Morgunblaðið - 29.08.1952, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.08.1952, Qupperneq 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 29. ágúst 1952 Útg.: H.f. Arvakur, Reykja'/ik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. kuglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði, innanlanda. í lausasölu 1 krónu eintakið. Lmr^shískkanir og afur5aver5 SAMKVÆMT útreikningi hag- stofunnar hefur verðlagsgrund- völlur landbúnaðarafurða nú reynzt 12,3% hærri en á sJ. ári. Hvorki fulltrúar neytenda né framieiðenda hafa sagt honum upp og mun hann því standa ó- haggaður. Sá liður verðlagsgrundvallar- ins, sem mest hækkun hefur orð- ið á eru vinnulaunin. En einnig hefur orðið hækkun á flutnings- kostnaði og viðhaldi véla og fast- eigna. Það sætir nokkurri furðu að blöð stjórnarandstöðunnar skuli kenna það sérstaklega stefnu ríkisstjórnarinnar að framleiðslukostnaður land- búnaðarafurða hækkar. AI- þjóð veit að bæði kommúnist- ar og AB-mcnn hafa talið launahækkanir sjáifsagða kjarabót til handa verkamönn om og öðrum launþegum sjávarsíðunnar. Þessir flokkar hafa hlotið að gera sér það ljóst, að þær hlutu að hafa á- hrif á framleiðslukostnað bóndans og þar með á afurða- verðið. Svo koma blöð þessara flokka nú og kenna stefnu rík- isstjórnarinnar um verðhækk- un landbúnaðarafurðanna!!! En sannleikurinn er sá, að þessi málflutningur gefur mjög rétta mynd af baráttuaðferðum kommúnista og AB-manna. Þess- ir flokkar leggja höfuðáherzlu á það, að rugla öllu samhengi hlut- anni. Þannig flytja þeir ævin- lega stórfelldar yfirborðstillögur um hverskonar útgjöld hins opin bera, ríkis og bæja. Hinsvegar berjast þeir af hörku gegn því að tekna sé aflað til þess að rísa undir útgjöldunum. I bæjarstjórn Reykjavíkur flytja kommúnistar t.d. árlega tillögur um gífurleg aukin út- gjöld bæjarsjóðs. Á hinn bóginn greiða þeir alltaf atkvæði gegn tekjuöflun, sem hefur þann til- gang að gera framkvæmdirnar mögulegar. Mjög svipuð saga gerist á Al- þingi ár hvert. Kommúnistar og AB-menn flytja breytingartillög- ur um gífurlegar hækkanir fjár- veitinga til ýmissa nytsamra og vinsælla framkvæmda. En jafn- hliða lýsa þeir yfir andstöðu sinni við flestar tekjuöflunarleíð- ir ríkissjóðs. Á þennan hátt hyggjast þessir flokkar skapa það almennings- álit, að þeir séu hinir einlægustu og sönnustu stuðningsmenn hverskonar umbóta. Þeir vilji ennfremur veita fólkinu þær fyr- ir ekki neitt. Þessvegna séu þeir móti óvinsælum tollum og skött- um. Þetta er afskaplega þægileg afstaða. Með umbótum — móti sköttum. En skyldi margt fólk vera svo skyni skroppið, að það ekki sjái gegn um yfirborðshátt þessarar málafylgju? Ótrúlegt er það. — Nú, þegar verðlagsgrundvöll- ur landbúnaðarafurða er reiknað ur út láta þessir flokkar sem „dýrtíðarstefna“ ríkisstjórnarinn ar eigi alla sok á hækkun hans. Þei'r minnast ekki einu orði á þá staðreynd, að sú hækkun vinnu- launa, sem þeir sjálfir hafa kn;uð fram, og hæla sér af, á rík- asían þátí í afurðaverðshækkun- iiini. Launþegar eiga með öðrum orðum að þakka kommúnist- um og AB-mönnum fyrir iaunahækkanirnar. Hinsvegar eiga þeir að áfellast ríkisstjórn ina og flokka hennar fyrir þá hækkun landbúnaðarafurða, sem af þeim leiðir!! Svona haglega og sanngjarn Iega heldur stjórnarandstaðan á spilum sínum. Með slíkum málflutningi