Morgunblaðið - 31.08.1952, Blaðsíða 10
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 31. ágúst 1952 1
í 10
_____............... - — ■ - ........... —----------------------------• ....—...... I hin
KALLI KÚLA |
Skdldsaga eftir FALSTAFF FAKIR
|
mmilM———i—minnHininiininniimnuiiHHnniinHimimnmnmiiiiunw>w——M—ui—mil—l—W*
Framhaldssagan 8
Jjegar þeir voru búnir að slökkva
þorstann í ísköldum guðaveig-
um, og skiptast á lærdómsríkum
orðum, fékk prestur loks kjark
til að leiða samtalið inn á hina
hættulegu braut. Hann hóf árás
eína með því að ræskja sig.
— Jú, sjáðu Kalli,/hóf hann
gætilega máls — ég er nefnilega
kominn til að tala við þig um al-
varlegt málefni.
— Skál! sagði Kalli Kúla Vin-
gjarnlega.
Þetta var ekki beinlínis það
svar, sem séra Andrés hafði búizt
við. Hann lyfti samt glasinu og
sagði áhyggjufullur: — Skál!
En áður en hann náði að hefja
máls að nýju, sagði Kalli Kúla:
— Ég skil mikið vel við hvað
þú átt, Andrés. Þú ert sjálfsagt
að hugsa um þessa -— þessa
pappírsmiða. Já, þeir erú nú orðn
ir nokkuð margir — og nokkuð
háir. Og eins og þú sjálfur sagð-
ir — það er í raun og veru alvar
legt mál.
Séra Andrés sat steinþegjandi
dálitla stund og horfði á vin sinn.
Hann var fullkomlega úti á
þekju.
— Ah, ah, ah! var allt sem
hann gat sagt. Kalli Kúla hélt
áfram:
— Einkum á þessum — ég verð
að segja erfiðu tímum, þegar allt
er svo hræðilega dýrt og bóndinn
á við svo margt að stríða, er erfitt
um peninga. Ég er sjálfur í pen-
ingavandræðum — nú sem stend-
ur, bætti hann við, til að róa séra
Andrés, sem var með skelfingar-
svip á andlitinu.
— Já, já, já, áreiðanlega, svar-
aði séra Andrés hógvært og
vandræðalega.
— En kæri Andrés, á meðan
við erum svona góðir vinir, stend
ég bak við orð mín og nafn. Ég
get aldrei brugðist góðum vin!
— Nei, ég veit að ....
— Okkur kemur nú svo vel
saman — ætti ég þá ekki að
hjálpa þér? Ef við værum ekki
vinir, væri auðvitað öðru máli
að gegna. Þú getur reitt þig á mig
Andrés! Skál!
— Skál! — Aa — ah — ah!
— Láttu þetta ekki á þig fá.
Ef þú þarft á að halda, skal ég
svo sannarlega útvega þér einn
nýjan ....
— Nei, þökk fyrir. Nei, þökk
fyrir! var hið fasta og ákveðna
svar. Ég ætti víst heldur að koma
mér af stað.
— Strax! Áttirðu annað erindi
Við mig?
— Nei, nei! Alls ekki! Vertu nú
JHBll!
— Jæja, vertu þá sæll! Ég lít
sjálfsagt inn hjá þér bráðlega.
— Gerðu það! Gerðu það!
Vertu sæll!
— Ég geri það. Vertu 'sæll!
Séra Andrés fór leiðar sinnar
og andlitssvipur hans var lóð-
réttari en þegar hann kom. Kalli
Kúla horfði á eftir honum, gekk
svo inn á skrifstofu sína, stillti
sér upp fyrir framan spegilinn og
tók hátíðlega ofan fyrir spegil-
mynd sjáls sín.
Það var ekki þverfótað fyrir
ásatrúarfólki — hægfara ásatrú-
armönnum og oísafengnum „ása-
heilögum“. Hinir síðarnefndu,
með Mömmu Grétu í broddi fylk
ingar, komu Kalla Kúlu í vand-
ræði með trúarákefð sinni og
kröfum um að lifa í fullu sam-
ræmi við hina nýju trú. Hann von
aði að ofsi þeirra myndi lægjast
með tímanum.
