Morgunblaðið - 13.09.1952, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.09.1952, Blaðsíða 10
í 10 MORGUNBLAÐIB ■dlfllllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllflllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllltMMIIIIIIiniMIIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIH* i E ADELAIDE Skdldsaga eftir MARGERY SHARP ..........................IIM.....MMMMMMI............MMI......MMMMMM..........MMMI........MMMMM..........MMMMMMMMMMMI............MMMIIIIIMMMMMMMMM IIIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIIMIIMMPllp Framhaidssagan 8 þykkt liðað hár. Einhver undar- leg kennd greip hana. Hún gat ekki gert sér það Ijóst, hvernig á henni stóð. „Ég vona að ég sé ekki að fá kvef, eins og Alice“, hugsaði hún, því henni fannst jafnvel hún hafa sótthita. En herra Lambert skoðaði teikningarnar vandlega. Hann horfði svo lengi á ávextina án þess að segja nokkuð, að Adelaide fór að velta því fyrir sér hvort | henni hefði tekizt að búa til lista- verk. En hún gat ekki lesið neitt úr svip hans, þegar hann lagði teikninguna frá sér. Hann virtist ekki ætla að viðhafa um hana nokkur orð. Adelaide gekk fram fyrir hann og settist á stólinn þar sem hún var vön að sitja með teikniblokkina fyrir framan sig. Á fyrstu síðunni var hálfgerð mynd af Aliee .. þær höfðu verið byrjaðar að teikna hvor aðra. „Ég get ekki haldið áfram við þetta .. Alice er ekki hér.“ „Nei“, sagði herra Lambert eins og annars hugar. Hann tók upp blýant og dró nokkur strik í kring um augun á Alice. Svo sleppti hann blýantinum og greip um hönd Adelaide. Adelaide vissi auðvitað vel hvað hún átti að gera. Hún átti að draga til sín hendina. En það var eins og herra Lambert hefði ekki tekið eftir því sem hann hafði gert. Auk þess komu næstu orð hans henni alveg úr jafn- vægi: „Þér getið ekki haldið áfram með þessa hræðilegu mynd“. ,,Hræðilegu?“ út Adelaide eftir honum sem steini lostin. „Finnst yður hún hræðileg, herra Lam- bert?“ „Hún er hryllingur“, sagði herra Lambert. „En þér sögðuð í síðustu viku að .. þér sögðuð að hún væri góð“. „Ég sagði ósatt“, sagðí herra Lambert eins og ekkert væri. Adelaide roðnaði. Enda þótt hann héldi enn fast um hönd hennar, þá varð hún að láta eins og hún tæki ekki eftir því. „Ef þér álítið að ég hafi enga hæfileika, þá ættuð þér ekki að halda áfram að gera tilraunir til að kenna mér“, sagði hún. „Þér sögðuð mömmu að ég hefði hæfi- leika til að teikna. Ef það var ekki satt, þá sé ég ekki að það sé nokkur ástæða til að eyða frekari tíma í þetta. Ég seg.i pabba það og hann getur þá hætt að borga fyrir tímana“. Henni þótti gott að sjá að þetta kom herra Lambert í klípu. Hann sleppti hönd hennar og tók aftur upp blýantinn en hann horfði fast í augu henni. Adelaide fannst hún hafa yfirhöndina og var ánægð með það. „Ég veit auðvitað ekki hvort Alice hefur meiri hæfileika en ég“, hélt hún áfram. „En bar sem ekki virðist vera hægt að treysta dómgreind yðar, þá býst ég varla við að hún kæri sig um að halda tímunum áfram. Ef þér hafið að- eins verið að gabba okkur....“. „Adelaíc(é“, sagði herra Lam- bert blíðum rómi. Hún bagnaði. Vanþóknúnin hvarf úr svip hennar. Henni fannst hún hafa ef til vill gengið of langt. „Heldur vildi ég deyja, en særa tilfinningar yðar“, sagði herra Lambert. „En mér hefur þótt mjög fyrir því að blekkja yður“. „Þér hafið þó gert það“, sagði Adelaide sárgröm. „Vitið þér ekki hvers vegna ég hef gert það?