Morgunblaðið - 13.09.1952, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐI»
Laugardagur 13. sept. 1952
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.)
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
luglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstrseti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði, Innanlandla.
1 lausasölu 1 krónu eintakið.
Forysta Sjálfstæðisflokksins um
sköpun bættra lífskjara
HIN INNRI BARÁTTA ís- En hvaða atVinnugrein önnur
lenzku þjóðarinnar undanfarna fékk allt, sem hún þarfnaðist?
áratugi fyrir bættum lífskjörum, Hvorki sjávarútvegurinn né iðn-
hefur fyrst og fremst verið fólgin aðurinn a.m.k. Það viðurkenridu
í því, að afla sér betri og full- Framsóknarflokkurinn og leið-
komnari tækja til þess að bjarga togar hans greinlegast með því
sér með til lands og sjávar. Því að láta það verða sitt fyrsta verk
betri sem framleiðslutækin hafa og næstu ríkisstjórnar, er tók við
orðið, því meiri hefur arðurinn af nýsköpunarstjórninni að semja
orðið af starfi fólksins. Með nýj- um smíði 10 nýrra togara, sem
um og betri tækjum hafa störf- voru þrefalt dýrari en þeir tog-
in einnig orðið léttari. Tæknin arar, sem Ólafur Thors lét smíða
hefur létt hinum sligandi þræl- og Framsókn sagði að væru allt
£r Búttsfiríðinu oð ölln leyti loki
dómi af herðum þjóðarinnar.
Þeir forystumenn íslendinga á
sviði stjórnmála og atvinnumála,
sem mestan þátt hafa átt í upp-
byggingu atvinnulífs hennar, öfl-
un nýrra og fullkominna fram-
leiðslutækja hafa því á raunhæf-
astan hátt barizt fyrir bættum
lífskjörum fólksins.
Það er þessi staðreynd,
sem sker svo greinilega úr
um það, að ekki verður um
villst, að það er Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem drýgstan
skerf hefur lagt fram til sköp
of dýrir.
Með þessu kyngdu leiðtogar
Framsóknar hreinlega öllum
fáryrðum sínum um togara-
kaup nýsköpunarstjórnarinn-
ar. Þeir Iýstu því beinlínis yfir
að þeir hefðu viðurkennt villu
sína. Ef það var skynsamlegt
að þeirra áliti að kaupa tog-
ara árið 1949 fyrir 9 millj. kr.
hvert skip, hvernig gat það
þá verið glapræði að kaupa
svo að segja sama skip fyrir
rúmar 3 millj. kr. árið 1946?
Sama má segja um afstöðu
un bættrar afkomu og atvinnu Framsóknar til stefnu nýsköp-
öryggis í þessu landi. Hann unarstjórnarinnar í landbúnað-
hefur jafnan lagt á það meg- ar- og iðnaðarmálum.
ináherzlu að f jölþætt og blóm- ' Þær ríkisstjórnir, sem síðan
legt atvinnulíf væri frumskil- hafa setið hafa haldið áfram að
yrði velmegunar og góðrar og framkvæma hana. Innflutningur
varanlegrar atvinnu í landinu. landbúnaðarvéla og tækja hefur
Þessvegna hefur hann miðað haldið áfram, nema hvað jepp-
baráttu sína fyrst og fremst arnir, sem þó eru vinsælastir
við það, að afla góðra fram- allra tækja nýsköpunartímabils-
leiðslutækja til lands og sjáv- ins, hafa orðið hálfvegis út und-
ar. Á þeirri skoðun byggðist an. Lánastofnanir landbúnaðar-
stjórnarmyndun Ólafs Thors ins hafa einnig verið efldar á
árið 1944. Honum og öðrum svipaðan hátt og gert var ráð
leiðtogum Sjálfstæðisflokks- fyrir í löggjöf, sem nýsköpun-
ins var þá Ijóst, að bezta morg arstjórnin lét setja.
ungjöfin til handa íslending- f raforkumálunum hafa raf-
um í árdegi frelsistökunnar orkulögin, sem samþykkt voru
var nýr og tryggari grund- vorið 1946 verið lögð til grund-
völlur bjargræðisvega þeirra. vallar framkvæmdum jafnhliða
Á grundvelli þessa skilnings Því’ sem erlent láng- °§ gjafa-
fe hefur verið notað til storra
grundvelli þessa skilnings
var nýsköpun íslenzkra atvinnu- ,
vega hafin. Nýir togarar, vélskip átaka a þessu sviði
og verzlunarskip voru byggð,
fiskiðnfyrirtæki og márgvíslegur
annar iðnaður efldur. og ný tæki
og aukið fjármagn fengið til land
búnaðarins.
