Morgunblaðið - 28.10.1952, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐ19
Þriðjudagur 28. okt. 1952
r 2
! r
hlendingur sfðínar merki-
legf leikhús í Vancouver
Er annað af íveimur leikhúsum Kanada,
' ersýnaallan ársim hring.
NÝÚTKOMIÐ LÖGBERG frá Winnipeg skýrir frá því að ungur ís-
lendingur hafi sýnt óvenjulega framtakssemi og dugnað í því að
þstofna leikhús í Vancouver á Kyrrahafsströnd Kanada.
íslendingur þessi heitir Thor *
.Arngrim. Er hann af íslenzkum
írettum og kjörsonur þeirra Stef-
jáns og Margrétar Arngrímsson,
;;em lengi bjuggu við Mozart, en
þiú eiga heima í Vancouver.
HAFÐI AHUGA A LEIKLIST
Thor fluttist til brezku Colum-
l)íu á vesturströnd Kanada er
hann var 14 ára. Hætti hann
skólagöngu 15 ára með það í huga
að gerast leikari. Hann fékk
stundum atvinnu hjá umferða-
ieikfélögum og einnig við útvarp.
SKEGGKÆDDU UM
STOFNUN LEIKHÚSS
A leikæfingum kynntist Thor
meðleikara sínum að nafni Stuart
Baker. Fóru þeir að skeggræða
um að stofna sitt eigið leikhús og
’settu rnarkið hátt, þeir ætluðu að
ráða. launaða ieikara og starf-
rækja leikhúsið árið um kring og
'setja á svið fræg Broadway leik-
r-it, en fyrir þau verður að greiða
Ká ritlaun.
KAIJ.AD SKÝJABORGIR
t Aliir, sem þeir ráðguðust við,
Töldu þessa hugmynd draumóra
eina, og að þeir myndu aldrei fá
.rokkurn mann til að leggja fé í
fyrirtækið, því slíkt leikhús gæti
ekki borið sig í Kanada. Eftir
séx mánuði tókst þeim samt að
;finna mann, sem hljóp undir
bagga með þeim og lánaði þeim
<3000 dollara. Var það íslending-
lir, Valdi Grímsson, bóndi frá
’Saskatchewan, er Thor þekkti.
ÍMERKILEG STOFNUN
Og svo hefur leikhúsið þeirra
*Thor Arngrims og Stuarts Bakers
orðið að veruleika. Það er í Van-
ieouver og er kaflað Totem-leik-
íhúsið.
Það er eina leikhúsið í Brezku-
.Kolumbíu, sem er starfrækt árið
Ltm kring og aðeins eitt leikhús
annað er starfrækt alla tíma árs
í öllu Kanada. Totem-leikhúsið
hefur náð fádæma vinsældum,
þótt aðgöngumiðar séu seldir
hærra verði en aðgangur að kvik
myndahúsum. Aðsóknin hefur
haldizt stöðug yfir 2000 manns
á viku. .
LEIKRÍTIN EKKI AF
VERRI ENDANUM
Meðal leikrita, sem hafa verið
sett á svið í leikhúsinu eru: Pyg-
malion eftir Shaw, The man
who came to dinner, Romance of
the Willow Pattern, A streetcar
named desire og mörg fleiri og
hefur meðferð þeirra hlotið lof
leikdómara og almennings. —
Þekkt kona í Vancouver, lög-
fræðingur að menntun, sótti Tot-
em-leikhúsið, þegar leikið var
! The glass menageria eftir Tenn-
essee Williams, hún varð stór-
i hrifin. — Ég trúi þessu ekki!
! hrópaði hún, — ég sá þetta leikið
í New York og Totem-leikhúsið
gerir það betur, leikurinn er eðli-
'egri.
— Háskóialögin
Framhald á bls. 2.
sú breyting, að undanþágu
nokkurri má koma við, en
préf í öðrum óskyldum grein-
um þá gert strangara!
