarskiptanna voru þau, að eftir að Mossadegh hafði myndað nýja stjórn fyrir rúmri viku, bað hann þingið að veita sér alræðisvald í öllum fjár og bank'amálum landsins um 6 mánaða skeið, svo takast mætti betur að koma fótunum undir hinn riðandi fjárhag landsins. Þingið neitaði að verða við þess- ari beiðni og sagði þá Mossa- degh af sér og gaf upp þá ástæðu að hann yrði einnig að gegna starfi hermálaráðherra, ásamt forsætisráðherraembættinu, hvað hann gæti ekki. í dag valdi þingið svo nýjan forsætisráðherra, með 40 atkv. og mótatkvæðalaust. Hann er fyrrv. forsætisráðherra Ahmad Ghavam. Sá er 77 ára að aldri og gengdi þessu sama embætti á árunum 1946—1947. Þá átti hann drýgstan þáttinn í því að fá Rússa til* þess að hverfa á brott með hersveitir sínar úr landinu, en þar höfðu þær setið öll stríðsárin. skipstjórinn á togaranum vildi ekki kalla hvert erindi sitt væri við mig, sagði skipherrann, varð það úr að bátur var sendur eftir honum. Skipstjórinn kom svo yfir í varðskipið til að bera upp erindi sitt. Sagði hann skipherranum að hann hefði séð til fjögurra fiski- báta yfir 50 rúml. að togveiðum í landhelgi í Faxaflóa. — Það þætti sér hart á sama tíma seni Englendingar fengju ekki að veiða í landhelginni. — Annars var lítið mark takandi á skip- stjóranum, sagði skipherrann fyr- ir réttinum, þar eð hann var áberandi undir áhrifum áfengis. Eftir þetta samtal skipherrans og skipstjórans á togaranum fór skipstjórinn yfir í skip sitt og varðskipið sigldi á brott upp að landi. — í LANDHELGI 2 KLST SÍÐAR ÁKÆRUSKJALIÐ í ákæruskjali skepherrans á Ægi, segir m. a. á þessa leið: Miðvikudaginn 16. júlí kl. 2,22 e. h. var varðskipið statt út af Ólafsvita á Patreksfirði Og lét reka. Sást þá til togara rétt laust við Blakknes. Lék grunur á að hann væri á veiðum innan fisk- veiðitakmarkanna. Var þá sett á t'ulla ferð og haldið út með nes- inu. Togarinn hélt þá í SSV-læga stefnu, segir í skjalinu. Komið var að togaranum kl. 2,50. Var stefna hans þá SSV. Þá var sett upp stöðvunarflagg, en togarinn skeytti því ekki. Fimm mínútum síðar var fyrsta skot- inu skotið að togaranum. En það var laust skot og annað rétt á eftir. Beygði þá togarinn út af stefnu sinni. Þriðja skotið, var svonefnt „skarpt skot“, en alls var hleypt af 7*skotum að tog- aranum áður en hann nam stað- ar. Á sama tíma gáfu varðskips- menn stöðvunarmerki með flautu varðskipsins, kölluðu á togarann í talstöð og eins var kallað í há- talara varðskipsins til togarans og honum skipað að nema.staðar, en togarinn var þá að toga með stjórnborðsvörpu. Kl. 3,3Ö nam togarinn lokS Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.