Morgunblaðið - 09.09.1952, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIB
Þriðjudagur 9. sept. 1952
IMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIMMIIM*
ADELAIDE
Skáldsaga eftir MARGERY SHARP
íiiiiiiiiiiiiiimiiiMiiiiiiiiiiiMiMiiiiiiiiMiiMiimiiiiiiiiiiuiiimiiinmiiiiMiiMiiiminiiiiiiiiiMiiu
IMIMIMMIIMIMMIIIMMMIIIMMMMMIMIMI iiiiiiimmimmmimi
Framhaldssagan 4
5
Þegar Adelaide kom inn í stofu
irú Burnett var fyrsta hugsun
hennar sú að þar mundi vera
gaman að fá að vera ein, til þess
að hún gæti skoðað allt vandlega.
Stofan var sérstaklega íburðar-
mikil. Á veggjunum héngu dýr-
indis silkitjöld og lítil og stór
jnálverk, Tveir litlir skápar og
jþrjú eða fjögur lítil borð voru al-
þakin alls konar litum skraut-,
munum. Glugginn var fullur af
alla vega litum blómum. Adelaide
var svo niðursokkin í að líta í
kring um sig að hún heyrði ekki
fyrstu kveðjuorðin á milli móð-
ur hennar og konunnar. Hún var
eins og bergnumin og hrökk í kút
þegar sú síðarnefnda lagði hönd-
ina á öxl hennar.
,,Og þetta“, sagði frú Culver,
„er Adelaide“.
Adelaide rétti ósjálfrátt fram
kinnina til þess að láta konuna
kyssa á hana, en hún var víst ekki
vön slíku. Hún beygði sig aðeins
lítið eitt niður að henni. Adelaide
fann ljúfan ilm berast að vitum
sínum og hún horfði eins og hug-
fangin á hvítan fagran háls kon-
unnar, sem prýddur var skraut-
legu hálsmeni.
„Og þetta er Adelaide" sagði
frú Burnett aftur. „Seztu niður
chérie, og taktu af þér hattinn."
Adelaide settist, en tók ekki af
sér hattinn. Henni var það í blóð
boiið að vera varkár og eitthvað
innra með henni sagði henni að
hún þekkti þessa konu ekki nógu
vel til þess. Hún spennti greipar
í keltu sér og hélt áfram að horfa
í kring um sig. Frú Burnett var
í ljósgrænum silkikjól með breiðu
belti og stórri slaufu að aftan.
Hún var með þung gullarmbönd
og marga glitrandi hringi á fingr
unum. Og í eyrunum hafði hún
fallega eyrnahringí eins og vín-
berjaklasa að lögun. Hún var rík-
mannlegar búin en nokkur mann-
eskja sem Culverfólkið þekkti.
Adelaide leit á móður sína sem
sat á móti frú Burnett við arin-
inn. I fyrsta skipti á ævi sinni
var hún ekki ánægð með útlit
hennar.
„Adelaide, sjáðu litlu húsin“,
sagði frú Culver dálítið hrana-
lega. ^
Adeíáide leit á borðið við hlið
sér og sá að það var þakið litlum
húsum sem voru eins og kubbar
og á milli þeirra voru litlir bátar
og skógarbirnir og vindmyllur.
Þetta var allt ósköp fallegt, en
hún hafði þó allan hugann við
samtalið við arininn. Henni til
mikilla vonbrigða fór það fram á
frör.sku og hún heyrði að frú
Burnett talaði frönskuna miklu
betur en móðir hennar. Adelaide
skildi sama sem ekki neitt, en
sér til undrunar heyrði hún að
þær ávörpuðu hvor aðra með
skirnarnafni.
Hún heyrði greinilega að frú
Burnett kallaði móður hennar
Bertha. Og frú Burneít hét Isa-
bel. Þetta var mjög undarlegt.
Adelaide hætti þó brátt að reyna
að skilja orðílauminn og fór að
horfa betur í kring um sig.
Arinhillan var blátt áfram eins
og söluborð í búð. Beggja vegna
við stóran spegilinn voru litlar
hillur sem fullar voru af alls
konar listmunum. Og á hillunni
sjálfri var gylt klukka. Þar voru
líka tveir litlir apar úr postulíni
og á þá voru máluð gleym-mér-ey
bióm. Hún hugsaði með sér að
sennilega þætti frú Burnett gam-
an að öpum, því að á skápnum á
milii arinsins og dyranna var
heill hópur af þeim og hver
og kínverzkum blævæng. Og á
einu borðinu var safn af suðræn-
um skeljum og kuðungum.
