Morgunblaðið - 31.08.1952, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.08.1952, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 31. ágúst 1952 1 ,Ég fann Dynskógajárniðé segir Hoiger Gisiason í TILEFNI af frásögn Hslga Lárussonar í Mbl. í fyrradag, vill Holger Gíslason, taka eftirfarandi fram: — Það er ekki i étt, sem Helgi Lárusson heldur fram, að Klaust- ursbræður hafi fyrstir fundið járnið, heldur eru staðreyndir í máiinu þessar. Fyrst og fremst að járnið var aldrei algerlega tapað, þar sem Kerlingadals- bændur og fjöldi manna úr Vík unnu að því skömmu eftir að 'JPersier losnaði úr fjöru, að bjarga hluta af því. Fjöldi manna vissi nokkurn veginn hvar það lægi 1 sandinum. — Og 14. október fór ég aust- ur á sandana ásamt fleiri mönn- um með mælingatæki, og fann járnið þá eftir aðeins þriggja stundarfjórðunga leit, enda naut ég leiðsagnar kunnugra manna. Setti ég þá þegar niður bráða- birgðastikur og mið á staðinn. Þ. 4. nóv. fór ég aftur þangað, segir Holger. Var svæðið þá kortlagt og gengið betur frá merkjum og miðum. Hvað viðvíkur frásögn Helga Lárussonar af leit Erlend- ar Einarssonar að járninu í fyrra, þá er hún rétt, en hinsvegar er það staðreynd, að þá þegar var járnið á þeim stað, þar sem ég fann það og Klausturbræður sið- ar gengu að því, en ekki úti í sjó. — Ég tel, segir Holger, að vinna sú, sem Kerlingadalsbændur létu framkvæma, hafi komið Klaust- ursbræðrum að notum og þar hafi vérið rétt að farið. Hins Aðvörun (rá Sfefi , SVO SEM kunnugt er, var ný- lega kveðinn hér upp dómur vegna ólöglegs flutnings tón- verka og brotlegum framkvæmda stjóra dæmt að greiða eitt hundr- að krónur fyrir einn flutnings hvers lags, auk sekta í ríkissjóð að við lögðú varðhaldi.. Gjaki þetta er mörgum sinnum hærra en hlutfallslegt gjald fyrir aðila þá, sem öðlast hafa ótvírætt leyfi STEFS til flutnings. Einstaklingar, félög og fyrir- tæki eru hér með vinsamlega að- vöruð ‘um að láta ekki án leyfis frá STEFI flytja vernduð tón- verk, leikin eða sungin eða flutt af plötum eða böndum eða úr útvarpstæki fyrir starfsfólk sitt eða fyrir gesti, er greiða aðgang eða veitingar eða aðra þjónustu. Fyrir ólöglegan flutning tónverka verður krafist fullra skaðabóta auk sekta að viðlögðu varðhaldi, en refsingin mun að sjálfsögðu þyngjast við endurtekin lögbrot. Þeim notendum tónlisfar, sem gera upp fyrir lok september- mánaðar skuldir sínar við STEF, gefst kostur á mjög lágum greiðslum og hagkvæmum samn- ingum við félagið. Eftir þann tíma má búast við að STEF neiti hinum brotlega algerlega um flutningsleyfi í óákveðinn tíma. Skrifstofa STEFS á Skólavörðu- stíg 1 A í Reykjavík er opin dag- lega frá klukkan 5—7 e. h. Reykjavík, 31. ágúst 1952. Stef, samband tónskálda og eigenda flutningsréttar. vegar langar mig til að benda á það, að á þeim rúmum þremur vikum, sem Klaustursbræður hafa unnið að björgun járnsins, hafa þeir grafið upp aðeins um 20 tonn af járni. Svarar það ekki björgunarkostnaði og með sama áframhaldi tæki það mörg ár að bjarga járninu. Að lokum vil ég minnast á það, að ekki virt- ist gæta þess sjónarmiðs hjá Klaustursbræðrum að tími væri tæpur eða hætta á að verðmæti færu forgörðum, þegar þeir létu leggja lögbann við björgunarað- gerðum Kerlingardalsbænda. SapaS á hkumn AKUREYRI, 30. ágúst: — Nokkrir úrvals djassleikarar frá !Reykjavík, ásamt hinum þekkta tenór-saxófón-leikara, Ronnie *Scott, héldu hljómleika í Nýja !Bíó á