Morgunblaðið - 31.08.1952, Qupperneq 12
Veðurúflii í dag:
Austan og N-austan kaldi.
Skýjað, en úrkomulítið.
197. tbl. — Sunnudagur 31. ágúst 1952.
ReykfafflsrbréJ
er á bl*. 7.
Ríkissjóður og vátryggj-
endur í Dynskógadeilunni
1,
Fimm lögfræðingar fóru fil Vikur.
BÆÐI vátryggjendur farmsins í Persier og ríkið munu nú ætla
að gæta réttar síns í sambandi við deiluna um járnið á Dynskóga-
fjöru. Er nú sennilegt að ekki líði á löngu þar til endanlega verð-
ur skorið úr um eignarrétt og björgunarrétt yfir járninu.
Sepiembersýningin.
RÍKISSJÓÐLR 0€
VÁTRYCGJEíNOUR
KOMA I!NN
1 gærdag fóru með bifreið frá
Reykjavík, austur til Víkur L
Mýrdal 5 lögfræðingar, þeir Ólaf-
ur Bjöi'nsson, fulltrúi Ólafs Þor-
grímssónar vegna Kerlingardais-
bænda, Kristján Guðlaugsson
vegna Klaustursbræðra, Vilhjálm
ur Jónsson vegna Erlendar Ein-
arssonar og Björns B. Björnsson-
ar, Jóhann Steinason f.h Svein-
bja’mar Jónssonar vegna vá-
tryggjenda farmsins í Tersier og
Theodór B. Líndal hrl. vegna
ríkissjóðs.
8ÆNDURMR KREFJAST
LÖGBANNS
Mun málið nú komið á það
stig, að Kerlingardaisbændur
hafa krafizt lögbanns víð því að
nokkur annar aðili en þeir sjálfir f
bjargi járninu af söndunum og
jafnframt munu þeir hafa krafizt
lögbanns' gegn ráðstöfunum á því
járni, sem þegar hefur verið
bjaigað, meðan ekki er skorið úr
um eignar og björgunarrétt.
Togarar Bæjarúl-
gerðar Reykjavíkur
B.V. INGÓLFUR Arnarson kom
af Grænlandsmiðum tií Reykja-
víkur með fullfermi af saltfiski á
fimmtudagskvöld 28. ágúst og
hélt eftir skamma viðstöðu áfram
til Esbjerg þar sem aflinn verður
seldur.
B.v. Skúli Magnússon er á
Grænlandsmiðum og fiskar í ís.
B.v. Hallveig Fróðadóttir og
Jón Þorláksson eru á ísfiskveið-
um hér við land fyrir Þýzkalands
markað. ,
Togararnir Þoxsteinn Ingólfs-
son, .Jón Baldvinsson og Þorkell
máni eru allir á •saltfiskveiðum
við Grænland. *
B.v. Pétur Halldórsson sejdi
afla sinn, 295 tonn af saltfiski, í
Esbjerg í byrjun vikunnar og
lagði af stað heimieiðis eftir há-
degi á þriðjudag 26. ágúst.
Unnið er við pökkun og verkun
á saltfiski og hertum fiski í fisk-
verkunarstöðinni og unnu um 100
manns þar.í vikunni.
Hundruð skipa
leifuðu hafnar
á Seyðisfirði
SEYÐISFIRÐI, 30. ágúst. —
Norsk síldveiiðskip leituðu
hafnar hér í vikunni svo
hundruðum skipti vegna veð-
urs. Komust þau ekki fyrir á
aðalhöfninni og lágu út allan
fjörð.
Flest skipin fóru aftur út I
fyrradag og i gær, þegar lægt
hafði. — B.
Nýaðferðvið
geymslu síldar
FRÁ NOREGI berast þær fregn-
ir, að ný aðferð hafi verið fundin
upp til þess að geyma síld. Með
henni helzt fiskurinn sem nýr
í a.m.k. 3 mánuði. Voru nýlega
framreiddir réttir úr sild, sem
þessi aðferð hafði verið notuð
við og voru allir á einu máli um
að síldin væri sem ný.
Síldin var sett í tunnur undir
opinberu eftirliti. Síðan voru
tunnurnar innsiglaðar og
geymdar í þrjá mánuði, en þá
voru þær opnaðar og samkvæmt
efnagreiningu var fitumagn
þeirra 12.3%. Aðeins 2,16% sýru-
magn. var í síldarlýsinu við suðu
þessara sílda, en það er mjög
mikilvægt við framleiðslu síldar-
lýsis, að sýrumagnið sé sem
minnst.
