Morgunblaðið - 09.09.1952, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. sept. 1952 >
Lyf tisföiif iyrinslenzk !
isn iðnað og yðju
Ræða Gunnars Ihoroddsens borgarstjóra
við setningu Iðnsýningarinnar
Herra xorseti íslands!
Háttvirta samkoma!
REYKJAVÍK á í raun réttri þrjá
íæðingardaga. Hinn fyrsta árið
877, þegar Ingólfur Arnarson
festi hér byggð, annan 1752, er
iðnaðarstofnanir Skúla Magnús-
sonar hófu starf, og hinn þriðja
1786, þegar einokunarverzlun var
aflétt og Reykjavík hlaut kaup-
staðarréttindi. Hver þessara
þriggja atburða er um leið stór-
viðburður fyrir atvinnuvegi þjóð-
arinnai'. Landnárn Ingólfs. var
upphaf „að ræktun landsins Og
landþúnaði. Stofnun Innrétting-
anna var upphaf að íslenzkri iðju
og iðnaði, 'öðrum en heimilisiðn-
aði. Afnám einokunarinar var
upphaf áð innlendri, frjálsri
verz'lun.
Þegar Skúli Magnússon varð
landfógeti,_tæplega fertugur að
aldri, var brotið blað í sögu
landsins. Hann hófst handa um
margvíslegar umbætur í atvinnu-
rekstri landsmanna. Að frum-
kvæði hans og fyrir atbeina ann
arra góðra manna var hlutafélag
Innréttinganna stofnað á Alþingi
17. júlí 1951, með 13 stofnendum,
en hlutaféð var 1550 ríkisdalir.
í Stjórnina voru kosnir 4 menn
meðal þeirra Skúli Magnússon.
Honum var falið á hendur að
fara utan og túlka málið fyrir
konungi. Sú sendiför tókst svo
vel, að konungur og stjórn hans
samþykktu að veita 10 þús. ríkis-
dala styrk til að koma iðnaðar-
stofnunura ' á Hót. Mun' þetta
fyrsta dæmið í sögu vorri um
ríkisframlag til eflingar atvinnu-
vegum landsins.
Þessar iðnaðarstofnanir höfðu
það hlutverk, að vinna úr ís
lenzkri ull. Þótt misjafnlega
gengi á stundum, og miklir erfið-
leikar yrðu á vegi, gerði stofnun
þeirra Keykjavík að höfuðstað
og var fyrsti vísir að íslenzkri
iðju og iðnaði. Sú hin mikla iðn
sýning sem nú er opnuð, á 200
ára afmæli innréttinganna, er því
hvort tveggja í senn: hátjðj iðn-
aðarihs og hátíð höfuðborgar-
innar.
Hver er nú staða iðnaðarins og
hlutur hans í atvinnulífi Reykja-
víkur? Það má telja víst, að um
40 af hundraði íbúa Reykjavíkur-
'bæjar hafi lífsframfæri af iðn-
aði, og eru þá meðtaldir þeir, sem
vinna afgreiðsj.u- og skrifstofu-
.störf í iðnaðarfyrirtækjum. Fram
íeiðsluverðmæti iðnaðar í Reykja
vik, annars en byggingariðnaðar,
var á árinu 1950 um 460 millj.
kr. Aukning iðnaðar hér á landi
hefir verið meiri hin síðari ár,
en í nágrannalöndum. Til dæmis
hefir iðnaður vaxið árin 1946—49
um 1% í Svíþjóð, 13% í Finn-
íandi, 17% í Danmörku, en 19%
á íslandi, og er þá miðað við at-
yinn u vísitölu starfspiannahalds.
Til marks um aukning iðnaðarins
má geta þess, að 1931 voru sveins-
bréf, útgefin af lögreglustjóran-
um í Reykjavík, 52 að tölu, en
á árinu 1950 voru þau 244.