Akureyri í gærkveldi. — | Söngvai i með flokknum var Hsukur Mortenz. | Hljómleikunum var forkunnar vel tekið. Var listamönnur.um ósnart kiappað lof í lófa, og léku þeir mörg aukalög við ákafan fögnuð áheyrenda. Kynnir var Svavar Gests. Áheyréndur voru margir. — H. Vald. iérsuncitíiilar m n fitff samfal viS ungfrú Ásgerði HauksdöHur íþróffakennara MBL. hefur átt stutt samtal við ungfrú Ásgerði Hauksdóttur, iþróttakennara, sem haft hefur með höndum súndkennslu kvenna í sundlaugunum. Komst hún m. a. að orði á þessa leið: Sérsundtímar kvenna i sund- langum Reykjaúíkur, hafa verið mjög vel sóttir og vakið almenna ánægju. Hafa þéir staðið að morgninum frá kl. 9 til 10,30. mánudaga, þriðjudaga, miðviku- daga og fimmtudaga. Upphaflega var konum heimilt að taka börn sín með sér, en sökum gífurlegra Á dýraveiðum í. dýragarðinum DALLAS, Texas. — Það þykir góð íþrótt að fara á dýraveiðar í Áfríku, en þó eru þeir til, sem iremur kjósa heimatökin. Starfsmenn ' dýragarðsins í Dallas í Bandaríkjunum hafa fengið strengileg fýrirmæli um að vtSra sig á skotmanni, sem gert ftefur óskunda í garðinum í sumat’. Enn hefur ekki tekizt að ha.fa hendur í hári hans, þó að hann hafi þegar lagt 5 dýr að yelli með riffli sínum." Ásgerður Hauksdóttir, sundkennari. þrengsla varð að afnema það. Aftur á móti' gátu þær geymt börnin á áhorfendasvæðinu á iaugarbakkanum, og vár gengið þannig frá að þau komust ekki út á götuna. — Dró þessi ráðstöfun ekki úr aðsókninni? — Jú, það gerði það, því börnin voru óróleg þegar þau sáu mæð- ur sínar niðri í lauginni. Þau vildu þá helzt líka vera með. — Voru allar konurnar ósynd- gr? ] — Nei. En þær voru byrjendur ’ að því leyti að sumar vildu læra j skriðsund, sumar þurftu að fá leiðrétt sundtökin, aðrar vildu fá meiri hraða og einnig vildu þær I þeirra rifja upp kunnáttu sína, J sem ekki höfðu komið í vatn ár- um saman. Konurnar voru á öll- 1 um aldri og sú elzta hátt á sjötugs j aldri. Hún var algjör byrjandi en komst þó á flot. Kalla ég það vel 1 af sér vikið. Yngsti nemandir.n var hins vegar 6 ára. KARLMENN ÓÁNÆGDIR — En voru karlmennirnir eitt- hvað óánægðir með þennan tíma? — í fyrstu var gert ráð fyrir því að konurnar hefðu laugina út af fyrir sig. En karlmennirnir sóttu mjög á, jafnvel svo að þeir fóru fram á að fá hjálp lögreglunnar, til að fá míli sínu framgengt. En úr því varð þó eigi og var karlmönnum lgyfður aðgangur á þessum tíma, nema konur höfðu iitlu laugina út af fyrir sig. Notuðu þá karlmenn sér þetta mikið? * — Nei því fór fjarri, eingöngu tvo fyrstu dagana notuðu þeir sér það. Svo fór þeim ört fækkandi. En konurnar leggja mikið upp úr því -að vera alveg út af fyrir . sig, og svolítið dró þetta úr að- sókninni, þó hún væri góð allan íímann. > — Hve lengi hefur námskeiðið ctaðið? — I fiórar vikur. Hefur kennsla verið . ókeypis og vegna mikils áhuga kvennanna, hafa þær get- ,pð fengið það framlengt um eina viku. Stendur það því næstu viku og er svo lokið þetta sumarið. Konurnar eru mjög þakklátar bæiaryfirvöldunum og beim sem höfðu forgöngu um að þessir sér- sundtímar kvenna voru teknir unr>. tjc-crír unpfrú Ásgerður Hauksdóttir að lokum. Indverska dansmærin Lilavati. IIINIR erlendu dansgestir sýndu] listir sínar í fyrsta sinn á föstu- dagskvöld í Þjóðleikhúsinu. Á efn- isskráhni voru nokkur söguleg atriði úr klássískum ballettum, all margir sólódansar klassískir, enn fremur karakterdansar, að ó^leymdum hinum indversku