Þykir þessi nýja aðferð mjög
merkilegt skref í þá átt, að nýta
síldiná betur, bæði til neyzlu og
vinnslu í verksmiðjum.
I gærkvöldi átti að opna 4. Septembersýninguna, en að undanförnu
hafa listamennirnir 12 verið önnum kafnir við uppröðun listaverk-1
anna. Mynd þessa tók ljósm. Mbl. og sjást listamennirnir Hjörleif-
ur Sigurðsson, Gunnlaugur Scheving og Karl Kvaran vera að koma
einu listaverkanna fyrir.
r
I gærkvöldi áfti aS opna
fjórðu Sepfembersýniuguua
12 Ibfamenn sýna þar rúml. 70 lisfaverk
KLUKKAN 9.30 í gærkvöldi átti að opna Septembersýninguna í
Listamannaskálanum við Austurvöll. Að þessu sinni eru þar frammi
rúmlega 70 listaverk eftir 12 listamenn. Sýningin verður opin í
hálfan mánuð.
Píanótiljómle ika r T]
HarryEberlámánud.
HINN þekkti píanóleikari Harry
Ebert frá Stokkhólmi heldur
hljómleika í Þjóðleikhúsinu á
mán udagsk vö! dið.
— Nokkrir íslenzkir listamenn.
sem ég hefi hitt og starfað með
eins og t. d. Stefán íslandi og
hinn ágæti barytónsöngvari Guð-
mundur Jónsson, höfðu sagt mér
margt um ísland, náttúrufegurS.
þess, sö'gu og menningu. ísland
hefur því lengi staðið mér fyrir
hu?skotssjónum sem drauma-
land, sem ég hefi þráð sð koma
til, segir Harry Ebert í viðtali við
blaðið.
— Óskadraumurinn er rú orð-
inn að veruleika og ég hefi ekki
orðið fvrir vonbrigðum, bætir
ha-’n við.
Á hliómleikunum á mársud.ags-
kvöldið Ieikur Harry Ebert aðal-
lega preTudiur eftir Debus=". Þá
leikur hann einnig toccata og
fugu í D-moH eftír Bach ort "okk-
ur verk eftir Sibilius og Rach-
maninoff, en Ebert var nemandi
hans um tíma. Loks leikur Ebert
verk eftir Chopin.
Harry Ebert er einn af bekkt-
ustU píanóleikurum Svíþjóðar..
Hann byrjaði að leika opinber-
lega þegar hann var 12 ára. Hann
hefur haldið hljómleika víða um
land og meðal annars í Carnegie
Hall í New York, en þekktastur
er hann sem hinn frábæri undir-
leikari Jussi Björlings.
Hauslveður enn
fyrir norðan 1
AKUREYRI, 30. ágúst. — Eftir
’tvær frostnætur að undanförnu,
brá hér til norðanáttar, og í nótt
sem leið var mikil rigning I
byggð og heldur áfram í dag. I
nótt snjóaði í fjöll.
Útlit með kartöfluuppskeria
var víða allsæmilegt, en nú hefir
kartöflugras nær allsstaðar gjör-
fallið í görðum og veldur stór-
tjóni í héraðinu. H. Vald.
Valurvann 2:1
KNATTSPYRNULIÐ Vals, sem
nú er í Færey.jum, lék þriðja leik
sinn þar í fyrrakvöld við Havnar
Boldfelag. Leikar fóru þannig að
Valur vann með 2:1.
Danskur frömuður í hðimilis
iðnaði heldur sýningu hér
FJÓRÐA SEPTEMBER- ®
SÝNINGIN •
Þetta er fjórða Septembersýn-
ingin, sem haldin er. Til þeirra
var í upphafi stofnað til þess að
gefa almenningi kost á að sjá og
fylgjast með því hvað gerðist í
vinnustofum yngstu og næst
yngstu myndlistarmannanna, en
margir hinna fyrrnefndu sýndu
á fyrstu Septembersýningunni
verk sín opinberlega í fyrsta
skipti hérlendis. .
freð
Haldin í Þjóðminjasafninu.
VON ER Á góðum gesti bráðlega hingað til lands frá Danmörku.