Þessi iðnsýning mun opna
inönnum nýjan heim. Flestir
landsmenn, jafnvel margir iðn-
aðarmenn, hafa ekki hugmynd
um hversu fjölbreyttur og full-
kominn hinn íslenzki iðnaður er'
orðinn. Á þessari sýningu munu
uppljúkast augu manna fyrir
framtaki og atorku, hæfileikum
og menntun hinna íslenzku iðn-
aðarmanna. Sýningin bsndir oss
jafnframt á hina miklu þjóðhags-
þýðingu iðnaðarins, og ekki
síst þarf hún að vekja menn til
■umþugsunar um, hvað landsmenn
og landsins yfirvöld þurfa að gera
til þess að styðja og efla enn
meir þessa atvinnugrein.
Ef íslenzkir iðnaðarmenn njóta
jafnréttis um innflutning hrá-
efna og tækja, um tolla og skatta,
stofnlán og rekstrarián, við iðr.-
aðarmenn annarra þjóða, þá hef-
ur reynslan þegar sýnt, og frarn-
tíðin mun sanna enn betur, að á
fjölmörgum sviðum iðnaðar eru
íslendingar fullkomulega sam-
keppnisfærir.
Oft ræður það úrslitum um
samkeppnishæfni iðnaðarfyrir-
tækis, hvort það hefur rekstrar-
lánsfé, og getur veitt kaupanda
nauðsynlega gjaldfresti. Síðasta
Alþingi lögfesti eitt af aðaláhuga
málum iðnaðarins, stofnun iðnað-
arbanka. Að sjálfsögðu tekur
tíma að koma honum upp, en á
sínum tíma mun það sannast, að
hann verður mikil lyftistöng fyr-
ir íslenzkan iðnað.
Eitt af nauðsynjamálum iðn-
aðarins er endurskoðun tollalög-
gjafarinnar. Ekki almenn toll-
vernd íslenzks iðnaðar í venju-
legum skilningi, heldur endur-
skoðun til samræmis við þróun
þessara mála. Við tollun efnivara
til iðnaðar og fullunnra iðnað-
arvara, þarf að gæta þesá, að
hvergi sé gengið á hlut hins inn-
lenda iðnaðar. Fyrsta skilyrðið
er að fylgjast vel með þróun þess
ara mála hér og í viðskiptalönd-
um vorum.
Þessi sýning vekur einnig til
umhugsunar um það, nð hér þarf
að koma upp vandaður og stór
sýningarskáli, til þess að iðnað-
urinn geti að staðaldri efnt íil
sýninga á framleiðslu sinni og
framþróun. Verða allir aðiljar að
taka höndum saman um fram-
kvæmd þess nauðsynjamáls.
IÓnaðarmenn hafa löngum haft
á því ríkan áhuga, að auka mennt
un iðnaðarmanna. Það mál geng-
ur eins og rauður þráður í gegn-
um sögu Iðnaðarmannafélags
Reykjavíkur frá upphafi og til
þessa dags. Hin mikla bygging,
sem vér nú erum stödd í, verður
áður en langt um líður, glæsileg
miðstöð fyrir menntun iðnaðar-
manna.
Fyrri iðnsýningar hér í Reykja-
vík, 1911, 1924 og 1932, hafa orðið
iðnaðinum að miklu gagni. Von
mín og vissa er sú, að þessi iðn-
sýning, sem er þeirra mest, verði
lyftistöng fyrir íslenzkan íðriað
og iðju, til heilla fyrir höfuðborg
vora og landið allt.
A LAUGARDAGINN fóru fram
síðustu greinar Drengjameistara-
móts íslands í frjálsum íþrótt-
um. Meðal árangurs er þar náðist
var nýtt drengjamet í 1000 m
hlaupi. Svavar Markússon KR
hljóp vegarlengdina á 2:35,9 mín.
en gamla metið átti Hreiðar
Jónsson KA og var það 2:39.5
mín. Afrek Svavars skipar hon-
um á bekk með 5 beztu íslend-
ingum í þessari grein.