Þetta var það, sem gerðist með
myndun nýsköpunarstjórnarinn-
ar, sem Sjálfstæðisflokkurinn
hafði forystu um að sett var á
laggirnar og formaður hans veitti
síðan forystu.
• Um það verður ekki deilt, að
þessi stefna var rétt. Það var
sjálfsagt og eðlilegt, að íslend-
ingar notuðu þá gjaldeyrissjóði,
sém söfnuðust meðan styrjöldin
stóð, til kaupa á nýjum og full-
komnum atvinnutækjum. Ef það
hefði ekki verið gert, hlutu af-
leiðingar þeirrar óforsjálni að
bitna á þjóðinni á þröngum lífs-
Það er þannig sannað, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
haft þróttmikla forystu um
uppbyggingu íslenzks atvinnu
lífs á liðnum árum. Hin bættu
lífskjör þjóðarinnar eiga fyrst
og fremst rætur sínar að
rekja til þessara atvinnulífs-
umbóta.
Sjálfstæðismenn munu
halda baráttu sinni áfram,
ekki aðeins fyrir því að fá
höfuðatvinnuvegum þjóðar-
innar, sjávarútvegi, landbún-
aði og iðnaði, sem bezt og full
komnust framleiðslutæki held
ur og fyrir því, að hægt sé að
reka þau á heilbrigðum grund
velli og með hagsmuni alþjóð-
ar fyrir augum.
Það er athyglisvert, að bæði
kjörum, atvinnuleysi og vand-, kommúnistar, sem annars láta
ræðum.
Framsóknarflokkurinn,
sem
J mikið af þátttöku sinni í uppbygg
'ingu atvinnuveganna undir for-
brast giftu til þess, að taka þátt Sjálfstæðisflokksins, og
. . j.. , ’ - ^ kratar telja það hins vegar til
I samstarfi um nyskopunarfram- fjandsk við launþega þegar
kvæmdir, hefur oftlega haldið kin gr athygli , nauðgyn þess>
þvi fram, að einstakar atvinnu- !ag hægt g, að reka hin nýju tæki>
greinar og þá fyrst og fremst Þegsir flokkar álita það beinlmis
landbúnaðurinn, hafi fengið of bvjlcj vjð Verkalýðinn að reynt sé
lítinn skerf af stríðsgróðanum í að halda rekstrarkostnaði fram-
sinn hlut. Hann hafi fengið allt leiðslunnar nokkuð í skefjum.
of lítið af tækjum til framleiðslu . Þess vegna reyna þeir að ala á
sinnar og framkvæmda. Jtortryggni gegn Sjálfstæðis-
Víst brast mikið á, að land- {flokknum, sem telur launþega
búnaðurinn fengi fullnægt kröf- eiga hagsmuna að gæta í fleiru
um sínum fyrir vélar og tæki. en hæð tímakaupsins.
I AFRÍKU ríkir nú, eins og kunnugt er, hið mesta ófremdarástand
vegna kynþáttalaga Malansstjórnarinnar. Og ólíklegt má þykja,
að það lagist vegna refsiákvæða hinna nýja laga. —
Friður kemst aldrei á í landinu, fyrr en þetta vandamál er úr
sögunni.
KYNÞÁTTAMÁLIÐ
í ALGLEYMINGI
Með óhlýðnisbaráttunni hcfur
kynþáttavandamálið komizt í al-
gleyming. Þegar Hollendingar
stofnsettu nýlendu í suður hluta
S.-Afríku, voru engir erfiðleikar
í skiptum þeirra við svertingj-
ana, sem þar voru fyrir. Ekki var
heldur farið að brydda á þessu
vandamáli, þegar þeir flutt-
ust norður á bóginn vegna yfir-
gangs brezku innflytjendanna.
Negrunum var haldið niðri með
harðri hendi, Og í Búastríðinu
komu þeir lítið sem ekkert við
sögu, enda höfðu Evrópumenn-
irnir öðrum hnöppum að hneppa
þá en snúa geirum sínum að þeim
og pína úr þeim líftóruna.