Stjórn Sambands íslenzkra héimilisiðnaðarfélaga hefur í samráði
við sendiherra Dana hér boðið einum af helztu frömuðum heim-
ilisiðnaðar og listiðnaðar í Danmörku, frú Gertie Wandel, að koma
híngað í næsta mánuði og halda hér sýningu á heimilisiðnaði.
Ætlar sendiherra, frú Bodil-®"
Begtrup, að veita Sambandinu
mikilsverða aðstoð sína við mót-
töku frúarinnar og dvöl hennar
hér, og Þjóðminjavörður lána sal
í hinu nýja húsi Þjóðminjasafns-
ins til að hafa í sýninguna.
Frú Gertie Wandel er hámennt
uð kona og þjóðfræg í Danmörku.!
Hún er í stjórnum þeirra félaga,
gem starfa að eflingu heimilisiðn-
aðar og listiðnaðar þar í landi,
hefur helgað hajög krafta sína
þeim málum nú um aldarfjórð-
ungs skeið, en jafnframt hefur
hún hin síðustu árin ætíð orðið
að taka sæti í bæjarstjórninni í
Gentofte, þar sem hún á heima,
og síðastliðið vor var hún kjörin
á ríkisþingið. Sæmd hefur hún
verið ýmsum heiðursmerkjum.
LISTAMENNIRNIR ER SÝNA
VERK SÍN NÚ
Þeir, sem verk eiga á sýning-
unni nú eru Valtýr Pétursson,
Kristján Davíðsson, Kjartan Guð
jónsson, Ásmundur Sveinsson,
Guðmunda Andrésdóttir, sem
sýnir myndir sínar í fyrsta skipti
hér á landi, Hjörleifur Sigurðs-
son, sem nú ér í fyrsta sinn'þátt-
takandi í Septembersýningu, Jó-
hannes Jóhannesson, Karl Kvar-
an, Sigurjón Ólafsson, Sverrir
Haraldsson, nýliði á September-
sýningu og Þorvaldur Skúlason.
VANDAÐUR BÆKLINGUR
I sambandi við sýninguna gefa
listamennirnir út vandaðan bækl-
ing um sýninguna. Þar getur að
líta mynd af einu verki hvers
listamanns er þátt tekur í sýn-
ingunni. Valtýr Pétursson skrif-
ar „Nokkur orð um list“ og þar
er jafnframt mjög athyglisvérð
grein: „Söfn krefjast frelsis list-
unum til handa“, þar sem sjón-
armið nútíma-listamanna eru
túlkuð af skilningi og velvild.
LUNDÚNUM — Um þessar
mundir eru 900 pilagrímar á IqíÖ
til Lourdes. Pílagrímar í þessari
,för eru nálega allir frá írlandi.
liýir sölumöguleikar
fiski s Bandaríkjunum
NOKKUR járnbrautarfélög í Bandaríkjunum eru nú að gera til-
raunir með ýmsar fæðutegundir, sem þau láta frysta eftir að þær
hafa verið soðnar. Er maturinn svo tekinn eftir þörfum, þíddur,
hitaður upp og síðan borinn á borð.
GEFIZT VEL
| Hefur þessi aðferð reynzt á-
gætlega og ætla járnbrautarfélög
in að nota hana í enn ríkari mæli
en hingað til. Tilraunir með
sverðfisk hafa gefið góða raun.
Er því líklegt, að fiskmeti verði
meira notað í þessu skyni en
hingað til, og eru hér miklir
möguleikar fyrir duglega fiski-
kaupmenn, sem vilja selja vöru
sína.
NÝIR MÖGULEIKAR
i Sala á frosnum fiski í heild-
sölu beint til þeirra, sem eiga
| frystiskápa til heimilisfrysting-
ar, gæti vel orðið þess virði, að
hún sé athuguð. Álitið er, að
fjöldi þeirra, sem eiga slík tæki
í Bandaríkjunum, sé um 4 millj.
og fer vaxandi að menn vilji nýta
tækin á þann hátt, að kaupa all-
mikið magn af frystum mat í
einu og geyma heima. Er fisk-
kaupmönnum í Bandaríkjunum,
sem selja frosinn fisk, mjög ráð-
lagt að notfæra sér þennan
möguleika til aúkningar á fisk-
sölunni. Þannig skapast stöðugt
nýir möguleikar til sölu á frosn-
um fiski, ef fiskkaupmenn eru
nægilega vel á verði fyrir þeim
nýjungum, sem fram koma.