“ Síðar meir fannst Adelaide und arlegt að hún skildi strax hvað hann var að fara. Hálftima áður hefði hún getað svarið það að henni hafði aldrei dottið 1 hug að verða ástfangin af herra Lambert. Nú var eins og hann hefði kastað af sér huliðshjálminum. Þarna stóð hann. Hún átti elskhuga og hann var herra Lambert. Herra Lambert elskaði hana. Eins og sjá mátti á svip hennar, var hún sem steini lostin af undrun, en um leið datt henni ekki í hug að efast um það. „Það getur verið að ég hafi sagt ósatt nokkrum sinnum'1, sagði teiknikennarinn, „en það var eina úrræðið til að fá að sjá yður. Ég er ekki slíkur maður sem herra Culver býður til kvöldverðar. En eins lengi og ég fékk að halda áfram teiknikennslunni, fékk ég tækifæri til að sjá yður einu sinni í viku. Eruð þér mér reiðar?" Adelaide hrissti höfuðið. Henni fannst allt of gaman að hlusta á hann. „Guði sé lof fyrir það“. Herra Lambert varp öndinni léttar og tók aftur um hönd hennar. „Hef- ur nokkur sagt yður áð þér eruð afskaplega fallegar?" „Nei“, sagði Adelaide. „Og ég er það ekki“. „Fyrir listamann eru þér fallegar", sagði herra Lambert ákveðinn. „Þér eruð eins og teikn ing eftir Holbein. Og þér minnið líka stundum á „Prinsessuna sof- andi“.“ Þetta hefði átt að vera nægileg viðvörun, en Adelaide var óvön slíkum umræðum. Þegar herra Lambert d.ró hana hægt á fætur og horfði í augu hennar stundar- korn áður en hann kysstí hana, grunaði hana ekki einu sinni hvað var í vændum. Á því augnabliki átti hún að ýta honum frá sér. En hún stóð hreyfingarlaus og Ijann kyssti hana á munninn. Um leið og hann sleppti henni, vissi hún að hún var óstfangin af honum. „Hvað ætlið þér nú að gera við mig“, sagði herra Lambert. Þótt undarlegt mætti virðast var ekki ánnað að heyra á mæli hans en hann væri í vandræðum. Það lá við að Adelaide ræki upp skellihlátur. Því það var augljóst hvað hún mundi gera við hann. Hún mundi giftast honum. Upp- eldi hennar hafði verið bannig að hún þurfti aldrei að velta því fyrir sér hvað réttmætt var að gera í það og það skiptið. Ef menn gerðu eitthvað, þá var altaf eitthvað sérstakt viðeigandi á eftir. Ef karlmaður kyssti unga stúlku, þá giftist hún honum, og þess vegna urðu stúlkur að vera svo varkárar. En ef herra Lam- bert vissi þetta ekki, þá var það ágætt . . Adelaide kærði sig ekk- er um að láta hann vera öruggan um sig. Hún sagði því glettnis- lega: „Á ég að klaga yður íyrir mommu' „Nei, það megið þér ekki gera“ sagði herra Lambert, en honum létti auðsjáanlega. „Þá skuluð þér spjalla við mig“, sagði Adelaide. „Segið þér mér frá öllu sem á daga yðar hef- ur drifið. Segið mér allt sem ég veit ekki um yður“. „Segið þér mér heldur frá yð- ur“,_sagði herra Lambert. „Ég get ekkert sagt“, sagði Ade laide. „Stúlkur hafa aldrei frá neinu að segja. Treff, sem er í skóla, hefur meira að segja frá en ég. Hvar voruð þér í skóla?‘“ „í Rugby“. „Hvaðan eruð þér?“ „Frá Cornwall". „Mamma er líka frá Cornwell“ sagði Adelaide. „Hún hét áður Trefusis. Þekkið þér Bude?“ En það var eins og herra Lambert kærði sig ekkert um að tala um æsku sína. Það var auð- lU Synduga sfúlkan eítir Grimmsbræður 6. Enn leið ár. Og þá ól drottning þriðja barnið, sem var mey barn. María mey kom í þriðja sinn og sagði við hana. „Komdu með mér.“ Svo tók hún í hönd drottningar og leiddi hana til Himnaríkis. Þar sýndi hún henni bæði eldri börnin. Þau brostu til hennar, þar sem þau voru að leika sér. Drottningin varð mjög glöð að fá að sjá börnin sín aftur. Þá sagði María mey: „Hlýnar þér ekki um hjartaræturnar. Ef þú villt nú kann- ast við, að þú hafir opnað dyrnar, sem þér var bannað að opna, skal ég gefa þér aftur drengina þína báða.