- Flugslysíð
þj-amh »f ols. 1
ÁHORFENDUR SÝNDU
STILLINGU
Þeyttust vélahlutar og brak í
allar áttir en önnur vélin og stór-
ir vængjahlutar komu niður á
stað þar sem þéttskipað var a-
horfendum og biðu margir bana
samstundis. Mest af brakinu mun
þó hafa komið niður á sjálfan
flugvöllinn.
| Kvað hann áhorfendur hafa
sýnt afburða stillingu en meðal
þeirra var hin unga eiginkena
Derrys flugmanns. Menn urðu
lamaðir af skelfingu og nokkra
.stund ríkti grafarþögn. Skömmu
'síðár var flugsýningunni haldið
áfram eins og ekkert hefði í skor-
izt og náði þá önnur þrýstilofts-
■ fluga af gerðinni Hawker Hunter
hraða hljóðsins.
I
FLUGMASURINN
| John Derry lætur eftir sig
konu og 2 ung börn. Á laugar-'
, dag vofu liðin 4 ár frá því hann1
flaug fyrst yfir hljóðhraða. Plann 1
, hefur sett mörg hraðamet í flugi
! m. a. á leiðinni frá Lundúnum til
| Rómaborgar og á styrjaldarárun- j
I um .hlaut hann heiðursmerki
i brezka flughersins fyrir bardaga-
kjark og snarræði.
Kunnugt er að meðal þeirra
sem fórust voru þrjú börn á
( fermingaraldri. A. m. k. 35 manns
særðust, sumir alvarlega.
» r
sfraatladi i
nuséríHauancu
JÁRNFLAKIÐ, sem hollenzki dráttarbáturinn Oceanus missti og
týndi fyrir nokkru norðvestur af Orkneyjum liggur nú strandað
í Torresdale-firði í Skotiandi. Eru starfsmenn björgunarfélags
komnir á staðinn og athuga aðstæður til að draga skipið út og;
bjarga þ’fí. Ekki er enn ijóst hvort slíkt er miklum erfiðleikum
bundið.
Barnaveiki gerisl
fáfíðari
Nýr flokkur
FÍLADELFÍU — Nýr stjórn-
málaflokkur hefur verið stofnað-
ur hér til þess að styðja Mac
Arthur í þeirri viðleitni hans, að
,,sameina hin sundruðu öfl Banda
ríkjanna“.
Mbi. átti i gær stutt viðtal við'
Högna Gunnarsson, íulltrúa h.t.
KeiJis og skýrði hann frá gangi
þessa langdræga máls.
VARÐ FYRIR
TUNDURSKEYTI
Skipsflakið er helmingur af
bandaríska flutningaskipinu John
Randolph, sem varð fyrir tund-
urskeyti frá þýzkum kafbáti_ á
stríðsárunum norðaustan við Is-
land. Flakið var í það skipti dreg-
ið langa leið til lands af togara
og þess vegna veldur það undrun,
sem nú kemur á daginn, að vel
út búinn dráttarbátur skuli ekki
valda því. \
SELT TIL NIÐURRIFS
Flakið lá mörg ár inni á Elliða-
árvogi við starfsstöð Keilis og
var m. a. notað sem verkstæði
um tíma. Vegna þess að brota-
járn hefur verið í háu verði, var
ákveðið í sumar að reyna að
selja það til niðurrifs í Englandi.
Var flakið nú lækkað til þess ao
það yrði auðveldara í drætti og
hlaðið brotajárni m. a. úr tundur-
spilli, sem sömuleiðis hefur legið
frá því á stríðsárunum á Elliða-
árvogi.
Síðan var samningur gerður
við hollenzkt dráttarskipafélag
og tók það dráttinn að sér fyrir
ákveðið verð, þannig að helm-
ingur skyldi greiðast er samning-
ar voru undirritaðir og helmin
ur er flakinu væri skilað í Eng-
landi.