heldur hún, að hún vinni flokkum sínum traust og fylgi meðal hinnar íslenzku þjóðar. Við íslendingar eigum við ýmsa erfiðleika að etja um þessar mundir. Þeir verða ekki sigraðir með yfirboðum og æsingum. Á þeim verður að taka af raunhæfni og skiln- ingi á eðli þeirra. Frumhlaup AB TIL viðbótar upplýsingum Mbl. um' greiðslur úr hlutatrygginga- sjóði hefur nú formaður sjóðs- stjórnarinnar, Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, geíið um þær yfirlýsingu í tilefni af hinum rakalausu dylgjum AB-blaðsins um þetta mál. ) í yfirlýsingu þessari er sú frá- sögn Mbl. staðfest, ,,að hin al- menna deild sjóðsins missir einskis í við þessar lánveitingar og bótagreiðslur úr þeirri deild koma því alls ekki til með að tef j ast vegna þeirra". Formaður sjóðsstjórnarinnar bendir einnig á það, að lán þau, sem atvinnumálaráðuneytið hef- ur nú heimilað, að tekin verði úr hinni almennu deild sjóðsins eru í fyrsta lagi öll tryggð með ríkis- t ábyrgð. f ö'ðru lagi hefur ríkjs- stjórnín skuldbundið sig til þess að endurgreiða lánin þegar í stað ef skortur væri fjár í hinni al- mennu deild til greiðslu bóta vegna aflabrests á þorskveiðum. Af þessum upplýsingum verð- ur það ljóst, hversu gjörsamlega út í bláinn skrif AB-blaðsins hafa verið um þetta mál. Þar hefur Ólafur Thors atvinnumálaráð- herra verið sakaður um „varhuga verða“ ráðstöfun á fé hluta- tryggingasjóðs. Ennfremur hef- ur því beinlínis verið haldið fram að úrræði ríkisstjórnarinn- ar til þess að tryggja síldarsjó- mönnum kauptryggingu þeirra á sildarvertiðinni muni hafa í för með sér tafir á greiðslu hlutar- uppbóta vegna aflabrests á þorsk- veiðum. Allt er þetta rakalaus þvættingum, sem enga stoð á í ^aunveruleikanum, eins og yfir- lýsing formanns stjórnar hluta- tryggingarsjóðs ber greinilegast með sér. Hversvegna gerir AB-blaðið , sig sekt um slíka óráðvendni í málflutningi? Ástæðan getur varla verið I önnur en sú, að því liggi orðið gersamlega í Iéttu rúmi, hvort það fer með satt eða logið. Blað hins „hugsjónalausa, gamla og værukæra hækju- liðs“ skilur hvorki upp né nið- ur í því, sem gcrist I athafna- lífi þjóðarinnar. Þessvegna notar það sjálfsagðar og eðli- Iegar ráðstafanir til aðstoðar sjómönnum og útgerðarmönn- um til árása á ríkisstjórnina og einstaka ráðherra hennar. Eftir ELISABETH NAGI í ÞOKKALEGU veitingahúsi í Vínarborg kom fyrir mig atvik, sem er þess vert, að því sé á lofti haldið. Hæruskotinn við- felldin maður gekk að borðinu mínu hátiðlegur á svip, og baðst leyfis að mega tylla sér við það. ÞÉR HAFIÐ EKKI I GIFTINGARHRING Hann hvíslaði: „Eruð þér ekki útlendingur, ungfrú?“ Ég kink- aði kolli, ekki ákaflega vingjarn- leg, og maðurínn laut enn nær mér. I „Ég sé, að þér hafið ekki gift- ingarhring, geri því ráð fyrir, að þér séuð ógift. Ef þér hefðuð áhuga á sambandi, sem veitti yð- í ur austurrískan ríkisborgararétt, þá vildi ég gjarnan verða yður innan handar. Ég hefi á minum snærum nokkra afbragðskarl-, menn, sem fúslega ganga í mála-| myndahjúskap, ef samkomulag( næst um skilyrðin. Þetta er ekk- j ert óvanalegt. Ef þér óskið, skal ég . . .“ Ég stöðvaði orðaflaum- inn. „Hvaða skilyrði eigið þér við?