, Um þessi mál lét rektor há-
skólans eftirfarandi orð íalla í
;ræðu sinni á háskólahátíðinni s.l.!
laugardag, en þá boðaði hann
!Þetta írumvarp:
RÖKSEMDIR REKTORS
„Stjórn háskólans telur það
skyldu sína að vaka yfir þroska
! yðar og námi og hefur sett ýms j
í ar reglur um tihögun náms og '
‘ prófa. M. a. fyigist nú hver há- j
skólakennari með þvi, hve marg- !
, ar kennslustundir nemendur j
I sækja og háskólaráð hefur :.iýlega i
beðið um breytíngu á háskóla- j
i lögunum i þá átt, að hver deild ;
megi setja reglur um lágmarks- |
Í tímasókn stúdenta og má búast
‘ við að sú hundraðstala verði all- :
íb.á. Við suma háskóla í Banda-j
■ Hkjunum er krafizt 75% tíma-
jsóknar, í Skotlandi sumstaðar allt
:: að 90% og víða annarsstaðar eru
j svipaðar reglur. Þeir, sem ekki
fylgja þessum reglum, er bráð-
'■ (ega verða settar, eiga á hættu að
í verða að hætta námi .......
fStúdentum á að vera ljúft að
jmokfeurt aðhald sé með námi
j þeii4-a, og að vita, að ef einhver
i brestur verður á, verður þeim
■gert að_v_a i't _í _tæka_ tíð.“ _
Skák:
2. umferð hausfs-
mólsins lokið
ÖNNUR umferð í haustmóti
Taflfélags Reykjavíkur var
tefld s.l. sunnudag. Leikar fóru
þannig og Haukur Sveinssson
vann Lárus Johnsen, Guðjón M.
vann Jón Pálsson, Þórir Olafs-
son vann Birgi Sigurðsson. Jafn-
tefli varð hjá Kára Sólmundar-
syni og Jóni Einarssyni og hjá
Arinbix-ni Jörundssyni og Þórði
Þórðarsyni.
Þeir Gu.ðmundur Agústsson og
Þórður .Törundsson hafa hætt
þátttöku i mótinu, en í staðinn
komu í keppnina Kári og Birgir.
Á miðvikudaginn kl. 8, verð-
ur 3. umferð tefld að Þórsgötu
1. ÞÞá tefla saman Jón P. og
Haukur, Lárus og Kári, Jón Ein-
arsson og Guðjón M., Þórir og
j Steingrímur, ÞÞórður og Birgir,
Sveinn og Arinbjörn.
Sljórnarkreppan
í Austurríki éleysl
VÍNARBORG, 27. okt. —
Tih’aurir þær, sem gerðar
hafa verið til þess að leysa
stjórnarki’eppuna í Austur-
ríki, fóru algerlega, út um
þúfur í kvöld.
Fulltrúar flokka þeirra,
sem vei'ið hafa í stjórn sam-
an undaníarið, Jafnaðar-
manr.aflokksins og Þjóð-
fiokksins, komu saman til
fundar í kvöid í því skyni að
reyna að komast að samkomu-
lagi um f járlagafrumvarpið
fyrir árið 1953, en allt kom
fyrir ekki, eins og fyrr segir.
Eirs og kunnugt er, varð
þetta mál stjórninni að falii á
dögunum. Stjórnmálamenn
hér hafa þó ekki gefið upp
alla von um það, að stjórn-
málaflokkarnir tveir nái sam-
komulagi um fjárlagafrum-
varpið, áður en langt um
líður.
NTB-Reuter.
Vegleg min-nin.garhátí@ ó Eyrarfeakisa
um 100 ára starf barnaskólans
MIKILL mannfjölcli var viðstadd
ur minningarhótíö þá er fram fór
að F.yrarbakka á sunr.uclaginxi
var, í tilefni 100 ára afmæiis
barnaskólans þar.
I tilefni hátíðarinnar var Eýrar
bakki fánum prýddur. Veður var
hið ákjósanlegasta. Meðal hir.na
fjölmörgu gesta var forsati ís-
lands, herra Ásgeir Ásgeirsson og
biskupinn, herra Sigurgeir Sig-
urðsson, sern cr uppalinn á Syr-
arbakka.
VIIKILL UNDJRBÚNINGUR
- ÍÆDUR
Eyrbekkingar höfðu mikinn
ur.dirbúning að hátíð þessari.