TÓKU MÖGLUNARLAUST
VIÐ FLAKINU
Félagið sendi síðan lítinn drátt-
arbát „Valkyrjuna“ til íslands.
Skipstjóri þess fylgdist með
hleðslu flaksins síðustu dagana
og lýsti því yfir og lýsti þvi yfir
að hann væri í fyllsta máta á
nægður með hana. Tók hann síð
an flakið og gamla togarann
Helgaíell, sem einnig var seldur
til niðurrifs í drátt. En skipið
reyndist ekki nógu kraftmikið.
Komust þeir út í flóa við illan
r
ágæf héraðsmót SJálfsfæð
manna um síðustu helgi
Félag ungra Sjálfstæðismanna stofnað í Skagafirði
UM síðustu helgi voru haldin tvö héraðsmót Sjálfstæðismanna á
Norðurlandi, á Blönduósi og að Melsgili í Skagafirði. Hófust þau
bæði síðari hluta sunnudags og stóðu fram á kvöld. í sambandi
við héraðsmótið að Melsgili var stofnað félag ungra Sjálfstæðis-
inanna í Skagafirði.
leik, þar bilaði stýrisútbúnaður
dráttárskipsins og byrjaði þá a>>
reka upp að Þormóðsskeri. Ba'5
skipstjórinn um hjálp. Kom varð-
skipið Þór þá til aðstoðar og d.ró
bæði flakið og togarann Helga-
fell til Reykjavíkur. Gekk það
allt vel.
SKILYRÐI
1 OG UNDANDRÁTTUR
Keilir krafðist þess nú af hinu
hollenzka félagi, að það upp-
fyllti gerða samninga og kom þá
upp dráttarskipið Oceanus, sem
var stærri og miklu sterkari en
| fyrra'dráttarskipið. En skipstjór-
I inn á Oceanus, sem taldi sig vera
' einn af forstjórum félagsins og
eiganda fór nú að koma með
ýmis konar undandrátt og fara
krókaleiðir að þvi er forstöðu-
menn Keilis álíta til að komast
hjá að draga flakið út. Eftir að
hann hafði gert eina tilraun til
að draga flakið, þegar hann sneri
við suðvestur af Reykjanesi, þá
j neitaði hann að draga skipið,
nema Keilir borgaði dagpeninga,
I flakið væri umhlaðið, komið væri
[ fyrir klefa fyrir menn á þvi
o. s. frv.
KRAFIZT EFNDA
Á SAMNINGI
En umboðsmenn Keilis bentu
á það, að flakið hefði verið al -
hent til dráttar og engin mótmælr
hefðu þá komið fram. Því baerl
dráttarskipafélaginu að sjá sv;»
um að flakið yrði tafarlaust dreg-
ið út og afhent á réttum stað í
Englandi. Um leið var skipstjór-
anum hótað með kyrrsetningu, ef
hann ekki yndi bráðan bug aö
því að efna samninginn frá sinnt
hálfu.
Eigendur flaksins, settu þá m.a.
það upp að Sjóvátryggingarfélag
Islands fengi að ráða festingum
og dráttartaugum. — Var þeim
komið fyrir undir eftirliti Júlí—
usar Júlíussonar skipstjóra, og
vafalaust mjög tryggilega.
VIÐSKILNAÐUR
DRÁTTARSKIPS OG FLAKS
Högni kveður það því hafa
vakið undrun sína, að flakið
skyldi losna frá dráttarbátnum,
því svo tryggilega átti að vem
um það búið, að slíkt gæti tæp-
ast komið fyriV. — Ennþá meiri
undur kveður hann það þó að
dráttarskipið skyldi týna flakinu,
því að Oceanus var búið sterkuin
ljóskösturum og hefði því hvern-
ig sem aðstæður voru, átt að geta
fylgzt með flakinu. A.nnars er
ekkert vitað með vissu um ástæð-
ur fyrir því að dráttarskipið
siglir af staðnum, Aðeins hefur
komið skeyti um að það sé komið
til Hollands.