“ Drottningin heitaði enn að hafa opnað dyrnar. Þá lét María mey hana hverfa aftur til jarðarinnar, en hún hél eítir þriðja barninu. Þegar það fréttist, að þriðja barnið var einnig horfið, varð uppreisn í ríkinu. „Drottningin er mannæta. Dragið hana fyrir dómstólinn,“ var hrópað um allt ríkið. Kóngurinn gat nú ekki lengur staðið á móti þessari kröfu. Svo var drottningin færð fyrir rétt. Og þar eð hún gat ekki varið sig, var hún dæmd til þess að brennast á báli. Stór viðarköstur var hlaðinn upp, og hún síðan bundin við staur. — Þegar logarnir fóru að læsast um drottninjy, iðraðist hún mjög synda sinna og óskaði þess heitt, að hún gæti játað, að hún hefði opnað dyrnar. í sömu svipan fékk hún málið aftur og hrópaði hátt: „Heyrirðu í mér, María mey. Ég opnaði dyrnar.“ Þá byrj- aði allt í einu að rigna, svo að logarnír sfokknuðu og him- ininn varð allur uppljómaður og María mey kom svífandi með börnin. „Þeim, sem iðrast afbrota sinna, verður fyrirgefið," sagði hún blíðlegá við drottninguna og rétti henni börnin. Drottn ingin fékk nú aftur málið, en María mey varð verndari henn ar allt til æíiloka. S Ö G U L O K Laugardagur 13. sept. 1952 Á MORGUN hefst ný barnasaga, sem heitir Hrói höttur snýr aftur. Þið skuluð fylgjast vel með þessari sögu allt frá byrjun, því að hún er ákaílega spennandi. « <1 i;» v-w wvrwwwvvnnrmynrvwtrinwtivu *■■ ■ a anr«« trinrmii i«incv itrKtíjrv * ■ w Fclag frjálslyndra stúdenta: 2) ci n J íe i I: u t í Tjarnarcafé í kvöld klukkan 9. Illjómsveit Kristjáns Krisíjánssonar. Aðgöngumiðasala hefst klukkan 5. 9 í S. H. V. O. S. H. V. O. Almennur dansleikur í Sjálfstæðishúsinu í kvöld klukkan 9. Aðgöngumiðar seldir í anddyri hússins frá kl. 5—6. Húsinu lokað klukkan 11. NEFNDIN Tryggið yður fyrir tjónl á rafmagnsmótorum og ■ f H öðrum rafmagnstækjum með þvi að nota : s|álfvirk vör Þau eru jafnan fyrirliggjandi. BRÆÐURNIR ORMSSON, Vesturgötu 3. Sími 1467. : r ■ ■ : i Einhleypur maður óskar eftir ráðskonu. Húsmæðra- ■ ■ skólamenntun æskileg. Uppl. gefnar á Ráðningarstofu l ■ Reykjavíkurbæjar m.iili kl. 4—5 á mánudag, ekki í síma. j MHRTINUS flytur fyrirlestra í Austurbæjarbíó sem hér segir: 1. Sunnudaginn 14. þ. m. kl. 13,30. Efni: Heimsmyndin eilífa. Aðgöngumiðar seldir í húsi félagsins Ingólfs- stræti 22 kl. 1—3 e. h. í dag. 2. Mánudagskvöld 15. þ. m. kl. 19,30. Efni: Leyndardómur lífsins. : i Miðvikudagskvöld 17. þ. m. kl. 19,30. Efni: Öilagasköpun. Aðgöngumiðar að tveimur síðari fyrirlestrun- um verða seldir í húsi félagsins Ingólfsstræti 22 á mánudag kl. 17—18 og við innganginn, það sem kann að verða óselt. Skuggamyndir Verða sýndar með þessum fyr- irlestrum. : i Stjórn Guðspekifélags íslands. ^^ymrwimnnni¥»1»■■■■ ■ ■ ■ ■■■■9aaaBBBasaaa»caaBj|«ji ■9.m m ■JUQWl'N.«OÚim« Kven- og herrafatnaður Verzlun óskast fyrir ofangreinda vöru. Sérstaklega höf- um vér áhuga á samvinnu við starfandi fyrirtæki, þar sem mikill hagnaður fyrir eigandann kemur til greina. Allar nánari upplýsingar um stærð verzlunarinnar, stað- setningu, ásamt mynd, óskast sent til FA. BJOLCO, Damekonfektion Blcgdamsvej 30. Köbenhavn N. Tónlisicarskólinii tekur til starfa fyrst í októbermánuði. sé skilað í síðasta lagi 25. september. Umsóknum Tónlistarskólinn s i ■» 4 4&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.