Einn var þó sá maður, sem far.n
enga hvöt hjá sér til að bíða
átekta. Það var séra Jóhannsson,
og sá maður vissi hvað hann
vildi.
Þar sem hann gat ekki fengið
sig til að hitta persónulega hinn
forsmánarlega afvegaleiðara í
Ásaþorpi, settist hSnn við skrif-
borð sitt og ritaði langt bréf til
Kalla Kúlu, þar sem hann þrum-
aði gegn honum áfjórtánþéttskrif
uðum síðum og skoraði á hann
með ofsa miklum, að hverfa af
hinum breiða vegi, sem hann
hafði gengið hingað til. Skyldi
svo fara, að hann færi ekki eftir
þessum ráðleggingum, lét séra
Jóhanrsson skína í að kirkjufor-
boð hið minna væri alls ekki
fjarlægur hlutur. Það væru kol-
svartar frpmtíðarhorfur.
Kalli Kúla svaraði kurteislega
að hann hefði of mikið að gera
um þetía leyti ársins til þess að
geta leyft sér að standa í guð-
fræðilegum kaporæðum, auk þess
sem sér væri alveg augljóst að
hann, ólærður maðurinn, ein-
faldur almúgamaður. mundi lítið
erindi eiga i kappræðnr við iafn
lærðan mann og séra Jóhannsson
— en bó bvggist hann við, eftir
tvö til þrjú ár að fá tima og tæki-
færi til að reyna það. Hann liti
til þess tíma með sárnm kvíða,
og baðst þess að séra Jóhar>nSSon
veitti sér þá hamingju að um-
vefia hann i blessun vináttu og
tillitssemi. Ef séra Jóhannsson
vildi einhvern tíma á þessnm
þrem árum gerast áhangandi Ása
trúarinnar — svona í tilrauna-
skyni — kvaðst herragarðseigand
inn fullviss um að sérhver rnein-
ingamunur milli þeirra myndi
hverfa eins og skv fyrir sólu. Með
þessari biartsýni kvaðst hann
enda bréf sitt, ásamt beztu ósk-
um séra Jóhannsson til handa
og öllum hans óbekktu ættmenn-
um, er nytu slíkarar virðingar,
sem raun bæri vitni.
Kalli Kúla fékk svar upp á
bréf þetta. Það endaði á hótun
um kirkjuforboð. Bréf þetta var
endursent óopnað með sendi-
sveini, er flutti hjartnæmar
kveðjur frá Kalla Kúlu og þar
með, að vegna anna hefði hann
engan tíma til að sinna bók-
menntum, hversu sárt sífm það
<annars tæki sig — etc.
Þá ákvað séra Jóhannsson að
I koma opinberlega fram og brenni
Imerkja þennan forherta syndara
í augum háttvirts almennings og
afhjúpa hann algerlega.
Dag nokkurn fiutti útbreidd-
asta blað landshlutans eftirfar-
andi „BRÉF FRÁ LESANDA"
prentað með skáletri:
VILLUTRÚ
Það er ekki lengur ástæða
til að leyna því, að á herra-
garðinum A—p er rekinn hinn
svívirðilegasti áróður fyrir því
að innleiða sérlega grófa skurð
goðadýrkun. Hvað hefur sá
maður gert í þessu efni, sem
framar öllum öðrnm ber
skylrla til að stöðva þetta fram
ferði?? Það gerir málið ennþá
alvarlegra, að svo lítur út, sem
þessum áróðursmönnum verði
sæmilega framgengt.
Vér endurtökum spurningu
vora: Hversu lengi getur þessi
moldvörpustarfsemi vantrúar
klíkunnar á A—p komizt hjá
refsingu?
.Tustus
observator furiosus.
Þetta númer af dagblaðinu var
sent í pósti til allra íbúa herra-
garðsins. Bréfið var innrammað
með blýanti, en fólkið las það
með tortryggni. Og er Kalli Kúla,
einmitt þennan sama dag, lét
framreiða romm, gleymdist bréf-
ið alveg....
En þar eð Kalli Kúla kærði sig
lítt um að sjá slíkar árásir endur
teknar í blaðinu, skrifaði hann
ritstjóranum ákaflega kurteislegt
bréf og bauð honum að skoða
hina nýju mjólkurvinnslustöð í
Ásaþorpi og bætti svo við: „Og
þegar þér eruð orðinn þreyttur
á að skoða vinsamlegast þessar
lítilfjörlegu umbætur, vona ég að
tími yðar leyfi yður að staldra við
hjá mér og borða óbreyttan mið-
degisverð".