“ | „Þér getið farið því nærri, að menn giftast ekki alls ókunnugri konu af einskærum mannkær- leika. Verðið fer eftir stétt eig- inmannsins og aldri. Lika skiptir það máli, hvort hann er fráskil- inn eða hefur aldrei kvænzt. Ég gæti útvegað yður mann, sem oft hefir áður gengið í hjúskap, fyr- ir 2000 skildinga, þar að auki tek ég 500 í umboðslaun. En ef þér leggið áherzlu á, að makinn sé fyrsta ílokks, jafnframt' trygg- ingu fyrir fullri efnd hjúskap- arins, þá kostar það yður 8—10 þúsund skildinga“. „Það eru nú nokkuð harðir skílmálar", greip ég fram í, „þeir menn, sem vilja ekki einu sinni afsala sér ánægjunni, vilja í þokkabót fá aukaþóknun fyrir á náðir hjúskaparmarkaðarins. Ef þær finna maírn, sem er fús til að ganga i uppgerðarhjóna- band, þá reyta þær af sár sinn seinasta eýri til að fá fyrir gjald- inu eða selja ef til vill seinasta skartgripinn sinn, sem lúrt hcf- ur verið á til þrautar. Ef konan nær að giftast þegn viðkomandi ríkis, öðlast hún um leið þegn- réttindi, betri atvinnuhorfu.r, og ef til vill opnast leiðin lengra út í heiminn. Hjúskapurinn þarf ekki endilega að vera haldgóður. EKXI LÉTTÚÐARLEIKUR Víðast eru margar flóttakonur, sem engu máli skiptir, hversu dýru verði þær kaupa hjónaband- ið. í þekktum gistihúsum stór- borganna austurrísku úir og grú- ir af fögrum og vel klæddum konum frá Ungverjalandi, Rú- meníu og Tékkó-Slóvakíu. Þær virðast hafa nóg auraráð, og hafa sloppið inn í landið á ein- hvern dularfullan hátt. Þær þurfa ekki heldur að leggja í þá hættu, sem er samferða leyni- lega hjúskaparmarkaðinum. Það er til sægur afdankaðra aðals- manna, fátækra smáskálda og fyrst og fremst stúdenta, sem vilja krækja sér í aukatekjur. En það er ekki hækt að líta á þennan yfirskinshjúskap eins og léttúðugan leik með helgan dóm. Hjónabönd af þessu tagi eru til komin af brýnni nauðsyn, nauður hrjáðra manna rekur til. Þau eru tilraun til að finna leið að nýrri tilveru gegnum myrkvið erlends lagabókstafs. Á hinn bóg- inn hafa slík hjónabönd haít í för sinni ótal vonbrigði og marg- an dulinn harmleik. | Því að ljóst er, að á þessum markaði er margur misjafn sauð- ur á ferli. Mér er kunnugt um Vínarstúdent, sem komst þrisvar í hjónaband á sama árinu. Hann varð að lokum að sjá af þessum aukatekjum sínum, því að menn, sem eru margskildir, sæta strangri eftirgrennslan yfirvald- anna, sem rannsaka öll gögn rækilega. 1ÓHEPPIN KONA ! Stundum eru endalokin meS ólíkindum. Þessi saga gerðist í | Framhald á bls. 8. Velvakandi skrifai: ÚEB DAGLEGA UTINU „Svo einfalt er það ekki ', sagði gesturinn, „flestar konur, sem ég hefi átt skipti við, heimta, að hjúskaparskyldunni sé sinnt út í æsar nú á seinustu árum. Það væri nefnilega hægt að lýsa þann hjúskap ógildan, sem í einhverju er áfátt“. HÁLMSTRÁ ÓGIFTRA KVENNA Þetta voru fyrstu kynni mín af hinum leynlega hjúskapar- markaði, senj er einn ábatasam- asti starfinn í löndunum næst járntjaldinu að vestan. í Vínar- j borg, Linz og Salzburg og á öll- j um öðrum stöðum, þar sem flótta mannastraumurinn að austan liggur um, hefur þessi leynimark- aður gerzt arðvænlegur og grafið um sig. Bækistöðvarnar eru helzt í litlum veitingasölum, nætur- klúbbum, í flóttair.annabúðun- um, í stúdentamötuneytum, í skrifstofum annarlegra fyrir- tækja og viðar og víðar. Allt það fólk, sem í skyggju næturinnar kemur " yfir landa- mærin, á eina heita ósk — það vill eignast óssvikin skilríki og vegabréf. Af þessum ástæðum er nú austurrískt vegabréf feikilega