Adelaide snéri sér að því að
virða betur fyrir sér borðið við
hlið hennar. Á neðri plötunni sá
hún nokkuð sem vakti hina mestu
furðu hennar. Það var hvorki
meira né minnan en stór vindla-
askja, en á lokinu á henni var
sú fallegasta mynd af Romeó og
Júiíu, sem Adelaide nokkru sinni
hafði séð.
Þjónninn bar fram te. Te-ið var
svo gott og kökutegundirnar svo
margar, að Adelaide hugsaði aft-
ur með sér að gaman hefði verið
að fá að sitia með þær ein. En
áður en varði stóð frá Culver á
fætur, lagfærði pils sitt og jakk-
ann og bjóst til að fara. Frú
Burnett bað hana ekki að sitja
lengur.
„En Adelaide verður að fá eitt-
hvað að gjöf frá mér“,' sagði hún.
„Líttu í kring um þig, barnið
mitt, og segðu hvað þig langar
mest til að eiga“.
Adelaide leit snöggast spyrj-
andi á móður sína og sá að hún
mátti taka boðinu. En hvað átti
hún að velja.
Ekki apana, það vissi hún. Þeir
hlutu að vera of dýrmætir. Hún
gekk í kring á gólfinu og kon-
urnar báðar fylgdu henni með
augunum. Henni fannst næstum
eins og hún væri í leik að leita
að földum hlut og væri heitari og
kaldari eftir því sem hún nálg-
aðist eða fjarlægðist. En hugur
hennar var allur hjá vindlaöskj-
unni. Og loks rétti hún hendina
í áttina þangað en það var eins
og straumur færi um báðar kon-
urnar.»Frú Burnett þreif á auga-
bragði eina skelina af borðinu.
„Sjáðu“, sagði hún. „Er hún ekki
falleg. Hún kemur alla leið frá
Indlandshafi“.
„Adelaide getur leitað að því
á landakortinu“, sagði frú Culver.
og það var eins og henni létti
stórum.
„Er hún ekki falleg, Adelaide?
Þú verður að þakka fyrir“.
„Þakka yður fyrir,“ sagði
Adelaide.
A heimleiðinni sat Adelaide
með skelina í lófanum. Hún var
frekar skrítin en falleg.
„Hvað á ég að gera við hana,
mamma?“ spurði hún.
„Þú getur sett hana á arin-
hilluna í barnaherberginu" sagði
frú Culver án þess að láta á hana.
„Á Treff að eiga hana með
mér?“
„Eg býst ekki við að hann kæri
sig um hana“, sagði frú Culver.
En Adelaide var viss um það,
því að Treff vildi eiga allt með
henni. Hún talaði þó ekki frekar
um það og spurði einskis frekar.
En þegar þær voru komnar heim
og Benson var farinn með vagn-
inn inn í Britannia Mews, sagði
hún. „Mamma ég gleymdi vasa-
klútnum minum í vagninum“.
„Hlauptu þá og náðu í hann“,
sagði frú Culver gröm. „Ósköp
ertu kærulaust barn“.
Adelaide hljóp i gegn um húsið
og út bakdyramegin. Benson var
einmitt að setja vagninn inn í
húsið. Konan hans var þarna líka,
en það þótti Adelaide miður, eftir
fund þeirra um morguninn. (Á
sumum heimilum var vinátta á
milli barnanna og þjónustuliðs-
ins. Þannig var það hjá Hambros-
fólkinu. En hjá Culverfólkinu var
það þveröfugt). Adelaide stökk
upp í vagninn og leitaði að klútn-
um undir sætunum. Benson feali-
aði til hennar og bað hana að
, hypja sig út.
»>Ég týndi vasaklútnum mín-
um“ sagði Adelaide. „Sjáðu,
Jhérna er hann. Benson, hver er
þessi frú Burnett?"
„Hvernig á ég að vita það?“
sagði ökumaðurinn þurrlega.
„Komdu þér út“:
„Mér datt bara í hug að þú
vissir það“ sagði Adelaide. Hún
hafði þá reynslu að fjónustufólk
vissi flest um flesta. „Mér féll vel
við hana“.
„Jæja“, sagði Benson.
„Já. Hún er ekki ein af þeim
sem þurfa alltaf að kyssa mann“.
Ökumaðurinn og konan hans
litu hvort á annað Þau vissu þá
eitthvað, hugaði Adelaide sigri
hrósandi. En það var auðséð að
hvorugt ætlaði að segja henni
neitt. Og reyndar liðu næstum
fíu ár áður en Adelaide fékk að
I vita að frú Burnett var náskyld
ihenni.