Ritstjórinn vissi annars staðar
frá hvað óbreyttur hádegisverður
í Ásaþorpi þýddi. Hann flýtti sér
eftir Grimmsbræður
1.
Einu sinni var ríkur bóndi, sem var að virða fyrir sér
akra sína og garða. Kornið var orðið þroskað og ávaxtatrén
voru þakin ávöxtum. Uppskeran frá árinu áður lá að mestu
ónotuð uppi á skemmuloftunum, svo að það var tæplega
hægt að koma þar meira fyrir.
Bóndinn gekk nú út í gripahúsin, en þar voru spikfeitir
uxar og þriflegar kýr og kálfar. Þessu næst fór hann inn í
baðstoíu og virti fyrir sér stóra jámkistu, þar sem hann
geymdi alla peningana sína.
A meðan hann var að virða fyrir sér auðævi sín, var barið
á dyr — þó ekki á bæjardyrnar, heldur á dyr að hjarta hans.
Þær voru opnaðar, og hann heyrði rödd, sem sagði:
„Hefur þú gert nokkurt góðverk með auðæfum þínum?
Hefur þú hjálpað fátæklingum? Hefur þú gefið þeim brauð,
sem svelta? Hefur þú verið ánægður með það, sem þú hefur
unnið þér inn eða hefur þú sótst eftir meira en því, en þér
hefur áskotnazt?“
Það leið nokkur stund, þar til hjartað svaraði.
„Ég hef verið ógreiðvikinn og óskammfeilinn í viðskiptum.
Ég hef aldrei gert meðbræðrum mínum neitt gott. Þegar
fátæklingar hafa komið hingað, hef ég ekkert viljað láta af
hendi rakna. Aldrei hef ég hugsað um Guð — eiginlega
aldrei um annað en að safna auði. Ég hef ávallt viljað
eignast meira og meira — aldrei verið ánægður.“
Bóndinn varð mjög óttasleginn þegar hann heyrði þessi
svör. Hann varð að fá sér sæti, því að hann skalf allur frá
hviríli til ilja. Allt í einu var barið að dyrum — ekki að
hjartadyrunum, heldur að bæjardyrunum. Fyrir utan stóð
fátækur maður, sem átti fyrir stórum'barnahópi að sjá, en
var alveg bjargarlaus.
I íyrram álið:
Ésalan heldur ðfram
SeljuBH allar kápur,
dragfir og sfuttkápur
á mjög hagkvæmu verðL
gjifo*
~y4&afátrœti
FJÖLBREYTT ÍSAUM !
MEÐ VÉLUM
Plisseringar
Gcrð hnappagöt ’ j
Klæddar sylgjur 4 j
Klæddir hnappar
Kóssar í bclti j ? 1
Flossaum
Zig-Zag saum ‘4 !
Xlúilföldun
SokkaviSgerðir j j
Svartir og mislitir Kominn heim
ísgarusokkar
Vtrfl Jnjil>f<iryar KARI. JÓNSSON
læknir.
ryBvaraa- ug mtnr_ý& j ryðbremauna*- efni Kominn heim ODDL’R ÓLAFSSON læknir.
Skólppípur Rósötí giardínuefni
2” — 2%” — 4\ dúkadamask, káputau o. m. fi. nýkomið.
Helgi Magnússon & Co. Ver*l. Þjórsá
Hafnarstr. 19. Sími 3184. Laugaveg 11.
Ung og starfsglöð stúlka þýzk, sem talar íslenzku (og Kfæðskeri
ensku), með sérmenntun, vanur kápu- og dragta-
óskar eftir léttu starfi á satuni óskast sem verkstjóri
góðu heimili, eða ráðskonu- á kápnsaumastofu. Tilboð
starfi. Tilboð sendist blað- leggxst inn á afgreiðslu
inu merkt: „íslandsvinur — blaðsins merkt: „Verkstjóri
135“. — — 144".
HERBERGI
^®PUKS,Í1Í óskast
w í Mið- eða Vesturbænum. — Upplýsingar í síma 80836.