eftirsóknarvert. Og margfalt eft-j irsóknaraverðara þeim, sem ár- um saman hafa dvalizt heimilis- | lausir og án þegnréttinda í ó- kunnu landi og eru sifellt hrædd- ir um að missa atvinnuna. Karl- menn, sem ekki hafa kunnáttu j í nauðsynlegum iðngreinum, eiga varla von á, að þessi draumur þeirra rætist. En ógiftar konur eiga eitt hálmstrá — hjónaband. Stundum er lánið með, og kon- an hafnar í raunverulegum hjú- skap. Þær þykja öfundsverðast- ar, sem náð hafa í hermenn Vesturveldanna og eru farnar á burt.. Aðrar hafa gifzt Austur- ríkismönnum af einskærri ást. Þær, sem heppnin hefur ekki náð til, og þær eru miklu fleiri, flýja Frekja hinna síðkomnu. MANNI, sem skreppur stundum í kvikmyndahús, segist svo frá: Það er oft á kvöldin, að menn safnast í biðhala fyrir níusýn- inguna. Menn taka sér þar stöðu í þeirri einföldu trú, að í sæmi- lega siðuðu þjóðfélagi hafi þeii betri rétt, sem fyrr koma. En svo undarlega bregður við, að sú regla virðist ekki gilda hér. Óviðeigandi greiðvikn.i. Þar sem menn nú standa og biða, verða þeir að horfa upp á það varnarlausir, að ýmsir síð- komumenn fari rakleitt tit hinna fremstu og biðji þá að kaups fyr- ir sig miða. Vítaverð greiðasemi. OG það verð ég að segja, að það er fjandi hart að verða að horfa upp á greiðasemi þeirra. Þeim virðist ekki flökra við að kaupa miða fyrir hvern, sem er, þó að það liggi í augum uppi, að með því eru þeir að ganga á rétt hinna. Þetta endar svo allt af með því, að þeir freku ganga fyrir hinum. Stundum ganga miðarnir upp áður en þeir, sem bíða, kom- ast að. Stundum missa þeir af upphafi myndarinnar vegna ósvífni hinna síðkomnu. III endalok. ERLENDIS, þar sem menn kunna sæmilega að umgang- ast fólk, mundi enginn dirfast að sýna slíka frekju. Því síður að nokkur væri svo lítilsigldur að láta hafa sig til að kaupa fram hjá hinum, sem bíða. Hvernig væri, að almenningur hefði þetta bak við eyrað? , ! Harðlynd kona. RITNINGIN segir okkur átak- anlega sögu um grimmd og hégómaskap konu. Drottning Heródesar, sem áður var gefin Filippusi, bróður hans, fékk ó- slökkvandi hatur á Jóhannesi skírara. Heródes hafði hins veg- ar mætur á Jóhannesi og þrjózk- aðist við að láta taka hann a£ lífi. Svo var það á afmælisdegi kon ungs, að stjúpdóttir hans steig fyrir hann dans af mikilli list, svo að áhorfendur féllu alveg í stafi. Heródes var svo hrifinn, að hann sór þess dýran eið, að hann skyldi veita stúlkunni hverja þá ósk, sem hún bæri fram. Heimtaði höfuð skírarans. ÞEGAR stúlkan hafði ráðgazt við móður sína, bað hún um höfuð Jóhannesar á fati. Heró- desi þótti ill óskin, en gat þó ekki gengið á eiða sína. Stúlkunni var veitt bæn hennar, svo að hinni grimmu konu var fært höfuð skírarans á fati eins og um var beðið. Gamall hátíðisdagur. HÖFUÐDAGURINN er í dag, en svo er hann kallaður, af því að það er eömul sögn, að þann dag hafi Heródes Antipas látið höggva Jóhannes skírara árið 31 e. Kr. oa var fyrrum hald- ið heilagt í minningu þess. —• Hafa ís^endinear líklega haldið töluvert ur>n á bennan dag eftir fornum ritum að dæma. Nú er löneu öll helgi af hon- um, en fáir daear eru merkari í augum þeirra, sem spá um tíðar- far. Hefir jafnan verið litið svo á, að veðurfarsbreyting yrði um höfuðdaginn, svo að frá og með honum viðraði öðru en fyrir hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.