Synduga sfúlkesi
eítir Grimmsbræður
2.
Stúlkan tók svo við lyklunum og lofaði að breyta eins og
benni væri skipað. Á hverjum degi opnaði hún eitt her-
bergjanna, þangað til hún var búin að líta inn í tólf þeirra
— þau, sem henni var leyíilegt að opna. í sérhverju her-
bergjanna sat einn postulanna í dýrlegum skrúða. Það
var sannarlega dásamlegt að líta inn í herbergin. Hún hafði
mjög mikla unun af að sjá alla þessa himnesku dýrð. Svo
kom hún loks að þrettánda herberginu. Þá langaði hana
mjög til að sjá inn í það.
„Ég þarf ekki að opna það nema lítið eitt, og þá get ég
gægzt aðeins inn um gættina.“ „Þú mátt ekki láta þér það
til hugar koma,“ sögðu englarnin, sem stóðu hjá henni. „Það
væri mikil synd, þar sem María mey bannaði þér að opna
dyrnar. Það gæti orðið þér til hinnar mestu ógæfu.“
Þá hætti stúlkan að tala um þetta, en forvitnin þjáði hana
mjög. Svo var það einu sinni, þegar englarnir voru ekki
heima, að hún sagði við sjálfa sig.
j „Það er bezt að ég gægist núna inn í herbergið. Það sér
enginn til mín, því að ég er ein heima.“ Svo tók hún upp
lykilinn og stakk honum í skráargatið og snéri honum.
Hurðin hrökk upp, og inni í herberginu sá hún Guð í allri
J sinni dýrð. Stúlkan stóð eitt augnablik kyrr f sömu spor-
um sem þrumu lostin, en svousnerti hún á Guði almáttug-
! um með einum fingri, en þá varð fingurinn loga^gylltur.
! Þá varð liún dauðhrædd og ílýtti sér að loka dyruhum, og
1 síðanhljqp hún í burtu. Húrr varð nú afskaplega hrædd,
því áð igiillihu sga% hpit ekkifnáð af fipgrinum.
> * » mi *:s» <■ ■■■■■■» ■■■■■■■■ ■ ■ ■ ■ ar»i ■■•■•■>■ ■■■■ ■•■■■■■■•■■•»■■ rantm
7K. 6 L L E a 7K.
IMYKOMIÐ I
■
■
■
■
Mjög fallegt og fjölbreytt sýnishornasafn af ullarefnum Z
■
■
frá A.G.I.L.E.S.A. Barcelona, á mjög hagstæSu verði. Z
m
m
■
■
■
Jd. ÓLfuon EerAöft \
Símar 2090. 2790. 2990. 1
■
■
m
..................
rvwvVMKa'nanni utfiiaimiBii
•WtfWWWWVWWWH
IBð nýja og hentuga
hreinsiefni fyrir
spegla, rúður og
gler. — Einnig fyrir
ailskonar silfurmuni
og allt sem er króm-
húðað.
Það sparar yður
erfiði að nota gott
fægiefni.
Hcildsöiubirgðir:
<Ji.u(luiqóóon lieiídv.
ULCjáóon
Hafnarstræti 8 — Sími 2134
GLASS
GLOSS
ÚTGERÐARMENN
Vanti yður mótorbát frá Danmörku, þá snúið yður
vinsamlegast til
Esbjerg Skibskommision Nj. Poulsensvej 10, Esbjerg,
þar sem þér munuð fá mest úrval af fiskibátum, ásamt
bestri fyrirgreiðslu. — Sendum yður tilboð bæði í ný-
byggð og notuð skip, ef þér óskið.
Folmer Chfislenseii
awaiwwwwwwaiwwwwwwwwaiwwwwai"*"*
FRÁ IINGVERJÁLÁNDI I
■
útvegum við, beint til innflytjenda, ýmsar baðmullar- :
og silki (Jtayon) vefnaðarvörur, í mjög fjölbreyttu lita- !
úrvali. — Verðið mjög hagstætt. — Afgreiðsla strax. — ■
Stórt sýnishornasafn nýkomið, og væntanlegt næstu daga. ;
■
ENNFKEMUR: Frá Þýzkalandi og Englandi, báta- Z
gjaldeyrisvörur, Rayon-Silkiefni, í fjölbreyttu og ■
fögru úrvali.
m
f. .tíHfiAWNSSOM !
m
Umboðsverzlun — Sími 7015 !
■
■ ■■■■■■■•■■«■■■■■■■■■■•■ ■■■■■■ ■■•■■■•i»««»»*il »#»«»«■ ■ »■»*«* »*•*»»»»•■'