Nefnd manna sá um hátíðina.
Mest störf munu hafa lent á skóla
nefndarformanni, skólastjóra,
sóknarpresti og ocldvita, sem ali-
ir voru í nefndinni Hátíðin hófst
kl. 2 síðdegis í barnaskólanum
eftir að skólabörn höfði.i gengið
þangað fylktu liði ásamt skóla-
stjóra og kennara. Minningarhá-
tíð hófst með því að Vigfús Jóns-
son, oddviti, bauð gesti velkomna
og kynnti dagskrána. Því næst
söng kirkjukór Eyrarbakkakirkju
Þá hófust ræður og talaði fyrstur
íormaður skólanefndar, Sigurður
Kristjánsson.' Mælti hann fyrir
minni hins 100 ára gamla skóla.
Minntist einkum hinna þriggja
manna, er niestan hlut áttu að
stoinun skólans, en það voru Páll
Ingimundarson, prestur í Gaul-
verjabæ, Þorleifur Koibeinsson,
hreppstjóri, Stóru Háeyri og
og Guðmundur Thorgrímsen,
verzlunarstjóri. Nokkrir afkom-
endur þessara þriggja forvígis-
manna voru viðstaddir. Næstur
tók til máls skólastjóri barnaskól-
ans, Guðmundur Daníelsson.
Ræddi hann m. a. um starf kenn-
arastéttarinnar og áhrif þeirra í
uppeldismálunum. Helgi Elíasson
fræðslumálastjóri, flutti skólan-
um kveðjur og árnaðaróskir
menntamálaráðherra, er ekki gat
verið viðstaddtir oessa veglegu
athöfn. Fræðslumálastjóri ræddi
sögu barnaskólanna í landinu.
Hann benti á, að barnaskóli F.yr-
bekkinga væri hinn 4. í röðinni,
sem stofnaður hefði verið hér á
landi. En Eyrarbakkaskólinn er
sá eini þeirra, sem starfað hefur
ósiitið frá stofndegi og fram á
þennan dag. Hinir barnaskólarn-
ir, sem stofnaðir voru fyrr, hættu
allir starfsemi sinni í lengri eða
skemmri tima, sumir lágu niðri
allt að cinni öld. Fræðslumála-
stjóri benti á, hvílikur viðburður
það hefði verið fyrir eitt hundrað
árum, er skóii þessi var stofnað-
ur og taldi hann það vart hafa
verið minni viðburð þá, en ef að
hg^kóli yrði nú stofnaður t. d. á
Akureyri.
Bjarni M. .Jónsson, námsstjóri,
sýndi fram á, að hugsjónir for-
vígismannanna væru nú í mörg-
um efnum orðnar viðhorf almenn
ings til barnafræðslunnar. Hann
Helgi Elíasson fraeðslumálastjóri,
flutti kveðjur nienntainálaráðh.
benti á hvað skólanum hefði
verið mikiis virði forusta hins
voldug'a verzlunarstjóra á Eyrar-
balcka, Guðm. Thorgrímsen.
— Þá var enn einokun í landinu
o.g hvað áríðandi væri á hverjum
tíma, að mannsefnin færi ekki í
súginn.
MJTKIÐ MENNINGARAFREK
— BLÓMSVEIGUR LAGDUR
Ræðumenn lögðu allir áherzlu
á, hvílíkt menningarafrek það
hefði verið og veigamikiil þáttur
í uppeldismálum þjóðarinnar er
Eyrarbakkaskólinn var stofnað-
ur. Hefðu forvígismennirnir unn-
ið hið mesta þrekvirki að geta
haldið barnaskóla starfandi, eir.s
og þá var um hnútana búið.
Athöfninni í barnaskólanum
l'auk með því að slcólabörn sungu,
undir stjórn skólastjóra síns. en í
skólanum eru nú alls 80 nemend-
ur.