RETTINDAL AUSIR
BLÖKKUMENN
Það var á þessum timum, sem
iðnvæðing S.-Afríku hófst. Var
hún grundvölluð af námugreftri,
sem negrarnir störfuðu mjög að,
og upp úr því fer að bóla á
kynþáttavandamálinu, ekki að-
eins í borgunum heldur einnig
í sveitum landsins. Að vísu hefur
þeirri stefnu alltaf verið fylgt
í S.-Afríku, að hafa djúp stað-
Malreiðslubók Nátl-
úrulækningafél.
Útgefandi N.L.F.f. — 1952.
EITT af því sem ekki er hægt að
meta til fjár eru góðar bækur, og
í þessu sambandi vil ég minnast
á eina bók, sem kom út í sumar,
á vegum N.L.F.Í., og heitir Mat-
reiðslubók.
Ég held að sú bók eigi teljandi
erindi til allra, sem vilja bæta
heilsu sína. Bókin sýnir manni á
einfaldan, en fróðlegan hátt hvað
maður á að borða frá degi til dags
þannig að heilsunni sé sem bezt
borgið.
Bókin hefur og þann mikla kost
fram yfir aðrar hliðstæðar bæk-
ur, að hún tekur fullt tillit til
þeirra, sem fella sig ekki við
jurtafæðu eingöngu, og leiðbein-
ir þeim af sama látleysi og nær-
gætni, eins og hinum, sem lifa
eingöngu af jurtafæðu.
Hins vegar dylst það engum,
sem les bókina að hún leggur
höfuð áherzlu á jurtafæðu, og
telur hana heilnæmari.
Aftast í bókinni er næringar-
efnatafla, sem sýnir manni nær-
ingarefni og bætiefni í öllum al-
gengum mat, og er stór fengur að
slíku yfirliti, fyrir þá, sem ekki
eiga slíka töflu handbæra.
Matreiðslubók N.L.F.Í., er öll-
um, sem á annað borð lesa hana,
miklu meira virði en verð henn-
ar. Það er ekki alltaf mikil heilsu
bót, sem maður fær fyrir einar
tuttugu krónur þótt til læknis sé
leitað.
Bókin er 96 blaðsíður í Skírnis-
broti, og prentuð á ágætan pappír
og prýdd mörgum góðum mynd-
um.
Reykjavík í sept. 1952.
Böðvar Pétursson.
fest milli svertingja og hvítra
manna. Og e.t.v. hefði mátt verja
þessa stefnu, ef sá böggull hefði
ekki fylgt skammrifi, að frá upp-
hafi hefur þess verið vandlega
gætt að láta negrunum bókstaf-
lega engin mannréttindi í té,
hvorki stjórnmálalegs né þjóð-
félags eðlis. Hefur þessi stefna
nú leitt til þess, að þeir eru
algerlega réttlausir öreigar, sem
búa við hina verstu fátækt og
vesalmennsku. Það eru afleið-
ingar þessarar stefnu, sem nú
leggjast á þjóðfélagið með öllum
sínum þunga og krefjast skjótr-
ar úrlausnar. Og þegar þess er
gætt, að af 12.65 millj. íbúa S,-
Afríku eru aðeins 2.65 millj.
hvítra manna, sézt, að vanda-
málið ristir dýpra en í fljótu
bragði virðist.
I
YFIRBURDIR II VÍTA
KYNSTOFNSINS
I En það er einmitt þessi mikli
fjöldi dökkra manna, sem h^fur
knúð hina hvítu til þess að reka
þá stefnu, sem þeir hingað til
hafa gert, því að þeir vilja halda
því fram, að þeim yrði sjálfum
útrýmt með öllu, ef þeir reyndu
ekki að halda þeim dökku í skefj
um. Þessi stefna þeirra á rætur
að rekja til nazismans og þess
boðskapar hans, að hvíti kyn-
flokkurinn sé öllum æðri. Af
þeim sökum er það mjög skilj-
anlegt, hversu margir Suður-
Afríkum. voru Hitlerssinnaðir í
síðustu styrjöld. Og jafnvel kirkj
an hefur lagt blessun sína á
þessa kynþáttakúgun.
MALANSTJÓRN ARNDVÍG
BRETUM
I En hér er ýmislegt fleira á ferð
inni en andúð hvítra manna á
þeim dökku. Sárin eftir Búa-
stríðið eru enn ógróin og sést það
bezt á afstöðu Malanstjórnarinn-
ar til brezka heimsveldisins. Hún
hefur oft og tíðum rekið pólitík
fjandsamlega brezkum hagsmun-
um og raunverulega er takmark
hennar að reka brezka innflytj-
endur úr lándi og tryggja sér þar
með yfirráðin í suðurafríkska
ríkjasamþandinu.