rítú- aldönsum, sem indverska dans- mærin fór með. Sýningin hófst með nokkrum atriCum úr 2. þátti Gisellu-ball- ctsins, og dönsuðu þau Margrethe Schanne og K.jeld Noack frá Kgi. balletinum danska þau atriði af mikilii snilld og djúpri inn- lifun. Var einkum svipleikur þeirra mjög áhrifamikill. And- stætt atriði var kaflinn úr Draum myndum Lumbyes, sem þau döns uðu með aðstoð hins sæn^ka ballet meistara af mikilli kímni. Einnig var frammistaða þeirra mjög kankvís og smekkleg í karakter- dansi - úr „sveitarhátíðinni í Brúgge“, Sem bar ljós merki hins skemmtilega skapara danska balletsins, fi'anska balietmeistar- ans Bournonviiles. Eru þau mjög virðurlegir fulltrúar hins fræga bailets Dana. Gunnel Lindgren frá Kgl. óperunni í Stoþkhólmi sýndi prýðilega leikni í mörgum sóió- dönsum. Meðal þeirra voru til- brigði úr „Þyrnirósu" Tsjaikov- skís. saminn af Blaríusi Petipa, litla snillingnum frá, Marseilie, sðm gerðist brautryo.ja.ndi hins víðfræga Pétursborgar ballets eftir miðja öldina sem ieið. „Kóreógrafíur" hans eru enn dans aðar svo víða sem rússnesk dans- list hefur borizt með éftirmönn- um hans, Fókin', Massín og Lifar, svo að nefndir séu aðeins þeir helztu, sem starfað hafa aðallega Þjóðleikhússins utan lands síns. Eftirtektarverða og stílhreina æfingastúdíu eftir Holmgrcn dansaði frúin einnig við lag eftir Debussy. Inga Berggrcn og Carl Gustaf Kruuse frá borgarleikhúsinu l Málmey sýndu prýðilegan sam- dans í klassískum dönsum og karakterdönsum, sem Kruusö balletmeist^iri hefur sjálfur sam- ið. Meðal þeirra eru klassfhkur menúctt, stílfagur nútímavals ogr mjög kímin skopstæling á sving- pjöttum og svellgæjum vorrar ald- ar. Er Kruuse balletmeistari mjög hugkvæmur og frumlegur dansahöfundur (kóreógraf), Þrátt fyrir ágæta frammistöðm hinna norrænu gesta og smekk- legan undirleik hjá Harry Ebeit, sem einnig leik einleik á píanó, vöktu hinir undurfögru indversku dansar einna mesta eftirtekt, ekki sízt ‘vegna þess, hversu sú dans- list er sjaldséð í Vesturlöndum. Er það mála sannast, að vestrærs danslist (sem talin myndi óþol- andi borgaraleg og formaiistísk, ef það væru ekki Rússar, sem þar standa fremst) margt lært af hinni safamiklu danslist austur- landa. Hjá hinni indversku dans- mey ber mest á hinum undur- fögru handahreyfingum, sem eru einhver veigamesti þátturinn I austrænni danslist, og má vera að í því efni standi Bali-dansmn enn framar. Freistandi væri að f.iöl- yrða meir um list ungfrú Lilavati,* ef rúm leyfði. Undirleikinn ann- aðist Sri S. Bose á tvær samstillt- ar trumbur af furðulegri nær- færni og f,jölbreytni, og var sam- leikur hans og' dansmey.iarinnar með afbrigðum nákvæmur, eigi síður en hinn þjóðiegi þokki þeii ra og hæverska. Nokkuð bar á því, að stuttue tími hefir orðið til undirbúnings og samæfinga, aðcins liðugur sói- arhringur, og gætti einkum nokk-. urs óstyrks í meðferð ljósanna< Lagast það vonandi á síðari sýiw ingum. I Sýningin var til ánægju ogf sóma og spáir góðu um samvinnU Þjóðleikhússins yið helztu leikhúS Norðurlandanna. Hafi hinir gáf- uðu gestir þökk fyrir komuna. | Bjarni GuSmundsson. j Nokkrar af konunurn, sem tóku þátt í sérsuncttímum kvenna. LisfhátíS í V.-Berlíst BERLlN, 30. ágúst: — Á morg- un, sunnudag, hcfst í Vcstur-* Berlín mikil listahátíð með þátt« töku frá tíu ríkjum. Þar veröal iistaverkasýningar ‘ og Iistkynrw ing ýmiss konar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.