FYRIR nokkrum árum var barha
veiki alvarleg hætta víða um
heim og þá einnig á Norðurlönd-
um, en nú er veikin ekki eins
tíð. Alþjóða Heilbrigðismálastofn
unin (WHO) hefur nýlega sent
út skýrslu sem sýnir eftirfarandi
fækkun sjúkdómstilfella í
Evrópu
1947 183.000
1948 119.000
1949 102.000
1950 93.000
1951 69.000
Veikin, sem einna mest hefur
herjað í Evrópu, náði hámarki
sínu á styrjaldarárunum. Á stríðs
árunum fimm tóku ekki færri en
3 milljónir barna veikina og 150
þúsund börn létust. Verst var
ástandið í Vestur-Þýzkalandi,
Póllandi, Italíu og Austurríki.
BLÖNDUÓSMÓTID
Héraðsmótið á Blönduósi hófst
i'með sameiginlegri kaffidrykkju
í hinum myndarlega íþróttasal
barnaskólans. Konráð Díómedes-
son setti mótið með stuttri ræðu.
Aðrir ræðumenn voru alþingis-
mennirnir Jón Pálmason og Sig-
urðuf Bjarnason. — Ennfremur
flutti Ágúst Jónsson bóndi á Hofi
þar snjalla ræðu.
Lárus Pálsson leikari las upp
og Ketill Jensson óperusöngvai i
söng við undirleik dr. Victor Ur-
bancic. Var þeim ágætlega tekið.
Um kvöldið var svo dansað.
í SKAGAFIRDI
' Héraðsmótið að Melsgili hófst
kl. 5 síðdegis. Setti Jón Sigurðs-
son alþm. á Reynistað það, en
ræður fluttu Bjarni Benediktsson
utanríkisráðherra, séra Gunnar
Gíslason i Glaumbæ og Björn
Jósefsson læknir. Guðmundur
Jónsson óperusörigvarí sörig við
, undirleik Fritz Weishappel og
Brynjólfur Jóhannesson las upp
og söng gamanvísur við miklar
undirtektir. Síðan var dansað.
FÉLAGSSTOFNUN
Áður en mótið hófst voru stofn-
uð samtök ungra Sjálfstæðis-
manna- í Sl^gafirði. Gekk þegar
margt ungt fólk úr héraðinu i
þau.
Formaður félagsins var kj^ir-
inn Haraldur Árnason búnaðar-
ráðuriautur á Sjávarborg, en með-
stjórnendur Sveinn Pálmason,
Reykjavöllum, Jón Björnsson Bæ,
Jón Sigurðsson Sleitustöðum og
Sigurður Ellertsson Holtsmúla.
í varastjórn voru kjörnir:
Ragnar Pálsson, Gunnar HeJga-
son, Árni Guðjónsson, allir á
Sauðárkróki og Sigurður Jóns-
son Reynistað.
Mikill áhugi ríkir meðal ungra
Sjálfstæðismanna í Skagafirði
fyrir að efla þessi samtök sín.
Meðvitunarlaus
í 14 mánuði
ERIE, Pennsylvaníu. — Níu ár£
drengur í Erie hefir nú látist eftij
að hafa legijð meðvitundarlaus
14 mánuði. í júní í fyrra fannsJ
hann í öngviti á götunni, stórSla:
aður. Enginn fékk nokkru sinn
að vit.a. hvað hafði hent hann.
Fíýgur yfir pólinn
frá Bsiandi
LUNDÚNUM, '6. sept. — Brezl
vélfluga af Lincoln gerð lagð
af stað frá flugvelli í Lancas-
hire í gær áleiðis til íslands, er
þaðan flýgur hún yfir norður
pólinn í rannsóknarskyni. Mcc
flugvélinni er Burton yfirmaðu)
heimskautarannsókna Skota.