Velvakandi skrifar:
ÚR DAGLEGA LtFlZtfD
Éc
Hvílikt lostæti.
G hefi varla bragðað annað
eins lostæti", sagði mér mað-
ur, sem undanfarin kvöld hefir
soðið sér sykurmaís, þegar hann
kom heim úr vinnunni. Og þetta
er alveg satt hjá honum, því að
ávöxturinn sá er undraljúffeng-
ur.
Mörgæsirnar drepasfi í
hrönnum
HÖFÐABORG. — Um 10 þúsund
mörgæsa láta nú lífið á eyjun-
um undan Góðrarvonarhöfða. —
Hefur sezt olía í fiður þeirra, svo
að þær eru ósjálfbjarga. Ung-
arnir svelta bjargarvana á sand-
orpinni ströndinni.
Öllum er hulin ráðgáta, hvern-
ig stendur á þessari miklu olíu,
sem allt í einu hefur orðið vart
á sjónum þarna, því að hvorki
er kunnugt um skipreika né af-
fermingu olíu á þessum slóðum.
Enn sem komið er hafa fáir átt
þess kost að bragða sykurmaís-
inn, margir hafa jafnvel ekki
heyrt hans getið, því að hann er
að heita nýr hér.
Til sölu innan skammts.
ISUMAR var þessi suðræni
ávöxtur ræktaður í Garð-
yrkjuskólanum í Hveragerði og
kemur uppskeran á markaðinn í
haust. Að þessu sinni verður þó
lítið eitt á boðstólum, enda hefir
ræktunin í sumar aðallega verið
gerð í tilraunaskyni.
Þó hefir Sölufélag garðyrkju-
manna fengið eina sendingu, sem
rifin var út á svipstundu, en von
er á viðbót einhvern næstu daga.
Látið fara vel um sig.
SYKURMAÍSINN vex vitaskuld
ekki nema í gróðurhúsum hér
I á landi. Grjónin, sem minna okk-
ur helzt á hænsnamaís, spretta á
stönglum, og eru nokkrir þeirra
á hverri jurt.
I Ávöxturinn er soðinn í einar
, 40 mínútur og étinn með smjöri.
Makráðir láta á meðan fara vel
um sig, halla sér aftur á bak i
stólnum, tvíhenda stöngulinn og
kroppa af. Þá er nú bragðlaukun-
um dillað.
í
Frostlaus Vesturbær.
HÚN var ljóta sendingin þessi
frostnótt í vikunni sem leið.
Kartöflugrasið féll víða í bæn-
um, í mesta lagi, að stönglarnir
standi uppi. Það er lika nokkur
bót í máli, því að fróðir segja, að
garðávöxturinn geti dafnað, með-
an einhver töggur er í strönglun-
um.
Flestir eiga garðana sína á ber-
svæði fyrir austan bæ. En það er
áberandi, að hvergi inni í bæn-
um er eins mikið af kálgörðum
og í Vesturbænum. Í nýju hverf-
unum sést ekki kálgarður við
hús.
Nú ber svo við, að garðholurn-
ar við húsin eiga öll sín kartöflu-
grös enn í fullum blóma. Frost-
hélan hefir ekki náð að granda
þeim þar.
Það er því ekki að ástæðu-
lausu, að Vesturbæingar eru
öfundaðir af görðunum í þessari
ágætu sprettutíð, sem gengið
hefir yfir eftir frostnóttina í vik-
| unni, sem leið.
Plan er óhæft.
MÁLVÖNDUNARMAÐUR kom
að máli við mig og sagði eitt-
hvað á þessa leið. — Að mínu viti
er orðið plan alls óhæft í íslenzku.
Allir tala nú um síldarplan, sölt-
unarplan o. s. frv., þegar venju-
lega er átt við torg. Hvers vegna
ekki að tala um síldartorg?
Margir muna eftir Steinplan-
inu svo kallaða fyrir ofan Stein-
bryggjuna. Þetta var ekkert ann-
að en torg, sem notað var til
margs konar athafna og svipuðu
máli gegnir um flesta þá staðí,
sem hlotið hafa hið óverðuga
plan-heiti. —
Sannarlega væri ekki vanþörf
á að útskúfa planinu úr tungunni
— kannski vill einhver bera fram.
breytingartillögu.