Frá skólanum gekk mannfjöld-
inn út í kirkjugarðinn, þar sem
formaour skólanefndarinnar, Sig
urður Kristjáns, lagði blómsveig
að leiði Péíurs Guðmundssonar,
þess skó!astjóra barnaskólans, er
lengst allra manna hefir verið
starfsmaður barr.askólans, og
minntist Sigurður Péturs í stuttri
ræðu. — Ekkja Péturs, frú Elísa-
bet Jónsdóttir, og 6 börn þeirra
hjóna, voru rneðal gesta á hátíð-
inni.
í KIRKJUNNI
Stutt hlé varð nú á hátíðar-
höldunum, en er hér var kornið
var klukkan um 10. Hátíðagestir
komu næst saman í Eýrarbakka-
kirkju kl. 17, þar sem séra Arelíus
Nieisson flutti messu. Að henni
lokinni ávarpaði forseti Islands,
herra Ásgeir Ásgeirsson, kirkju-
gesti. Ræddi um hinn 100 ára
gamla skóla, dugnað og fram-
takssemi stofnendanna og árhaðí
rkclanum c.g héraði allra hcilla.
Þá fiutti biskupinn yfir íslandi,
Þcí va Sigurgeir Sigurðsson,
ávarp-. mmntist m. a. æskuáranna
a Eyrarbaklca og bað skólanum og
staðnum blessunar guðs.
I
• MSAR G.ÓDAR GJAFIR
: sárust ;
Ur kirkj-u var gengið til sam-
kcmuhússins, þar sem sezt var
að kaffidrykkju. Voru þar flutt
síutt ávörp og skólanum fluttar
kveðjur og árnaðaróskir og til-
kynnt um ýmsar góðar gjafir er
gefnar væri í tilefni afmseiisins.
Ragnar Jónsson forstjóri og systk
ini hans munu gefa skólanum
minnismerki um Aðalstein Sig-
mundsson, er var skólastjóri á
Eyi'arbakka 1919—29. Ungmenna
félagið tilkynnti einnig að þaS
rnyndi gefa skóianum veggmynd
af Aðalsteini heitnum, úr bronzi,
en hann var stofnandi þess félags.
Áformað er að Sigurjón Ólafsson,
myndhöggvari, geri myndina.
Nokkrir garnlir nemendur skól-
ans: Sveinn Guðmundsson for-
stjóri í Héðni, bróðir hans Ás-
mundur, Lárus Blöndal bóksali
og tilkynntu að þeir mundu gefa
skólanum vandaðan fjölritara og
Eyrbekkingafélagið i Reykjavík
að það myndi færa skólanum að
gjöf hina miklu orðabók Sigfús-
ar Blöndals, sem nú er í prentun.
Ýmsir einsta-klingar gáfu bækux-
og peningagjafir. Meðal ræðu-
manna var frú Elísabet Jónsdótt-
ir, ekkja Péturs Guðmundssonar,
skólastjóra. Þakkaði hún hlý orð,
er fallið höfðu í garð manns henri
ar, þennan dag og flutti skólan-
um heillaóskir. Á sömu leið mæltí
sonur hennar, Jón Axel Péturs-
son, bæjarfltr. er var meðal gesta.
Formaður Eyrbekkingafélagsins
hér í Reykjavík, Marius Ólafsson,
flutti frumorkt ljóð.
KVÖLDSKEMMTUN
Fjöldi heillaóskaskeyta barst
víðsvegar að, m. a. frá borgarstjór
anum í Reykjavík og fræðsluráði
Reykjavíkur. Um lcvöldið hófst
hátíðarsamkoma í samkomuhús-
inu, sem hófst með söng barna-
skólabarna. Síðan var mcð stutt,-
um leikþáttum brugðið upp
myndum úr starfsemi skólans á
liðinni öld. Svo sem fyrsta skóla-
nefndarfundi, þar sem þeir komu
fram, séra Páll, Þorleifur og Guð-
mundur Thorgrímsen. Þá var
flutt ræða, er frú Eugenia Nilsen
flutti á fundi skólanefnd.ar um
1890. Frú Eugenía var dóttir Guð-
mundar Thorgrímsens, og alla tíð
mikill unnandi og stuðningsmað-
ur skólamála á Eyrarbakka. Þá
Framhald á bls. 9